Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagurinn 19. maí 1963 ÞIÓÐVILISNN SÍÐA 1 Vefurhús (Sumarhus), Sœnautasel, Rangárlón, Lindasel, HáreksstaSir, GestreiSarstaSir (,,i heiSi"), Brunahvammur. Þeim fœkkar nú óSum er. slitu barnsskóm á heiSaflákum Bjarts i Sumarhúsum. Þar munu jbó um skeiS hafa veriS nœr tveirtugir bœja. ViSskulum heyra i dreng frá GesfreiSarst öSum Jón Benjamínsson á Háreks- stöðuni. — Hann bjó lengst allra í heiðinni, 42 ár — cn „varð úti“ á gamalsaldri í Ameríku. Við vorum fyrir nokkru hjá Stefáni á Guðmundarstöðum, en þegar Gunnar og Bretinn komu frá eintali sínu við guð, laxinn og ána kvaddi ég Stef- án og ekið var út sveit. Það var tekið að kvölda, en Gunn- ar kváðst þurfa að hitta fólk á bæ við veginn. Bretinn og ég biðum í bílmum og virtum fyrir okkur nýbyggt hús á bænum; þau gérast ekki reisulegri annarsstaðar. En svo vorum við umsvifalaust sóttir og settir að matborði. Innan veggja var sízt minni myndarbragur en ytra útlit gaf til kynna. Hrappsstaðir nefnist bærinin og búa þar bróðursynir Benedikts frá Hofteigi. Hafa þeir að mestu byggt hús sitt sjálfir og rækt- að mikið tún, og virðist ekki meiri myndarbragur á öðrum bæjum. Þarna inni var „afi“ að hjala við lítinn svein. „Hanm Jakob getur svarað spurning- um þínmm um heiðina". sagði Gunnar. En Jakob Benedikts- son kvaðst fátt vita frásagn- arvert. Samt hitti ég hann daginn eftir úti í Vopnafjarð- arkaupstað, þar sem hann var að rifja ilmandi flekk. — Hvar og hveneer ertu fæddur Jakob? — Ég er fæddur á Arnórs- stöðum í Jökuldal 1886. Svo var ég í 3 ár á heiðarbýlinu Gestreiðarstöðum og kom á 4. ári hingað til Vopnafjarðar- byggðar. — Mér er sagt að þú sért xn. a. búfræðingur. glímumað- ur og leikari; hvenær varst þú á búnaðarskóla? — Ég fór að Hólum 1906. Sigurður Sigurðsson var skóla- stjóri þar þá. Fyrri veturinn voru nemendu'r 47, en eitt- hvað færri veturinn eftir. — Var búnaðaráhugi svona mikill þá —■ og hvemig var kenmslan? .— Já, þá höfðu menn á- huga fyrir að læra að foúa. Kennslan var aðallega ibókleg SMALIh ÚR HEIÐINNI og að nafninu til leikfimi- kennsla — og svo var kenn- arinm stundum að fara út með okkur og láta okkur ganga í takt! Mislingarnir komu seinni veturinn. Það fylgdi þeim á- kaflega mikill hiti. Læknir- inn fékk ekkert að gert — þá var ekki komið á veg með sprautur eins og nú. A. m. k. tveir uröu að hætta af þessum sökum. — Var engin verkleg kennsla ? — Sigurður Sigurðssoni var yfir Gróðrarstöðinni á Akur- eyri og nokkrir piltar voru þar á vorin. Þar var garðrækt og gripið í að kenna piltum að plægja. Margir nemend- anna voru með hugann við þetta og urðu flestir bændur. Ég held það hafi slegið illi- lega á þann hugsunarhátt niú. Flestir kváðu nú fara á aðra skóla en bændaskóla. Eöa horfir ekki til vandræða með þenna búskap nú? Menn hafa vélar, en þar sem þeir eru einyrkjar þurfa þeir að þræla; flestir þurfa að hafa mikið til að búin beri sig — og svo er þetta linnulaus þrældómur ár- ið um kring. Nú er sá hugsunarháttur, að fólk vill e'kki vera í sveit. Það er tilviljun ef hægt er að fá kaupakonu — já ég held þær vilji heldur allt annað! — Svo varstu glímumaður? — Nei, það er ékki orð á gerandi að ég hafi gl'ímt. Við gl'imdum stundum á Hólum. Svo asnaðist ég út í glíímu, á Akureyri. Jóhannes Jósefsson stóð fyi'ir því. Þá fór maður úr liði í glímu við Jóhanmes. Maðurinn hélt sér uppi á hendinni, en Jóhannes þrýsti honum þá niður og fór mað- urinn úr liði. Það voru margir Þingeyingar í hópnum og reiddust þessu ákaflega. Glíma sú leystist upp. — Og svo ertu leikari? Það er sagt aö þú sért bezti Skugga-Sveinn landsins. — Það var einhvem tíma efti'r 1920 sem ég tók þátt í að leika. Svo var allt í einu tekið upp á því að láta mig leika Skugga-Svein Ég hugs- aði mér strax að leika Skugga-Svein á þann hátt að vera einber ribbaldi....Nei, ég get ekki fundið neitt gott í Skugga-Sveini frá höfundar- ins hendi; ekkert nema hörk- una. Hann finnur ekki til þótt stúlka dæi 'I höndum þeirra! Hann er alltaf jafn járnkald- ur, nema þetta eina: þegar hann lofar Katli þv'í að hann skuli aldrei falla í manna- hendur. Nei, ég hef ekki átt við að leika nema Skugga- Svein, en til þess hafði ég góðan róm. — Svo hefur þú verið verk- stjóri hér á Vopnafirði? — Já, 1910 var ég fenginn til að fara til Reykjavíkur og læra slátmn og meðferð kjöts hjá Sláturfél. Suðurlands. Hér á Vopnafirði var saltkjöts- verkun fram eftir öllu. Árið 1930 var byggt hér frystihús og var síðan látið heita svo að , ,ég stjórnaði slátruninini. .... Nei, það em ekki 5 ár síðan ég hætti að skipta mér af vinnubrögðum, en hef verið — Nei, nei. Mér lelddist aldrei. Vildi miklu heldur sitja hjá um nætur en um daga. Það var tvíbýli og strákurinn af hinum bænum sat hjá á daginn. — Þetta var óskap- legt göngulag, alveg fram á svartanótt. Ég er hræddur um að yngri menn nú yrðu skrítn- ir ættu þeir að fara í slíkar gönguferðir. — Og leiddist þér raunveru- lega aldrei á næturnar? — Nei, mér leiddist aldrei í hjásetunni á nætumar, nema mér var illa við þoku. Þú get- ur ekki hugsað þér, hvað það var gaman í góðu veðri þegar sólin var að koma upp á næt- urnar! Það var dásamiegt; al- veg ógleymanlegar stundir. -— Þú hefur þá gleymt að vera syfjaður! — Ég man ekki eftir að ég Jakob Benediktsson lítur upp frá flekknum s.l. sumar. andi í rigningu, — og renm- andi votur í fætur um leið og maður steig útúr túninu. En ég fór ekki að finna tii í fót- um fyrr en ég hætti að vera blautur í bætur! En oft var manni kalt á fótum. Nokkra vetur gekk ég á beitarhús og vildi þá helzt ekki láta skóna mína þiðna á mæturnar, þVÍ væru þeir ekki of stuttir var manni alltaf hlýtt ef þeir héldust frosnir. ■ — Þú hgfgr yprið. á, §kinn- skóm? — Já, ég gekk á íslenzkum skóm fram eftir allri ævi; J >ni ÍÍ?K:í% Framhlið Háreksstaðabæjarins. Teikninguna gerði Gísli Jónsson ritstj. eftir minni, en þarna ólst liann upp og Einar Páll ritstj. Lögbergs og sr. Sigurjón í Kirkjubæ, ásamt 6 öðrum syst- kinum. Þessi torfbær í heiðinni lætur ekki mikið yfir sér — en þarna lásu þeir stjörnufræði og flestar ísl. ljóðabækur auk alls annars. — I bókinni HAUGAELDAR. sem út kom á s. 1. hausti segir Gísli frá Uuppvexti sínum í hciðinni. þarna á hverju hausti........ Framleiðslan hefur margfald- azt frá því sem áður var. — Blessaður segðu mér eitthvað af lífinu í heiðinni. — Sem drengur var ég í Selárdal og passaði þá ær og um fermingu fór ég I Foss og passaði ær fyrstu sumurin og sat hjá uppi í heiði. — Leiddist þér í heiðinni? væri syfjaður, en bitmýið angraði mann stundum mjög mikið 5 hjásetunni. Þegar fór að rjúka á bæjunum vissi maður að skipti voru að nálg- ast. — Áttuð þið ekki kofa í hjásetunni? — Nei, við höfðum engan kofa, og það var verst. Ég var í vaðmálsúlpu sem varð renn- komst á lag með að gera skóna mína sjálfur og lík- aði það síðan bezt. Nú er að verða yfirgnæfandi fólkið sem veit ekki. hvað „íslenzkir skór“ eru......Nei, yfirleitt gerðu karlmenn ekki skó; ég man að vinnukonumar sett- ust frami í bæ til að bæta skó þegar karlmenn máttu fara að sofa. Þá var líka gripið í prjóna hverja stund. Nú býst ég við að fjöldinn allur af karlmönnum skammist sín fyrir að láta sjá sig I ullar- sokkum; finnst það „púka- legt“. — En hvað um býlin í heiðinni ? — Inini af Fossi voru Kálf- fell. Arnarvatn og Bruna- hvammur. Man ekki hvað öll býlin í Jökuldalsheiðinni hétu, þau voru mörg, þeirra á meðal Fagrakinn, Hliðarendi, Háreksstaðir og Gestreiðar- staðir. Síðast var búið í Heið- arseli. — Hvernig komust menn af í heiöinni áður fyrr? — Ég hef aldrei getað skil- ið hvemig menm lifðu á 20— 30 ám uppi í heiði. Kamnski hefur það verið fyrir það hve ærnar gerðu gott gagn: smjöri og skyri var safnað, en kjöt mun hafa verið af skornum skammti, því menn urðu að reita það frá sér upp í úttekt, kornmat og annað óhjákvæmilegt. Eitt létti að sjálfsögðu með búskapnum í heiðinni: það var silungsveið- in. Á vetrum skutu menn rjúpur — en fjarskalega byggðist þetta mikið á roll- unum og mjólkinni úr þeim. Birtan mun ekki hafa verið merkileg á vetrum: grútar- lampar og olíutýrur. En það komu ekki upp veik- indi hjá þessu fólki. Fjór- ir bændur í Vopnafirði- eni synir bóndans á Gestreið- arstöðum — aldir þar upp. Bóndi á Jökuldal sagði mér að börnin,- sem voru mörg, myndu aldrei hafa verið svöng, en erfitt myndi hafa verið að klæða þau; konan komst ekki yfir það, því að þá voru tækin aðeins kambur og rokkur til að vinna með, en svo fóru þau að senda ull til vinnslu i Noregi. Þetta er býsna hraust fólk. Það bjó lengi sami maður- inn á Háreksstöðum: Jón Benjamínsson og Guðrún Jónsdóttir kona hans. Þau áttu 9 börn og komu þeim öllum til manne; sum þeirra Framhald á 8. síðu. VOPNAFJÖRÐUR - FÓLK OC BYCGÐ Jakob Benediktsson í Vopnafirði segir frá liðnum tímum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.