Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA-------------------------- -------------HÓBVILJŒN GWEN BRISTOW: HAMINGJU LEIT Tim axlir henni. Hún kom ekki upp neinu orði. John hélt áfram: — Ég er laglaus, Garnet. Naestum því, að minnsta kosti. Að vísu get ég þekkl aftur lag sem ég hef heyrt tíu sinn- um, en það er alit og sumt. Þú getur þó ekki ásakað mig fyrir það. Og ef ég er fæddur án hæfileikans til ástar, þá get- urðu ekki refsað mér fyrir það? Garnet andaði þungt. Hún titraði um allan líkamann. — Láttu mig vera. John! hróp- aði hún. — Hættu að gera Sys að mér. Slepptu mér! — Blessaður elsku kjáninn minn, sagði John. — Veiztu ekki, að ég myndi gefa þér það áem þú biður um, ef ég ætti það til? Garnet heyrði naumast hvað hann sagði. Það var erfitt að hreyfa sig, en hún reyndi að brölta á fætur. Hún var óstöð- ug og John tók undir hand- ieggi hennar og lyfti henni upp. Áður en hún gat slitið sig af honum, heyrði hún hann segja: — Er það þetta sem þú ert að fiýja, Gamet? og hann tók ut- anum hana og kyssti hana eins og hún hafði aldrei fyrr verið kysst. Fyrst endurgalt hún kossinn í hrifningu. En svo áttaði hún sig á því að hún var að láta undan. Reiði og smán flæddi um hana eins og eldrauð bylgja. Með öllu afli ýtti hún honum frá sér, og hún var svo HcrfreiSslein P E R M A, Garðsenda 21, tdml 33968. Hárgreiðsln- ob snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. LOKAÐ vegna bruna um óákveðinn tíma. Hárgreiðsin- og snyrtistola STEIND OG DÓDÓ. Laugavegi 11. simi 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Simi 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 simi 14656. Nnddstofa á sama stað. reið sjálfri sér að hún sló hann í andlitið. Hún sló svo fast að hana verkjaði í höndina. Hún hljóp burtu frá honum eins hratt og hún gat og hvort sem það var heppni eða vitneskjan um það að hann horfði á eftir henni, þá hrasaði hún ekki í þetta skipti. Eftir örfá andar- tök var hún komin út úr lund- inum og út á slétt túnið fyrir framan húsið. Hún sanzaði allt í einu, sleppti pilsunum og svipaðist um. Hann var farinn aftur inn á millj trjánna og hún sá hann ekki. Hún vonaði að hún sæi hann aldrei framar. Gamet var fegin því, að Flor- inda var ekki í svefnherberginu. Hún fleygði sér endilangri í rúmið og hún var mátfllaus eins og tuska. Skömmu seinna heyrði hún bjölluna hringja til morgunverðar, en hún sinnti henni ekki. Hún var örmagna eins Qg hún hefði riðið fjall- vegi heilan dag. Rétt 'fyrir klukkan tólf kom Florinda inn. Hún hafði verið í útreiðartúr. Hárið var úfið eftir goluna og kinnamar rjóð- ar og hún var svo hraustleg að Garnetu langaði mest tii að slá hana líka. Florinda tók of- an leðurhanzkana og fleygði þeim 4, veggbekkýin. Hún kom að rúmmu og lagði höndina á öxlina á Garnetu. — Elsku vinan, sagði hún blíðlega. — Mér þykir þetta svo leitt! Garnet leit undrandi upp. — Hvemig veizt þú það? — Ég veit það svo sem ekki upp á hár. En hann særði þig voðalega, var ekki svo? Kverk- arnar lokuðust á Garnetu og hún gat engu svarað. Florjnda sagði: — Segðu ekkert nema hér sjálfri sýnist. En þetta liggur eiginlega í augum uppi. í>ú varst svo hamingjusöm. Þú iást svo vel við höggi. Garnet brosti skældu brosi. Hún kyngdi kekkinum sem var í hálsi hennar og sagði: •— I>ú reyndir að segja mér þetta. var ekki svo? — Jú. — Hvemig gaztu vitað það? — Þú varst ®vo glöð og ljóm- andi, Garnet. Og John, hann er eins og hús með iæstar dyr og gluggatjöldin dregin fyrir. Hún leit rannsakandi á Gametu. — Þú hefur fengið grasgrænu í kjólinn þinn. — Ég hrasaði og datt. — Það var gott ég kom. Mér datt í hug að hú vjldir vera ein, svo að ég var úti eins lengi og ég gat. En þú verður að koma niður að borða. Viltu að ég náj í hreinan k}6l handa 'þér? Gamet hafði enga matarlyst, en Florinda lét sig ekki. —• Ef þú kemur ekki að borða, þá verður Dona Manuela sann- færð um að þú sért veik, sagði hún aðvarandi. — Og ef Dona Manuela heldur að þú gért veik, þá máttu biðja fyrir þér Og þú átt ekkj á hættu að rekast á John í dag. Ég sá hann rétt í þessu ríða til fjaRa ejns og hundrað djöflar væru á hælun- um á honum. Garnet fór inn í borðsajinn og henni til undrunar kom hún niður matnum. Fyrir bragðið leið henni betur. þvi að hún hafði ekki nærzt á öðru en bolla af súkkulaði snemma um morguninn. Eftir matinn var hún sannfærð um að hún gæti ekki notið miðdegishvíldarinnar, en til þess að vekja ekki á sér athygli, lagði hún sig og af gömlum vana sofnaði hún. Þeg- ar hún vaknaði var hún miklu rólegri í skapi. Hún var enn særð og njðurdregin, en henni fannst þó ekki sem hver taug væri þanin til hins ýtrasta. Meðan á siestunni stóð hafði rignt ofsalega og það var svo kalt í herherginu, að í stað þess að fara á fætur, hnipr- uðu þær sig saman í rúmunum með ullarteppi yfir fótunum. Það var ekkj gler í gluggun- um og því urðu þær að loka hleranum, en þær höfðu nóg af tólgarkertum. Florinda saum- aði pífu í hálsmál á kjól Hún hugsaði afar vel um lötin sín, en hún vildi hvergi sauma nema í svefnherberginu. Hún gat nefnilega ekki saumað með hanzka á höndunum og þegar hún hreyfði hendumar við saumana, dró hún athyglina að þeim. Hún hafði ekki farið fram á neinn trúnað. En nú hafði Gam- et þörf fyrir að tala. Meðan regnjð fossaði niður fyrir utan, rakti hún samtal þeirra Johns fyrir Fiorindu. Florinda hlustaði með samúð, en hún var mjög undrandi. —• En, Gamet, hann sagðist vilja giftast þér! Ég var svo hrædd um að hann vildj aðejns fá þig fyrir ástmey og ég vissi að það yrðj þér hræðilegt á- lall. Ertu viss um að hann hafi talað um að giftast þér? — Hann er fús tjl að gangast undir athöfn sem hann virðist ekki bera nokkra virðingu fyrir. Florinda andvarpaði. — Það gerir enginn þeirra, vina min. Munurinn er aðeins sá að John hefur sagt þér það fyrirfram. Hún sat þögul nokkra stund og íhugaði viðbrögð Garrietar, síð- an sagði hún; — Gamet, ég er sjálfsagt skilningssljó, en hvers vegna viltu ekki taka honum? Garnet reyndi að útskýra þetta. — Tilfinningar hans gagn. vart mér eru ekki nógu djúpar. Hann yrði leiður á mér. — Ojæja, vina mín, þú yrðir 'sjálfsagt leið á honum líka. Ég get að minnsta kosti ekki gert mér í hugarlund að hægt sé að vera með karlmanni nótt og dag án þess að verða ieiður á hon- um. *— Ég gel það, sagði G^met þrjózk. — Þú hefur sjálfsagt njejra ímy»dunanafl en |ég. Heyrðu mig nú, Gamet, við skúlum hugsa okkur hið allra versta. Setjum svo að þú giftist John. Og segjum svo að hann yrði leiður á þér. Þú gætir fengið Skilnað. Ef ég hefði verið í New York, hefði ég ekki tailað svona. Það er auðveldara að bita í olribogann á sjálfum sér en fá skilnað í New York. En hér í Kalifom.u er það mjög auð- velt síðan bandarikjamennimir komu hingað. Kerridge var að tala um það um daginn. Banda- ríski alcaldinn getur fallizt á skilnað og það gengur eins og í sögu. Garnet strauk fingrunum gegnum hárið. Stundarkom sat hún þögul, hlustaði bara á regn- ið sem helltist niður. Umhugs- unin um skilnað hneykslaði hana ekki í sama hátt og hún hefði gert áður. En hún hafði rejst sér draumaborg kringum hjónabandið og klætt hana ást sem var sterk og stolt og um- fram allt eilíf. Sú tilhugsun að gifta sig með þeim fyrirvara að verða leiður á öllu saman var álíka ófullnægjandi og hin svo- kölluðu ástarævintýri Florindu. Hún hristj hárið frá enninu. — Það gagnar ekki, sagði hún. — Sumum konum finnst þess konar hjónaband betra en ekki, en ég er ekki í þeirra hópi. Ef ég vissi að hann elsk- aði mig minna en skyldi, væri ég alltaf hrædd og kvíðandi. Ég myndi híða þess á hverjum degi að hann segði: „Jæja, vertu þá bless, þetta er allt búið.“ Og svo kæmi að því að hann segði það og hvað yrði þá um mig? Florinda yppti öxlum. — Þú værir varla verr sett en þú ert nú. — Ojú, sagði Gamet hvössum rómi. — Éa er svo skelfilega hraust og spræk að ég ætti sjálfsagt heila kippu af smá- bömum. — Ég gæti nú kannski lið- sinnt þér eitthvað í því efni, sagði Florinda. — En sú hætta er alltaf fyrir hendi, og maður verður ag taka hana til greina. Hún lagði frá sér saumana og spennti greipar utanum hnén. — Mér dettur nokkuð í hug. Af hverju segirðu ekki við John, að þú vi'ljir fá helminginn af Torosa? Gamet stundi, Hugmyridin var svo fjarstæðukennd ,að hún gat engu svarað. Florinda hélt áfram: — Ég hef ekki hugmynd um hve stór Torosa er, en hún hlýt- ur þó að vera einar iuttugu þúsund ekrur. Helmingur af því er t'íu þúsund. Tíu þúsund er ekki stór jarðeign í Kalifomíu, en þó nógu stór íil þess að þú getur lifað sjálfstæðu lífj og ef þú færjr frá Kalifqrníu, gæt- irðu haft með þér sæmilega fúlgu heim. Gamet lá eins og stirðnuð í rúminu og hugsaði um hvað John hefði haft um þetta að segja, ef hann hefði hlustað á hana. Hún velti fyrir sér hvort honum hefði þótt þetta jafn- skynsamlegt og Florindu. Florinda tók upp saumana og hélt áfram að sauma pífuna í hálsmálið á kjólnum. Hún and- varpaði dreymandi á svip. — Ó, Garnet, hugsaðu þér hvað þú gætir gert með tíu þúsund ekr- ur! Þú veizt, að Kalifomiubúar eru dæmalaust indælir og geð- þekkir, en þeir eru óttalega lat- ir. Drottinn minn dýri, tíu þús- und ekrur og dálítið af banda- rísku framtaki — Gamet fór að hlæja. Hlátur- inn kom úr hálsi hennar í ó- jöfnum rykkjum. Florinda hætti og sneri til höfðinu kvíðin. — Garnet, elskan, hvað geng- ur að þér? Gametu tókst með herkjum að svara hennþ — Ég var ein- Laugardagurinn 25. mai 1963 SKOTTA ** Ég veit þó nokkuð um hið foma Rómaríki . . . . . . hef séð sex kvikmyndir og allar í panórama. Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 12. júní, 1963 kl. 10 f.h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning ftmdarsltjóra, ritara og kjör- 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjör- bréfanefndar. 3. Skýrsla stjómarinnar fyrir árið 1962. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir ár- ið 1962. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. 7. Kosning stjómar og endurskoðenda. TILBOÐ óskast í Dodge Weapon 14 manna, smíðaár 1953 og Ohevrolet vömbifreið smíðaár 1947. Bílarnir verða tál sýnis að Hlégarði í dag milli kl. 2 og 4 e.h. og þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 10 — 12 f.h. Tilboðum sé skilað fyrir 1. júní n.k. til sveitarstjórans Hlégarði, sem gefur nánari upplýs- ingar, sími um Brúarland. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. SVEITARSTJÓRI MOSFELLSHREPPS. 0 Sími 242Q4 •SW^BJÖRNSSON A CO. p.O. BOX 1M6 • UYIOAViK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.