Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 3
// !#•% • • Vioreisnm 11 Fáar stéttir hafa orðið jafn harkalcga fyrir ofbeldisaðgerð- um ríkisstjórnarinnar á þessu sviði og sjómannastéttin. A al- þingi 1961 setti ríkisstjórnin Iög um gerðardóm til að ákveða fiskverð til sjómanna, en áður var það háð frjálsum samning- um milli sjómanna og útgerð- armanna. >ar með voru sjó- menn sviptir möguleikum til þess að hafa áhrif á kjör sin á þessu sviði. 20 milljónir Næsta árás ríkisstjómarinnar á sjómannastéttina voru gerð- ardómslög þau, sem Emil Jóns- son gaf út eftir fyrirmælum Sverris Júlíussonar, forseta LÍÚ í fyrra sumar. Með gerðardómi Emils Jóns- sonar, formanns Alþýðuflokks- ins, voru sjómenn á síðustu síldarvertið sviptir að minnsta kosti samtals um 20 milljónum króna. 20 milljónir voru færö- ar bcint í vasa útgcrðarmanna sem bein tekjuaukning þeirra á kostnað sjómanna, á sama tíma og uppgripasíldveiði færði útgerðarmönnum metgróða. Uppfylltar óskir Svo fullkomlega var farið eftir kröfum útgerðarmanna í gerðardómnum, að fulltrúi út- gerðarmanna bar gerði engan ágreining um úrskurðinn. — Sjómenn á síldarskipum sendu þegar harðorð mótmæli gegn gerðardómnum til sjávarútvegs- málaráðherra. Þá skeði sá ein- stæði atburður að stjóm LÍÚ sendi frá sér útreikninga um kaup háseta á síldveiðibátunum sem fyrst mótmæltu. Á grund- velli beirra útreikninga lét Þjóðvil.iinn gera samanburð á hásetahlut eftir gerðardómn- um og gömlu samningunum fvrir rúmlega mánaðarúthald þessara báta. Þá kom í Ijós. að hásetar 4 bessum bátum voru sviptir upphæð. sem nam frá kr 1.681.40 allt upp í kr. 18.681. 92 á hlut aðeins fyrir bann tima Aukinn gróði útgerðar þessara sömu báta nam fyrir sama tima frá kr. 19.336,10 upp í kr. 214.842.08 og varð hlutur útgerðarmanna bannig frá kr. I er stefna ríkisstjómarinnar, a'ð leWfwISIf, það sé og eigi að vera verkefni samtaka launþega og atvinnurekenda, að semja um kaup og kjör“. („Viðreisn“, bls. 4). ,.Engin ákvæði er að finna í frumvarpi þessu varðandi grunnlaun. Ákvörðun þeirra verður eftir sem áður háð frjálsum samningum milli atvinnurekenda og stéttarfé- laga“. (Úr greinarg. fyrir sjálfu „viðresnarfrumvarp- inu“, bls. 23). ^FEyiEIID" ®ann verkfalli atvinnuflugmanna P 8II^ 1960. Bann við verkfalli gagnvart flug- félögunum sumarið 1961. Bann við verkfalli verkfræð- inga. Bann við löglegum uppsögnum lækna os þving- unarlög um vinnuskyldu þeirra. Gerðardómslög um fiskverð til sjómanna. Gerðardómslög til þess að lækka umsamda skiptaprósentu á síldveiðum. 185.766,40 upp í kr. 1.360.564,65 aðeins á bessu úthaldstímabili. Þroskaleysi! Málgagn fjármálaráðherra, Vísir, gerði mótmæli sjómanna gegn gerðardómnum að umtals- GERÐARDÓMSÞRENNINGIN efni i leiðara 14. ágúst sl. ár undir fyrirsögninni: „Skortur á bjóðfélagsþroska“. Sagði betta málgagn gerðardómsmanna m.a. þar: „Á það hefur verið bent. að meðalaflahlutur á mótmæla- skipunum var rúmlega 48 þús- und krónur þá 33 daga, sem liðnir voru, er mótmælin komu fram,“ og síðar í leiðaranum sagði: „Þessi hugsunarháttur, sem hér kemur fram hjá all- mörgum skipshöfnum, er alltíð- ur í íslenzku þjóðfélagi og er alls ekki bundinn við sjómenn .... lýsir hann þroskaleysi og skorti á þeirri þjóðfélagsvitund sem er aðalsmerki lýðræðis- þjóðfélags. Hlutverk ríkisins í lýðræðisþjóðfélögum er .... að koma í veg fyrir að um ofsa- gróða einstakra stétta sé að ræða á kostnað almennings". (sic!) IMálstaður sjómanna Þjóðviljinn og önnur málgögn Alþýðubandalagsins börðust einarðlega fyrir málstað sjó- manna gegn takmarkalausum blekkingum og ofbeldisaðgerð- um gerðardómsflokkanna. Nú koma gerðardómsflokkarnir og biðla til sjómanna um kjör- fylgi í kosningunum 9. júní næst komandi, — sömu menn- irnir og beitt hafa ríkisvaldinu skefjalaust til að rýra kjör sjó- manna þvert gegn hátíðlegum vfirlýsingum um að ríkið skyldi engin afskipti hafa af samning- um launþcga og atvinnurek- cnda. ^erðardómsþrenning Gerðardómsráðherrann sjálf- ur, Emil Jónsson, er í 1. sætl á lista krata i Reykjaneskjör- dæmi, gerðardómsmaðurinn Pétur Sigurðsson er í 5. sæti á lista íhaldsins í Reykjavík, Sverrir Júlíusson, forseti LlÚ, sem sagði Emil Jónssyni fyrir vcrkum í þessu máli er í 3. sæti á Iista íhaldsins í Reykjanes- kjördæmi — og þannig mætti lengi telja. Allir þingmenn gerðardómsflokkanna lýstu fylgi sínu við gerðardómslögin gegn sjómannastéttinni. Kjördagurinn 9. júní átti að vera sérstakur hátíðisdagur sjó- manna. Og sjómenn hafa enn tækifæri til þess að gera 9. júní að áhrifamiklum sjómannadegi með því að fylkja sér um Alþýðu- bandalagið í alþingiskosningunum. Sjómenn. Gerðardómsflokkamir ákváðu, hve mikið krónunum skyldi fækka, sem þið tölduð upp úr kaupumslögum ykkar eftir síldarvertíðina í fyrrasumar. / Á kosningadasinn getið þíð ákveðið hve mikið skal fækka at- kvæðum gerðardómsflokkanna, þegar talið verður upp úr kjör- kössunum eftir, 9t iúní mk. Það er ykkar dómur. Með gerðardómi ríkisstjórn- arinnar voru skipverjar á Hávarði ÍS 160 sviptir kr. 1.681,40 hver aðeins fyrir úthaldið 25/6 28/7 sl. ár. Hlutur útgerðarmanns fyrir þetta tímabil nam kr. 185.766,40 — þar af rúmlega 19 þúsund krónur, sem fært var yfir i vasa útgerðarmannsins af hhit sjómanna samkvæmt úr- skurði gerðardómsins. Með gerðardómi ríkisstjórn- arinnar voru skipverjar á Eldey KE37 sviptjr kr. 6.247,40 aðeins fyrir úthald- ið 25/6—28/7 s.l. ár. Hlutur útgerðarmanns fyrir þetta tímabil nam kr. 570,150,27. Þar af rúmlcga 78 þúsund krónur, sem fært var í vasa útgerðarmannsins af hlut sjómanna samkvæmt gerð- ardómnum. Með gerðardómi ríkis. Istjórnarflokkanna voru skip- verjar á Smára ÞH 59 sviptir kr. 6.591,36 hver að- eins fyrir úthaldið 25/6— 28/7 s 1. ár. Hlutur útgerðar- manns fyrir þetta tímabii nam kr. 584.721,75 — þar af rúmlega 75 þúsund krónur, sem fært var yfir í vasa útgerðarmanns af hlut sjómanna samkvæmt gerðardómnum. Með gerðardómi rikisstjórn- arinnar voru skipverjar á Víði II. GK 275 sviptir kr 18.681,92 hver aðeins fyrir úthaldið 25/6—28/7 s.l. ár. Hlutur útgerðarmanns fyrir þetta tímabil nam kr 1.360.564,65 — þar af rími.'ega 214 þúsund krónur sem fært var yfir í vasa útgerðannannsins Íaf hlut sjómanna samkvæmt gerðardómnum. Með gerðarómi ríkisstjórnar- flokkanna voru skipverjar á Gjafar VE 300 sviptir kr. 14.010,63 hver aðeins fyrir úthaldið 25/6—28/7 s.l ár. Hlutur útgerðarmanns fyrir þetta tímabil nam kr. 1.103,485,37 — þar af rúm- 'ega 161 þúsund krónur, sem fært var yfir í vasa útgerðarmanna af hlut sjó- manna samkvæmt gerðar- dómninn. Með gerðardómi ríkisstjórn- arinnar voru skipverjar á Héðni ÞH 57 sviptir kr. 11.276,20 hver aðeins f.vrir úthaldið 25/6—28/7 s.k ár. Hlutur útgerðarmanns fyrir þetta tímabil nam kr 989.333,70 — þar af rúmlega 140 þúsund krónur, sem fært var yfir i vasa útgerðarmanns af hlut sjómanna samkvæmt gerðardómnum i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.