Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 4
4 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 25. rftai 1963 Útgefandl: Sameiningarflokkur altýSu — Sósíalistaflokk- urinn. — Kitstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðþjófsson. Ritst’-'"— * — auglýsingar. orentsmiðia: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr 65 á mánuði Hvar verður atkvæðið þyngst? A ►►► HU6LEIÐINGAR 0RVAR0DDS A ,viðreisnarvísu' í. DEILfi ginn er sá stjórnmálaflokkur í kosningabaráttu þessa sumars, sem þykist viss að tapa: Alþýðu- flokkurinn. Engin önnur skýring er nærtækari á því tiltæki flokksins að þurrka nánast út sjálf- stæða tilveru sína, áherzluleysinu á framtíð Al- þýðuflokksins sem sjálfstæðs flokks, algerum inn- limunartón Alþýðuflokksforingjanna gagnvarf í- haldinu, Sjálfstæðisflokknum. Sjálfir leggja þeir Alþýðuflokksforingjarnir mikið upp úr því að stjórnarsamvinna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á nýloknu kjörtímabili hafi verið með einstæðum hæt'ti. Sjálfir leggja þeir, leiðtogar Al- þýðuflokksins, á það megináherzlu að kosningarn- ar í sumar snúist um það, hvort báðir núverandi stjórnarflokkar eigi að fara með völd áfram í landinu næstu fjögur ár, aðra framtíðarsýn og aðra fegurri framtíðarsýn telja leiðtogar Alþýðu- flokksins sér ekki fært að gefa alþýðufólki sem fylgt hefur flokknum. Jjetta er samvinna flokka sem ekki á sér fordæmi í stjórnmálasögu á íslandi frá því núverandi flokkar hófust og núverandi flokkaskipun í aðal- dráttum. Flokkarnir eru beinlínis að renna sam- I jt -Ú • I <r* » * - an, verða að einum. I þessum kosningum hlýtur það að verða nánast formsatriði hvort kjósandi greiðir Sjálfstæðisflokknum eða Alþýðuflokknum atkvæði. Hvorn veginn sem a'tkvæðið fer, er kjós- andinn að kjósa yfir sig íhaldsstjórn, stjórn sem miðar stjórnarathafnir sínar við hagsmuni auð- valds og arðránslýðs, stjórn sem ræðst gegn verkalýðssam'tökunum með misbeitingu Alþingis og ríkisstjórnar, stjórn sem lætur stela hverri kauphækkun af alþýðu með tilefnislausum geng- islækkunum, ríkiss'tjórn sem skipuleggur óðadýr- tíð handa bröskurunum að græða á og leggur jafn- framt launafólk í linnulausa vinnuþrælkun ef það vill hafa sæmilegar tekjur, stjórn sem liggur hundflöt fyrir erlendri ásælni. Báðir flokkarn- ir hafa lýst yfir að þeir ætla að fylgja sömu stjórnarstefnu og hingað til, svo landsmenn vita hvað þeir eiga í vændum, ef þessi þokkalega flokkasamsteypa fer áfram með völd eftir Alþing- iskosningarnar 9. júní. J>ess vegna eru raunar aðeins þrír möguleikar í kosningunum. Kjósandinn ge'tur valið Fram- sókn, með öllu og móti öllu, með hernámi og móti því, með Efnahagsbandalagi og móti því, með verkalýðshreyfingunni og móti henni, svo fram- arlega sem hann vill henda atkvæði sínu í þá hverfikvörn áróðurs og valdastreitu sem stjórn Framsóknarflokksins snýr nú hvað ákafast og enginn veit hvar stöðvast. Og hann getur kosið lista Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins, og stuðlað með því að einbeitingu róttækustu og þjóðræknustu afla þjóðfélagsins til að breyta um stjórnarstefnu á íslandi. Ekki mun fært með öðr- um hætti fremur að knýja á aðra flokka eða hluta þeirra til bess að taka upp samvinnu um alþýðu- stefnu og íslenzkan málstað. — s Viöreisnarstjórnin þyk- ist sem kunnugt er bera heill framleiðsluatvinnu- vega þjóöarinnar fyrir brjósti öllu ööru fremur. Hvernig þessu er háttaö í raun og veru má gera sér nokkuð glögga grein fyrir meö því aö viröa fyr- ir sér, hvernig útlánaaukn- ing bankanna hefur skipzt síöustu ár. Árið 1961 fór meir en þriöjungur útlánaaúkn- ingar viöskiptabankanna til verzlunarinnar, — eða 106,8 milljónir króna. Á sama ári minnkuðu út- lán til sjávarútvegsins um 87,2 milljónir króna. Áriö 1962 jukust útlán til verzlunarinnar enn um 158,3 milljónir króna, en um aðeins 29,8 milljónir til sjávarútvegsins (eða rétt um þriöjung þess sem þau minnkuðu áriö áður). Verzlunin fékk þannig þessi tvö s.l. ár meira en þriöjung allrar útlánaaukningarinnar, eða mun meira en framleiðslu- atvinnuvegirnir, landbún- aöur og sjávarútvegur samanlagt. Þaö leynir sér ekki, hver umhýggjan er. Þessi „viöreisnarstefna“ gagnvart framleiösluat- vinnuvegunum, hefur aö sjálfsögðu haft sínar af- leiöingar. Þannig hefur fiskiskipaflotinn beinlínis rýmað síðustu tvö ár; endurnýjunin hefur ekki jafngilt afföllum og við- haldi flotans. Nettóaukn- ing fiskiskpaflotans var áriö 1961 ellefu skp, sam- tals 1492 lestir aö stærð. Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri neyddist til að við- urkenna aö „þessi endur- nýjun flotans á einu ári er of lítil til þess aö hún geti talizt nægjanleg“. Á s.l. ári reyndist endur- nýjunin þó enn minni eða aðeins 293 rúmlestir. En til þess aö viöhalda flotan- num á eölilegan hátt, þyrfti árleg aukning fiski- skipa að nema um 2500— 3000 rúmlestum. Trúlega er það þessi stefna í málefnum fram- leiðsluatvinnuveganna, sem stjórnarflokkarnir segja aö ein megni aö skapa hér grundvöll fyrir bættum lífskjörum — á viðreisnar- vísu. Fjórir Borgar-þjónar við afgreiðsluborðið í nýja barnum. Hótel Borg tekur stakkaskiptum Eftir eigendaskiptin að Hólel Borg fyrir þrem og háifu ári vj strax hafizt handa um viðgl ir og endurnýjun hótelsins utan og innan, að mij^lu lj vegna breyttra aðstæðna breyttra tíma frá því hótelið var byggt 1930. Gagngerðar breytingar og end- urbætur hafa nú farið fram á gistiherbergjum, sem í dag eru sem ný væru. Nýjar dýnur í rúmum, húsgögn og áklæði end- urbætt og baðherbergi færð í bezta horf. öll herbergin eru ný- máluð, svo og baðherbergi. Þá hafa gangar verið mólaðir og ný teppi með merki hótelsins eru í vefnaði og verða sett á bráðlegá. Veitingasalir hafa einnig verið málaðir. Á sl. ári var og sett upp ný lyfta. Efsta hæð gistihúss- ins var innréttuð að nýju og eru þar gistiherbergi og lítill funda- og samkomusalur í tumi. Alls eru gistiherbergi 46 og rúma 73 gesti. Fyrir nokkrum árum var settur upp vínbar að Hótel Borg til reynslu og var hann jafnframt sá fyrsti sinnar tegundar í Rvík. Sem lið í breytingum og end- urbótum, hafa eigendur Hótel Borgar nú breytt bamum og stækkað að mun. Hann nær nú yfir það húsrými, sem hinn upp- haflegi bar var í, svo og baksal- ina nema þann sem er beint inn af Suðurgangi, en úr honum verður inngangurinn. Snyrtiher- bergi inn af Suðurgangi hafa verið endurbyggð og endumýjuð í hólf og gólf. Innrétting hins nýja bars er mjög vönduð. Eggert Guðmunds- son listmálari sá um veggskreyt- jngu. Um breytingar á bygging- unni sá Gunnar össurarson en Jón Pétursson smíðaði innrétt- ingar. Á Hótel Borg leikur nú hljómsveit Jóns Páls, söngkona Elly Vilhjálms. Um mánaðamót- in næstu koma hinar frægu Prince systur og skemmta gest- um, en er þær voru hér á ferð í fyrra, létu þær 6VO um mælt við hótelstjórann, Pétur Daníels- son, að þær vildu gjama koma til Islands og skemmta á Borg er þær hefðu tækifæri til. KNATTSPYRNUMÓT ÍSLANDS REYKJAVÍK: Sunnudag, Laugardalsvöllur kl. 16.00 é.h. ! FRAM - KEFLAVÍK (ÍBK) Dómari: Haukur Óskarsson. — Línuvérðir: Halldór Backmann og Róbert Jónssón. Mánudagur 27. maí kl. 20,30. VALUR-K.R. i Dómari Haukur Óskarsson. — Línuvérðir: | Daníel Benjamínsson og Ragnar Magiiúésóú. ! AKRANES: j Sunnudag kl. 14.00 e.h.: AKRANES (ÍÁ) - AKUREYRI (ÍBA)! Dómari: Jörundur Þorsteinsson. — Línu- : verðir: Grétar Guðmundsson og Eysteinn j Guðmundsson. MÓTANEFND. : UTBOÐ Tilboö óskast í efni og uppsetningu hita, vatns og hreinlætistækja í Félagsheimilisbyggingu Egilsstaðakauptúns. ÚtboÖsgagna má vitja í skrifstofu vora gegn 300 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Ránargötu 18. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■b■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 9., 13. og 16. tölublaði Lög- birtingablaðsins 1963, á eignarhluta Péturs Sveins- sonar í Melgerði 4, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 29. maí 1963 kl. 14.00 skv. kröfu Gunnars Guðmundssonar hrl. og Hafþórs Guð- mundssonar hrl. BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI. Aðalfundur Rauðakross fslands ■ verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtu- daginn 27. júní n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðaljundarstörf. Fulltrúar eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við skrifstofuna fyrir fundinn. STJÓRNIN. Sjómannadagsróð efnir til hófs í Súlnasal Hótel SÓGU, á sjómanna- daginn 3. júní n.k. kl. 20,00. — Nánari upplýsing- ar og miðapantanir í aðalumboði Happdrættis D.A.S. í Vesturveri. — Sími 17757. Dökk föt. STJÓRNIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.