Þjóðviljinn - 21.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.05.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞlðÐVIUINK Þriðjudagurinn 21. mai 1963 GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT myrkrinu. Andartak skalf hún við tilhugsunina um fífldirfsku hans, þvi að synir Donu Manu- elu myndu ekki hika við að skjóta hvaða karlmann, sem þeir sæju sniglast um túnið fyrir neðan svefnherbergi systr- anna. „Jolhn“, hvíslaði hún. „Veiztu hvar þú ert staddur?“ „Já, já“, sagði John. „Ég er óboðinn gestur hér“. Rödd hans var svo lág að hún heyrði hana naumast yfir þytinn í lauf- inu, en hún hélt að hún hefði þó þekkt þennan glaðlega stríðnishreim hvar sem væri í heiminum. „Ég var úti á fram- túninu“, hélt hann áfram, „þeg- ar ég heyrði einhvern syngja fyrir innan vegginn. í>að gat verið þú, svo að ég gekk nær og hlustaði. Orðin voru ensk og það var ekki Florinda og þá vissi ég að það varst þú. Og svo klifraði ég yfir“. Hann hló hljóðlaust. „Það var mikið hættuspil, en mig langaði svo til að bjóða þér góða nótt með kossi. Hefurðu nokkuð á móti því?“ Hann tók hana í fang sér og kyssti hana. Andartak hafði Garnet hugmynd um skrjáfið í laufinu og hárið á Jolhn sem vindurinn feykti í andlit henni, en svo vissi hún ekkert framar annað en það að John hélt henni þétt að sér og hún elsk- aði hann. Hún elskaði styrk hans og hlýju og mildi, og hún vildi eiga hann a]lan og að eilífu. Hún hafði ekki hugmynd um Hárorei&lon P E R M A. Garðsenda 21. siml 33968 Hárgreiðsln. oe snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARN ARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Simi 14662 Hárgreiðsln- og snyrtistofa STETND OG DÓDÓ Laugavegi 11 sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E V Sólvallagötu 72 Sími 14853 Hargreiðslnstofa ADSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nnddstofa á sama stað. hvað timanum leið. En allt í einu fór hurðin að skellast í vindinum. Dymar voru allar ólæstar og svo illa frá þeim gengið að þær fuku upp við minnsta vindblæ ef þeim var ekki því betur lokað. Gamet hrökk í kút, en John sagði „uss“ og hún stóð grafkyrr og hann hélt um mitti hennar og hinni hendinni um höfuð hennar og kyssti ó hennj hárið. Andar- taki síðar heyrðu þau rödd einnar smátelpunnar sem hafði vaknað við skellina. Ljós birt- ist í hinum enda gangsins og rödd Donu Manuelu hrópaði að þetta værj ekki annað en vind- urinn og hún skyldi loka. John dró Garnetu inn í skugg- ann undir trjánum. Hann hvísl- aði i eyra henni: „Þú ert ekki hrædd. eða hvað? Hún getur ekki læst þig úti“. Gamet fór að hlæja hljóð- laust. Hún var svo hamingju- söm að hún gat ekki við það ráðið. Hún hvíslaði að John „Hvað gerir Dona Manuela ef hún kemur auga á okkur?" „Áreiðanlega eitthvað skelfi- legt“. sagði John og það var líka hlátur í rödd hans. „En ég trúi þvi ekki að hún geti séð okkur. «Ég get varla séð þig sjálfur". f dyrunum birtist fyrirferðar- mikil] , v P°nu Manuelu, enn fyrirferðarmeiri en fyrr vegna sjalsins sem hún hafði brugðið yfir náttkjólinn. Bak við hana stóð þjónustustúlka með kerti. Til allrar hamingju stóðu John og Garnet alveg út við múrinn. en Dona Manuela hafði heyrt einhverja hreyf- ingu. „Quién está ahí?“ spurði hún hátt. „Svaraðu henni“, hvíslaði John. Garnet hrópaði á móti, sagði nafnið sitt og að hún hefði farið út til að fá sér ferskt loft. Dona Manuda endurtók nafn hennar hvössum rómi. „Si senora", sagði Gamet. Hún var enn að hlæja, en um leið fann hún til nokkurs ótta við það að Dona Manuela þrifi til sín ljósið og kæmi vag- andi út. Hún vjssi ekki hvað myndi koma fyrir ef hún fyndi John hjá henni. Sennilega myndu þau bæði vera rekin burt með smán. Henni hefði svo sem staðið á sama um það, þótt hún yrði rekin burt ásamt John, en Dona Manuela hafði verið henni svo góð að hún vildi ógjarnan sýna henni van- þakklæti. Til allrar hamingju var golan köld og Dona Manu- ela hafði drukkið mikið af angélica og var mjög syfjuð. Hún kallaði aftur fil Garnetar að hún yröi að fara í rúmið taf- arlaust ef hún vildi ekki að næt- urgolan leiddi yfir hana sæg af sjúkdómum sem Gamet hafði aldrei heyrt nefnda fyrr. Garn- et svaraði að hún kæmi undir ems. Litla stúlkan hrópaði aft- ur og Dona Manuela gaf þjón- ustustúlkunni olnbogaskot, sneri sér við og fór inn í bamaher- bergið. „Nú verð ég að fara“, sagði Gamet við John. Hann tók fastar utan um hana. Hann strauk fingrunum niður gagnaugað og eftir vang- anum á henni. Garnet hugsaði með sér: ég vildi óska að ég gæti séð augun hans. Núna ‘horfir hann á mig eins og þegar hann horfir á fjallahliðarnar þegar þær eru þaktar blóm- um. „Já“, hvíslaði John með sem- ingi. „Þú verður víst að fara. Hvenær getum við hitzt aft- ur?“ „Á morgun“. „f fyrramálið?“ „Eins snemma og þú vilt". „Strax og bjart er orðið. Á almenningstúninu, o.lífulundin- um að austanverðu". Hann kyssti hana á augun. „Góða nótt, vina mín“ Hún neyddi sjálfa sig til að sleppa honum. Hún dró sjalið yfir höfuðið svo að ekki sæist of mikið í andlit henni og þaut heim að húsinu. En henni til mikils léttis var Dona Manu- ela farin inn til bamsins og gangurinn var auður og dimm- ■ur. Gamet stanzaði í dyrunum og leit til baka. Það brakaði í gamla sítrónutrénu þegar John greip í grein sveiflaði sér upp og stökk yfir múrinn. Gamet sendi honum fingurkoss um leið og hún lokaði dyrunum. Nú gekk hún úr skugga um að þær væru vél lokaðar. Út úr einu svefnherberginu barst rödd Donu Manuelu, mjúk og þýð. meðan hún róaði bamið og reyndi að svæfa það. Garn- et þreifaði sig áfram eftir gang- inum og að herbergi sínu, þar sem Ijósrák við gólfið sýndi að Florinda hafði látið ljósið loga til að vísa henni leið. Florinda svaf. Þegar Garnat hafði fullvissað sig um að Stef- án svæfi líka vært, gekk hún að speglinum og tók úr sér hár- nálamar. Hún brosti til spegil- myndar sinnar. í daufu ljósinu var eins og andlitið á henni væri sjálflýsandi. Þetta var í fyrsta skipti sem henni hafði í alvöm fundizt hún vera falleg. , Þegar stúlkan kom með morg- unsúkkulaðið, þaut Gamet í skyndi framúr rúminu og opnaði hlerana, til að aðgæta, hvernig veðrið væri. Það hafði lygnt. en úti var þoka og loftið kalt og rakt. Florinda rak upp hljóð og Garnet lokaði hler- unum. Florinda sat uppi í rúm- inu, dreypti á súkkulaðinu og skammaðist eins og vanalega út í fólk sem rak mann á fæt- ur á svona ókristilegum tíma. Hún nöldraði ævinlega en allt- af fór hún á fætur. því að hún hafði ánægju af útreiðunum á morgnanna. En hún flýtti sér ekki af stað eins og Gamet, og hún var enn að geispa og teygja sig þegar Garnet fór út. Garnet sagði í dyrunum að hún myndi ekki ríða út þennan morgun. Hún sagði ekki hvers vegna, en hún gerði sér í hugarlund að Florinda gæti sér þess til. Hún tók Stefán með sér og famn Luisu, bamfóstruna hans. að drekka súkkulaðið sitt í úti- eldhúsinu. Garnet fékk henni barnið og sagðist ætla að ganga yfir í olífulundinn. Hún gekk á milli trjánna. Næturþokan var að hverfa, en það eimdi enn eftir af henni og i austri sáust purpuralitjr fjallatindar uppúr þokunni. Þeir voru eins og plómur í rjómaskál. Kringum hana voru trén fersk eftir vætuna. Þegar hún kom inn á milli þeirra, ýrðu blöðin smádropum á vanga henmar. Hún heyrði fugl- ana kvaka og fann hressandi ilminn frá enginu. Stigurinn beygði og hún kom auga á John. Hann stóð með fótinn á steini, með olnbogann á hnénu og horfði á svart og gyllt fiðr- ildi sem hafði flögrað niður á trjágrein. Þegar hann heyrði skrjáfið í pilsum hennar, sneri SKOTTA ■' .... Slökkvistöðin vill ráða nokkra menn til vinnu vegna sumar- leyfa stöðvarvarða, um þriggja mánaða skeið frá 1. júní n.k. SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN t REYKJAVÍK. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 ^ Sími 24204 •Sw^BIÖRNSSON & CO. P.O. 80X 1584 • REYKMVlK TÚjrrnri <g%>0 i® King Features Syndicate, Inc., 1862. Worid rlghts reserved. '0 '2? Villi. Pabbi heimtar að þú leggir ekki bílnum fyrir fram- an húsið. Hann segist ekki vilja springa í Ioft upp. KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS V estur landsk jör- dæmi Kosningaskrifstofan er að félagsheimilinu REIN AKRANESI. opið frá kl til 11. — SÍMl 630. Kosningaskrifst. 1 VEST- MANNAEYJDM ER AÐ BÁRDGÖTD 9 (Hólshúsi), opið frá kl 5 til 7 og 8 til 10 — SÍMI 570. Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofan er i ÞINGHÓL. KÓPAVOGI. opið frá 4—10. SlMI 36746. Kosningaskrifstofan í HAFN- ARFIRÐI er í GÓÐTEMPL- ARAHÚSINU uppi, sími 50273 Norðurlandskjör- dæmi vestra.i. Kosningaskrifstofa að SUÐ URGÖTU 10. SIGLUFIRÐI. opið frá kl. 10 til 7. — SlMI 194. Norðurlandskjör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK UREYRI ER AÐ STRAND- GOTU 7. opið allan daginn — SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan i NES- KAUPSTAÐ ER AÐ MIÐ STRÆM 22. opið allan dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Á SELFOSSI er kosninga- skrifstofan að AUSTURVEGI 10. — SÍMI 253. Sængurfatnaður — hvftur og mislitur Rest bezt koddar. Dúnsængur. Gæsadúnsængur. Koddar. Vöggusængur og svæflar. Skólavörðustig 21 Verð að passa mig. Er með kött. Hann hreyfir sig ekki Er hann eitthvað bilaður? Steinsofandi og kötturinn lika. V0GAR — HEIMAR Reglusaman mann vantar her- bergi í sumar. Æskilegt væri að fá fæði á sama stað. — Dpplýsingar í síma 36026. T ryggvi Emilsson Framhald af 7. síðu. æri sem yfir land okkar hefur gengið í aflaföngum hefur stór- auður fárra vaxið gífurlega, en aftur á móti hefur vinnudagur erfiðismanna lengzt úr hófi fram. Þessar aðstæður hljóta að þjappa fólkinu saman til nýrrar öflugrar sóknar, og ef auðmönnunum á ekki að tak- ast að kaupa sér til fylgis helft- ina af skólamenntuðu fólki með því að mýkja smávegis upp dýnurnar í stólunum ár- lega, þá verður baráttan fyrir almennt stórbættum lífskjörum að vera yfirgnæfandi í þjóð- lífinu. Yfirgnæfandi, svo eftir því verði tekið að erfiðismenn ætla sér ekki að viðurkenna rangfengin völd auðfólks yfir aflaverðmætunum, yfir kaupi og kjörum, yfir dómsvaldinu og yfir þjóðmenningunni. Með hverjum klukkutíman- um sem auðmönnum tekst að lengja vinnudag verkamannsins með gylliboðum um helgi- dagakaup og næturvinnu, vex hættan, frístundunum fækkar, og tími til bóklesturs eða fræði- iðkana fellur andaður 1 hendur manna,. En mesta og alvarleg- asta hættan er ef menn fara að sætta sig við hnignunina, þegar fólkinu blátt áfram ber að sækja fram. Það er svo alvarlegt mál, að fólk skuli í dag sætta sig við þá þróun að vinnudagurinn lengist úr hófi fram, að hefja verður öfluga sókn gegn beim ósóma og má segja að heiður íslenzkrar menningar liggi við. Verkamenn mega ekki stinga höfði í sand vinnuþrælkunar, meðan auðmenn draga tii sín auð fjár á kostnað atvinnuveg- anna. þar sem auðsöfnun á aðra hönd, en ofþreyta á hina. boðar iifandi dauða íslenzkrar þjóðmenningar. Kröfur verkamanna um stytían vinnudag án skerðingar á heildartckjum eru kröfur um rétt þeirra til að iifa eins og menn. Kröfur um sjálfsagða hlutdeild í menningarlífi, kröf- ur um vaxandi þjóðmenningu. Það er meir en hálfopinbert mál að valdamennirnir sækja nú á, að „kippa ieið Islands af stafni" En það tekst beim aldrei ef almennitfgur í 'and- inu heldur vöku *isinni, aflai sér fræðslu, brj’n.jar sig með þekkingu og krefst réttar sín«.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.