Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 9
Föstúdagur 17. maí 1963 MÖÐVILJINN SfÐA hádegishitinn ★ Klukkan 12 á hádegi í gær var komin norðanátt á öliu Vestur- og Norðurlandi og var þar víða rigning. Á Hornströndum snjóaði. Suð- austanlands var veður gott og hlýtt. Lægð yfir sunnan og austanverðu landinu og hreyf- ist aust-norð-austur. til minnis ★ í dag er föstudagur 17. maí. Bruno. Árdegisháílæði kl. 12.18. Þjóðhátíðardagur Norðmanna. Ályktun Alþingis um sambandsslit 1941. ★ Næturvörziu vikuna 11. mai til 18. mai annast Reykia- víkurapótek. Simi 11760. ★ Næturvörzlu f Hafnarfirði vikuna 11. mai til 18. mai annast Eiríkur Bjömsson. læknir. Sími 50235. ★ Slysavarðstofan f Heilsu- vemdarstöðinnj er opin allan sólarhringinn. næturlæknir á sama stað klukkan 18-8. Simi 15030. ★ Slökkviliðið oa siúkrabif- reiðin. sími 11100. ★ Lögreglan simi 11166 ★ Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9-19. laugardaga klukkan 9- 16 og sunnudaga kl 13—16. ★ Sjúkrabifreiðin Hafnarfirði sími 51336. ★ Kópavogsapótek er opið al.la virka daga klukkan 9.15- 20. laugardaga klukkan 9.15- 16 og sunnudaga kl. 13-16. *• Neyðarlæknir vakt alla daga nema iaugardaga klukk- an 13-17. — Simi 11510. Krossgáta Þjóðviljans flugið ★ Loftleiðir. Snorri Þorfinns- son er væntanlegur frá N.Y. kl. 6 fer til Glasgow og Amst- erdam kl. 7.30 kemur til baka frá Amsterdam og Glasgow Id. 23 og fer til N.Y. kl. 0.30. Snorri Sturluson er væntan- legur frá N.Y. kl. 9 fer til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10.30. I-eifur Eiríksson er væntanlegur frá Luxemborg kl. 24 og fer til N.Y. kl. 1.30. Lárétt: 2 vegúr 7 tónn 9 líkasmhl. 10 lok 12 lægð 13 spíra 14 eybúi 16 rugga 18 rækt.landi 20 eink.st. 21. spyr. Lóðrétt. 1 leiðindastaður 3 tónn 4 blæs 5 kvennafn 6 aftur heim 8 leit 11 rifinn 15 rittákn 17 ægja 19 eins. ferðalög ★ Farfuglar — Ferðamenn Æskufólk. Gönguferð á Vífils- fell á sunnudag 19. maí, í samráði við æskulýðsráð. Leiðbeint um meðferð mynda- véla. Farið frá Búnaðarfélags- húsinu kl. 10. Farfuglar. útvarpið 13.15 Lesin dagskrá n. viku. 13.25 „Viö vinnuna" 18.30 Harmonikulög. 20.00 Erindi: ísrael, — Svip- myndir úr lífi nýrrar þjóðar; síðari hluti (Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri). 20.30 Tónleikar: Conserto grosso i F-dúr op. 6 nr. 9 eftir Hándel. 20.45 1 ljóði: „Starfið er margt“, — þáttur í um- sjá Baldurs Pálmasonar. Lesarar: Bryndís Pét ursdóttdr og Kristinn Kristmundsson. 21.10 Konsert f. tvö píanó og strengi, op. 21 eftjr Klaus Egge. 21.30 Útvarpssagan: „Alberta og Jakob“. 22.10 Efst á baugi. 22.40 Á síðkvöldi: Létt klass- ísk tónlist. skipin Fjallfoss fór frá Kotka 11. þ. m. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík í gærkvöld vestur- og norður um land til Lysekil og Kaupmannahafnar. Gullfoss er í Kaupmannahöfn Lagarfoss fór frá Keflavík í gærkvöld til Cuxhaven og Hamborgar. Fjallfoss kom til Moss 15. þ.m. fer þaðan til Austur- og Norðurlandshafna. Reykjafoss kom til Rvíkur 9. þ.m. til Dublin og N.Y. Tröllafoss kom til Hamborg- ar í gær frá Immingham. Tungufoss fer frá Akranesi í gærkvöld til Reykjavíkur. Forra kom til Reykjavíkur 13. þ.m. frá Kaupmannahöfn. Ulla Danielsen fór frá Kristi- ansand 10. þ.m. væntanleg til Reykjavíkur í dag. Hegra kom til Rotterdam 15. þ.m. fer það- an til Hull og Reykjavíkur. Bæjarfréttir Sp 2 ★ Hafskip. Laxá losar sement í Skotlandi. Rangá er i Gdyn- ia. Ludvig P.W. fór frá Gdynia 15. þ.m. til Reykjavík- ur. Irene Frijs fór frá Riga 13. þ.m. til Keflavíkur og Reykjavíkur. Herulf Trolle lestar í Kotka. ★ Jöklar. Drangajökull er í Reykjavík. Langjökull fer í dag frá Calais áleiðis til R- víkur. Vatnajökull lestar á Vestfjarðahöfnum i dag. ýmislegt glettan ★ Fcrðafélag Islands fer tvær skeramtiferðir næstk. sunnudag. önnur ferðin er gönguferð á Hvalfell og að fossinum Glym. Hin ferðin er úm Krisuvíkurleið Selvog og Strandarkirkju, þaðan í Þorlákshöfn, til Reykjavíkur um Þrengslaveg. Lagt af stað í báðar ferðimar kl. 9 frá Austurvelli. Upplýsingar í skrifstofu félagsins símar 19533 og 11798. söfnin ■k Eimskipafélag Islands Bakkafoss kom til Hamina 13. þ.m. fer þaðan til Austur- og Norðurlandshafna. Brúar- foss fór frá N.Y. í gær til R- víkur. Dettifoss fer frá N.Y. 19. þ.m. til Reykjavíkur. ★ Sýning á handavinnu og teiknun námsmeyja Kvenna- skólans í Reykjavík verður haldin i skólanum laugard. 18. maí frá kl. 4—10 og sunnud. 19 maí frá 2—10 e.h. ★ Kvenfélag Laugamessókn- ar hefur kaffisölu fimmtud. 23. maí í kirkjukjallaranum. Konur sem ætla að gefa kök- ur og annað eru vinsamlega beðnar að koma því á milli kl. 10 og 1 sama dag í kirkju- kjallarann. ★ Kaffisala verður i kvöld í Félagsheimilinu Rein eftir kosningafundinn í Bióhöllinni. Gjörið svo vel að líta inn. Bæjarbíó sýnir um þcssar mundir kvikmyndina „Vorgyðjan" og er hún búin til um ballettflokkinn Beryozka, sem hefur get- ið sér orðstír í 20 þjóðlöndum og þar á meðal Bandaríkjun- um, Kína, Frakklandi og Englandi. Spennandi efnisþráður er í myndinni og víða bregður fyrir gullfallegum dansi. þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30 til 4. ★ Borgarbókasafn Reykja- víkur sími 12308. Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 a. Ctlána- deild opin 2—10 alla virka daga nema laugardaga 1—4. Lesstofa opin 10—10 alla virka daga nema laugardaga 10—4. Útibúið Hólmgarði 34 opið 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið 5.30 — 7.30 alla virka daga nema laugardaga. Útibúið við Sól- heima 27 opið 4—7 alla virka daga nema laugardaga. ★ Gtibúið Sólheimum 87 er opið alla virka daga. nema laugardaga. frá kL 16-19. ★ Otibúið Hólmgarði 34. Opið kL 17-19 alla virka daga nema laugardaga. * I \ \ \ \ I I < \ \ \ \ \ I i I I I * k I Dimmir októberdagar Við tölum saman eins og maður við mann. ★ Þjóðminjasafnlð og Lista- safn ríkisins eru opin sunnu- daga. briðjudaga. fimmtudagr og laugardaga kl. 13.30-16.J0 1Sr Bókasafn Dagsbrúnar er opið föstudaga kl. 8-10 e.n. laugardaga kL 4-7 e.h. og sunnudaga kL 4-7 e.h. ★ Asgrímssafn Bergstaða- stræti 74 er opið sunnudaga. Jcan skoðar plaggió um trianitfundinn. Jú, þetta lítur allt prýðisvel út. En Þórður tckur eftiir því, að hann hikar. Siðan eru einstök atriði nákvæmlega rædd, og um verðið komast þedr fljótt að samkomulagi. Að klukkustund liðlnni standa vinirnir aftur á götunni, þó án þess að hafa undirskrifað samninginn. „Hversvegna ekki“ spyr Þórður. „Hm, ég gæti tekið eitur upp á það, aö það er Mjeke Williams, sem hefur gert þessa skýrslu Ég ætti að þekkja ritháttinn". Framhald af 7. síðu. hér og þeirra ógna, sem þeim fylgja í stríði. Þó hreyfðu hvorki íhaldsmenn né Fram- sóknarmenn á þingi hönd eða fót, en gengu aðeins um þung- ir á svip. Það voi-u illir kommar einir, sem á Alþingi reyndu að klóra í bakkanm. Hina dimmu októberdaga, þegar kvíðinn læsti sig um hverja sál, fluttu tveir Alþýðubandalagsmenn, Alfreð Gíslason og Einar Ol- geirsson tillögu til þingsálykt- unar um tafarlausan brott- flutning Bandaríkjahers af Is- landi vegna styrjaldarhættu. Sú tillaga hófst á þessum orð- um: „Með sérstöku tilliti til þess ískyggilega ástands, sem skapazt hefur í heimsmálum, síðan Bandarikin hófu hemað- araðgerðir á Karíbahafi, og með tilliti til þess. að þær að- gerðir geta, ó'ðar en varir, leitt til þess, að Bandaríkin lendi í stórveldastyrjöld, telur Alþingi hersetu Bandaríkja- manna á Islandi orðna svo hættulega lífsöryggi íslenzku þjóðarinnar og tilveru allri, að þegar í stað verði að grípa til þeirra gagnráðstafana sem helzt duga.“ Síðan eru þær gagnráðstaf- anir raktar í tillögunni. Hvemig var þessari tillögu tekið á þingi? Hún kom fram 4 meðan útlitið var sem iekkst. Tók forseti hana ekki ;trax á dagskrá? Nei, ekki ildeilis. Þáð var ekki fyrr en 20. nóvember að húm komst á dagskrá, og þá var sú geig- vænlega hætta, sem tillagan fjallar um, að mestu liðin hjá til allrar hamingju. Sovétríkin höfðu í það sinn bjargað heimsfriðnum. III TiUuu^a segir frá flutningi og meðferð þessarar þingsá- lyktunartillögu á rammagrein 14. mai og spyr í tilefni henn- ar, hver sé afstaða Alþýðu- bandalagsins í utanríkismál- um. Spurningin er raunar ekki annað en ólíkindalæti, því að svarið liggur opiö fyrir í sjálfri tillögunni. Það eru hagsmunir íslenzku þjóðarinn- ar, öTyggi hennar og tilvera, sem stefna Alþýðubandalags- ins í utanríkismálum gmnd- vallast á. Herstöðvar á Is- landi eru ógnun þjóðinni og á stríðstímum vís voði. Þess- vegna lögðum við til, þegar ó- friðlegast leit út í vetur. að herinn yrði tafarlaust fluttur úr landi og engum styrjaldar- aðila veitt aðstaða í landinu. Tíminn reynir að koma á okkur flutningsmenn orði þjónkunar við erlent vald. Eg hygg þó, að þetta geri hann gegn betri vitund. Eg vil her- inn burtu, satt er það, en hvorki vegna þjónkunar við Rússa né óvildar til Banda- ríkjamanna, heldur af því að ég tel íslenzku þjóðinni það fyrir beztu. Eg átel Bandaríkin fyrir hersetuna hér, eins og ég á- sakaði Rússa fyrir nokkrum árum vegna kjarnorkuspreng- inga yfir Norðurhöfum. Hvort tveggja hef ég gert opinber- lega. Tímamenn vita þetta, þótt þeir hafi hátt um annað, en þegi um hitt. Það hæfir þeirra veika málstað og reik- ula viðhorfi til íslenzkra ut- anríkismála.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.