Þjóðviljinn - 17.05.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 17.05.1963, Page 1
 Cooper lentur Bandaríski geimfarinn Coop- er lenti heilu og höldnu skömmu fyrir miðnætti í gær- kvöld eftir að hafa farið 22 hringi umhverfis jörðu eins og ráð hafði verið fyrir gert í upphafi, og er það lang- Iengsta geimför Bandaríkja- manns til þessa. Sjálfvirku stjómtækin i geimfarinu bil- uðu og varð hann sjálfur að stjóraa lendingunni er tókst giftusamlega og var banar skömmu síðar tekinn UPB i bandarískt herskip. Var harttt hinn hressasti eftir ferðirta. — Sjá nánar um geimdför Coopers á 3. siðu. * Það er sóknarhugur í alþýðu Reykjavíkur; Fundur Sósíalistafé- * * lags Reykjavíkur til stuðnings lista Alþýðubandalagsins var ó- * * rækur vottur um það. Húsið fylltist kl. 9, hvert sæti var skipað * * og hundruð manna stóðu eða hurfu frá. Einarðar og snjallar * ræður og heitar undirtektir fundarmanna voru til marks ran það að vinstri menn í Reykjavík hafa einsett sér að fram- kvæma nú í verki víðtækari samfylkingu en nokkru sinni fyrr. Kosningasókn alþýðunnar í Reykjavík er hafin. Þegar tjaldið var dregið frá í troðfullu Austurbæjar- bíó blasti við sviðið fagur- lega skreytt, og yfir það þvert var skráð kjörorðið Kjósum G gegn EBE og ABD. Guðrún Guðvarðar- dóttir setti fundinn og stjórnaði honum. í upphafi söng Alþýðukórinn alþjóða- söng verkamanna og þrjú ís- lenzk lög undir stjóm dr. Hallgríms Helgasonar við hinar beztu undirtektir. Fyrstur ræðumanna var Einar Olgeirsson. Hann flutti heita hvatningaræðu og minnti á að um þessar mundir væri liöinn aldarfjórðungur síðan alþýða Reykjavíkur sendi hann og Bryn- jólf Bjamason á þing i fyrsta skipti, og nú væri mikið í húfi að enn ynni hin róttæka alþýða Reykjavíkur stórfelldan kosn- ingasigur. Lifsafkoma launþega, Efnahagsbandalagiö og hernámið væru þau miklu örlagamál sem nú væri kosið um, og framtíð Islendinga væri háð úrslitum. Haraldur Steinþórsson flutti rökfasta og efnismikla ræðu um lífskjör og samstöðu, rifjaði upp árásir ríkisstjómarinnar á lífs- kjör launþega, allt frá kauprán- inu 1955 til gengislækkana og óðaverðbólgu. Hann Iagði á- herzlu á að launþegar, sem kynnu að standa saman í stcttarsam- tökum sínum í kjarabaráttunni, yrðu einnig að standa saman í stjórnmálabaráttuiini. Þar gætu þeir aðeins treyst frambjóðend- um Alþýðubandalagsins. Brynjólfur Bjarnason flutti snjalla ræðu um samfylkingu um málstað Islands, og verður hún birt í heild hér í blaðinu. Hann komst m.a. svo að orði: „I þess- um kosningum hefur tekizt víð- tækarti samstaða vinstrimanna á grundvelli stefnuskrár Alþýðu bandalagsins en nokkru sinni áð- ur, síðan bandalagið var stofnað. Við fögnum því mjög, að Þjóð- vamarflokkurinn er nú með í bandalaginu. . . Ég trúi því að nýtt vor sé framundan í sam- tökum hinnar róttæku alþýðu á Islandi. Vorhretin geta stund- um verið nöpur. En þeim linn- 5r. Lífið rís upp að nýju í allrl sinni reisn og fegurð. Gangið í lið með því i þessari kosninga- baráttu og ævinlega". Siðastur ræðumanna var Jón- as Araason og talaði á sinn ó- viðjafnanlega hátt um íslenzka Austurbæjarbíói í gærkvöid. — Hvert sæti er skipað og menn standa þétt í göngum og við dyr bíósalarins. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). menningu og sjálfstæði, mann- dóm og siðgæði. Hann húðfletti valdamennina fyrir undirlægju- hátt þeirra við erlent vaid með nöpru spotti og eggjaði alþýðu til djarfrar sóknar, og til þess að Iyfta æ hærra mcrkjum ís- lenzks fullveldis og sjálfstæðrar menningar. Þjóðviljinn mun síð- ar birta ræðu Jónasar. Að lokum var sýnd heimild- arkvikmynd Sigurður G. Norð- dahls um atburðina 30. marz 1949, en Páll Bergþórsson fiutti skýringar. Var sú sýning þörf upprifjun á hættulegasta verki sem ráðamenn hemámsflokk- anna þriggja hafa unnið, endur- minning fyrir þá sem tóku þátt í atburðunum, nýjung fyrir kyn- slóðir æskufólks sem síðan hafa vaxið upp. Með kvikmyndinni lauk þess- Framhald á 2. síðu. Hægrileiitogar Framsóknar óttast kosningasigur Aljsýðubandalagsins Það he’fur vakið athygli að síðustu dagana he'fur Tíminn einbeitt sér að árásum á Alþýðubandalag- ið, og í gær voru forsíða Tímans og allar aðalgrein- ar blaðsins helgaðar því viðfangsefni.. Aðalmál- gagn Framsóknarflokksins hefur hins vegar gjör- samlega „gleymt“ Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, s't’efnu þeirra 'flokka og fyrirætlunum. Ástæðumar tll þessarar eln- beitingar Tímans gegn Alþýðu- bandalaginu eru augljósar. Ráða- menn Framsóknarflokksins hafa fyrir löngu ákveðið að reyna að semja sig inn í ríkisstjóm með hinum hernámsflokkunum eftir kosningar. En þeir óttast að stórsigur Alþýðubandalagsins verði til þess að valdamenn Framsóknar telji sér ekki stætt á því að svikja kjósendur sina á þann hátt. Aíhyglisvert er að árá'sir Tím- ans á Alþýðubandalagið fylgja í kjölfar hinnar aumlegustu upp- gjafar fyrir stjórnarflokkunum. Fyrir fáeinum dögum talaði Tíminn digurbarkalega um það að Framsóknarflokkurinn fylgdi annarri stefnu í utanríkismálum en stjórnarflokkarnir, en þegar Morgunhlaðið byrsti sig, baðst Tírninn afsökunar á öllu saman og kvaðst vera „ekki síðri“ fylgjandi hernámsstefnunnar en stjórnarflokkamir. Nákvæmlega það sama gerðist í umræðunum um landhelgismálið; eftir stutt- ar deiiur við stjórnarblöðin lýsti Tíminn yfir því að Fram- I FALSANIR TÍMANS I neyðarópi Tímans i gær um „Leið Islands til sósíal- ismans, er beitt ósvífnustu fölsunum. Heldur Tíminn því fram að í ályktuninni standi að andstæðingar aiþýðunnar á þingi rnuni njóta fullra lýð- ræðisréttinda „meðan Sósíal- istaflokkurinn vill viðhalda frelsi þeirra“. Þessi fölsun er framkvæmd með því að búa cina setningu úr tvcimur hlið- stæðum, og eru þær þó greini- lega aðskildar til kommu eins og sjá má á mynd þeirri sem Tíminn birtir. í fyrri setningunni stendur: Pólitískir andstöðuflokkar alþýðunnar á þingi eða utan þess munu að sjálfsögðu njóta fullra lýðræð- isréttinda, meðan þeir fylgja settum leikreglum og starf- semi þeirra brýtur ekki 1 bága við starfsemi og Iög landsins". I síðari setningunni, sem er alveg sjálfstæð og aðgreind með kommu, stendur til enn frekari áherzlu: „Og Sósíal- istaflokkurinn vill viðhada frelsi þeirra starfsemii". til félagslegrar Falsanir af þessu tagi eru cinkenni á allri frásögn Tím- ans, cn þær munu aðeins verða til þess að lesendur blaðsins fái sjálfir áhuga á að kynna sér hina merku á- lyktun um „Leið Islands til sósíalismans". sóknarflokkurinn myndi í einu og öllu standa við uppgjafar samninginn um undanþágur Breta innan 12 mílna og afsal laudgrunnsins. Þetta algera undanhald Tímans sannar að það eru HÆGRIMENN sem ráða öllu í forustu Framsóknar- flokksins, og þeir hafa nú skip- að Tímanum að miða öll skrif Framhald á 2. síðu. Norðmenn hér minnast 17. maí 1 dag er 17. maí. þjóðhátíðar- dagur Norðmanna, og minnist Nordmandslaget dagsins með ýmsu móti . Klukkan hálftíu verða lagðir sveigar að minnisvarðanum í Fossvogskirkjugarði yfir þá Norðmenn sem féllu í stríðinu. Norski sendiherrann býður til sín norskum bömum fyrir há- degi, en síðdegis tekur hann á móti félögum úr Nordmandslaget og öðrum gestum. Félagið heldur síðan veizlu um kvöldið, hefst hún kl. 19,30 í Sjálfstæðishúsinu og stendur fmm eftir nóttu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.