Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.05.1963, Blaðsíða 12
Alþýðubandalagið í Reykjaneskjördæmi: SKEMMTUNIN er í félagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 20.30. D A G S K R Á Stutt ávarp: Gils Guðmundsson Gamanvísur: Sigurður Grétar Guðmundsson Upplestur: Hugrún Gunnarsdóttir Einsöngur: Ólafur Jónsson Kynnir: Þuríður Einarsdóttir D a n s . N E F N D I N Fjölséttir kosninga- íundir úti á landi Alþýðubandalagið heldur víða kosningafundi úti á landi þessa daga og eru þetta vel heppnaðir fundir og fjölsóttir og góður rómur gerður að máli ræðu- manna og er Alþýðubandalagið hvarvetna í sókn þessa daga. Sérstaklega eru Framsóknar- menn orðnir uggandi út af þess- um fundahöldum. Á Selfossi var góður fundur á miðvikudagskvöld og allvel sóttur. Málshefjendur voru Berg- þór Finnbogason, Einar Olgeirs- Skipverji á Hvassafelli ferst af slysförum Laugardaginn 18. þ.m. vildi það slys til í Rotterdam um há- degisbil, að Lárus Hjálmarsson, smyrjari á m.s. Hvassafelli féll af stigapalli, er hann var á leið í land, niður í þurrkví skipa- smíðastöðvarinnar, þar sem skipið er til viðgerðar, og lézt hann samdægurs. Lárus heitinn átti heima að Hjarðarholti við Reykjanes- braut. Lætur hann eftir sig konu og stjúpdóttur. son, Gils Guðmundsson og Karl Guðjónsson. Fundarstjóri var Rögnvaldur Finnbogason. Á Siglufirði var líflegur og skemmtilegur fundur að Hótel Höfn á miðvikudagskvöldið og var þetta fjölsóttur fundur. Málshefjendur voru Gunnar Jó- hannsson, Ragnar Amalds og Jónas Ámason. Auk þeirra fluttu stutt ávörp Hannes Bald- vinssón, Óskar Garibaldason og Tryggvi Sigurbjömsson. Fund- arstjóri var Einar M. Albertsson. Gerhart Schmith og félagar léku lög á milli ræðanna og að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. 1 Þorlákshöfn var ágætur fundur á fimmtudagskvöld og vel sóttur. Málshefjendur voru Bergþór Finnbogason, Einar Ol- geirsson og Karl Guðjónsson. Þá tóku til máls Sigurður Ámason, Hveragerði og Vilhjálmur Ein- arsson. Björgvin Salómonsson setti fundinn, en fundarstjóri var Gunnar Benediktsson. Á Þórshöfn var ágætur fund- ur á miðvikudagskvöld og var hann fjölsóttur. Málshefjendur voru Björn Jónsson, Páll Krist- jánsson, Hjalti Haraldsson og Angantýr Einarsson,,. Mikil ein- drægni var á fundinum miili sósíalista og þjóðvarnarmanna og mikill sóknanhugur á fund- inum. Nýstárlegt skák- mót á Siglufirði Dagana 25. maí til 3. júní fer fram skákmót á Hótel Hvanneyri á Siglufirði með þátttöku nokk- Dýrmæt 90 Einn vinur Þjóðviljans, sem oft hefur styrkt hann rausnarlega, Emil Tómas- son, kom inn á ritstjórn blaðsins í gær og bætti í blaðasöfnunina 1000 krón- ur af cllilaununum sínum. Lét Emil fylgja grein til rökstuðnings og verður hún birt einhvern næstu daga. Þjóðviljinn þakkar þessa góðu gjöf og þann hlýja og stóra hug sem henni fylgir. Söfnunin og öflun styrktar- manna blaðsins heldur að sjálfsögðu áfram. Tekiðerá móti framlögum í skrifstof- unni Þórsgötu 1, sími 17514, opið daglega kl. 10—12 f.h. og 1—6 e.h. urra af beztu skákmönnum landsins. Mót þetta er haldið í tilefni af opnun hótelsins í vor en hótelhaldari er hinn kunni skákmeistari Freysteinn Þor- bergsson. Keppendur eru 5 og verður tefld tvöföld umferð. en hér er þó raunverulega um tvö mót að ræða þar eð þrír kepp- endanna keppa innbyrðis um 4., 5. og 6. sæti í landsliði og hafa úrslit skáka þeirra við hina tvo keppenduma engin áhrif á þá keppni. Þeir sem keppa um lands- liðsssetin eru Benóný Benedikts- son, Freysteinn Þorbergsson og Jónas Þorvaldsson, en þeir urðu jafnir að vinningum á Skák- þingi íslands í vor. Er óþarft að kynna þessa kappa frekar fyrir skákunnendum. Hinir keppendumir tveir eru Halldór Jónsson núverandi skákmeistari Akureyrar og Þráinn Sigurðsson á Siglufirði sem er gamalkunnur skákmeistari. Sigurjón Sæmundsson bæjar- stjóri á Siglufirði mun setja mótið kl. 20 í kvöld og síðan hefst fyrsta umferð. Frey- steinn Þorbergsson hefur séð um allan undirbúning mótsins og eru aðkomumennimir gestir hans meðan á mótinu stendur. Frá handavinnusýn* ingunni á Grund Laugardagur 25. maí 1963 — 28. árgangur — 117. tölublað. Frá aðalfundi ÆFR r Einar Asgeirsson kjörinn formaður Ein af vistkonunum á elliheimilinu Grund skoðar þarna ýmsa fallega muni, eftir að hafa lagt fram sinn skerf til sýningarinnar. Þessar hosur eru prjónaðar af Sigríði Brynjólfsdóttur sem er 101 árs, og geri aðrar betur á hennar aldri. Aðalfundur Æskulýðsfylking- arinnar í Reykjavík var haldinn s.1. þriðjudagskvöld í Tjarnar- götu 20. Ragnar Ragnarsson varafor- maður flutti skýrslu fráfarandi stjómar í forföllum formanns, Lúðvíks Helgasonar. Bar skýrsl- an með sér að starfið s.l. vetur hafði verið fjölbreytt. Margir nýir félagar gengu í félagið á tímabilinu. Kjartan Ólafsson ræddi kosn- ingasamstarf Alþýðubandalagsins og Þjóðvamarflokksins, kosn- ingaundirbúninginn og starfið á kjördag. Finnur Hjörleifsson kynnti stefnuskrá Sósíalistaflokksins í æskulýðsmálum og var gerður góður rómur að máli hans. Þá fór fram stjómarkjör, for- maður var kosinn Einar Ásgeirs- son iðnnemi. Aðrir í stjóm: Hrafn Magnússon, varaformaður, Ingibjörg Haraldsdóttir ritari, Ríkharð Brynjólfsson gjaldkeri, Kristján Guðbjartsson spjald- Einar Ásgeirsson. skrárritari, meðstjórnendur: Bjami Gunnarsson, Borgþór Kjæmested, Jóhann Þórarinsson og Svavar Gestsson. AHir þessir fallegu bast- og tágamunir eru unnir af Snæborgu Þor- steinsdóttur en hægri hönd hennar er alveg lömuð, Þessir munir ásamt fjölmörgum öðrum fallegum og eigulegum hlutum eru í dag til sýnis og sölu á Elliheimilinu. — (Ljósm. Þjóðv, A, K,). 25 kr. aðgangsgjald r a Einhvem næstu daga ganga i gildi ný lög um skemmtana- skatt á vínveitingastöðum. Þá mun hverjum gesti gert að greiða 10 krónur í skatt þegar hann kemur inn, þessi skattur er lagður á fyrir félagsheimiila- sjóð og Þjóðleikhúsið, þá verður 5 krónu gjald sem veitingahúsin mega leggja á til að standa straum af innheimtu 10 króna gjaldsins og loks or ætlunin að innheimta fatageymslugjald. 10 krónur, um leið. Gjald það sem hverjum manni er þannig gert að greiða, þegar hann leggur leið sína á vínveit- ingastað er því 25 krónur. Inn- heimta gjaldsins hefst klukkan 8.30 öll kvöld nema föstudags- og laugardagskvöld, þá verður gjaldið innheimt klukkan 7. Ætlunin er að hver maður fái miða, sem kvittun fyrir gjald- inu, þó er ekki hægt að skreppa Enn einn menntamaður flýr brott af landinu Enn einn íslenzkur mennta- maður hefur nú ákveðið að flytj- ast af landi burt og Ieita sér at- vinnu erlendis. Er það dr. phil. Geir Guðnason, matvælaefna- fræðingur. Þjóðviljinn átti í gær stutt samtal við Geir Guðnason. Hann kvað það rétt vera, að hann væri á förum, og væri launa- kjörum mest um að kenna. Fyrst kvaðst hann mundu halda til N.Y. og leita þar fyrir sér. Laun þar kvað hann gera betur en hrökkva íyrir brýnustu lífsnauð- synjum, en á því vildi verða misbrestur hér heima. Ekki kvaðst Geir að svo stöddu vilja ræða nánar kjör íslenzkra menntamanna. En hver og einn getur gert sér í hugarlund, hver voði er búinn íslenzku þjóðinni, ef vísindamenn hennar sjá sér ekki lengur vært hér heima sök- um lélegs aðbúnaðar. I gærkvöld varð maður fyrir vörubifreiðinni R-13969 við Silf- urtún og glasaðist nokkuð. Lenti hann á hurð bifreiðarinn- ar hægra megin. Var hann að ganga yfir götuna á strætis- vagnastæði þarna rétt hjá. Maðurinn heitir Jón Sumarliða- son, Gunnarsbraut 32, Rvik, STYRKIÐ KOSNINGASJÓD G-LISTANS út og ætla inn aftur á sama miða. Þá verður að borga gjaldið að nýju. Nánari upplýsingar um þetta nýja fyrirkomulag geta menn fengið á skrifstofu Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, en hún er í Tryggvagötu 8, sími 2-2801. Það er mikið búið að róta í grunninum Austurtsræti 17 og er ætlun manna, að pósthúsið hafi sigið niður á suðvesturhom- inu og hafi raskazt á sínum forna grunni. Kosningahand- bók Fjölvíss komin úf Dt er komin Kosningahand- bókin, alþingskosningarnar 9. júní 1968, sem Fjölvís gefur út Bókin hefst á kafla úr kosningalögunum en síðan koma upplýsingar varðandi einstök kjördæmi. Birt eru úrslit alþing- iskosninga frá 1942, framboðs- listar og myndir af 5 efstu mönnum hvers lista í Reykja- vík og 3 efstu mönnum í öðr- um kjördæmum. Þá eru birt úr- slit bæjarstjómarkosninga í kaupstöðunum 1954 til 1962 og nöfn landskjörstjómar- og yfir- kjörstjórnamanna. Aftast í bók- inni eru svo blöð til þess að færa inn atkvæðatölur í hverju kjördæmi meðan á talningu at- kvæða stendur. Eins og sjá má af þessari upptalningu er marg- ar fróðlegar upplýsingar að finna £ bókinni varðandi kosn- ingar og frambjóðendur. Hafa kosningahandbækur Fjölvíss not- ið vaxandi vinsælda á undan- fömum árum. Bókin er prent- uð í Prentsmiðju Jóns Helga- sonar. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.