Þjóðviljinn - 16.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.05.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA HðÐVILimN Fimmtudagurinn 16. maí 1963 Bréfið var svo skelfilega ó- persónulegt, að Gametu flaug fyrst í hug að rífa Það í tætl- ur. Þessi trédrumbur, hugsaði hún sáTgröm. Hvað átti eigin- lega að gera við svona mann? í hvert skipti sem hún heyrði nafn hans, fannst henni sem hún vaeri heilt eldfjall, og svo skrifaði hann henni eins og hún væri gömul frænka. Það var ekkert við þessu að gera. Hverjar svo sem tilfinn- ingar Johns voru, þá faldi hann þær vandlega. Þegar Garnel fór að hugsa um það, lægði storm- inn í huga hennar. Hún mundi hvernig John hafði verið til taks þegar hún þurfti bans við og hvemig hann hafði horft á hana áður en hann reið úr hlaði. John þótti vænt um hana og það var heimskulegt af henni að efast um það. Hún sat á veggbekknum í herbergi þeirra Florindu. Hún lagði frá sér örkina og fór að flokka garnið sem Risinn hafði komið með, svo að hún gæti 'farið að prjóna sjal handa Donnu Manuelu. Þetta var dá- samlegt garn: siikihespur í öll- um regnbogans litum sem hann hafði náð í um borð í kana- skútu sem sigldi á Kína. Stefán vaknaði og kallaði eftir félagsskap. Þegar Garnet tók hann upp, kom Florinda inn í herbergið og Garnet sagði: ,,Þetta er bréfið frá John. Hann segir að við verðum hér senni- lega í allan vetur“. Hárqreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Síml 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ. Laugavegi 11. simi 24616. Hárgrelðslustoían S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853 Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsclóttir) Laugavegi 13 simi 14656. Nuddstofa á sama stað. Þetta var rétt fyrir miðdegis- hvíldina. Florinda tók úr sér hámálamar. „Ojæja, ef við verðum einhvers staðar að bíða, þá er varla til notaiegri stað- ur en þetta“. Hún lagði hárnál- amar í hrúgu hjá þvottafatinu og hneppti frá sér kjólnum. „En ég vildj óska“, hélt hún áfram, „að allir þessir fallegu aúla- bárðar hættu að biðja mín. Ég vil ekki bafa neinn eiginmann eins og myllustein um hálsinn. Kenndu mér einhverja dömulega aðferð til að hryggbrjóta biðil“. Garnet hugsaði sig um. ,,Þú getur sagt að þú metir hann mikils og þú gangist mjög upp við þennan virðingarvott, en þú berir ekki til hans þær sérstöku tilfinningar sem kvenmaður eigi að bera til manns sem hún ætlar að lifa iifinu með eftir- leiðis —■“ „Góða tungl, verður það að vera svona hátíðlegt? Jæja þá, skrifaðu það upp handa mér og ég ætla að læra það utari- að“. Florinda fór í náttkjólinn. „Allan veturinn“. sagði hún og hristi höfuðið. „Það þýðir það að ég tapa stórfé. Ég vona sannarlega að Silky hafi tekizt að fela whiskýið okkar. Það var hræðilega dýrt“. Gamet laut yfir Stefán og hugsaði með sér: Hugsar . J^lor- inda aldrei um annað en pen- inga? Bamið var sofnað aftur, og hún reis á fætur til að leggja það í rúmið. Florinda sneri sér við til að strjúka á honum kollinn, hún brosti til hans mildu brosi. Þegar Garn- et sá öróttar hendur hennar strjúfca um litlu lokkana, fann hún til samvizkubits. Það var ekki að undra þótt _ Plorinda hugsaði mikið um peninga. Hví skyldi hún ekki gera það? Þeir voru það eina sem hún átti. Seinna um daginn þegar þær voru vaknaðar af miðdegislúrn- um, kom stúlka inn með ný- þvegin föt. Gamet gerði við föt af Stefáni og Florinda sett- ist á gólfið til að setja þvottinn á sinn stað í kistunni. Þegar hún var búin að því, tók hún skartgripaskrinið uppúr kist- unni. Þegar hún hafði virt inni- haldið vandlega fyrir sér, tók hún upp hring með risastórum akvamarínsteini. „Ég held ég gefi Donnu Manuelu þennan héma þegar við förum“ sagði hún. „Finnst þér hann efcki fallegur?" Hún fleygði hringnum til Garnetar „Mikið er þetta dá- samlegur gteimn”, hrópaði Garnet. „Sjötíu og fimm karöt“, sagði Florinda ánægð á svip. Garnet sneri hringnum milli fingranna og sá hvernig steinn- inn skaut b'lágrænum geislum. Hún veiti fyrir sér hve langt væri síðan að hendurnar á Flor- indu höfðu venð eins fallegar og likami hennar að öðru leyti, svo að hún hefði getað borið hringi. Silkihespurnar lágu á bekknum hjá henni. Garnet fann næstum til sektar. Það minnti hana á að sjálf gat hún sýnt Donnu Manuelu þakfciæti sitt með fal- legri handavinnu, en það gat Florinda ekki. En þótt þetta væri augljós staðreynd, hafði hvorug þeirra nokkru sinni minnzt á það og það myndu þær ekki gera núna heldur. Gamet sagði: „Þetta er dásamlegur hring- ur, Florinda. Hún verður him- inlifandi". „Ef hún getur komið honum upp“, sagði Florinda og hló. „Hún er með svo feita putta. En það er sjálfsagt einhver héma, sem getur stækkað hann“. Hún brosti eins og að einhverri minningu, þegar Gamet fékk henni hringinn aftur. „Hann var reglulega indæli sem gaf mér hann“, sagði hún. „Geðjaðist þér vel að hon- um?“ spurði Gamet. „Auðvitað geðjaðist mér vel að honurn", sagði Florinda. Hún setti hringinn í skrínið aftur. Um leið og hún lokaði því, sagði hún: „Ertu nú enn að reyna að spyrja mig hvort ég hafi nokkurn tíma verið ást- fngin?“ spurði hún og deplaði augunum glettnislega. „Nei, ég veit þú hefur ekki verið það“. „En. vina vin, af hverju ertu svona alvarleg á svipinn yfir því?“ „Ég vildi óska að þú værir ekki svona kaldhæðin". „Ég veit ekki hvað kald- hæðni er“, svaraði Florinda glaðlega. „En —“ hún hikaði dálítið og andlitið varð alvar- legt. Þegar hún var búin að hugsa sig dálitið um, sagði hún: „Gamet, ég vildi óska að þú værir ekki svona uPPÍ í skýj- unum. Þegar um er að ræða ást og hjónaband og allt þess háttar“. „Þér finnst ég ætti ekki að gifta mig aftur?“ spurði Garn- et. „Aldrei". „Tja, það er svo sem allt í lagi að gifta sig ef manni fell- ur hugmyndin. En ég á við það — að þú mátt ekki gera þér of miklar vonir". Hún talaði með mikilli sann- færingu. „Ég vil ógjaman hneyksla þínar göfugu iilfinn- ingar, Gamet, en stúlkumar héma megin við garðinn vita býsna mikið um ykkur hinum megin. Við þekkjum þessi lof- orð um eilífa ást sem yfckur eru gefin og við vitum hvað þið emð miklir hálfvitar að trúa þeim“ Gamet studdi hendinni á gluggapóstinn. „Við erum ekki alltaf hálfvitar að trúa þeim“, svaraði hún. , „Gamet, vina mín, ég vil ekki að þú verðir aftur fyrir von- brigðum. Og eina ieiðin til að komast hjá því er að þú gefir engum tækifæri ti'l að valda þér vonbrigðum. Gerðu ekki of miklar kröfur. þá verð- urðu ekki vonsvikin. Skilurðu hvað ég á við? „Ég skil það, en ég trúi því efcki. Ég ætla aldrei á ævinni að þiggja nejtt upphitað gums“. „Fjandinn sjálfur“, sagði Florinda. „Komdu núna, við skulum koma og fá okkur bolla af cha“. Garnet velti fyrir sér hvort Florinda væri að reyna að vara hana við karlmönnum yfirleitt eða John alveg sérstaklega. Það skipti engu máli. Hún hafði engan áhuga á aðvörunum um karlmenn yfirleitt, því að það var aðeins einn, sem hún vildi fá. Og hvað John snerti þá myndi hann aldrei lofa henni neinu eða lofa neinum lifandi manni neinu, sem hann gæti efcki ábyrgzt með lífi sinu að hann stæði við. 37 Það var í sama nóvember- mánuði að Frémont ákvað að stefna herdeild sinni til Los Angeles. Hann hafði fengið skipun um að gera það man- uði fyrr, þegar Stockton fékk fréttir um uppreisnina og hélt sjálfur suður á bóginn, en Fré- mont hafði beðið þar til menn hans voru búnir að viða að sér hrossum og nautpeningi frá ranchóunum. Nú fór hann frá Monterey með fimm hundruð manna, margar fallbyssur og hjörð af gripum. En hann var búinn að g'leyma hvernig veð urfarinu var háttað í Kaliforníu, Þegar hann var kominn fjórar dagleiðir frá Monterey, fór að rigna. Dalimir urðu að drullu- fenjum. Fallbyssu-rnar festust 1 aurbleytunni, fólkið varð veikt og dýrin drápust. Það voru næstum 500 kílómetrar milli Monterey og Los Angeles, og leiðin varð enn lengri fyr- ir krókana gegnum fjallaskörð- in. Frémont var tvo mónuði á leiðinni til Los Angeles. Þegar hann kom þangað blakti banda- ríski fáninn aftur yfir torginu, og bandarískir hermenn stik- uðu um göturnar. Vesturherinn undir stjóm Stephens W. Kearney hershöfð- ingja hafði komið til Kaliforn- íu í desember. Hann hafði komið landveginn frá Laven- worth virki við Missouri-fljót. Kearney hershöfðingi hafði lœrt í West Point, hann hafði tekið þátt í stríðinu 1812 og hann var þrautreyndur landa mæraliðsforingi. Eftir að hafa leitt menn sína 3200 kílómetra leið yfir eyðimerkur og fjöll, var Keraney ekki í neinu skapi til að bíða eftir síðbúnum görpum. Hann var kominn til að berjast, og hann barðist — und- ir eins. Þegar hann frétti að bandarískar liðssveitir væru í San Diego, sendi hnn boð um að hann væri á leiðinni. Gillespie kapteinn flýtti sér til móts við hann með litla hópinn sinn af sjóliðum. Ásamt mönnum Gill- espies mætti Kearney Kaliforn- íubúum í orustu hjá diggara- þorpi sem hét San Pascual, fyr- ir austan San Diego. Eftir tveggja daga bardaga flýðu heimamenn, en ekki fyrr en þeir höfðu valdið Bandaríkjamönn- um miklu tjóni í þessari or- ustu sannaði Gillespie, að þótt hann væri lélegur landstjóri, þá var hann enginn hugleysingi. Hann barðist djarflega og hlaut sár, sem kostaði hann næstum lífið. Keamey hershöfðingi hafði líka særzt. en honum tókst að komast á hestbak daginn eftir og leiða menn sína til San Diego. Þar sameinuðust þeir urinn? bilaður, lögregluþjónn. Eg Iíð fyrir aumingja konuna þína. Aldrei getur hún brugðið sér eldsnöggt á útsölu, án þess þú vitir af því. SKOTTA U K—-r-'-L*g=^ ifllSESUua I Jl Mér þykir Ieítt að sjá þig veika. Kom með heimavinnu úr skólanum. Tilkynning um framboð í Reykjaneskjördæmi við Alþingiskosn- ingarnar 9. júní n.k. A-listi D-listi Alþýðuílokksins » Sjálfstæðisflokksins . 1. Emil Jónsson. 1. Ólafur Tliors, ráðherra, Kirkjuvegi 7, forsætisráðiherra, Hafnarfirði. Reykjavík. 2. Guðmundur I. Guðmunds- 2. Matthías Á. Mathiesert, son, ráðherra. Brekku- sparisjóðsstjóri, Hring- götu 13, Hafnarfirði. braut 59, Hafnarfirði. 3. Ragnar Guðleifsson, 3. Sverrir Júlíusson, kennari, Mánagötu 11, útgerðarmaður, Hvassa- Keflavík leiti 24, Reykjavík. 4. Stefán Júlíusson, 4. Axel Jónsson, rithöfundur, Brekku- fulltrúi. Álfhólsvegi 43, götu 22, Hafnarfirði. Kópavogi. 5. Ólafur Ólafsson, 5. Oddur Andrésson, yfirlæknir, Neðstutröð 6, bóndi, N.-Hálsi. Kjós. Kópavogi. 6. Snæbjörn Ásgeirsson, 6. Ólafur Thordersen. skrifstofumaður, forstjóri, Græná, Nýlendu, Seltjarnamesi. Njarðvíkum. 7. Karvel Ögmundsson, 7. Svavar Ámason, útgerðarmaður, Bjargi, oddviti, Grindavík. Njarðvíkum. 8. Ólafur Vilhjálmsson, 8. Einar Halldórsson. oddviti, Sandgerði. bóndi, Setbergi, 9. Ólafur Gunnlaugsson, Garðahreppi. bóndi, Laugabóli, 9. Eiríkur Alexandersson, Mosfellssveit. kaupmaður, Grindavík. 10. Guðmundur G. Hagalín. 10. Alfreð Gíslason, rithöfundur, Bygggarði, bæjarfógeti, Keflavík. Seltjarnarnesi. B-listi Framsóknarílokksins G-listi Alþýðubandalagsins 1. Jón Skaftason, 1. Gils Guðmundsson, rithöfundur, Laufás- hæstaréttarlögmaður. vegi 64, Reykjavik. Kópavogi. 2. Geir Gunnarsson, 2. Valtýr Guðjónsson, alþingismaður, Þúfu- framkvæmdastjóri, barði 2, Hafnarfirði. Keflavík. 3. Karl Sigurbergsson, 3. GuðmUndur Þorláksson, skipstjóri, Hólabraut 11, loftskeytamaður, Keflavík. Hafnarfirði. 4. Benedikt Davíðsson, 4. Teitur Guðmundsson, trésmiður, Víghólastíg 5, oddviti, Móum Kópavogi. Kjalamesi. 5. Þuríður Einarsdóttir. 5. Óli S. Jónsson. húsfrú, Kópavogi. skipstjóri, Sandgerði. 6. Sigmar Ingason, 6. Jón Pálmason, verkstjóri, Grundar- skrifstofustjóri, Hafnar- gerði 15, Ytri-Njarðvík. firði. 7. Lárus Halldórsson, 7. Hilmar Pétursson, skólastjóri, Brúarlandi. fyrrverandi skattstjóri, Mosfellssveit. Keflavík. 8. Jónas Árnason. 8. Jóhanna Bjamfreðsdótt- rithöfundur. Öldugötu ir, húsfrú, Kópavogi. 42, Hafnarfirði. 9. Slgurður Jónsson, 9. Konráð Gíslason, kaupmaður, Seltjamar- kompásasmiður, Þórs- nesi. mörk, Seltjarnarnesi. 10. Guðsteinn Einarsson, 10. Finnbogi Rútur Valdi- útgerðarmaður. marsson, alþingismaður, Grindavík. Marbakka, Kópavogi. Hafnarfirði, 9. mai 1963. Guðjón Steingrímsson, Bjöm Ingvarsson. Óiafur Bjarnason, Ásgeir Einarsson, Ámi Halldórsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.