Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 3
Laugardagurinn 18. maí 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 3 Heimsókn utanríkisráðherra Hollands: Luns og Guðmundur í. ræddú um málefni EBE og NATÓ Dr. Joseph Luns, utanríkisráðherra Hollands, kom í opinbera heimsókn til íslands í fyrrakvöld. í gærmorgun ræddi hann við íslenzka ráðherra: utanríkisráðherra Guðmund f. Guðmundsson, Ól- af Thors forsætisráðhera og Gylfa Þ. Gíslason viðskiptamálaáðherra. Á fundi með fréttamönn- um í gær sagði dr. Luns að í viðtali við utanrík- isráðherra hefðu einkum borið á góma málefni er varða Efnahagsbandalag Evrópu og Atlanzhafs- bandalagið. Næsta náðhús við Tjarnar garðinn er í Bankastræti Minning Guðmundar Pramhald af 5. síðu. ir góðu hugsjónamáli fyrir æsku þessa lands. Hann var trúr hugsjón sinni. hann lifði og hrserðist í íþróttum og leikjum sem forustumaður og kennari, og þá fyrst og fremst fyrir KR, o:g það síðasta sem hann naut hér i lífi var einmitt að sjá sitt kæra félag leika góða og drengilega knattspyrnu. Og sú var ábyggilega síðasta ósk Guðmundar til allra ungra drengja hvar sem þeir i fé- lagi standa, að þeir iðki í- þróttir og þá ekkj sízt leiki góða og drengilega knatt spyrnu. Hér er Guðmundur persónu- lega kvaddur með virðingu. Frímann. Auk fundanna með íslenzkum ráðh. i gænmorgun og frétta- mönnum síðdegis, bauð dr. Luns utanríkisráðherra Hollendingum, sem hér eru búsettir og fleiri gestum, til síðdegisdrykkju. I dag mun ráðherrann og fylgd- arlið hans fara f ferð austur fjrrir fjall, til Þingvalla og víð- ar, og á morgun verður farið til Akureyrar; en á mánudag- inn er hinni opinberu heimsókn ráðherrans til íslands lokið. Meðan Luns ráðherra dvelst hér býr hann í ráðherrabústaðnum við Tjamargötu. Dr. Jospeh Luns utanríkisráð- herra er maður hár vexti. Hann er rösklegur í öllu fasi, fjmd- inn og mælskur. Röddin frem- ur há og hás. A blaðamannafundinum í gær var hann spurður ýmissa spum- inga um Efnahagsbandalagið, að- stöðu smáríkjanna innan þess, afstöðu Frakka til umsóknar Breta um inngöngu, Atlanzháfs- Dr. Jospeh Luns. bandalagið o.s.frv. Svaraði hann öllum spumingum á diplómat- ískan hátt, án þess nokkur ný sjónarmið kæmu þar fram og er því ekki ástæða til að rekja frekar. Þess skal aðeins getið, að dr. Luns lét þess getið í lok fundarins, að sér myndi þykja miður ef hann héldi svo blaðamannafund á Islandi að ekki væri þar minnzt á orðið „fiskur". Reykvíkingar hafa glaðzt af þeim framförum sem trjá- gróður og annar gróður í Tjamargarðinum hefur tekið á undanfömum ámm. Þús- undum saman sækja Reyk- víkingar þangað á sumrin, hvíla augu sín við grænt gras og marglit blóm og trjágróður sem menn loksins eru famir að líta upp til í stað þess að líta niður á. Algengt er að mæður fara þangað með ung böm sín og em í Tjamar- garðinum tímum saman. Og með hverju sumri fjölgar þeim erlendu ferðamönnum sem koma í garðinn og er sýndur hann. ★ Hneykslanleg vanræksla En ein óskiljanleg van- ræksla hefur skyggt á sívax- andi aðsókn að Tjamargarð- inum. Sú vanræksla hefur staðið svo lengi og er orðin svo mikið vandamál að úr verður að bæta og það tafar- laust, nú á þessu vori. I Tjamargarðinum em engin náðhús fyrir gesti garðsins, en auk þeirra vinna þama tugir ungmenna allan daginn á sumrin tdmum saman. Hvert á fólkið að fara sem dvelur tímum saman i Tjamargarð- inum? Sennilega alla leið niður í Bankastræti! Afleið- ingamar af þessari alveg ó- skiljanlegu vanrækslu em þær, að menn nota hvert af- drep í garðinum sjálfum, víkja þangað bömum sínum og fara jafnvel þangað sjálfir. Þannig hefur þessi vöntun á náðhúsum sett Steinahæðina svonefndu í þá hættu. að fólk leitaði þangað, og hefur þar verið óþverraleg aðkoma stundum þegar menn hugðust njóta þar skjóls og sólskins eins og til er ætlazt. ★ Skýli og sími Þetta verður aldrei passað. enda engin afsökun til að byggja ekki fremur tvö en eitt náðhús á jafnfjölsóttum stað og Tjamargarðurinn er. Þar mun nú vera einn maður til eftirlits í öllum garðinum og má það áreiðanlega ekki minna vera. Hins vegar er ekkert skýli fyrir garðvörðinn og enginn sími, en hvort tveggja er að sjálfsögðu ó- missandi. Er auðskilið hvílík- ur bagi getur verið að síma- leysinu, t.d. ef kalla þarf á lögregluna vegna framkomu dmkkinna manna, sem oftar en einu sinni hefur komið fyrir, eða ef ná þyríti í flýti f lækni eða sjúkrabifreið. Þessi atriði þola enga bið. Or þessu verður að bæta nú f vor. Vanræksla sem þessi set- ur ómenningarblett á Tjam- argarðinn og höfuðborgina sem verður að hverfa. RÉTTLÆTIÐ SIGR AR A Ð L O K U M nefnist erindi sem Júlíus Guðmundsson flytur í Aðvent- kirkjunni sunnudaginn 19. maí kl. 5 s.d. Blandaður kór syngur undir sfjórn Jóns H. Jónssonar. ALLIR VELKOMNIR* < »i n • OPNUM w I DAG yfrrPVGGlNGAFÉLAGin fff- Sætun £) OPNUM jr I DAG () Borgartún VIÐSKIPTAVINI vora, gamla sem nýja bjóðum vér velkomnna í hið nýja aðsetur vort, að Borgartúni 1. 1 þessum nýju húsakynnum batnar öll aðstaða vor, til hættrar þjónustu, til mikilla muna. Eins og áður bjóðum vér yður allar hugsanlegar tryggingar með veztu fáanlegum kjörum. VÁTRYGGINGAFÉIAGIÐ H BORGARTONI 1. SlMI 11730 — REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.