Þjóðviljinn - 21.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.05.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 21. maí 1963 — 28. árgangur — 113. tölublað. Upplýsingar um kosningaskrif- stofur, utankjörfundaatkvæða- greiðslu, kosningasjóð o. fl. er að finna á 10. og 12 síðu. AtÞYÐU ÐANDAIAGIÐ -100% 1-75% -50% •25% I graer fórum við í 93%. Okkur bárust framlög frá Reykjavík, Akureyri og Vík í M.ýrdal sem við þökkum kærlega fyrir. Nú eru að- eins 2 dagar þar til settu marki, 500.000,00 kr. á að vera náð og þá tvo daga þurfum við að ná inn 35.000.00 kr. Með snörpu á- tala ættum við að hafa möguleika á því. Hafið samband við skrifstofuna Þórsgötu 1, sími 17514, opin daglega frá kl. 10—12 f.h. og 1—6 e.h. eða póst- eða flhnsendið til okkar. Utaná- skrift er Styrktarmanna- kerfi Þjóðviljans Þórs- götu 1. REZKA STJ0RNIN NEiTAR ENN AÐ FRAMSEUA Með framferði sínu hefur Brezka stjórnin í verki rift landhelgissamningnum frá 1961 Ríkisstjórn Bretlands hefur neitað að fram- selja Smith skipstjóra af Milwood sem reynd- ist sekur um veiðiþjófn- að við ísland en var bjargað undan löggæzl- unni af brezka herskip- inu Palliser. Með þess- um viðbrögðum hefur brezka stjórnin í verki neitað að virða land- helgissamninginn frá 1961. Eðlileg viðbrögð íslenzku ríkisstjórnar- innar æt'tu að vera þau að lýsa samninginn þar með úr gildi fallinn, öll undanþágusvæðin innan 12 mílnanna og nauðungarákvæðin um landgrunnið utan 12 mílnanna. 4. maí s.l. sendi ríkisstjórn Is- lands brezku stjórninni orðsend- ingu vegna þessa atburðar. Af einhverjum ástæðum hefur orð- sendingin ekki verið birt orðrétt en 1 fréttatilkynningu frá ríkis- stjórninni var sagt svo um kjarna hennar: „enn á ný var krafizt framsals brezku stjórnar- innar á Smith skipstjóra á brezka togaranum Milwood". 1 svari brezku st.iórnarinnar er þessari kröfu þverneitað en neit- unin vafin inn í kurteislegt orða- lag og ýms furðuleg ummæli. Svar Bretastjórnar er á þessa leið: Svar Brefa „Utanríkisráðherra Bretlands leyfir sér hér með að vitna í orðsendingu íslenzku ríkisstjórn- arinnar dags. 4. maí, um atvik það, er varðar Aberdeen-togar- ann Milwood og íslenzka varð- skipið Óðinn. Eins og herra E. Heath tók fram í erindi sínu dags. 30. apríl til íslenzka utanríkisráðherrans, þótti brezku ríkisstjórninni mjög miður að frétta að þetta atvik skyldi hafa átt sér stað. Brezka stjórnin lítur mjög alvarlegum augum á málið eins og íslenzka ríkisstjórnin. Brezka ríkisstjórnin metur það, að skipherrann á ís- lenzka varðskipinu Öðni beitti ekki valdi til þess að taka tog- arann fastan. Brezka rikisstjórn- in vill samt sem áður beina athygli íslenzku ríkisstjórnarinn- ar að þeirri staðreynd, að skip- herrann á H.M.S. Palliser gerði Framhald á 2. síðu. Bretar auðmýkja Bjarna Brezka ríkisstjórnin auð- mýkir Bjarna Benediktsson, landhelgismálaráðherra, alveg sérstaklega í svari sínu út af Millwood-málinu. 1. mai sl. birti Morgunblaðið viðtal við Bjarna Benediktssonar á for- síðu með stórum fyrirsögnum: „Brezka stjórnin ber ábyrgð gagnvart Islandi. Hún hlýtur að bæta fyrir mistökin m.a. með viðeigandi ráðstöfunum gegn brezka skipherranum". Þetta er einnig kjarni um- mæla ráðherrans; hann segir: „Hins vegar heppnaðist ekki að ná skipstjóranum, en þar virðist vera um augljós mis- tök skipherrans á brezka her- skipinu að ræða. Á þeim mis- tökum hlýtur brezka ríkis- stjórnin að bera ábyrgð gagn- vart Islandi og bæta fyrir þau, m.a. með viðeigandi ráð- stöfunum gegn brezka skip- herranum sem þau framdi. 1 svari sínu ver brezka ríkisstjórnin Hunt skipherra og hafnar því algerlega að gera ráðstafanir gegn honum. Hún segir: „Brezka ríkis- stjórnín tekur einnig á sig fulla ábyrgð á athöfnum H.M.S. Palliser dagana 27.— 28. apríl", en með þeim um- mælum samþykkir ríkisstjórn- in gerðir skipherrans í einu og öllu. Landhelgismálaráðherrann. ögn sakbitinna manna um afleiðingar hernámsins stöðu ber öllum hernámsand- stæðingum að hagnýta sér. Her- námsandstæðingar sem að þessu sinni kjósa hernámsflökk eru að taka á sig ábyrgð á þeirri stefnu scm lýst er í dauðaskýrslu Ágústs Valfells til Bjarna Bene- diktssonar. Hernámsblöðin eru gersamlega varnarlaus andspænis trúnaðar- skýrslu dr. Ágústs Valfells til Bjarna Benediktssonar dóms- málaráðherra um afleiðingar her- námsstefnunnar. Hingað til hafa þessi blöð reynt að lýsa aðild Islands að Atlanzhafsbandalag- inu og hernámi landsins sem „vernd" fyrir þjóðina. Nú hafa Ágúst Valfells og sérfræðingar hans sannað á óvefengjanlegasta hátt að hætturnar eru afleiðing af herstöðvum Bandaríkjanna hér á landi og að hætturnar eru þeim mun alvarlegri sem her- stöðvarnar eru umfangsmeiri. Sérfræðingarnir telja 75% Iíkur fyrir því að Keflavíkurflugvöll- veröi skotmark þegar í upphafi hugsanlegrar styrjaldar — vegna þess að þar er bandarísk her- stöð — og „skotmarksgildi" Keflavíkurflugvallar gæti leitt til þess að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar færust. Af þeim sem eftir lifðu myndu margir búa við örkuml, auk þess sem geislunin myndi valda erfðagöllum sem hefðu í för með sér „aukningu á vanskapnaðartilfellum í næstu kynslóöum," eins og komizt er að orði í skýrslunni. Óttast stað- reyndir „Eitt af því fyrsta sem gera þarf, að áliti höfundar, er að fræða almenning um hættur þær, er kynnu að ógna lslend- ingum ef styrjöld skellur á", segir Ágúst Valfells í skýrslu sinni. En það er einmitt þetta sem hernámsflokkarnir vilja um- nn einn pólitískur dómur Félagsdóms I gærkvöld féll dómur í máli því, sem LÍÚ hófðaði fyrir Félagsdómi á hendur Verkalýðs- og sjómannafélagi Miðneshrepps í Sandgerði vegna verkfalls á bátum Guðmundar Jónssonar á Rafnkelsstöðum. Dómurinn var á þá leið að verkfallið skyldi ólögmætt, þar sem ekki hefði verið fyrir hendi heimild til að gera verkfall samkvæmt 1. málsgrein 17. greinar laga nr. 80/1938, en í þeirri grein segir að ðheimilt sé að gera verkfall vegna ágreinings, sem Félags- dómur á úrskurðarvald um, nenna því aðeins að um sé að ræða verkfall til að framfylgja úr- skurði Félagsdóms. Þá er því haldið fram í for- sendum dómsins, að ekki hafi Framhald á 2. síðu. fram allt forðast; almenningur má ekki fá að vita staðreyndir um afleiðingar hernámsstefnunn- ar. Og þegar staðreyndirnar birtast verða viðbrögð hernáms- flokkanna aðeins aumkvunar- verð þögn sakbitinna manna. Ábyrgð Fram- sóknar Þögn Tímans mun vekja sér- staka athygli þeirra mörgu Fram- sóknarmanna sem árum saman hafa gert sér vonir um að flokks- forustan myndi snúast gegn her- námsstefnunni. En þögnin er af- leiðing af því að Eysteinn Jóns- son og aðrir Ieiðtogar Fram- sóknarflokksins bera nákvæm- lega sömu ábyrgð og Bjarni Benediktsson og Guðmundur I. Guðmundsson. Aðelns örfáum dögum áður en fyrstu frásagn- irnar um skýrslu Ágústs Valfells birtust lýsti Þórarinn Þórarins- son yfir því undir stórum fyrir- sögnum á forsíðu Tímans að Framsóknarílokkurinn væri „ekki síðri" hernámsflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn og Albýðu- flokkurinn. Blaðaummæli Allt of margir hernámsand- stæðingar hafa kosid Framsókn- arflokkinn í þeirri trú að forusta hans myndi breytast. En nú er kominn tími til skuldaskila. I al- þingiskosningum þeim sem fram- undan eru hefur tekizt vfðtæk- ari samstaða hernámsandstæð- inga um lista Alþýðubandalags- ins í öllum kjördæmum en nokkru sinni fyrr, og þá sam- Framhald á 2. síðu. Ásmundur Sveinsson BorgarráS samþykkir að kaupa ..Móður jörð11 A FUNDI borgarráðs f gær var samþykkt að fara þess á leit við Ásmund Sveinsson mynð- höggvara í tilefni af sjötugs- afmæli hans, að hann gefi Reykjavíkurborg kost á að kaupa listaverkið „Móðir .jörð" með það fyrir augum að steypa það í varanlegt efni og koma því fyrir á fögrum stað i borginni í samráði vift lista- manninn. >RGARSTJÓRI tllkynnti As- mundi þessa samþykkt borgar- ráðs i gær og flutti honum heillaóskir og þakkir fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Gerii skil fyrir happdrætti G.—listans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.