Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.05.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA GWEN BRISTOW: / I HAMINGJU LEiT ÞIÓÐVILIINN Laugardagurinn 18. mai 1963 SKOTTA Fótboltaleikirnir eru byrjaðir j ár. Dúi'.li verður að sofna á hverju kvöldi kl. 9. KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS strax og þér væri óhætt að ferðast". >yJú, jú, jú, ég fékk bréfið“, Svaraði hún og hugsaði með sér: Aluinn þinn, heldurðu að ég hafi verið hrædd um að þú, einmitt þú, stæðir ekki við það sem þú hafðir lofað? Skilurðu ekki að ég er bara alveg frá mér af fögnuði yfir að sjá þig? Ó, John, elskarðu mig ekki? En hann hélt að minnsta kosti höndum hennar í fösþu, traustu taki og hann hafði ekki haft augun af henni, síðan hann kom. Hann spurði: „Hvemig hefur þér liðið hér?“ Hún reyndi að iala rólega. „Vel og notalega, alveg eins og þú sagðir fyrir“. Hún óskaði þess að þessir piltar væru ekki alveg eins skylduræknir við að tjóðra hest- ana. Ef þeir færu leiðar sinnar, myndi John ef jtil viil kyssa hana. En piltamir skildu ekki ensku, þeirra vegna gat hann vel sagt að hann elskaði hana. En hann sagði það ekki. Þess í stað sagði hann; ,,Ekkert uppi- stand hér?“ „Ekki sem kom við mig“, svaTaði Garnet. „Kerridge missti fáeina hesta, dálítið korn og nokkrar húðir. Hann getur sagt þér nánar um það. En þú John? Hvað hefur þú verið að gera?“ „O, ég hef verið sendiboði, gefið heilræði um vegi og veð- urfar og hvemig þeir ættu að útvega kjöt handa hemum. Þú Hárgreiðslon P E E M A. Garðsenda 21, slml 33968. Hárgrelðsln- og snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla vlð allra hæfl. TJ ARN ARSTOF AN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Siml 14662. Hárgrejðslu- og snyrtlstofa STEIND OG DÓDÓ, Laugavegl 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S ÓL E Y Sólvallagötu 72. Simi 14853. Hárgreiðslnstofa ADSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttirj Laugavegi 13. síml 14656. Nnddstofa á sama stað. ert sjálfsagt búin að frétta að það er búið að taka Los Angeles endanlega?" Ég gæti drepið þig fyrir að vera að tala um stríðið, hugsaði Gamet. Hún sagði: „Já, en við höfum ekki fengið að vita smá- atriðin". „Ég get fyllt upp í eyðurnar. Ég kem beint frá Los Angeles". „Var það erfið ferð?“ spurði hún. „Ekki sem verst. Heilmikil aurbleyta og kalt pinole þegar við fundum ekki þurran við til að kveikja bál“. Það komu bros. hrukkur í magra vangana. „Manstu hvemig kalt pinole bragðast?" Hún hló og kinkaði kolli og John hló iíka; það var eins og kaldi grauturinn í eyðimörk- inni tengdi þau saman. Nota- legur hlátur hans feykti burt síðustu hlédrægni hennar. Hún hrópaði: „Ó, John, mikið hef ég saknað þín!“ Takið um hendur hennar varð ■enn þéttara. Augnaráð hans hvíldi rannsakandi á henni. Það var undarlegt að henni skyldi nokkurn tíma hafa fund- izt þau kuldaleg. Hann sagði alvarlegur í bragði: „Garnet, ég hef hugsað um þig hvem dag og hverja nótt, síðan ég skildi við þig“. Allan veturinn hafði Garnet reynt að segja við sjálfa sig að hún þyrfti ekki að heyra þetta, því að hún væri sannfærð um að hann elskaði hana. En um leið og hún heyrði það, vissi hún að öryggi hennar hafði bara verið ímyndun, því að hún varð svo óumræðilega glöð þegar hún heyrði það. John hélt áfram: s,Ég hef aldrei hugsað svona linnulaust um nokkra persónu. Það var alltaf eins og þú hefð- ir aðeins brugðið þér burt sem snöggvast, værir í næsta her- bergi eða handan við næstu bugðu á veginum. Og þegar þangað kom og þú varst þar ekki, þá fann ég undarlega ein- manakennd — undarlega vegna þess að ég hafði alltaf helzt kosið að vera einn. En þú ert líka eina konan sem ég hef nokkum tíima skeytt nokkuð um“. Meðan hann talaði Xann hún villta, ólgandi hamingju gagn- taka sig. Og vegna þess að hún fann ekki tii blygðunar, sagði hún hið fyrsta sem henni datt í hug: „John, hvers vegna beiðstu svona lengi með að segja mér þetta?“ Hann hló hljóðlega. „Kannski or það vegna þess að ég er auli, Gamet. Heyrðu, mér hefði verið óhætt að segja það fyrr, er það ekki? Þú vilt mig, er það ekki?“ „Vil þig? ó, John, ef þú bara vissir —“ Gamet heyrði bak við sig raddir Kerridge og Risans sem hrópuðu kveðjur til Johns með- an þeir flýttu sér í áttina til hans. Jimm sagði lágt: „Fjand- inn hirði allt þetta góða fólk“, og sleppti höndunum á henni. Hann sneri sér við til að heilsa húsbóndanum. Kerridge sagði honum að herbergið hans væri tilbúið, og Dona Manuela var farin að hrópa á þjónustufólkið að færa honum vín og heitt vatn til að þvo sér úr. Karl- mennirnir gengu saman inn. Garnet stóð eftir, vonsvikin yf- ir því að Kerridge og Risinn skyldu geta farið með John inn í herbergi hans, en hún ekki. En hamingjan ólgaði í henni. John vildi fá hana. Hann var loksins kominn til henn- ar og hún elskaði hann John kom niður í kvöldmat- inn, rakaður og nýþveginn og klæddur hvítri skyrtu og svörtum flauelsbuxum með rauðum leggingum. Eftir mat- inn kom fullorðna fólkið saman í stóru stofunni, þar sem Kerr- idge hafði látið kveikja eld í arninum, en það var sjald- gæfur munaður. John kom beint úr eldlinunni og allir höfðu um margt að spyrja. Þjónustustúlkurnar héldu á- fram að bera um vín og bjóða kex. Meðan þau hin ræddu um stríðið, sat Dona Manuela og nartaði og dottaði. Allt í einu spratt hún uPP og hrópaði til einnar stúlkunnar að hún ætti að sækja meiri við, til ann- arrar að hún ætti að sækja meira vín og hinnar þriðju að hún yrði að sjóða meira cha handa donu Florindu — höfðu þessar gálur ekki ennþá fengið það inn í hausinn að ljóshærða kana-daman drakk ekki vín? Og hún myndi þiggja með þökk- um ef Arturo sonur hennar vjldi koma með flösku af ,ang- élica og enn þakklátari yrði hún ef Carlota kona hans létj ekki skrjáfa svo í pilsunum sínum að fólk gæti heyrt hvað Don Juan Ives væri að segja. AHir brugðu við skjótt til að gera það sem hún sagði. Dona Manu- ela dreypti á dísætu angélica- víninu og dottaði aftur, og Kerridge hló og bað John halda áfram að segja frá. John sagðj þeim frá bardag- anum við San Pascual, göng- unni fil San Diego og orustun- um meðfram San Gabriel-ánni, áður en bandaríski herinn hélt innreið sína í Los Angeles. Hann sagði þeim frá Kearney hershöfðingja sem hafði ekki mörg orð um hlutina heldur kom þeim af. Með nokkurri kald- hæðni sagði hann þeim frá Frémont. Skömmu eftir að bandaríski herinn var kominn til Los Angeles, hafði Frémont og her- deild hans komið til borgarinn- ar eftir erfiða íerð. Stockton hafði skipað Frémont borgara- legan landsstjóra. Bæði Stockton og Keamey urðu að fara frá Los Angeles aftur, sagðj Jobn, og upp til Monterey. Einhver varð að vera eftir í Los Angel- es til að framkvæma skipanir þeirra. En Frémont var ekki lagið að WýðnaSt skipunum annarra, ekki einu sinni sjálfs hershöfðingjans. Frémont hafði lagt undir sig glæsilegasta hús- ið í bænum og var nú að koma sér fyrir sem landsstjóri í stór- um gtíl. John hafði hugboð um að þessi kokhrausti náungi ætti eftir að mæta mótspymu. Þar sem ekki voru aðrir en Kerridge í fjölskyldunni sem kunnu ensku, talaði Jqhn spænsku. Öðru hvoru stanzaði hann í frásögninni til að vera viss um að Gamel 0g Florinda fylgdust með og stundum bað Florinda hann að þýða fyrir sig. Gamet greip ekki fram í fyrir honum. Hún sat álút yfir hann- yrðimar. Kertaljósið var ekki nógu sterkt fyTÍr slíka vinnu, en hún gerði þetta til að fá tækifæri til að horfa á annað en John. Augu hennar hefðu helzt viljað fylgja öllum hreyf- ingum hans, en það hefði kom- ið upp um tilfinningar hennar jafngreinilega og hún hefði lýst þeim með orðum. En öðru hverju varð hún að lita upp og þegar hún gerði það, mætti hún augnaráði hans og hélt því föstu stutt en náið andartak, svo að henni fannst það næst- um sem ástaratlot. John sagði þeim að nafninu á þorpinu fyrir norðan, Yarba Buena, hefði verið breytt í San Francisco. Florinda kinkaði kolli með ánægjusvip. „San Francisco" endurtók hún. „Það er auðveldara að segja það“. John taldi það aðalástæðuna til nafnbreytingarinnar. Bærinn óx mjög hratt og nú voru þar næstum fjögur hundruð íbúar, mestmegnis Bandaríkjamenn, og þeim fannst alitof erfitt að segja Yerba Buena. Og bærinn lá einmitt við San Francisco flóann, svo að bandaríski yf- irmaðurinn hafði gefið út fyr- irmæli um að bærinn skyldi bera sama nafn og flóinn. John sagði einnig frá því að upp í síðkastið hefðu fleiri bandariskar herdeildir bætzt i hópinn. Sveit mormóna var komin til San Diego eftjr göngu yfir landið og þeir áttu að haf- ast við í Los Angeles. „Mormónar, hvað er nú það?“ spurði Florinda. Jqhn útskýrði það fyrjr henni á ensku. Hann sagði að morm- ónar væru nýr trúarfilokkur. Þeir hefðu einkum haft aðsetur í Missouri og IUinois, en fólk úr öðrum trúarflokkum hefði fengið á þeim megna andúð og í fyrra hefðu um það bil tuttugu þúsund mormónar verið flæmd- ir frá heimilum sínum. Yfir- menn trúarflokksins hefðu nú ráðagerðir á prjónunum um að flytjast með fólk sitt vestur á bóginn þar sem þeir gætu stofnað sitt eigið ríki. Þegar stríðið brauzt út hefði formaður mormónanna, Brigham Young, boðið Polk forseta herdejld. Það var skynsamlegt, sagði John. Brigham Young vjldi með því sanna föðurlandsást morm- ónanna — óvinir þeirra höfðu kallað þá óameríska — og hann vildi líka senda unga og fríska pilta vestur á bd^inn, gem gætu bætzt í nýlenduna að stríðinu loknu. „Hve margir cru þeir?“ spurði Florinda. „Ég veit það ekki með vissu, — kannski þrjú, fjögur hundr- uð“. Hún brosti ánægjulega, var trúlega að hugsa um hve gott yrði fyrir veitingastofuna að fá alla þessa nýju gesti, en John leit stríðnislega á hana og hristi höfuðjð. „Þeir drekka ekki“, sagði hann. Florinda leit á hann dolfall- in. „Hvað gengur að þeim?“ Gamet hugsaði s©m svo að Reykjavík Kosningaskrifstofan er í TJARNARGÖTD 20, opið daglega frá kl. 10 til 7. Stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsjns eru beðnjr að lita inn og gefa upplýsingar, sem að gagni mega koma. — SÍMAR SKRIFSTOFDNNAR ERD: 17511, 17512 og 20160. V esturlandsk jör- dæmi Kosningaskrifstofan er að félagsheimilinu REIN Á AKRANESI. opið frá kl. 2 til 11. — SÍMI 630. Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofan er í ÞINGHÓL, KÓPAVOGI. opið frá 5—7 og 8—10. SÍMI 36746 Kosningaskrifstofan í HAFN- ARFIRÐI er í GÓÐTEMPL- ARAHCSINU uppi, sími 50273 Norðurlandskjör- dæmi vestra Kosningaskrifstofa að SDÐ- DRGÖTD 10. SIGLDFIRÐI, opið frá kl. 10 til 7. — SÍMI 194. Norðurlandskjör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK- DREYRI ER AÐ STRAND- GÖTD 7, opijj allan daginn — SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan i NES- KADPSTAÐ ER AÐ MIÐ- STRÆTI 22, opið allan dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Á SELFOSSI er kosninga- skrifstofan að ADSTDRVEGI 10. — SÍMI 253. Kosningaskrifst. i VEST- MANNAEYJDM ER AÐ BÁRDGÖTD 9 (Hólshúsi), opið frá kl 5 til 7 og 8 tll 10 — SÍMI 570. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla fer fram í Reykjavík í Mela- skólanum klukkan 8 til 10, kl. 2 til 6 og klukkan 8 til 10 virka daga og klukkan 2 iil 6 á helgidögum. Útl á landi er kosið hjá bæjarfógetum og hreppstjórum. Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. — Hafið samband við kosningaskrifstof- urnar. G-listinn er listi AI- þýðubandalagsins. Fyrstu framlögin bezt: Alþýðubandalagsfólk. Styrkið kosningasjóð G-listans. Kaup- ið miða í happdrætti kosn- ingasjóðs og gerið skil fyrir senda happdrættismiða. Kom- ið með framlög ykkar á kosn- ingaskrifstofuna, Tjarnajrgötu 20. Fyrstu framlögin eru bezt. Hver fjárinn. Svo vantar höfuðið Iíka á Ennþá eru til bækur á heimil- þetta. inn. Þá er þetta í lagi eða hvað? Nauðungaruppboð Vélbáturinn Jónas Jónasson G.K. l() 1 þinglesin eign Braga h/f verður eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl. o.fl. boðinn upp og seldur á opinberu uppboði, sem fram fer í bátnum sjálfum við bryggju í Ytri- Njarðvík mánud. 20. mai kl. 3 sd. Uppboð þetta var auglýst i 37., 40. og 43. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963. Sýslumaðurinn í Gullbrjuigu- og Kjósarsýslu. RJMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA SYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 „ — Sími 24204 >e»btn^»B3ÖUNSSON 4 CO. p.o. box um • mykjavIk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.