Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN SlBA § tstmnuttagurmn xy. mai iges GUÐMUNDUR HOFDAL HVAR ERU ÞEIR? II. grein Þegar við skildum við Guðmund Hofdal á sunnudaginn var stóð hann í þeim skemmti- legu sporum að eiga að leggja af stað til Ant- werpen með íshokkí- liðinu Fálkinn, sem unnið hafði sér það til ágætis að sigra í meisí- aramótinu, mjög glæsi- lega. Það var líka greinilegt, þótt í létt- um fón væri sagt, að Olympíufarínn frá 1920 ræist til Svíþjóiar Þetta er hið frækna Iið Fálkanna sem sigraði í ísknattleik á olymjíuleikjunum 1920. Aftari röð frá vinstni: Guðmundxu: Sigurjónsson Hofdal, H. Benson, Huck Woodman, Konráð Jóhannesson, Elliot (varam.) og Kr. Friðfinnsson. Fremri röð. Wally Byron (markvörður), Magnús Gíslason Goodman, Frank Fredrikson (fyrirliði). Halldór Halldórsson og Bobby Benson. Mynd þessi birtist í vesturís- blöðin þar vestra, hafa Ienzka blaðinu Lögbergi 1. apríl 1920 í tilefni þess að hópurinn var að Ieggja af stað til Antwerpen. litið á hlu’tverk og starf mikill að Hð það> er hann haíði Guðmundar sem mjög umsjón raeð, sigraði ekki að- , -1 r . eins í keppninni í Kanada, held- þyðmgarmiklð fyrir ur einnig á sjálfum Olympíu- flokkinn og framgang leikunum- hans. Ef við veltum þessu nánar fyrir okkur. fer það ekki á milli mála, að Guðmundur hefur haft mikla tiltrú sem þjálfari, og það kemur ekki til mála að þar hafi ráðið tilviljun að Fálk- arnir skyldu fá hann til að taka að sér hlutverk þjálfarans. Þó Guðmundur vilji ekkert um það tala, dylst engum að hvert félag hefur viljað ráða til sín sem bezta menn, er hefðu um- sjón og þjálfun með höndum. Er mjög vafasamt að hér heima hafi þá verið litið þeim augum á þessa ráðningu Guðmundar til Fálkanna sem vért var, og sem sagði til um ágæti hans sem þjálfara, eins og þeir litu á það starf. Fyrir kanadamenn var keppni þessi mjög mikilvæg, því síðan átti að velja lið til að sýna þjóðaríþrótt Kanada, ís hokkí-leikinn á Ólympíuleik- um. Það má því nærri geta hvort hver og einn hefur ekki hugsað sér að klófesta sem bezta menn til forustu fyrir lið sín. Þegar til þess kom hafði Guðmundur verið í 5 ár vestra, og alltaf við íþróttir riðinn, og er ekki að efa að Fálkamir hafa kunnugir þeim eiginleikum hans að annast unga menn sem stæðu í erfiðum íþróttaæfingum. Það er bví á það bent að þessi ráðning Guðmundar til Fálk- anna hafi varið merkur við- burður fyrir íslending, og því merkilegri sem árangur varð svo berst hann um 1906, og á næstu 14 árum nær hann nokkurri útbreiðslu. þar. Verulegur 1- þróttalegur árangur . verður þó ekki á þessum árum og fram- farir litlar. í fyrsta sinn á OL Alþjóða - Ólympíunefndin lét það boð út ganga fyrir leikina í Antverpen að tekin yrði inn á Kanadamenn hafi gert allt sem í dagskrá leikjanna hin „Kana- þéírra váídi stóð að tefla frarh góðu liði í þessum leik á O. L., ekki sízt fyrir þá sök, að þetta var í fyrsta sinn er þessi íþrótt átti að koma þar fram. Kanada hafði sérstakar skyldur við leik- inn því hann var þjóðaríþrótt þeirra, og það var Kanadamaður sem bjó til þennan leik. Hann var því fósturbam Kanada, vin- sæll og dáður af öllum þar í landi. Kanadamenn skapa íshokkí- leikinn Það lætur því að líkum að Það var sumarið 1879 að stúd- entent frá Mc Gillum-háskólan- um fór í heimsókn til Englands, og sá þar leikið landshokkí. Stúdentinn, sem hét W. F. Rob- ertsson var mikill áhugamaður um skautaiðkanir, fékk þá hug- myndina að gera leik sem væri svipaður og landshokkí, en láta hann fara fram á ís. Skipti það engum togum að leikurinn fór eins og eldur í.sinu um Kanada, félög voru stofnuð um leikinn. og aðeins 8 árum síðar var stofnað tandsr iband í íshokkí. Af eðlilegun, ^tæð- um barst leikurinn t\ ,-st til Bandaríkjanna og þegar i árinu 1890 var hann orðinn úcbreidd- ur þar. 1 Evrópu eru það Englending- ar sem fyrst taka hann á sína stefnuskrá, en til meginlandsins MELAVÖLLUR Hciykjavíkuímótið í kvöld (sunnudag) kl. 20.30 leika: VALUR - ÞRÓTTUR Dómari: Haukur Öskarsson. M Ó T A N E F N D . diska” íþrótt ísknattleikur. Á leikjunum í London 1903 hafði verið keppt í listhlaupi á skaut um og féll það 1 góðan jarð- veg, og þótti vænlegt að fjölga skautagreinunum. Af því sem hér segiraðfram- an má ljóst vera, að þeim félögum Fálkans og forsvars- mönnum hans hefur verið Ijóst að þeir höfðu mikla ábyrgð gagnvart landi sínu, og mikið var í mun að vel tækist. Og hvemig gekk svo keppnin Guðmundur? Hún gekk mjög vel. við unn- um alla leikina. Fyrsti leikurinn var við Tékkóslóvakíu, og endaði hann með 15:0 fyrir Fálkann eða Kanada, en okkar lið var eina félagsliðið í keppn- inni. Hin löndin sendu lands- lið. 1 blöðunum voru þeir aldrei kallaðir annað en íslending- arnir, enda var það svo að allir sem kepptu voru af islenzku bergi brotnir. Fararstjórinn var líka' íslenzkrar ættar. Kunnastir leikmanna munu beir vera: Konráð (Konni) Jó- hannesson, sem starfrækir flug- skóla fyrir vestan og margir íslendingar hafa sótt. Einnig mun Frank Friðriksson vera ku.nnur hér en hann var snjall flugmaður. Næsti leikurinn var við Bandarfkin og vann Kan- ada með aðeins 2:0. Orslitaleikurinn var svo milli Svíþjóðar og Fálkans, og lauk þeim leik með sigri okkar manna 12:1. Alls tóku þátt { þessari fyrstu keppni 7 lönd. en það voru auk þeirra sem nefnd voru: Frakk land og Belgía. Tékkoslavía kom í annað sæti og Svíþjóð í þriðja. Keppnin fór fram í apríl mánuði og leikimir voru leiknir í Skautahöll Antverpenborgar. Blaðaummæli Ég hef hér i fórum mínum ummæli úr gænsku blaði um leiki Kanada, og eru þeir allir lofsamlegir. Um leik Kanada og Tékkóslóvakíu segir m.a.: „Tékkarnir höfðu greinilega ákveðið að selja sig eins dýrt og mögulegt var í leiknum við Kanada. — Það liðu 4 mínútur þar til Kanada skor- aði, en eftir það komu mörk- in með ’jöfnu millibili. Það var fyrir mjög góðan leik mark- manns Tékka að þeir fengu ekki mikið fleiri mörk. íslenzkur sigur í leik þesum var Tékki dóm- ari, og hafði í rauninni ekki þá kunnáttu sem tll þurfti, en það kom ekki að sök því bæði liðin léku mjög prúðmannlega, og þó var mikill hraði í leikn- um og fast sótt. Það skemmti- lega við liðin var það. að lið Kanada var skipað fslending- um, en þeir höfðu sent félag sem heitir Fálkinn frá Winne- peg — fálkinn er þjóðarmerki Islands —, en Bandaríkin tefldu fram liði sem var valið úr 7 félögum, Leikurinn bauð upp á eins góðan leik og hugsanlegt var, og það var næstum ótrúlegt hvað þeir sýndu. — Það sem ejnkenndi leik þeirra var hraðinn. Markmenn beggja liða sýndu frábæran leik, og þó voru skotin svo hörð að maður festi ekki auga á þegar skot- in f-lugu að marki þeirra. Það voru kanadískir íslend- ingamir sem með einstak- lingsleik sínum unnu verð- skuldaðan sigur. Vörn Kanada var of sterk fyrir Bandaríkja- mennina, þannig að þeim tókst aldrei að brjótast í gegn, og þó léku þeir oft mjög vel saman. Kanada - Svíþjóð 12 : 1 — Svíamir virtust tauga- óstyrkir til að byrja með. Kanadamennirnir bjrrjuðu með gifurlegum hraða allt frá byrjun, og eftir hálfa aðra jnínútu höfðu þeir skorað fyrsta markið. Svíarnir jöfnuðu sig og börðust, og varð hraðinn hjá þeim meiri og meiri, og gerðu áhlaup. Á 20. min. var dæmt Gudmundur (lengst til hægri) í hópi sænskra íþróttamanna á Ieið- inni frá Antwerpen til Svíþjóðar að loknum olympíuleikjunum. Ishokki er þjóðariþrótt Kanadamanna, og Vestur-lslendingar þar í landi tileinkuðu sér snemma þessa skemmtilegu í þrótt. Myndin er tekin í árdögnm íþróttarinnar, og sýnir íshokkfkemmi á frumstæðtun velU í Alberta-fylki. Guðmundur Sigurjónsson Hof- dal um það Ieyti sem hann kom heim frá Svíþjóð. á Kanadamenn og uppúr því skoruðu þeir mark sitt, við ógurleg fagnaðarlæti áhorf- enda! Á sömu mínútu skoruðu Kanadamenn svo mark, alveg eins og þeir vildu sýna að það væri þeim leikur einn að skora þegar þeim byði svo við að horfa. I hálfleik stóðu leikar 5:1 fyrir Kanada. Fyrstu 4 mínúturnar í síðari hálfleik tókst Kanada ekki að skora, en þá opnaðist vörn Svía, og þótt þeir sæktu tókst þeim ekki að hrófla við hinni öruggu vörn Kanada. Þess má að lokum geta að í blaðaummælum þessum er þess getið, að fyrirliði Fálkans, Frank Friðriksson. dæmdi leik Tékkóslóvakíu og Svíþjóðar. Hvar sem maður les um þróun hokkí-leiksins er þess alltaf getið að Ólympíuleik- imir í Antwerperi hafi mark- að tímamót ’fyrir leikinn. Þátt-- ■’ taka Kanada, og það sem þeir sýndu þar, varð til þess að leikmenn í öllum löndum þar sem leikurinn var iðkaður, fóru að temja sér leikaðferð- ir Kanadamanna. Það má því segja að Fálkinn hafi verið hinn góði kennari, sem hinir áhugasömu nemendur færðu sér svo í nyt með nýjum þjálfunaraðferðum, nýrri tækni bæði á sjálfum skaut- unum og í skipulagi leiksins. Það hlýtur að vera okkur hér ánægjuefni að menn af íslenzku bergi brotnir skuli * ha'fa unnið svona jákvætt, og að einn af brautryðjendunum í íþróttum hér á landi, Guð- mundur Sigurjónsson Hofdal, skuli hafa komið jafn skemmtilega þar við sögu sem raun var. Til Svíþjóðar Að leikjunum loknum fóru skautamennimir heim til Winnipeg og fengu konungleg- ar móttökur þar. Hinsvegar fór ég til Svfþjóö- ar á vegum Sænska frjáls- íþróttasambandsins, ráðinn til þess að gegna sama hlutverki meðal sænskra frjálsíþrótta- manna og ég hafði hjá Fálk- unum. Átti ég að annast frjáls- íþróttamennina sem taka áttu þátt í sumarleikjunum í Ant- verpen sama ár. Hversvegna sóttu þeir ttl þín? Að líkindum hefur ástæðan verið sú að forustumenn sænska Isknattleiksliðsins hafa bent á mig, og má vera að smáatvik hafi ráðið nokkru. Það var eitt sinn meðan á æfingunni stóð í Antwerpen fyrir leikina að það slys kom fyrir einn bezta sænska skauta- manninn að hann féll á ísinn með þeim afleiðingum að hann skarst á skauta annars manns þvert yfir slagæð á gagnauga og fossaði blóðið úr sárinu. Framhald á M. «íðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.