Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 4
ÞJðÐVILIINN Á SfÐA Ctrefandi: Sameiningarflokkur alfcýðu — Sósiaiistaflokk urinn.. — Rltstjórar: ívar H. JónsSon. Magnús Kiartansson. SigurB ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðbjófsson Ritöfjó-'- ^upiýsingaf oreiitsmiðia: Skóíavörðust. 19 Sítni 17-500 (5 tinur). Á.skriftarverð lcr 65 á mánuði Sókn rótæks verkalýðs pkki ét allt það vándlega unnið sem á að stuðla að Framsóknafsigri í kösningunum í sumar.: l>annig hafa nú oftar en einu sinni birzt leiðarar í því blaði sem ætlað er að sannfæra lesendur um aó „íramsóknarflokkar“ vinni nú hvarvetna kosn- mgar í Evrópu, og mun þetta byggt á bandarískri gréin sem nýlega birtist í Tímanum. TTitt virðist hafa farið framhjá leiðarahöfundi j Tímans að frá því að það var ritað hafa m.a. kosningarnar á Ítalíu farið fram! Og úrslit þeirra hafa éinmitt vakið heimsathygli, vegna hins stór- fellda og einstæða kosningasigurs hins öfluga Kommúnistaflokks Ítalíu, en um hann fylkir sér nú rösklega fjórði hver kjósandi í landinu. Um þennan kosningasigur hefur mjög verið rætt í heimsblöðunum og hann er víða talinn merki tíma- móta í stjórnmálum Vestur-Evrópu, róttækir verkalýðsflokkar hefji nú nýja sókn. Önnur merki um slíka sókn af hálfu verkalýðshreyfingarinnar eru hin gífurlegu verkföll franska verkalýðsins og sigur þeirra yfir harðstjórn de Gaulles í Frakk- landi. |>æði Ítalía og Frakkland éru innan Atlanzhafs- ” bandalagsins og bæði- eru þau í Efnahags-J bandalagi Evrópu. í báðum löndunum hefur aft-; urhaldið réynt að sefja þjóðina að trylltum áróðri undir kjörorði Göbbels um „baráttu gegn komm-! únismanum" í því skyni að herða enn á harðstjórn auðvaldsins og arðráni og lama verkalýðssamtök og verkalýðsflokka. Það er tímanna tákn að ein- mitt í þessum löndum skuli öfl hinnar róttæku Verkalýðshreyfingar nú fylkja um sig stórum hluta launþega og kjósenda, stærri en nokkru sinni fyrr, fylkja sér um kröfur um bætt lífskjör Og friðarstefnu. vinna stórsigra á kjarasviðinu og í kosningabaráttu. TTvorugt er rök fyrir auknu fylgi Framsóknar- *■■“• flokksins á íslandi, flokksins sem gengur til þessara kosninga með ástarjátningar til Atlanz- hafsbandalagsins og tvíklofinn í Efnahagsbanda- lagsmálinu. Svo mæ/a börn Qagt er að svo mæli böm sem vilja. Lésa má það ^ dögum oftar í afturhaldsblöðum á íslandi að Alþýðubandalagið eigi tap í vændum í kosningun- Um. Þetta er álíka gáfulegt og þegar ihaldsblað sagði um daginn að Þjóðviljinn hefði aldrei verið keyptur minna en nú. Sannleikurinn er á allra Vitorði, Þjóðviljinn hefur aldrei verið útbreiddari éti þessa mánuði frá því „nýja blaðið“ varð 'til og eykur stöðugt útbreiðslu sína. Mikið los virð- ist á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins um þetta leyti, og óvarlegt að spá Alþýðu- bandalaginu tapi þegar náðzt hefur víðtækari samstaða vinsíri manna um framboð en verið hefur í áratug. — s. X_JClU^<*X ****** «vv« vor ramundan Það hefur verið sagt margt iUt um viðreisnarstjómina, og þáð með réttu. Fáar ríkis- stjómir hafa verið jafnóvin- sælar hér á landi. Ég sagði hér á landi, því að erlendis ættu að vera til hópar manna, sém kunna að meta hana, t.d. brezkir útgerðarmenn og bandarískir herforingjar og stjómmálamenn. En engum er alls vamað. Mætti ég segja eitt gott orð um viðreisnar- stjórftina. Hún hefur kennt vinstri mönnum að standa bet- ur saman en áður. Og það er hreint ekki lítið afrek til góðs. 1 þessum kosningum hefur tek- izt víðtækari samstaða vinstri manna á grundvelli stefnuskrár Alþýðubandalagsins en nokkru sinni áður, síðan bandalagið var stofnað. Við fögnum því mjög, að Þjóðvarnarflokkurinn er nú með í bandalaginu. Okkur, sem að þessu víðtæka bandalagi stöndum, greinir að sjálfsögðu á Um margt. Við höfum ólíkan hugsunarhátt og ólík lífsviðhorf í ýmsum efn- um. En það sem mestu máli skiptir í þeirri hörðu bafáttu, sem Við nú stöndum í, er ein- mitt það, sem sameinar okkur alla. Sá flokkur, sem ég tilheyri, Sósíalistaflokkurinn. hefur það á stefnuskrá sinni. að koma á nýju þjóðskipulagi 6 Islandi. sósíalisku samvirku þjóðskipu- lagi, er taki við af auðvalds- skipulaginu. Það er skoðun okkar, að ekkert hinna stóru vandamála þjóðar vörrar verði leyst til fullnustu nema með því, að gerbreyta þjóðskipulag- inu og þessvegna miðum við alla okkar stefnu við þetta markmið. Við leynum sam- starfsmenn okkar engu. Fyrsta skilyrði góðrar, heilbrigðrar og traustrar sámvinnu er fullkom- in einlægni og hreinskilni. Tvö meginskilyrði eru nauðsynleg til þess að ,ná bví .markmiði. er við keppum að: Að meirihluti íslenzku þjóðarinnar skilji nauðsyn þess, og að íslenzka þjóðin sé frjáls, að hún sé sjálfri sér ráðandi efnahags- lega og stjórnmálalega, að hún geti kosið sér þá stjómarhætti. er hún vill, án erlendrar ihlut- unar. Það eru margir áfangar að þessu marki. Og á göngu okkaf í dag eigum við fulla samleið með fjölmörgum íslendingum. sem greinir á við okkur um lokatakmark og leiðir. Nauðsyniamálin þrjú Hin allt-yfirskyggjandi nauð- synjamál okkar í dag eru að mínum dómi þrjú: 1. Að koma í veg fyrir að ísland gangi í Efnahagsbanda- lagið eða tengist því á nokk- um hátt. 2. Að rétta hlut hinná vinn- andi stétta. svo að unnt verði að lifa mannsæmandi lífi fyrir vinnulaun átta stunda á dag. 3. Að vísa bandaríska hern- um úr landi. Erað þið ekki sammóla? Og ef svo er, hvérsvegna skyldym við þá ekki sameinast um bessa lífsnauðsyn? Hversvegna skyld- um við láta nokkur önnur á- greiningsmál koma í veg fyrir það? Innganga íslands í Efnahags- bandalagið mundi ekki einung- is loka leið íslands til betri þjóðfélagshátta, heldur lfka bindi endi á sjálfstæða tilveru fslenzku þjóðarinnar. Er þetta ekki nægilega Ijóst hverjum manni, þegar þess er gætt, að erlent auðmagn fengi frjálsan aðgang að auðlindum hennar á sjó og landi, gæti keypt upp allar eignir íslenzkra manna sem það kærði sig um, og ó- takmarkaður innflutningur er- lends vinnuafls yrði leyfður? Dvöl erlends hers í landinu er ekki einungis sálarháski. heldur líka bráður lífsháski fyrir þjóðina og þó fyr»t og fremst okkur Reykvíkinga og næstu nágranna okkar. Við sögðum þetta í upphafi. Nú hafa fulltrúar valdhafanna, sem þykjast vera að föndra við al- mannavarnir, sem auðvitað eru vitagagnslausar, viðurkennt þetta, viðurkennt að hvert mannsbarn í þessum bæ er í bráðum lífsháska, ef til hem- aðarátaka kæmi. Það sem við sögðum 1949 veit nú hvert mannsbam á landinu, sem vill vita. Almenn skírskotun Kaupmáttur timakaupsins í almennri verkamannavinnu hefur lækkað um yfir 20% fyr- ir aðgéfðir núverandi ríkis- stjómar. Til þess að geta lifað. verða menn að vinna lengur dag hvem, en tíðkast nú í nokkru landi, sem vill kalla sig menningarland. Verkalýðs- hreyfingin hefur nú sett fram kröfur um raunhæfa kaup- hækkun og 44 stunda vinnuviku án þess að vikukaupið skerð- ist vegna þeirrar styttingar. Reynslan hefur sýnt. svo að ekki verður um deilt, að bað er ekki hægt að ná þessu marki nefna vinnustéttimar hafi svo gagnger áhrif á ríkisvaldið, að bundinn verði endir á þá reglu. sem nú hefur verið tekin upp að taka aftur allar bær kjara- bætur, sem nást. stundum í löngum verkföllum; taka bær aftur jafnharðan með aðgerð- um ríkísvaldsins. Era þetta ekki nógu stór mál til þess að sameinast um. jafn- vel fyrir menn, sem hafa ólík- ar skoðanir, ólík lífsviðhorf og ólíka skapgerð? Er þetta ekki nægilega stórt til að samein- ast um án tillits til persónu- legra sjónarmiða? Er sjálft líf okkar ekki þess virði að við snúum bökum saman til að bjarga því, bjarga okkur öllum. bjarga bjóð vorri? Hver spyr um trúarskoðanir eða hvaða flokki menn tilheyra, begar menn lenda í sjávarháska? Og ekki er minna í húfi nú fyrir alla þjóð vora. Það er vegna þessara stóru mála, þessarar lífsnauðsynjar, að við getum skírskotað til allrar alþýðu í þessum kosning- um, ekki aðeins til sósíalista Alþýðubandalagsmanna og Þjóðvamarmanna, heldur líka til fylgjenda annarra flokka. sem sjá og skilja hvað í húfi er. En því víðtækari sem sam- fylkingin er, því meiri þroska krefst hún af þeim, sem að henni standa og af kjósendun- um. Við sósíalistar höfum tals- verða reynslu í þessum efnum Frá upphafi hefur flokkur okk- ar barizt af h'eilum hug fyrir samstöðu íslenzkrar alþýðu. þrátt fyrir allt, sem skilur. Og við höfum náð talsverðum á- rangri. Fyrsti stóri sigurinn var sameining Kommúnista- flokksins og vinstri manna Al- þýðuflokksins í Sósíalista- flokknum árið 1938. Annar mikli sigurinn var sameining hinna klofnu verkalýðsfélaga í Alþýðusambandinu, sem þá var gert að óháðu verkalýðssam- bandi. Þriðji sigurinn var stofnun Alþýðubandalagsins 1956. Síðasti áfánginn á bess- ari braut er svo það, sem nú hefur gerzt, að Þjóðvarnar- flokkurinn hefur bætzt f hóp- inn í þessum kosningum. Stundum hefur þetta verið 'erfitt. Alda samfylkingarinnar hefur stundum hrundið vissum forustumönnum lengra áfram en þeir hafa viljað, svo að þeir hafa orðið að dansa nauðugir. Og það hefur stundum valdið miklum erfiðleikum. I bæjar- stjómarkosningunum í janúar árið 1938 tókst að koma á sam- vinnu milli Kommúnistaflokks- ins og Alþýðuflokksins um land allt að heita má. Stefán •Jóhann Stefánsson var í kjöri hér í Reykjavík. Á opinberum fundi! sem haldinn var þremur dögum fyrir kosningar, lýsti hann yfir því. að fulltrúar Al- þýðuflokksins teldu sig ó- bundna af stefnuskrá þeirri, sem flokkarnir höfðu komið sér saman um og birt hafði verið. Þetta var eins og reiðarslag. En skamma stund verður hönd höggi fegin. Það tókst í þessum kosningum þrátt fyrir allt að halda alþýðumeirihluta í Hafn- arfirði, Isafirði og Norðfirði og vinna hann á Siglufirði. Og það tókst betur en til var stofn- að í Reykjavík. Þetta varð upp- haf sameiningarinnar í Sósíal- istaflokknum. Stefán Jóhann varð sjálfur fyrir því höggi. sem hann ætlaði að greiða öðr- um. Liðhlaup hans urðu upp- haf að miklum sigrum íslenzkr- ar alþýðu. En þetta sýndi mik- inn pólitískan broska. mikinn siðferðisþroska og andlegan styrk hinnar róttæku alþýðu í Reykjavík. Hún stóðst raun- iná og sigraði. Wetfin-átökin hér Það er mikið í húfi og mikil nauðsyn, að Alþýðubandalagið vinni stórsigur um land allt í þessum kosningum. En þó er mest í húfi í Reykjavík og hér verður orrustan erfiðust. Hér erum við i návígi við megin- styrk andstæðinganna. hér er mikill þorri kjósenda, en hér er líka kjarni verkalýðshreyf- ingarinnar, kjami Alþýðu- bandalagsins og kjarni Sósíal- istaflokksins. Ýmsír mundu gráta þurrum tárum og hjá öðrum yrði mikill óvinafagnað- ur, ef Alþýðubandalagið næði ekki góðum árangri hér í Reykjavík. Nú reynir enn á stjórnmálaþroska og andlegan styrk reykvískrai' alþýðu. Það er trú mín og von. að hún njuni standast þessa raun. nú sem fyrr. Og ég skora á ykkur öll, sem hér eruð inni. að gera allt, sem í ykkar valdi stend- ur, til þess að það megi tak- ast. Þvi meiri sem vandinn er, þeim mun meira verðum við að leggja að okkur. Og nú liggur mikið við. Ykkar er valdið Styrkleiki okkar að kosn- ingum loknum fer ekki bara eftir atkvæðatölunni um land allt eða þingmannatölunni einni saman. Úrslitin hér í Reykja- vík skipta meginmáli. Reykvísk alþýða. sem ræður yfir öflug- ustu verkalýðssamtökunum, verður að skiija hvaða valdi hún býr yfir. Ýmsir spyrja og af ýmsum og stundum fjar- skyldum ástæðum hvort hægt sé að treysta Alþýðubandalag- inu og forustu þess til þess að leysa rétt hin stóru og erfiðu vandamál, sem nú eru fram- undan. Víst er um það. að eng- um öðram er hægt að trevsta. En þessir góðu félagar og sam- 'nerjar ættu ekki síður að spyrja: Getum við tre.yst sjálf- um okkur? Það getur engin vinstri stefna þrifizt á Islandi og engin vinstri ríkisstjóm get- um staðizt stundinni lengur, sem hefur reykvíska alþýðu og hin sterkustu samtök hennar á móti sér. Reykvísk alþýða get- ur ráðið stefnunni. ef hún víll. Þessvegna eigið þið öll, sem bannig spyrjið. og hafið á- huga á að rétt sé stefnt, að taka þátt í þeim samtökum reykvískrar alþýðu. sem úrslit- um ráða. Þið, sem eruð sðsíál- istar, eigið að gerast virkir liðsmenn i Sósíalistafélagi Reykjavíkur. sem nú hefhr mikilvægara hlutverki að gegna en nokkur önnur stiórnmála- samtök alþýðunnar og barf á öllum kröftum ykkar að haida. Ykkar er valdið. Notið bað. Notið það til að tryggja Al- þýðubandalaginu í Revkiavík mikinn sigur í kosningunum 9. júní. Og notið það. til bess að tryggja rétta stefnu að kosn- ingunum loknum. Ég treysti ykkur. Og ég veit að þið mun- uð ekki bregðast því trausti. Þessvegna horfi ég vongiaður fram til kosningadagsins og til bróunar mála á næsta kjör- tímabili. Ég trúi því, að hýtt vor sé framundan í samtökum hinnar róttæku alþýðu á Islandi. Vor- hretin geta stundum verið nöp- ur. En þeim linnir. Lífið rís upp að nýju í allri sinni reisn og fegurð. Gangiö' í lið með þvi í þessari kosningabaráttu og sevinlega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.