Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 3
Föstudagurinn 17. maí 1963 ÞIÓÐVILIUfN SÍÐA 3 Cooper majór fór 22 umferðir á 34 tímum Lengsta, farsælasta geimför Bandaríkjamanns hingað til CANAVERALHÖFÐA 16/5 — Geimferð Gordons Coopers majórs hefur sannað hið fornkveðna að fall sé fararheill. Eftir öll þau óhöpp sem komið höfðu fyrir áður en hann lagði í ferðina, hefur hún að öllu leyti gengið að óskum og jafnvel framar beztu vonum. Ætlunin var að ferðinni lyki kl. rétt rúmlega 23 í kvöld, en þá hafði Cooper majór farið tæpar 22 umferðir um jörðina á rúmum 34 klukku- stundum. Ferðin hefur heppnazt með á- gætum alveg frá upphafi og varð braut geimfarsins „Faith 7“ mun nær gerðum áætlunum en braut- ir fyrri bandarísku geimfaranna; þó munar einni mínútu eða svo frá áætluðum umferðartíma. Endurbætt útgáfa Nær allt hefur gengið eftir áætlun og ferðin sem heild hef- ur tekizt jafnvel betur en ætlað var og tæki geimfarsins unnið betur en gert hafði verið ráð fyrir. „Faith 7“ er endurbætt út- gáfa á hinum fyrri bandarísku geimförum og var einkum lögð áherzla á að endurbæta þau tæki sem stjóma eldneytisforða geim- farsins, en brögð hafa verið að því áður að of ört gengi á eld- neytisforða bandarísku geimfar- anna, svo að minnstu hefur mun- að að hann væri til þurrðar genginn, þegar mest á reyndi — á leiðinni aftur til jarðar. Þessar endurbætur hafa orðið til þess að Cooper hefur haldizt miklu betur á eldsneytinu en fyrirrennurum hans og jafnvel mun betur en vísindamennimir höfðu gert sér vonir um. Ætti það að auðvelda honum lending- una. Smáóhöpp Hins vegar mistókst í þetta sinn sem áður tilraun til að koma belg út úr geimnum í því skyni að afla vitneskju um þétt- leika loftsins 160-265 km frá jörðu. Ætlunin var að belgurinn yrði dreginn á eftir geimfarinu i hálfa aðra umferð, en Cooper tókst ekki að koma honum út. Þá kom það fyrir a.m.k. einu sinni að hin sjálfvirka hitastill- ing í geimfarinu brást, en Coop- er gat auðveldlega komið henni í samt lag. Svaf vel Skömmu fyrir klukkan tvö í fyrrinótt tilkynnti Cooper, sem þá hafði verið á fótum í sautján tíma en á lofti 1 þrettán, aðhann vildi halla sér, ráð var fyrir því gert að hann fengi átta tíma svefn. öllum sambandsstöðvum á jörðu niðri var þá fyrirskipað að raska ekki ró hans og svaf hann vært meðan geimfar hans fór fimm sinnum umhverfis jörð- ina. Sjálfvirk mælitæki sáu fyrir því að hægt var frá jörðu að fylgjast með andadrætti hans og hjartslætti. Vísindamennimir sem fylgdust með upplýsingum þeirra þóttust geta vitað að hann hefði draumfarir, þegar hjartsláttur hans jókst skyndi- lega úr 60 á mínútu í 100 en fór jafnskyndilega niður í 60. Þegar Cooper vaknaði af sínum væra blundi, mundi hann ekki eftir neinum draumum. Cooper þakkað Þegar Cooper vaknaði aftur tók hann til óspilltra málanna að rækja öll þau margvíslegu störf sem honum höfðu verið falin. Stjómendur geimferðarinn- ar Ijúka miklu lofsorði á starfs- getu hans og þakka honum að verulegu leyti hve vel ferðin hef- ur heppnazt. Hann þurfti að sjálfsögðu að fylgjast stöðugt með öllum hinum mörgu og margbr. mæli- og stjórntækj- um geimfarsins, en öllu mikil- vægari voru skýrslur þær sem hann talaði inn á segulband við og við um líðan sína og allan gang ferðarinnar. Búizt er við að það muni taka margar vikur að vinna úr öllum þeim gögnum sem hann aflaði á þann hátt. Auk þess tók hann í sífellu myndir af jörðinni eða skýja- myndunum ofan hennar og skiptu þær orðið mörgum þús- undum þegar kom að leiðariok- um. Þessar myndir tók hann ýmist með ljósmyndavél eða sjónvarpstökuvél og var þeim síðamefndu sjónvarpað til jarð- ar. En af honum sjálfum var einnig oft sjónvarpað myndum til jarðar og þær myndir aftur sendar milli heimsálfa um banda- ríska endurvarpstunglið Telstar. Lendir i sjónum Gert var ráð fyrir þvi að geimför Coopers majórs tæki enda skömmu eftir klukkan 23 í kvöld, en þá átti „Faith 7“ að lenda á Kyrrahafi, skammt frá Midway-eyju, en bandarisk her- skip voru þar reiðubúin að draga geimhylkið upp úr sjónum. Straumurinn liggur til vinstri Hollenzkir kommúnistar og sósíalistar juku fylgi sitt HAAG 16/5 — Kosnmgar fóru fram í gær til fulltrúadeild- ar hollenzka þingsins. Endanlegar niðurstöðutölur verða ekki kunrtfir., fyjr qn að þre^nur,_dö.gum liðnum, en bráða- birgðatölur sem ekki er ástæða til að ætla að breytist sýna, að kommúnistar og sósíalistar hafa bætt við sig fylgi á kostnað stjórnarflokksins VVD og sósíaldemókrata. Stærsti flokkurinn. kaþólskir, sem hefur stjórnarforystuna í sínum höndum, hélt velli í kosn- ingunum og bætti heldur við sig, fékk einu þingsæti fieira. 50 í stað 49 áður. Næsthæstj flokkurinn, sósíal- demókratar, töpuðu hins vegar allmiklu fylgi og fengu nú að- elns 43 þingmenn, en höfðu 48 áður. „Þjóðarflokkur frelsis og lýð- ræðis“ (WD), einn íhaldsflokk- anna sem standa að ríkisstjóm, tapaði einnig og fékk nú 16 þingsæti í stað 19 áður. Andbyltingarflokkurinn, sem einnig stendur að stjórninni, tap- aði einu þingsæti, fékk 13. 40 settir í sóttkví vegna bólusóttar í Stokkhólmi STOKKHÓLMI 15/5. — Um það bil 40 Stokk- hólmsbúar hafa verið settir í sóttkví vegna þess að bólusótt hefur gert vart við sig í borginni. Fjórir menn sem talið er að hafi að öllum líkind- um tekið veikina hafa verið lagðir inn á farsótt- arsjúkrahúsið. í mánuðinum sem leið dó kona ein úr bólusótt og hafa tveir ættingjar hennar verið fluttir á sjúkrahúsið. í dag voru tvær kon- ur til viðbótar fluttar þangað. önnur konan sem lagðist inn á sjúkrahúsið í dag hafði um- gengizt hina látnu. Eru sjúk- dómseinkenni hennar talin benda eindregið til þess að hún þjáist af bólusótt. Einkenni hinnar eru hinsvegar mjög ógreinileg. Yfirmaður sýklarannsókna- stofnunarinnar í Stokkhólmi, Holger Lundback prófessor, hefur skýrt frá því að sá sem sýking- unni olli sé að öllum líkindum fundinn. Er það sænskur sjó- maður sem kom í apríl flugleiðis fró Indónesíu til Stokkhólms. Segir prófessorinn að unnt sé að rekja öll mikilsverðari sjúkdóms- tilfelli til hans. Sjómaðurinn heimsótti áttræða fr.ænku sína. Konan sem lézt úr veikinni umgekkst þá konu. Ekki fullvfst — Við hegðum okkur eins og um bólusótt væri að ræða, segir Lundback, en vissir erum við ekki. Það verðum við ekki fyrr en við fáum niðurstöður síðustu rannsókna. Til þessa hefur þró- unin verið hæg og ekki gefið ástæðu til verulegs ótta. Aðeins ef þetta breytist skyndilega mun- um við fara að íhuga hvort ekki sé rétt að hefja fjöldabólusetn- ingu á Stokkhólmssvæðinu. Til þessa hafa heilbrigðisyfirvöldin látið sér nægja að bólusetja þá sem í mestri hættu eru, svo sem starfsfólk sjúkrahúsa, ennfremur hafa allir sem fara til útlanda gegnum Stokkhólm verið hvattir til að láta bólusetja sig gegn veikinni. Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa skýrt yfirvöldunum á hinum Norðurlöndunum frá ástandinu. Það var ekki fyrr en í gær sem grunur um bólusótt kom upp, enda þótt dauðsfallið hafi átt sér stað fyrir þrem vikum. Talið var í fyrstu að konan hefði þjáðst af blóðsjúkdómi, en þegar maður hennar og frændi veikt- ust síðar vaknaði grunur um að um bólusótt væri að ræða. Stjórnarflokkurinn sem kallar sig Kristnisöguflokkinn bætti hins vegar við sig einu sæti, fékk 13. Kommúnistar juku fylgi sitt um rúm 20 prósent og fengu einu þingsæti fleira. Friðarsinn- aði sósíalistaflokkurinn hátt í tvöfaldaði fylgi sitt og tvöfaldaði líka þingmannatöluna. Bændaflokkurinn fékk nú í fyrsta sinn fuHtrúa á þing, 3 þingsæti, en Endurbótaflokkur- inn hélt sínum þremur þing- mönnum. Friðarsinnaði sósíalistaflokk- urinn er tiltölulega ungur flokk- ur og svipar honum að mör.gu leyti til Sósíalistíska þjóðar- flokks Aksels Larsens í Dan- mörku. Ofarlega á stefnuskrá hans er baráttan gegn kjarn- orkuvopnum og aðiid Hollands að Atlanzhafsbandalaginu. Atkvæðatölur Atkvæðatölur þær sem hol- lenzka fréttastofan ANP reiknar jafnan út með aðstoð rafeinda- heila hafa aldrei vikið neitt sem nokkru nemi frá endanlegum töl- um. Þessar eru tölur fréttastof- unnar nú: Kaþólskir 1.996.865 atkvæði (áður 1.859.914) 50 þingsæti (49). Sósíaldemókratar 1.750.808 — (1.821.185) 43 (48). VVD 643.236 (732.658) 16 (19). Andbyltingarflokkurinn 536. 521 (586.429) 13 (12)’. Kommúnistar 173.457 (144.542) 4 (3). Friðarsinnaðir sósíalistar 189. 020 (110.499) 4 (2)'. Endurbótaflokkurinn 143.533 (129.678) 3 (3). Bændaflokkurinn 133.094 (30. 423) 3 (0). Bíll til sölu Chevrolet 1952 tíl sölu. Ct- borgun samkomulac. Stmi 18367. Tilkynning frá yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördaemis. Við kosningar til Alþingis, sem fram eiga að fara 9. júní 1963, verða eftirtaldir framboðslistar I kjöri í Vestfjarðakjördæmi: # á A-listi Alþýðuflokksins: 1. Birgir Finnssoni, alþingismaður, Isafirði 2. Hjörtur Hjálmarsson, skólastjóri, Flateyri 3. Ágúst Pétursson, skrifstofumaður, Patreksfirði 4. Ósk Guðmundsdóttir, frú, Bolungarvík 5. Pétur Sigurðsson, vélstjóri, ísafirði 6. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri, Reykjavik 7. Guðmundur Andrésson, rafvirki, Þingeyri ,, 8. Jens Hjörleifsson, verkamaður, Hnifsdal 9. Kristján Þórðarson, bóndi, Breiðalæk, Barða- strandarhreppi 10. Bjarni Friðriksson, vei-kamaður, Suðureyri. B-listi Framsóknarflokksins: 1. Heraiann Jónasson, alþingismaður, Reykjavik 2. Sigurvin Einarsson, alþingismaður, Saurbæ, Barða- strandarsýslu 3. Bjami Guðbjömsson, banikaútibússtjóri, Isafirði 4. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kihkjubóli, Önundarfirði 5. Bogi Þórðarson, kaupfélagsstjóri, Patreksfirði 6. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft, önunidarfirði 7. Hafliði Ólafsson, bóndi, Ögri, Ögurhreppi 8. Ólafur E. Ólafsson, kaupfélagsstj., Króksfjarðamesi 9. Torfi Guðbrandsson, skólastjóri, Finnbogast., Ámesi 10. Ragnar Ásgeirsson, héraðslæknir, ísafirði. D-listi Sjálfstæðisflokksins: 1. Sigurður Bjamason frá Vigur, ritstjóri, Reykjavík 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fi-amkvæmdastjóri, Reykjavík 3. Matthías Bjamason, framkvæmdastjóri, ísafirði 4. Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði 5. Kristján Jónsson, kennari, Hólmavík 6. Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður, Bolungarvik 7. Rafn A. Pétursson, framkvæmdastjóri, Flateyri 8. Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi Hvallátrum 9. Andrés Ólafsson, prófastur, Hólmavík 10. Marselíus Bemharðsson, skipasmíðameistari, Isafirði. G-listi Alþýðubandalagsins: 1. Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands Islands, Reykjavík 2. Steinigrímur Pálsson, umdæmisstj., Brú, Hrútafirði 3. Ásgeir Svanbergsson, bóndi, Þúfum, N-lsafjarðars. 4. Ingi S. Jónsson, skrifstofumaður, Þingeyri 5. Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi, Miðjanesi, A-Barðastrandarsýslu 6. Haraldur Guðmundsson, skipstjóri, Isafirði 7. Davíð Davíðsson, bóndi, Sellátrum, V-Barðastr.s. 8. Guðsteinn Þengilsson, héraðslæknir, Suðureyri 9. Páll Sólmundarson, sjómaður, Bolungarvík 10. Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljótunnarstöðum, Hrúta.f. Isafirði, 9. maí 1963. I yfirkjörstjóm Vestfjarðakjördæmis Högni Þórðarson Ólafur Guðjónsson Sigurður Kristjánsson Jónatan Einarsson. Eftirtaldar stöður við Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi eru lausar til umsóknar: Staða yfirlæknis handlæknisdeildar, — yfirlæknis röntgendeildar, — forstöðukonu, — matráðskonu. Síðar verður ákveðið, frá hvaða tíma stöð- urnar verða veittar. Umsóknir sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir 1. sept. næstkomandi. Reykjavík, 15. maí 1963. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.