Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 10
JQ SlÐA ÞJÓÐVILIINN Sunnudagurinn 19. mai 1963 GWEN BRISTO W; r I HAMINGJU LEIT flestlr aðrir hefðu strítt Flor- indu með því að hún drykki ekki heldur, en John átti sér engan líka. Hann svaraði: „Kirkja þeirra bannar þeim það. Tja, auðvitað drekka sum- ir þeirra, ennþá hefur engri kirkju tekizt að fá alla félaga sina til að fylgja settum regl- um, en flestir þeirra eru þó bindindismenn. En veitinga- stofan þarf ekki á þeim að halda. Silky græðir á tá og fíngri". „Þá hlýtur hann að hafa komið whiskýinu undan“, hróp- aði Florinda. John kinkaði kolli og Florinda hlustaði hrifin þeg- ar hann sagði henni frá því. Siíky og Florinda höfðu húsið á lejgu hjá AJbbott og Silky hafði fundið það út af sínu hyggjuviti að Abbott væri það sízt í hag að þau færu yfirum. t>ess vegna hafði hann látið Abbott geyma whiskýið. Abbott var giftur innfæddri konu og átfí þrjá sterka syni sem voru angelinos að þjóðerni, en höfðu erft töluvert af verzlunarviti föðurins. Synirnir þrír höfðu gætt þes vel að veitingastofan værj kyrfilega lokuð. Mikki bjó þar enn, hann svaf undir þak- inu á bakveröndinni og Isabell fóðraði hann á baunum. „Og hvað um Abbott meðan á óeirðunum stóð?“ John hló. Abbott hafði ekki komið á hestbak í tuttugu ár og ekki einu sinni styrjöld gat fengið hann til að setjast á hest Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðsln- og snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsia við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Síml 14662. Hárgrelðsln- og snyrtlstofa STEINU OG DÓDÓ. Laugavegi 11. simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E V Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslnstofa AIISTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656 Nuddstofa á sama stað. núna. Þegar hinir Bandaríkja- mennirnir flýðu frá Los Angel- es, dró Abbott sig bara í hlé upp í herbergi á annarri hæð í húsi sínu. Hann dró hlerann fyrir, kom holdugum kroppn- um fyrir í hægindastól og með- an fjölskylda hans sagði hverj- um sem hafa vjldi að hann væri farinn úr bænum, átti hann notalegan vetur við að lesa gömlu bandarísku blöðin sem hann var vanur að láta liggja á búðarborðinu. Florinda skellihló. Svo leit hún á Garnetu og sagði: „Það er enn eitt sam við höfum ver- ið að velta fyrir okkur. Hvem- ig hefur elsku vininum Charles vegnað á þessum síðustu og verstu tímum?“ John bað þau hin að afsaka, að hann skyldi halda áfram að tala ensku smástund enn. Það væri ýmislegt sem Flor- inda hefði ekki skilið. Hann sagði að Charles hefði verið önnum kafinn upp á síðkastið. Charles væri auðugasti banda- ríski búgarðseigandinn og hann hefði verið fljótur að sjá til þess, að bandaríski herinn fengi að vita það. Hann hafði veitt hern- um ýmiskonar hjálp húsaskjól og vistir, og réti eftir að her- inn kom til Los Angeles aftur, hafði Oharles birzt þar og stik- að þar um með miklu yfírlæti. „En hann var ekki lengi í Los Angeles eftir hemámið", bætti John við. „Hann fór norður á bóginn fljótlega effír áramót- in. Til Monterey, kannski Mka til San Francisco“ „Hvað er hann að gera þar?“ spurði Florinda. „Hann er sjálfsagt eitthvað að snuðra“, sagði John. „Það er aldrei að vjta hvenær hann rekst á eitthvað gimilegt". „Saít er það“, sagði Florinda. „Ég vona bara að hann haldi sig í hæfílegri fjarlægð frá okikur. Hann minnir mig alltaí á þak- herbergi fullt af köngulóarvef". Dona Manuela vaknaði aftur. í þett sinn tilkynnti hún að það væri kominn háttatími. Það væri komið fram yfír miðnætti, langt fram yfír vanalegan svefntíma, svo að allir hlýddu henni fúslega. Garnet og Florinda gerigu til herbergis síns. En Gamet lang- aði til að vera alein stundar- kom og hugsa um John. Hún sagðist vera komin með höfuð- verk eftir hannyrðimar í lé- legri birtunni — og það var svo sem satt — og hana lang- aði til að fá sér ferskt loft áður en hún legði sig. Hún brá yfir sig sjali og gekk niður ganginn að dyrunum sem lágu að kvennagarðinum. Úti var svalt og niðamyrkur. Beint yfir höfði hennar voru stjömur en aðeins örlítil mána- sigð og trén stóðu þétt saman til að gera skugga að deginum til. Gamet lokaði dyrunum á eftir sér og gekk yfir að nokkr- um sítrónutrjám sem stóðu við múrvegginn. Loftið var þrung- ið margvíslegum ilmi sem var hressandi eftir reykinn í stof- unni og hennj fannst go.tt að finna goluna blása um hár sér. Það skrjáfaði í vínviðinum við múrvegginn eins og í silkipils- um. Gamet sleit blað af sítr- ónutrénu, marði það milli fingr- anna og andaði að sér ilmin- um. Hún rak fótinn í bekk í myrkrinu og þar gettist hún, hallaði sér aftur á bak og raul- aði dálítið lag. í myrkrinu fannst henni hún vera alein og frjáls. Hún vonaði að Florinda væri farin að sofa. Allt í einu heyrði hún hljóð við múrvegginn, eins og vind- hviða skæki hann til. Grein- arnar skulfu yfir höfði henn- ar og maður stökk niður úr trénu og niður í grasið. Garnet spratt á fætur, en áður en hún gat flúið, heyrði hún hann hvisla: „Það er bara ég, Gamet — John“. Hún sá hann aðeins eins og enn dekkri skugga í Cuðmundur Hofdu! Framhald af 5. síðu. Þetta var aðeins æfing eins og fyrr sagði, og því enginn lækn- ir við höndina. Fálkinn var á æfingu um sama leyti, og sem endranær fylgdi ég þeim eftir, og var þar nærstaddur. Er Sví- um þá ráðlagt að leita til mín með manninn, sem þeir og gera. Daginn eftir skýra Stokk- hólmsblöðin frá því að þjálfari Fálkans hefði eftir þrjár og hálfa mínútu verið búinn að taka 3 spor í skurðinn, og ganga frá sárinu. Guðmundur sagði að maður- inn mætti halda áfram í keppn- inni, það væri óhætt, en hann skyldi ekki æfa meira þann dag! Þar stóð einnig að hann hefði verið í 16 mánuði í fremstu víglínu stríðsins, og starf hans þar hefði verið að gera fyrstu aðgerð á særðum mönnum. Hann hafði öll tækin með sér, og allt tókst vel. Blað- ið sagði ennfremur, að þama væri maður sem vantaði til Stokkhólms. Svo mikið var víst að Sví- amir sóttu það fast að fá mig, og var sú för öll hin skemmti- legasta. Svíar urðu mjög sig- ursælir í Antwerpen, og eftir leikina fór ég með flokknum í skemmtiför til Parísar og þaðan til Berlínar og síðan til Stokk- hólms aftur. •Heim kom ég svo í árslok 1920. Og hvað tók þá við? Glímu- kennsla hjá Glímufélaginu Ár- manni, en það skulum við „ef til vill“ ræða nánar síðar. 1 næsta og síðasta þættinum verður sagt frá för Guðmund- ar á O.L. í London 1908 og för til sama staðar 40 árum síðar, og þá einnig í sambandi við Olympíuleika. Frúnann. Athugasemd Mér láðist að geta þess 1 sambandi við fyrsta afrek Gun- mundar, þegar hann fór yfir Jökulsá á vírstreng, að ég hafði áður heyrt um þetta atvik, og minnist Bjöm Bjömsson sýslumaður þess að faðir hans sem vann við sömu brúargerð, hefði sagt sér frá þessu afreki Guðmundar, og þótt mikið til þess koma. Þá gæti það valdið misskiln- ingi þar sem stendur að hann „fer með flokk til Antwerpen", en hann var einn af flokknum, en ekki fararstjóri, eins og mætti skilja orðalagið. Sá misskilningur varð og okkar á milli, að sagt var að lið sem sigraði yrði sent á leik- ina í Antwerpen, en úr sigur- vegurunum átti svo að velja lið til að senda á O.L. Það gerir að sjálfsögðu hlut Fálkans mun meiri að þeir skuli vera valdir til fararinnar einir án stuðnings frá öðrum félögum, en frá því horfið að velja ljð úr fleiri félögum. Segir það nokkuð til um ágæti Fálkans í íþrótt þessari. Frímann. t Maðurinn, faðir okkar, sonur og bróðir ÞÖRÐUR GUÐBJÖRNSSON, bifreiðastjóri verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni þriðjudaginn 21. maí. Athöfnin hefst kl. 14.00. Ingibjörg Björnsdóttir og dætur Guðríður Þórðardóttir Bima Guðbjörnsdóttir Þakka samúð við andlát og bálför mannsins míns HALLDÖRS HALLDÖRSSONAR fyrrv. bankafulltrúa, Guðrúnargötu 6. Maria Guðmundsdóttir. SKOTTA Öli segir aldreti ósatt, pabbi. Hann er ekki með klarenettið. KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Reykjavík Kosningaskrifstofan er í TJARNARGÖTU 20, opið daglega frá kl. 10 til 7. Stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsjns eru beðnjr að Iíta inn og gefa upplýsingar, sem að gagni mega koma. — SÍMAR SKRIFSTOFUNNAR ERU: 17511. 17512 og 20160. V estur landsk jör- dæmi Kosningaskrifstofan er að félagsheimilinu REIN Á AKRANESI. opið frá kl. 2 tii 11 — SÍMI 630. Reyk janesk iördæmi Kosningaskrifstofan er í ÞINGHÓL. KÓPAVOGI. oþið frá 5—7 og 8—10. SÍMI 36746 Kosningaskrifstofan í HAFN- ARFIRÐI er i GÓÐTEMPL- j ARAHUSINU uppi, sími 50273 i Norðurlandskjör- dæmi vestra Kosningaskrifstofa að SUÐ- URGÖTU 10. SIGLUFIRÐI. opið frá kl, 10 tii 7. — SlMI 194. Nor ður Iandsk jör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK- UREYRI ER AÐ STRAND- GOTU 7, opifl allan daginn — SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan i NES- KAUPSTAÐ ER AÐ MIÐ STRÆTI 22, opið aiian dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Á SELFOSSI er kosninga- skrifstofan að AUSTURVEGI 10. — SÍMI 253. Kosningaskrifst. i VEST- MANNAEYJUM ER AÐ BÁRUGÖTU 9 (Hólshúsi), opið frá kl 5 til 7 og 8 til 10 — SÍMI 570. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla fer fram í Reykjavík í Mela- skólanum klukkan 8 til 10, ki. 2 til 6 og klukkan 8 til 10 virka daga og klukkan 2 til 6 á helgidögum. Uti á landi er kosið hjá bæjarfógetum og hreppstjórum. Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. — Hafið samband við kosningaskrifstof- umar. G-listinn er Iisti Al- þýðubandalagsins. Fyrstu framlögin bezt: Alþýðubandalagsfólk. Styrkið kosningasjðð G-Iistans. Kaup- ið miða i happdrætti kosn- ingasjóðs og gerið skil fyrir senda happdrættismiða. Kom- ið með framlög ykkar á kosn- ingaskrifstofuna, Tjarnargötu 20. Fyrstu framlögin em bezt. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra mun í sumar frá 1. júlí til 31. ágúst reka sumardvalar- heimili fyrir fötluð böm að Reykjadal í Mosfellssveit. Fyrstu tvær vikumar verður ekki hægt að taka nema um það bil 20 böm, en að þeim tíma loknum alls 40 böm. Upplýsingar i síma 12523 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. *Swím^björnsson 4 co. Sfani 24204 O. BOH 1386 . RIVKlAVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.