Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 1
Fimmiudagur 23. maí 1963 — 28. árgangur — 115. lölublað. KJÓSUM G GCGN EBE OGABD ALÞÝÐU BANDALAGIÐ ¥l+ Örlagaspurning okkar kynslóðar: Geta fslendingar lifað sem sjólfstœð þjóð? Enginn hefur gerE skýrari grein fyrir hugmyndum stjórnarflokkanna um framtíð ís- lenzku þjóðarinnar en Gylfi Þ. Gíslason í ræðu þeirri sem hann flutti á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins. Kjarninn í ummælum ráðherrans var þessi: ¦ „Einn mestur stjórnmálaskörunugur á fyrri hluta þessarar aldar sagði ekki alls fyr- ir löngu, að svo virðist nú komið, að helzia ráðið til að efla sjálfstæði þjóðar væri að fórna sjálfstæði hennar." ¦ „Fær það dulizt mönnum að sérhver samningur milli þjóða, sérhver sam'tök ríkja, sérhvert bandalag, bindur alla þá sem aðild eiga, takmarkar sjálfsforræði þeirra, skerðir sjálfstæði þeirra?" ¦ „Kemur ekki hluídeild í auknu sjálfsforræði og vaxandi öryggi voldugs bandalags í stað minnkandi sjálfsforræðis hvers einstaks?" ¦ „Ef menn á annað borð óska bættra lífskjara, e'f menn keppa að auknu öryggi, þá virðist þetla leiðin í þá átt. Það, sem er að gerast í kringum okkur, er, að stórveldi efl- ast, bandalög myndast, olnbogarúm hinna smáu minnkar, skilyrði þeirra til að tileinka sér hlutdeild í framförum skerðas't, kæna smáríkis dregst aftur úr hafskipi stórveldis eða bandalags." Þessi voru ummæU Gylfa Þ. Gíslasonar eftir að slitnaði upp úx samn- ingum Breta og Efnahags- bandaiags Evrópu. Hann var ekki að ræða það fyr- irbæri eitt hvernig íslend- ingar skyldu tengjast Efnahagsbandalaginu, hann var að lýsa þeirri fram- tiðarstefnu stjórnarvald- anna að íslendingar gætu ekki staðizt sem sjálfstæð þjóð, þeir yrðu að renna inn í stærri hejld, fara úr kænunni upp hafskip stórveldis. Sú stefna helzt óbreytt hvað sem gerast kann í samningum Breta og meginlandsveldanna. Atlanzhafs- bandalagið Sú skoðun valdhafanna, * -ir * ÚRKLIPPAN TIL VINSTRI: Angistaróp Gylfa Þ. Gísla- sonar í Alþýðublaðinu 30. janúar s.l. þegar slitnað nafði upp úr samningnm Brcta og EBE ÚRKLIPPAN TIL HÆGRI: Heildsalablaðið Vísir lýsir afstöðu hernámsflokkanna til erlends fjármagns í for- ustu^rein 28. Júlj 1962. að sjálfstæði íslands sé ýr- elt, er lykillinn að öllurn athöfinum þeirra. Þegar ís- lendingar voru innlimaðir í AtlanzhafsbandaCagið var haf.nað þeirri stefnu forfeðr- anna að landsmenn gætu lifað einir og frjálsir í landi sínu sem hlutlaus friðarþjóð. íslendingar voru gerðir hluti af ,,stórri heild" herveldanna umhverfis okk- ur, örlög okkar gerð háð örlögum nýlenduvelda og auðhringa. Að þessari inn- limunarstefnu stóðu her- námsflokkarnir þrír, Sjálf- stæðisflokkurinn, Framsókn- aríxíkkurinn og Alþýðu- ílokkurinn. Hernámið Næsta skref stigu her- námsflokkamir þrír þegar þeir kölluðu bandarískan her inn í landið, þvert of- an í hátíðlegustu svardaga sína á Alþingi fslendinga. Síðan hefur verið hér tvi- býli. erlent ríki hefur hreiðrað um sig o£ seilzt stöðugt lengra til áhrifa á alla þætti íslenzkra þjóð- mála. Sérstakt ofurkapp leggur hernámsliðið á að sýkja innanfrá hina fornu meriningu íslendinga, eins og greinilega kom í Uós þegar hermannasjónvarps- stöðin var stækkuð í því skyni einu að hún gæti dregið inn á sem flest ís- lenzk heimili. Hið erlenda lið stefnir markvisst að því að innlima íslenzku þjóðina á friðartímum — og uindan- farma daga hafa verið rakt- ar hinar ógnarlegustu stað- reyndir um afleiðingar her- námsstefnunnar ef til styrj- aldar kemur. Stjórnarflokk- arnir standa á varðbergi um þessa stefnu, og Tíminn lýs- ir nú yfir því dag eftir dag að Framsóknarflokkurinn sé „ekki síðri" hernámsflokkur en hinir. Landhelgin Átökin um landhelgina sanna bezt að innlimunar- menn geta ekki haldið á neinu haggmunamáli ís- lenzku þjóðarinnar. Það vár þrýstingur frá Atlanz- hafstoandalaginu sem gerði það að verkum, að valdhaf- arnir gerðu nauðungarsamn- inginn við Breta, hleyptu togurum þeirra inn í land- helgina og gerðu landgrunn- ið utan 12 mílna að „al- þjóðavettvangi". Það er at- hyglisvert fyrir þá setm treystu ráðamönnum Fram- sóknar í þessu máli að sjá Tímann nú lýsa yfir því' dag eftir dag að Framsókn- arflokkurinn immi standa við nauðungarsamninginn við Breta í einu og öllu — ekki síður en stjórnarflokk- arnir. Viðreisnin Einnig efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar — við- reisnin — er liður í innlim- unaráformum stjórnarvald- anna. Ef takast á að inn- lima íslendinga auðveldlega í þá stóru heild sem Gylli Þ. Gísiason talaði um af hvað mestri hrifningu þarf efnahagskerfið á fslaodi að vera í sem beztu samræmi við ríkin sem eiga að gleypa okkur. Öll viðreisnaráætl- unin var samin saimkvasmt þeiim áformum, sniðin eftir hagkerfinu í stórveldum þeim sem áttu að hirða kænu okkar. Með endur- skoðun tollskrárinnar var verið að taka upp sama kerfi hér og þar. Og Ólafur Thors forsætisráðherra lýsti tilgangirium með fram- kvæmdaáætluininni á þessa leið í grernargerð sem birt Framhald á 2. síðu. Kæstum hi V^þýzM fjármagii Ui f gsör skýrði yísír iiú Iwí, að hýzlcnr atfömaði Iief ði fest Icaxip á-*j8rJ5 við^'órsá, bai? sem Iiaínarskil- ÍrlJi era táKii göð. El^erástæðataþcssaðátoastyiSslíkiimlváup- um fittendínggi 5 fsfcnzlns landi meðah l»au. enivf höfi. ms

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.