Þjóðviljinn - 22.05.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.05.1963, Síða 1
Upplýsingar um kosningaskrif- stofur Alþýðubandaiagsins — Sjá 8. síðu. ALÞÝÐL' BANDALAGIÐ Skipasmiðaverk- fall í Reykjavík ■ Verkfall skipasmiða í Reykjavík hófst aðfara- nótt mánudagsins eins og boðað hafði verið, þar sem samningar .fókust ekki um helgina. Voru eng- ir fundir í deilunni í gær. ■ Skipasmiðir hafa í samningaumleitununum lagt áherzlu á, að nú þegar greiða tvær skipa- smíðastöðvar, í Njarðvíkum og í Hafnarfirði, 20% hærra kaup en skipasmiðir fá í Reykjavík, og krefjast reykvískir félagar þeirra eindregið kjara- bóta. Rófunni dillað ■ Morgunblaðið birtir enga ritstjórnargrein um orðsend- ingu brezku stjórnarinnar vegna Milwood-málsins; Blað- ið er auðsjáanlega í öngum sínum yfir þeirri auðmýkingu sem Bretar kalla yfir íslenzku ríkisstjómina. ■. : '• •• tSMr .* ; -/Ámm SlökkviliOsmcnn að starfi að Laugavcgi 11 í gærdag. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.), 4' 1 i •:;. kvIP'SV. ■ En Alþýðublaðið — málgagn utanrikisráðherra —• er hið ánægðasta eins og sjá má á myndinni fyrir neðan. ■ Alþýðublaðið „fagnar því“ að brezka ríkisstjómin hafnar þeirri kröfu íslenzku ríkisstjómarinnar að Smith skipstjóri verði framseldur. ■ Alþýðublaðið telur það „vinsamlegt" að brezka ríkis- stjómin vísar gersamlega á bug kröfu Bjarna Benedikts- sonar, landhelgismálaráðherra, um að skipherranum á Palliser verði refsað. AlþýffutMa'ðið fagtiar Jivx Rversu vínsamlega brfözlca stjórnixi íekur I orðsendingu íslenzku ríkissfjóm arinnar frá 4, xnax sl» xim MiU woodinálið. r STORBRUNIIGÆRDAG í gær varð stórbruni í Reykjavík er eldur kom upp í húsinu að Laugavegi 11. Húsið sem er stórt þriggja hæða timburhús, reist um 1918 eða 1920, stórskemmd- ist og einnig varð mikið tjón á innanstokksmunum og vörum, en í gærkvöld var enn ekki búið að kanna tjónið til fullnustu. Engin slys urðu á mönnum. Slökkviliðið var kallað á vett- vang kl. 13.40 og er það kom á staðinn stóð eldur út úr glugg- um á efstu hæð hússins. en þar hafði eldurinn komið upp í skrifstofum heildverzlunarinnar ölvis. Var enginn maður á skrif- stofunum er eldurinn kom upp og eldsupptök ókunn. Efsta hæðin eyðilagðist Efsta hæð hússins, Laugavegs- megin, eyðilagðist að kalla og Landhelgisbrjóturinn son- ur íslenzka ræiismannsins SEYÐISFIRÐI 21/5 — Varðskipið Þór tók enskan togara í land- helgi í gærmorgun og kom með hann til hafn- ar í Seyðisfirði kl. 18 í gær. Enski togarinn heitir Spurs GY 697 og er skipstjóri Þórarinn K. Olgeirsson og er sonur Þórarins Olgeirssonar, ræðismanns. Togarinn var tekinn 1,2 mílur út af Stokksnesi og togaði í áttina út og voru 24 aðrir togarar í þessunt bás, en þessi sá eini fyr- ir innan línu. Þetta er nýr togari, smíðaður í október 1962 og er mjög nýtízkulegur að öllum útbúnaði. Mál hans verður tekið fyrir í dag á Seyðisfirði. G. S. féll þakið þar niður. Voru þar fyrrnefndar verzlunarskrifstofur og búðir. Slökkviliðinu tókst hins vegar að verja því að eld- urinn bærist út í álmumar er snúa að Hverfisgötu, en í ann- arri þeirra er ljósmyndastofa Kaldals til húsa en íbúðir í álmunni Smiðjustígsmegin. Hins vegar munu þama hafa orðið miklar skemmdir af vatni, reyk og hita. Miklar skemmdir Slökkviliðinu tókst einnig að koma í veg fynr að eldurinn bærist raiður á aðra hæð hússins nema hvað gat kom á loft eins íbúðarherbergis þar. Á þeirri hasð urðu hins vegar miklar skemmdir af vatni og reyk en þar vom m.a. til húsa verk- stæði Ottós A. Michelsens og klæðskerastofa Hreiðars ar. 1 verzlunum á götuhæðir mun og hafa orðið skemmdir af vatni og reyk. en þar em m.a. til húsa verzlunin Vouge, Sokka- búðin, hágreiðslustofa o.fl. Slökkvistarf gekk greiðlega Búið var að ráða niðurlögum eldsins um kl. 16.40 en þó vom slökkviliðsmenn á vakt á staðn- um fram eftir kvöldi 5 slökkvi- bílar komu á vettvang og einnig vom fengnir tveir stigabílar frá Rafveitunni til að aðstoða við slökkvistariið. Tókst slökkvistarf- ið mjög giftusamilega og var það mikið lán í óláni að veður var gott og kyrrt. Margir unnu að björgun Geysilegur mannfjöldi safnað- is umhverfis bmnastaðinn en lögreglan hélt fólkinu í hæfi- legri fjarlægð svo það tefði ekki björgunarstarfið en marg- ir unnu að björgun úr húsinu auk slökkviliðsmanna. Eigendur að Laugavegi 11 eni Silli og ValdL Frá björgunarstarfinu. Varningur handlangaður út um glugga á verkstæði Ottós Michclscns. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.),

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.