Þjóðviljinn - 22.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.05.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞJðÐVILIINN Miðvikudagurinn 22. mai 1963 GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT bann sér við og hraðaði sér til móts við hana. Hann tók um hendur hennar og kyssti lófana, og hann brostj tii hennar eins og hann og hún aettu saman yndislegt leyndarmál sem eng- inn annar vissi um. — Þú ert svei mér eftir mínu höfði, Garnet. — Af hverju léztu mig ekki bíða til hádeg- is? — Til hádegi's? endurtók hún og hló. — Af Jm að ég hefði ekki getað beðið svo lengi eftir að sjá þig. — Það er einmitt þetta, sem mér geðjast að, sagði John. — Ekkert daður og engin upp- gerð. Komdu hingað. Hann leiddi hana að bekknum. Hún settist og John snerj andlitinu að henni. krosslagði fætuma og spennti greipar ulanum hnéð. Hann spurði glaðlega: — A ég að biðjast afsökunar á því hvað ég var djarfur i gærkvöld? Ég sé ekki vitund eftir því, gkaltu vita. — Ég sé ekki vitund eftir því heldur, sagði Gamet og hló enn við tiihugsunina um „ekkert daður og engin uppgerð,“ — ágætt, hamingjunni sé lof, að honum geðjast að mér eins og ég er. Upphátt sagði húnr — Jæja. loksins get ég spurt þig um dálítið, John. Hvers végna leið svona langúr tfmi áður en þú komst til þaka? Af hverju sendir þú mér þetta Hárgreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. os snyrtisrtofa Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfl TJARN ARSTOF AN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Simi 14662. Hárgreiðsiu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ. Laugavegi 11 simi 24616. Hárgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72 Siml 14853. lárgreiðslustofa 1USTURBÆJAR María Guðmundsctóttir) -augavegi 13 simi 14656. Juddstofa á sama stað. skelfilega ópersónulega bréf, í stað þess að koma með með Risanum frá Monterey? — Veiztu það ekki enniþá? spurði hann undrandi. Hún hristj höfuðið. — Ég var hræddur, svaraði John blátt áfram. — Hræddur? endurtók Gam- et. — Þú ert ekki hræddur við neitt. Einhvers staðar í huga hennar kvað við: „ekkj hrædd- ur við neitt sem hann getur skotið.‘‘ f svipinn mundi hún ekki hver hafði sagt þetta og hún óskaði að henni hefði ekki dottið það í hug. Hún ýtti þessu frá sér og sagði: — Við hvað varstu hræddur? •— Við þig, sagði John. — Ó, John, elsku vinur, and- mælti hún og lagði hendur sin- ar yfir hendumar á honum. — Áttu við — að Þú hafir ver- ið hræddur «m að ég vildi þig ékki? - Nei, ég var hræddur um að þú vildir mig. Á röngum forsendum. Hann brosti við. — Er þetta heimskulegt? — Ég veit það ekki. sagði Gamet. — Ég skil ekki hvað þú átt við. — Þá skal ég útskýra það fyrir .þér^. sagðL..John-. Grænu augun hans horfðu beint í augu hennar og hann talaði opin- sJsátt„,og brosar^i...,— Ég þráði þig meira en ég hef nokkru sinni þráð aðra konu. Ég vissi ékki hvort bú vildir mig eða ekki. Ég hélt þú myndir segja að þú vildir það. Hann rejs á fætur, gekk nokkur skref frá henni og sneri sér við aftur. — Jæja, þá er ég búinn að segja þér það. Segðu mér nú að ég sé auli, og því hærra sem þú segir það, því sælli verð ég. Skilurðu það? — Nei, það geri ég ekki, sagði Garnet. — Þú ert ekki svo voðalega ríkur, er það? Ef ég elskaði þig ekki. hvers vegna skyldi ég þá játast þér? John svaraði hvössum rómi, næstum reiðilega. — Af þakk- látssemi, fari það kolað. Andartak starði hún á hann galopnum augum og munni, svo fór hún að hlæja að honum. — Aulabárður. Blessað, elsku kjánaprikið mitt. John Ives, heldurðu að ég myndi taka þig eða nokkum annan karlmann, vegna þess að mér fynndist ég standa í þakkarskuld við hann? — Af hverju varstu þá alltaf að blaðra um þakklætið spurði hann. — Hvem skollann varstu alltaf að tala og tala ein,s og þú værir mér skuldbundin. Rétt eins og þú væntir þess að ég fseri fram á endurgreiðslu einn góðan veðurdag. •— John, sagði hún. — Ég sver að mér hefur aldrei flogið slíkt og þvílíkt í hug. — Jæja, en ég hugsaði um það, svaraði hann, — og ég vil ekkj þiggja neitf af skyldu- rækni frá nokkurri manneskju, allra sízt frá þér. Hann sleit fáein blöð af trénu. — Og svo fór ég burt og var lengi í burtu. svo að þú fengir tíma til að átta þig á að ég ætlaði mér ekki að fara fram á eitt né neitt. En þegar ég kom hing- að 1 gær — Hann brosti inni- lega til hennar: — Þú varst glöð yfir að sjá mig, var ekki svo? — — Ég hef aldrei á ævi minni orðið eins glöð yfir að sjá nokkra manneskju, — sagði Gamet. — Ég hef þráð þig hvert einasta andartak síðan þú kvaddir. Gaztu ekki séð það á mér? — — Jú, — sagði John. — Ég sá það á þér. Þú ljómaðir þeg- ar þú komst auga á mig. Og þú hefðir ekki gert það nema af því að þér var alvara. — Hann varð glettnislegur á svip og bætti við: — Florinda hefði ef til vffl getað það, hún er svo lagin við slíkt. En ekki þú. Og þegar ég sá þig í gser, þá vissi ég að þú gladdist yfir að sjá mig. — Gamet hallaði sér upp að trjábolnum. Hún horfði á hann og brosti fagnandi. John studdi annarri hendinni á trjástofnirm og hélt hinni í beltið. Það var fallegt leðurbelti með silfurspennu. Hann sagði: — Ég kann ekki að halda fal- legar ræður, Gamet. En eins og ég sagði þér í gær, þá ert þú eina konan sem ég hef nokkum tíma kært mig um. Mig langar til að giftast þér. Geðjast þér nógu vel að mér til þess? — Sólargeisli féll á beltisspenn- una. Þokan greiddist sundur. Sól- in teygði langa geisla inn á milli fjallanna og döggin glitraði á laufinu. Gamet gekk til hans og horfði upp í toginleitt, dökkt andlit hans og björt augun með dökkurrt brám. Og þótt hann brosti þegar augu þeirra mætt- ust, þá sá hún beiskjudrættina umhverfis augu og munn, sömu drættina og hún hafði tekið eft- ir í fyrsta sinn sem hún hitti hann. Hún hugsaði með sér að nú myndi hún loks fá að vita af hverju þeir stöfuðu og hún myndi verja ævi sinni eftirleið- is á að elska hann og fá hann til að skilja að heimurinn þurfti ekki að vera svona miskunnar- laus og hann hafði verið við hann. Hún sagði: — John, ég elska þig. Þú ert eini maðurinn sem ég hef nokkum tíma elsk- að og ég mun elska þig meðan ég lifi. — John svaraði ekki strax. Hún hafði vænzt þess að nú myndi hann taka hana í fang sér og kyssa hana og nú væri Dona Manuels hvergi nærri. En hann gerði það ekki. Hann leit niður til hennar með brosi, sem var blandið undrun og umburðar- lyndi. Eftir andartak sagði hann: — Ég fer ekki fram á betta, Gamet. Við erum bæði fullorð- in. Við skulum vera heiðarleg. Þú veizt jafnvel og ég, að — ást — er ekki annað en róman- tískt tunglskinskjaftæði. — 38. Þessa morguns í olíulundinum átti Gamet eftir að minnast alla sína ævi. Mörgum árum síðar gerðist ef til vill eitthvað sem minnti á hann og alls komar smá- atriði stigu fram í hugann: glitr- andi döggin, bjarminn yfirfjalla- tindunum, ferskur ilmur úr grasi sem hún hafði troðið niður. Hún sá aftur fyrir sér sólbitið andlit Johns. hárið sem óx í odd fram á ennið, grænleit augun undir svörtum brám, brosið og beisk- lega drættina kringum munninn. 1 hvert sinn sem hún minntist þessa morguns, hrökk hún við og fann enn á ný hvílíkt áfall það hafði verið að komast að raun um að John hélt að ást væri ekki annað en rómantískt tunglskinskjaftæði. Fyrst hafði hún ekki trúað honum. Hún var sannfærð um að hann hefði ekki skilið það sem hún sagði .En með undr- un sem nísti huga hennar á sama hátt og glóandi járnið hafði níst kropp hennar, kctmst hún að því að John hafði skjlið hana mætavel. En hann hélt hún hefði sagt þetta vegna þess að hún teldi að hann ætlaðist til slíks og hann sagði við hana að hann hefði ekki farið fram á neina tilfinningasemi. Glóandi ástarorð myndu — hversu funheit og falleg sem þau væru — kólna í hressandi andbjæ veruleikans, og var þá ekki tilgangslaust að hafa þau um hönd? Fullorðið fólk talaði af skynsemi í staðinn. John varð undrandi yfir því að svo skýr manneskja sem hún skyldi halda, iað hann vildi heyra svo rómantískt þvaður eins og „ég mun el'ska þig með- an ég lifi“ Þegar hún sagði að sér værj alvara, varð hann enn meira forviða, því að hon- um kom ekki til hugar að segja hið sama við hana. John geðj- aðjst óneitanlega vel að heeni, honum fannst hún eigulegasta kona sem hann hafði fyrirhitt, en hann hafði ekki í hyggju að lofa eilífum ástarbríma. Hann þóttist ekki maður til að standa við það og bjóst ekki við, að aðrjr menn væru það heldur. — í hamíngju bænum, Garnet, sagði hann ákafur. — Það getur enginn gefig slíkt loforð! Það er svo miklu einfaldara fyrir okkur bæði að sleppa þvi. Hann hlaut að hafa séð sársaukablandna undrunina í augnaráði hennar, þvi að hann lejddi hana aftur að þekknum og tók um hendur hennar. — Ég ætlaði ekki að særa þig, Gam- et, sagði hann. Hann talaði alvarlega og með blíðu sem kom henni á óvart. En það var ekki blíða manns gagnvart konu sem hann elsk- ar, það var miklu fremur bliða sem maður sýnir þegar hann hefur fengið það erfiða hlut- verk að útskýra fyrir bami að heimurinn sé ekki alltaf bjartur og skemmtilegur. Hann hélt á- fram: — Gamet, mér þykir ákaflega vænt um þig. En allt þetta blaður um ejlífa tiJbeiðslu — þú vejzt að það er fásinna. — Það veit ég alls ekki, svar- aði hún — Þegar ég sagðist elska þig. þá veit ég að ég fór ekki með neitt blaður. Hún hafði reynt að tala reiðilega, en hún gat það ekki til lengd- ar. Hún elskaðj hann og þurfti á honum að halda. — John, sagði hún í bænarrómi. — Elsk- arðu mig ekki? John reis á fætur: — Gamet Pip sefnr og síminn hring- . . . og enn setfor Pip. Ó, — ég er svo latnr og Hversvegna kemurðu ekk! |r> syfjaður. strax í símann? Andrés frændi . . . aaa ... . . . kannski lætur svona hátt í garðsláttuvélinni. SKOTTA );• :;,v- ■!, v i-w.-. ít. /£>-3o Jói minn. Karlmcnn nota aldrei rakspíra nema cftir rakstur. !© Klng FtatureB Svndicate, Inc., 1962. \Vor!d risMsrMenreá. KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS V esturlandsk jör- dæmi Kosningaskrifstofan er að félagsheimilinu REIN Á AKRANESI, opið frá kl 2 til 11. — SÍMI 630. Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofan er í ÞINGHÓL. KÓPAVOGI. opið frá 4—10. SÍMI 36746. Kosningaskrifstofan f HAFN- ARFIRÐI er f GÓÐTEMPL- ARAHtíSINU uppi, sími 50273 Norðurlandskjör- dæmi vestra Kósningaskrifstofa að SUÐ- URGÖTU 10. SIGLUFIRÐI, opið frá kl. 10 til 7. — SlMI 194. Norðurlandskjör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK- UREYRI ER AÐ STRAND- GÖTU 7, opifl allan daginn. — SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan i NES- KAUPSTAÐ ER AÐ MBD- STRÆTI 22. opið alian dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Á SELFOSSI er kosninga- skrifstofan að AUSTURVEGI 10. — SÍMI 253. Kosningaskrifst. i VEST- MANNAEYJUM ER A» BÁRUGÖTU 9 (Hólshúsi), opið frá kl. 5 til 7 og 8 til 10 _ SÍMI 570. «Sa*iHa»B3ÖRNSSON * co. p> O. BOX 1384 Simi 24204 ■ REYKMVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 Framkvmmdastjóri Starf framkvæmdastjóra við Hraðfrystihús Grundar- fjarðar, H.F. Grafarnesi, er laust til umsóknar. Um- sóknir ásamt meðmælum og upplýsingum um fyrri störf sendist fomxanni félagsstjómar, Húnboga Þor- steinssyni, Grafamesi, fyrir 1. ágúst n.k. Stjóm Hraðfrystihúss Grundarfjarðar h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.