Þjóðviljinn - 25.05.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.05.1963, Síða 1
Almennar upplýsingar um kosningarnar, kosninga- skrifstofur Alþýðubanda- lagsins - á 6. og 7. síðu ! Umhvað er | kosii? Kosningasíefnuskrá Alþý ðubandalagsins 1963 birtist í blaðinu í dag'. j „KOSNINGAR þær, sem nú fara í hönd, eru hin- ar örlagaríkustu fyrir ís- Ienzku þjóðina. Það get- ur ráðið úrslitum í sögu hennar, að unnt verði að hrinda þeirri stefnu, er fráfarandi ríkisstjórn hefur fylgt og mótað. * | MIKIL V ÆGUSTU málin og þau, sem hæst mun bera á næsta kjörtíma- bili, eru annarsvegar sjálfstæðis- og utanríkis- málin: Aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evr- ópu, landhelgis- og her- stöðvamálið. — og hins- vegar kjara- og kaup- gjaldsmál íslenzkrar al- þýðu. -¥• j ÞAR MITN um það barizt, hvort Island verði áfram frjálst og fullvalda ríki eða nokkurskonar hrepp- ur í EBE, auðhringa- samsteypu Evrópu, hvort það verður hlutlaust land og friðlýst eða her- stöð, hvort íslenzkt at- vinnulíf verður eflt og skipulagt i þágu ís- lenzkra vinnustétta eða hvort erlendir auðkóng- ar og innlcndir Ieppar þeirra fá þar tögl og hagldir. BARÁTTAN stendur um, hvort hlutur Islcndinga í landhelgismálunum skun réttur — eða lát- ið þar undan ásælni er- lendra aðila og síðast en ekki sízt um það. hvort íslenzkt verkafólk fær mannsæmandi laun fyrir dagvinnu sína og þar með tóm til að sinna hugðarcfnum sínum, fé- lagslegum og menning- arlegum, eða það neyð- ist til að þræla æ Ieng- ur til að hafa í sig og á“. Hvers vegna neita Bretar að virða samninginn frá 1961? Alvarlegasta atriðið í sambandi við Milwood- málið er það að brezka ríkisstjórnin hefur neitað í verki að viðurkenna landhelgissamninginn frá 1961. í ljósi þeirrar staðreyndar verða yfirlýsing- ar um að 12 mílna landhelgin muni verða virt næsta hjákátlegar. Því aðeins er hægt að trúa loforðum manna um framtíðina að þeir standi við samninga sem þegar hafa verið gerðir. Verkfræðingaverk fall hjá borginni Undanfarna daga hefur brezki sendiherrann orðið aðili að kosn- íngabaráttunni á Islandi. Tilefnið var skrif Tímans um Milwood- Úlpa finnst rekin é Sel- tjarnarnesi Enn er haldið áfram leit að mönnunum tveimur, Birni Braga Magnússyni og Jóni Björnssyni, er hurfu að heiman frá sér hér í Reykjavík um miðja sl. viku. Sl. miðvikudag fannst rekin á fjöru á norðanverðu Seltjarnar- nesi úlpa sem Björn Bragi átti og skammt þar frá fannst einn- ig plitti úr bátnum sem talið er að þeir hafi farið á. Á fjöru í gær var leitað með flugvél á þessum slóðum en án árangurs. Leitinni verður enn haldið á- fram þótt vonlítið sé talið að hún beri árangur. málið, en eins og oft hendir rit- stjóm Tímans virðist hún ekki skilja kjarna málsins og kom í staðinn með alls konar upphróp- anir um óskyld atriði. Þessa fá- vizku Tímans notaði brezki sendi- herrann sem tilefni til þess að skrifa utanríkisráðherra bréf og ítreka fyrri fyrirheit um að brezka stjórnin myndi virða 12 mílumar eftir að undanþágumar væm úr gildi fallnar. Síðan sendi utanríkisráðuneytið bréfið út sem opinbera fréttatilkynningu. Við- brögð Tímans urðu þau að telja það stórfelldan sigur sinn að hafa fengjð sendihcrraun til að skrifa þetta bréf !! Og nú notar Morg- unblaðið, Alþýðublaðið og Vísir Qónsku Timans til þess að reyna að rugla fólk í ríminu. Skýrar staðreyndir En kjarni Milwood-málsins er mjög skýr. Brezkur veiðiþjófur var staðinn að verki innan sex milnanna — þeirra marka sem brezka stjórnin lofaði hátíðlega að viðurkenna 1961. Veiðiþjóf- urinn neitaði samt að hlýða skip- unum íslenzkra löggæzlumanna, sigldi til hafs og skákaði í þvi skjólinu að Bjarnii Bcnediktsson dómsmálaráðherra hafði bannað varðskipsmönnum að neyta yfir- burða sinna. Þegar herskipið Pall- iser kom á vettvang — sam- kvæmt Ieynisamningnum um landhelsisgæzluna — urðu mála- lokin þau að skiphcrra þess bjargaðii skipstjóranum á Mil- vvood undan á ódrengilegan hátt, flutti hann til Bretlands og Á miðvikudaginn ákvað Verkfræðingafélag íslands, að boða til vinnustöðvunar hjá Reykjavíkurborg. Þar hafa að undanförnu starfað 20—30 verkfræðingar að ein- stökum verkefnum, en eng- inn fastráðinn. Vinnustöðvunjn, sem kemur til framkvæmda 30. þ.m. nær ekki til yfirmanna hjá borginni, svo sem hitaveitustjóra raf- magnsstjóra o.fl. þar sem þeir eru ekkj í félaginu. í gærkvöld valt vélkrani á hliðina í húsgrunni Silla & Valda í Austurstræti 17 og safn- aðist múgur og margmenni sam- an til þess að horfa á þennan atburð. Engin slys urðu á mönn- um. Ætlunin með verkfallinu er að knýja borgaryfirvöldin til samninga um kaup og kjör. Viðræður um má'lið hafa farið fram síðan á miðju sumri, en þótt þær hafi verið vinsamleg- ar hafa þær ekki borið neinn árangur. Banaslys á Akureyri í gær AKUREYRI í gær. — Síðdegis í gær skeði það hörmulega slys, að fjögurra ára stúlka, Katrín Sverrisdóttir, ienti fyrir aftur- hjóli steypubifreiðar og beið þegar bana. S'lysið henti efst á Hamarsstíg. Katrín var dóttir þeirra Karitas Melsted og Sverris Ragnarssonar. húsasmiðs. Þ. J. Framhald á 2. siðu. „HVER ER MAÐURINN? (Sbr. Mbl. 23. maí ’63) Við Austurvöll ræðst undan þjóð hans láð og lögur, og líf hennar er eins og hugsjón hans, blaktandi skar. — En hinn sautjánda júní, sextíu og fjögur, skal sjást á ensku á stalli hans, hver hann var. Þ. V. FJÖLMENNIÐ Á G-LISTAFUNDINN Þannig hljóðar upphaf stefnuskrár þeirrar, sem Alþýðubandalagið og Þjóðvamarflokkur Is- lands hafa orðið sam- mála um í kosningum þeim, sem fram eiga að fara til Alþingis 9. júní n.k. Eru lesendur Þjóð- viljans eindregið hvattir til að kynna sér kosn- ingastefnuskrána sem rækilegast, en hún er birt í heild í opnu blaðsins i dag. ó síðu 6 oq í Á morgun kl. 2 e.h. hefst kosningafundur G-listans í Háskólabíói. Ræðumenn á fundinum verða þeir Gils Guðmundsson rithöfundur, Alfreð Gíslason læknir og Magnús Kjartansson ritstjóri. Á fundinum verða sýndar myndir úr „dauða“- skýrslunni og einnig myndir af njósnaplöggum bandaríska sendiráðsins: Mun margan fýsa að sjá hvaða upplýsingar njósnararnir gáfu yfirboður- um sínum um Eystein og Guðmund í. Páll Berg- þórsson flýt'ur skýringar með myndunum. Þá mun Ólafur Þ. Jónsson söngvari syngja og sýndar verða skuggamyndir af málverkum ís- lenzkra listamanna og flutt erindi úr ættjarðar- ljóðum. Flytjendur eru Þorsíeinn Ö. Stephensen og Ingibjörg Haraldsdóttir og einnig koma fram skáldin Ari Jósefsson og Þorsteinn frá Hamri. Fundarstjóri verður Bryndís Schram. Fjölmennið á fundinn og gerið hann að enn glæsilegri sóknarfundi alþýðu Reykjavíkur en Austurbæjarfundurinn var þótt fjölsóttur væri. Sýnið hernámsflokkunum hug ykkar í verki. í HÁSKÓLABÍÓI KL. 2 Á MORGUN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.