Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA í ! ÞJÓÐVILJINN ! ! ! * i ! I I Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR GLEYMDI FlLLINN Júmbó, litli fíllinn, vakn- aði í óvenju góðu skapi. Það var glaða sólskin og fugl- arnir sungu. — Af hverju aetlj ég sé í svona góðu skapi? sagði Júmbó vjð sjálfan jig — Jú, nú veit ég bað, það er af- mælið mitt í dag, ég er orð- inn átta ára gamail. Gaman, gaman hvað skyldi ég fá í afmælisgjöí. Þegar hann var búinn að klæða sig fór hann fram í eldhús til mömmu sinnar að fá sér morgunverð. — Góðan daginn, Múmbó, sagði hann glaðlega, en múmbó þýðir mamma á fílamáli. — Ósköp liggur vel á þér HELGISAGA Gautama kóngssonur fór út i gkóg til þess að leita sann- leikans í hugleiðingu Hann varð fljótt leiður á einver- unni og ætlaði heim í höll sína. Saika, konungur loftand- anna brá sér í íkomalíki og settist á vatnsbakka og gerði ýmist að reka skottið ofan i vatnið eða lyfta því uppúr. Gautama: — Hvað ertu að gera? fkctmi: — Ég er að reyna að þurrka upp vatnið með þvi að ná dropa og dropa með skottinu. Gautama: — Vatnið ^ er stórt. en skottið á þér lítið. íkomi: — Satt er það, en ég er ekki líkur Gautama kóngssyni, sem gefst strax upp í sannleiksleit sinni. Kóhgssonur skildi sneið- ina, og hélt áfram hinni göf- ugu leit, og loks kom að þvi að úr honum varð hin bless- aði Búddha. í dag. Þetta sagði hún og ekkert annað, og fór burf úr eldhúsinu. Af hverju óskaði hún mér ekki til hamingju með afmælisdaginn? hugsaði Júmbó með sér. Kannski ætl- ar hún að láta það bíða þangað til Dúmbó kemur. — Dúmbó þýðir pabbi hjá fíl- unum. — En þegar Dúmbó kom sagði hann bara góðan dag, og fór að lesa blöðin. Jæja, hugsaði Júmbó, og tárin byrjuðu að renna nið- ur kinnarnar á honum, það er sagt að fílar gleymi aldrei neinu, en nú hafa bæði Múmbó og Dúmbó gleymt af- mælinu minu. Ég ætla ekki að láta þau sjá að ég hafi verið að gráta. Ég ætla að ljúka við matinn minn, síð- an fer ég alfarinn héðan. Þejm þykir hvorf sem er ekkert vænt um mig lengur. Múmbó kom nú aftur inn í eldhús. — Ætlar þú ekkert út að leika þér í dag. Júmbó minn, spurði hún. — Jú, ég ætla út, og ég ætla aldrei að koma aftur, svaraði Júmbó. — Fyrst svo er ætla ég að smyrja nokkrar brauðsneiðar handa þér, sagði Múmbó hlæjandi. Hún hélt að Júmbó væri bara að gera að gamni sínu. Júmbó fór inn í her- bergið sitt og tók til nokkra smáhlutj, sem hann ætlaði að hafa með sér, batt þá í böggul, og fór síðan aftur fram í eldhús og tók brauð- pakkann. — Góða skemmtun, sagði Múmbó. — Það verður engin skemmtun. Ég ætla að fara og leita að einhverjum sem þykir vænt um mig, og gleymir ekki afmælisdegin- um mínum, tautaði Júmbó Húsgögn / brúðuhúsiB ?lt P Sófi og stóll af sömu gerð, og svo borð og tveir skápar. Alla þessa hluti er auðvelt að búa til úr einangrunar- plasti. Á svipaðan háft gæt- uð þið búið til eldhúsborð. eldavé í eldhúsi* Og þegar þið eruð einu sinni byrjuð, dettur ykkur áreið- anlega margt fleira í hug, sem að gagni getur komið i glænýju brúðuhúsi. En í þessa hluti er senni- lega betra að velja þykkara 1 ÍP W 4 við sjálfan sig og hljóp af stað. — Halló, talaðu við mig, heyrðist sagt veikri röddu, og þegar Júmbó leit niður sá hann Samma, litla froskinn. •— Hvað gengur að þér, mér sýnist þú vera að gráta? sagði Sammi. — Ég er farinn að heiman fyrir fullt og allt, sagði Júmbó. — Múmbó og Dúmbó þykir ekkert vænt um mig lengur. þau gleymdu meira að segja afmælinu mínu. Ég ætla að reyna að finna ein- hvern. sem þykir vænt um mig og er góður við mig. — Mér þykir vænt um þig, komdu og vertu hjá mér í litla húsinu mínu á tjamarbotninum, sagði Sammi, og hvarf um leið ofan í vatnið. Júmbó hopp- aði út i tjörnina. og hugs- aði ekkert út í það að hann kunni ekki að synda. Sem betur fór var vatnið ekki dýpra en svo, að hann komst upp úr hjálparlaust. en allur útataður í leðju. — Hvað er að? spurði Sammi og rak hausinn upp úr vatninu — Æ, það er bara það, að ég er fíll en ekki frosk- ur. og ég get ekki lifað i vatni Þakka þér samt kær- lega fyrir gott boð. Vertu blessaður, Sammi. (Framhald.) Afmælisgjöf handa drottningunni Hús HÚS, eftir Bergþór Pálsson, Skaftahlið 8, Reykjavík. — (5 ára ) SKRlTLUR Jón: — Þegar sonur minn byrjaði nám í háskólanum gaf ég honum bíl. af þvi hann á svo erfitt með aOJ"' vakna í tæka tíð. Páll: — Gengur honum þá betur að vakna núna? Jón: — Já. hann er til- neyddur. Annars fengj hann ekkert bilastæði. MISSKILNINGUR Tveir bændur komu til sýslumanns með trippi, sem báðir þóttust eiga. Dómarinn sagði að þessu máli væri þann veg farið, að þeirn væri bezt að jafna það sín á milli En hann iðraðist þessara orða, því eftir nokkra stund komu þeir aftur, og var þá annar með glóðarauga og all- ur marinn. Var auðséð að þeir höfðu misskilið orð dómarans. Kóngurinn hugsaði sig um, lengi lengi Og loksins fann hann lausnina. Hann kallaði á drottninguna og bað hana að fara í nýja, fína náttkjól- inn sinn Síðan varð hún að leggjast á gólfið endilöng. Kóngurinn tók af sér skóna, og gekk í kringum drottning- una, til þess að mæla hvað mörg fet hún væri á lengd, og hvað mörg á breidd Hann tók kórónuna með i reikninginn, því drottningin svaf stundum með hana á stórhátíðum. — Þakka þér nú fyrir, góða mín, sagði kóngurinn við drottninguna. sem skildi ekkert í þessum duttlungum. Svo flýtti hann sér til for- sætisráðherrans, og sagði honum stærðina á rúminu. Forsætisráðherrann flutt-' bpðin til yfir-hirðsmiðsins, o- hann sagði við uppáhald smiðinn sinn: — Rúmið á r’ vera sex fet á lengd og þrt fet á breidd Þá verður þ"' mátulegt handa hennar b-' tign. — Þökk fyrir, sagði smi' urinn, tók af sér skóna o' mældi út efnið, sex fet f lengd og þrjú fet á breidd Síðan tók hann til óspilltr' málanna og smíðaði rúmið Þegar smíðinni var loki? var kónginum boðið ar koma og líta á Honum þótti rúmið svo fal- legt að hann gat ekki beð- ið eftir afmælisdegmum, heldur sótti drottninguna. Hún varð að fara í nýja, fína náttkjólinn sinn og svo mátti hún máta rúmið. (Framhald). SKRÍTLA Frá lesendum Sumarbústaðurinn hans Svavars Gests, sjálfur stendur hann fyrjr framan bilinn sinn. Kær kveðja. — Ásgeir Grétar Sigurðsson, Reyðará, Lóni. V- Skaftafellssýslu. — (10 ára) ■ Laugardagurinn 25. maí 196? Vatnajökulsum- slögin í 5. sinn Þetta er fimmta árið, sem Jöklarannsóknafélagið gefur út Vatnajökulsumslögin í 5000 tölu- settum eintökum. Auk þess eru gefin út 1000 ótölusett umslög. Sérstök myndskreyting er á þessum umslögum. í fyrra var mynd af Sveini Pálssyni til minningar um tvö hundruð ára afmæli hans, en í ár er lit- prentuð mynd af jöklasóley, sem er það fjallablóm okkar er hæst lejtar og hefur fund- izt hér í blóma í 1500 metra hæð yfir sjó. Flestir kaupendur að tölusett- um umslögum reyna að halda sömu númerum ár eftir ár og fá þannig samstæða „seríu“- árganga. Eigendur tö>íusettra umslaga frá 1962 þurfa að gefa sig fram sem aljra fyrst eða fyrir 25. maí n.k., ef þeir vilja tryggja sér forgangsrétt að sömu númerum í ár. Umslögin verða til sölu og afgreiðslu eins og óður í Radíóbúðinni, Öðins- götu 2, á vegum Magnúsar Jó- hannssonar og tekið á móti pöntunum i síma 18275. Verð umslaganna er eins og áður: tölusett 10,- kr. en ótölusett 5,- krónur. Auk þess hefur félagið látið prenta bréfspjöld með litmynd af jöklasóley og ýmsum fróð- leik um Vatnajökul á ensku og íslenzku. Eru spjöld þessi ætluð til að setja innan í umslögin. Spjöldin eru seld sérstaklega með umslögunum. og er verð þeirra tvær krónur. Pósturinn hefur reynzt okkur mjög velviljaður og Póst- húsið í Reykjavík hefur sent með okkur á Vatnajökul öll ár- in einn sinn bezta stimplara og skíðagarp, Grím Sveinsson, og væntum við, að svo verði einn- ig í þetta sinn. Mánudaginn 20. þ.m. mun verða settur upp á Pósthúsinu í Reykjavík sérstakur póstkassi fyrir Vatnajökulspóst. Þar get- ur fólk póstlagt umslög sín til föstudagskvölds 31. maí, en Vatnajökulsleiðangurinn leggur af stað frá Reykjavík þann 1. júní og kemur til baka 12.-14. júnf. Leiðangursstjórar verða: Magnús Eyjólfsson og Stefán Bjamason. 1 sumar er ráðgert að haldið verði uppi veðurathugunum 1 Jökulheimum á vegum Jökla- rannsóknafélagsins. Athugunar- menn munu dveljast í Jökul- heimaskála. og geta ferðamenn því alls ekki fengið gjstingu þar nema þeir hafi til þess sér- stakt leyfi frá stjóm félagsins. (Frá Jöklarannsóknafcl. Islands). Athugasemd frá dr. Unnsteini Stefánssyni Þjóðviljanum hefur borizt eftir- farandi bréf frá dr. Unnsteini Stefánssyni, sem staddur er er- Icndis: 11. maí 1963 Hr. ritstjóri. Fyrir tveim dögum barst mér í hendur blað yðar frá 5. þ.m., þar sem þér birtið á forsíðu persónusögu mína og fjölskyldu minnar. Án þess að leggja nokk- um dóm á málefni það, sem um er fjallað, leyfi ég mér að mót- mæla því harðlega, að þér skulið hafa birt nefnda skýrslu um einkamál mín án þess að leita samþykkis míns fyrir því. Ég vil biðja yður að birta þessa athugasemd í blaði yðar nú þegar. Virðingarfyllst, Unnsteinn Stefánsson. Því fer fjarri að Þjóðviljinn vildi með birtingu „skýrslna” þeirra sem komið hafa í blaðinu valda hlutaðejgandi mönnum leið- indum eða óþægindum. En blað- ið taldi sig þurfa að sýna þessi gögn, ef verða mætti til þess að örðugri yrði framvegis sú njósna- starfsemi um einkamál manna, sem þessar skýrslur eru angi af. : i i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.