Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 12
! I ERLENDUR i Erlendur Einarsson, meðlimur i framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins, sendi Þjóðviljanum langa grein í gær um afstöðu sína og SÍS til umsóknarinnar um aðild Efnahagsbandalags Evrópu. Þrátt fyrir allar málalengingarn- ar kemur ekkert nýtt fram í greininni. Þar er staðfest að for- stjóri SÍS hafi samþykkt það í ágúst 1961 að send skyldi umsókn um aðild íslands að Efnahags- bandalaginu, með þeim fyrirvara að „umsókn feli ekki í sér skuld- bindingu um þátttöku íslands í sexveldabandalaginu,“ eins og for- stjórinn segir að það sé orðað í gjörðabók framkvæmdastjórnar SÍS. Þessi fyrirvari er auðvitað marklaus með öllu: „skuldbind- ingu um þátttöku íslands“ var að- eins hægt að gefa með samþykki Alþingis — og raunar þjóðarat- kvæðagreiðslu að mati færustu lögfræðinga. Eftir stendur hitt að forstjóri SÍS samþykkti að send yrði form- leg umsókn um FULLA AÐILD að Efnahagsbandalagi Evrópu — og hefur eflaust haft um það sarnráð við aðra félaga sína í framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins. Menn sækja um það eitt sem þeir vilja sækjast eftir. Föstudagur 17. maí 1963 — 28. árgangur — 110. tölublað MeðaSverð dráttarvéla hefur hækkað um 40-50 þúsund kr. ■ Morgunblaðið lýsir í gær umhyggju viðreisn- arstjórnarinnar fyrir bændum, og segir að hana megi bezt marka á því, að tollar af landbúnaðar- vélum hafi verið lækkaðir nokkuð með nýju toll- skránni, og sé „innflutningsfrelsi“ viðreisnarinnar bændum „til mikils hagræðis“. ■ Það er til marks um þetta mikla hagræði, sem bændur hafa orðið aðnjót- andi ekki síður en aðrar ALÞÝÐUBANDALAGSINS Reykjavík Kosningaskrifstofan er í TJARNARGÖTU 20, opið daglega frá kl. 10 til 7. Stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins eru beðnir að líta inn og gefa upplýsingar, sem að gagni mega koma. — SÍMAR SKRIFSTOFUNNAR ERU: 17511, 17512 og 20160. Vesturlandskjör- dæmi Kosningaskrifstofan er að félagsheimilinu REIN Á AKRANESI, opið frá kl. 2 til 11. — SÍMI 630. Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofan er í ÞINGHÓL. KÓPAVOGI. opið frá 5—7 og 8—10. SÍMI 36746 Norðurlandskjör- dæmi vestra Kosningaskrifstofa að SUÐ- URGÖTU 10, SIGLUFIRÐI, Norðurlandskjör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK- UREYRI ER AÐ STRAND- GÖTU 7, opið allan daginn. — SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan í NES- KAUPSTAÐ ER AÐ MIÐ- STRÆTI 22, opið allan dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Á SELFOSSI er kosninga- skrifstofan að AUSTURVEGI 10. — SÍMI 253. opið frá kl. 10 til 7. — SÍMI 194. Kosningaskrifst. í VEST- MANNAEYJUM ER AÐ BÁRUGÖTU 9 (Hólshúsi), opið frá kl 5 til 7 og 8 til 10 — SÍMI 570. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla fer fram í Reykjavík í Mela- skólanum klukkan 8 til 10, kl. 2 til 6 og klukkan 8 til 10 virka daga og klukkan 2 til 6 á helgidögum. Úti á landi er kosið hjá bæjarfógetum og hreppstjórum. Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. — Hafið samband við kosningaskifstof- urnar. G-listinn er listi Al- þýðubandalagsins. Fyrstu framlögin bezt: Alþýðubandalagsfólk. Styrkið kosningasjóð G-listans. Kaup- ið miða í happdrætti kosn- ingasjóðs og gerið skil fyrir senda happdrættismiða. Kom- ið með framlög ykkar á kosn- ingaskrifstofuna, Tjarnargötu 20. Fyrstu framlögin eru bezt. stéttir þjóðfélagsins, að með- alverð dráttarvéla hefur hækkað um 40—50 þúsund í tíð viðreisnarinnar frá því sem var á tímum vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðvóljinn hefur aflað sér, var verð dráttarvéla af meðalstærð um kr. 54.000,00 þegar vinstri stjómin fór frá völdum. En á tímum „viðreisnarinnar" hefur verð dráttarvéla af meðalstærð hækkað um 40—50 þúsund og jafnvel meira. Umhyggja Morgunblaðsins og viðreisnarstjórnarinnar fyrir bændastéttinni nú fyrir kosning- ar er hins vegar fólgin í því að lækka verð dráttarvélanna um ofurlítið brot af því, sem .,við- reisnin" hafði áður hækkað þær í verði með tveimur gengisfell- ingum og álögðum sölusköttum. Morgunblaðið neyðist jafnvel til að viðurkenna, hvemig „við- reisnin" hefur leikið bændastétt- ina og segir svo orðrétt í grein þess í gær: „Hins vegar hefur innflutningur dráttarvéla verið talsvert minni á undanförnum þremur árum en hann var á vinstri stjómar árunum.“ Síðan skýrir blaðið frá tollalækkuninni og telur hana allra meina bót, og segir síðan: „Þannig tala stað- reyndimar sínu máli um hug nú- verandi rikisstjórnar f garð VÍSIR ÆRIST Sakar Þjóðviljann um fréttafölsun Sjómannaverkfallið í Sandgerði harðnar nú dag frá degi og liggja aflaskipin Sigurpáll, Víðir II. og Jón Garðar bundnir við bryggju i Sandgerði á miðri vor- síldarvertíð og þverskallast út- gerðarmaðurinn við að sam- þykkja lögmæta síldarsamninga á staðnum og vill hlunnfara sjó- mennina um réttmætan hlut. Furðulega kveinstafi gat að líta í dagblaðinu Vísi í gær um fréttafölsun hér í blaðinu um af- stöðu L.l.Ú. til þessarar deilu og eru þó þessi alræmdu sam- tök þekkt að óvöndum með- ulum gagnvart sjómönnum. Hvaðan hefur Vísir þá fullyrð- ingu. að Eggert skipstjóri á Sig- urpáli hafi komið með mála- miðlunartillögu frá Verkalýðs- og sjómannafélaginu í Sandgerði til L.Í.Ú.? Eggert tók algjörlega upp hjá sjálfum sér að vinna að mála- miðlun og taldi sig hafa sam- þykki L.Í.Ú. fyrir tillögu, sem hann lagði fyrir stjóm sjómanna- félagsins í Sandgerði og hljóð- aði hún upp á að skjóta deilunni fyrir Félagsdóm og hvort Guð- mundur á Rafnkelsstöðum væri samningsaðili á félagssvæðinu. Þegar á reyndi stóð L.Í.Ú. ekki við orð sín og gerði skipstjó- ann ómerkan orða sinna. Verka- lýðs- og sjómannafélagið í Sand- gerði, hefur þó aldrei verið í vafa um, hvar Guðmundur rekur út- gerð sína. En hvers vegna dregur L.I.Ú. sig til baka og skiptir allt í einu um skoðun? í dag rekur það mál fyrir Félagsdómi um réttmæti verkfallsins og ríður ekki ósvífn- in við einteyming. Þannig kyndir L.Í.Ú. elda rang- lætisins og er raunar löngu orð- ið þekkt að óvöndum meðölum í garð sjómanna. Vísir sagði líka á dögunum, að skipshafnir á umræddum bátum fylgdu útgerðarmanninum að málum. verkfallið í Sandgerði sýnir sannleiksgildi þeirrar frétt- ar . Hver var að tala um falsanir? bændastéttarinnar og íslenzks landbúnaðar". Þær staðreyndir, sem Morgun- blaðið neyddjst til að viðurkenna í gær tala vissulega sínu máli um „hug ríkisstjómarinnar i garð bændastéttarinnar og ís- lenzks landbúnaðar". Þessar staðreyndir sýna, að Framhald á 2. síðu. Nýr formaður í Starfsmannafélagi ríkisstofnana Miðvikudaginn 15. maí var aðalfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana haldinn í Veitinga- húsinu Lídó. Fundinn sóttu á 4. hundrad manns. öll stjórnin var endur- kjörin þó með þeirri breytingu að Páll Hafstað, sem verið hef- ur formaður félagsins undanfar- in fjögur ár baðst undan endur- kjöri. í hans stað var kjörinn form. Sverrir Júlíusson með 180 atkv. á móti 134 sem féllu á Axel Benediktsson. Aðrir í stjórn félagsins voru kjörnir: Einar Ölafsson, Sigurður Helgason, Ásta Karlsdóttir, Páll Bergþórsson, Baldvin Sigurðsson og Hermann Jónsson. Varamenn: Erlingur Dagsson, Helgi Eiríksson og Páll Hafstað. ÍYlá éq kynna, mifíir elskankquU Hér hafum uib mt'nr) -fi/rr— uerandi •skömwiunarsfjora. fivrrct Emil Jómson tiúverandij formann fllþd/du flckksins/i — bœqfleqasii r?aunqi~r h/anfí er aú/eg hcetlujrQO, .■skammia -r-út O rntia /// Skömmtunarmálaráðherro Það hefur vakið athygli að eitt helzta efni Morgunblaðsins síð- ustu dagana hefur verið árásir á ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, scm var viið völd 1947—1950, fyrir vöruskömmtun, vöru- skort, biðraðir og svartamarkaðsbrask. Tveir ráðherrar, úr þeirri stjórn eru enn í stjórnarráðinu; Bjarni Benediktsson og Emil Jóns- son, sem var einmitt skömmtunarmálaráðherra. Hernámsstefnan gerir háskann Þjóðviljanum barst í gær greinargerð frá dr. Ágústi Val- fells um skýrslu þá sem hann hefur samið um afleiðingar her- námsstefnunnar og Þjóðviljinn hefur rakið að nokkru undan- farna daga — og mun rekja bet- ur. Tilgangurinn með greinar- gerðinni virðist vera sá að koma hemámsflokkunum til hjálpar, þvi Ágúst Valfells segir m.a.: „Við Íslendingar emm staðsett- ir mitt á milli tveggja stærstu herveida nútímans. Því hefur landið hemaðarlega þýðingu fyr- ir báða aðila. Jafnvel þótt við reyndum að standa ulan við á- tök stórveldanna, má búast við, að ef ófriðarhættan ykist (eins og t.d. þegar Kúbudeilan stóð AÐ VISSU sem hasst), myndi annaðhvort herveldið sjá sig neytt til þess að tryggja sér landið . . . Virðist þvi vera algerlega óraunsætt að gera sér vonir um að vamarlaust hlutleysi geti komið að gagni landi sem á annað borð hefur hernaðarlega þýðingu“. Eins og Þjóðviljinn sýnö vam á í gær með rökum Ágús' 'al- fells, yrði kjamorkustyrjni iáð á 2—30 dögum og því gersam- Icga fráleiitt að tala um hernám landa í gömlum stíl eftir að styrjöld er hafin. Þess vegna gerir Ágúst nú ráð fyrir slíku hernámi áður, „ef ófriðarhættan ykist“, og nefnir Kúbudeiluna í því sambandj. Rey.nslan hefur Þó þegar sannað að ekkert land var hernumið þegar Kúbudeilan stóð sem hæst, þannig að sá saman- burður mælir gegn upphafs- manilnum. Auðvitað má lengi b<.' ggja um það sem „má bú- ast dð“; hitt hefur Agúst Val- fells sannað öllum mönnum bet- ur að hlutskipti lslendinga er nú VISSA um „skotmarksgildi" Keflavíkurflugvallar og annarra stöðva Bandaríkjamanna. ef til þeirra styrjaldar kemur sem her- stöðvastefnan stuðlar að. Og af- leiðingum þeirrar VISSU hefur Ágúst Valfells lýst á eftirminni- legasta hátt. Enda þótt Ágúst Valfells sé embættismaður dómsmálaráð- herra. hefur það varla staðið f ráðningarsamningi hans að hann þyrfti að semja órökréttar póli- tískar áróðursgreinar fyrir ráð- herra sinn — og hann ætti að minnast þess að jrömaður „al- mannavarna" ætti að hafa þá stefnu að reyna að stuðla að þvf að yfir íslendingum minnst hætta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.