Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 3
HÖÐVILHNN StÐA 3 Sunnudagttrtnn 26. maí 1963 Á HVÍLDAR- DACINN EINU ALMANNAVARNIRNAR Hernámsstefnan Mörgum hefur hætt við að líta á deilumar um hernáms- stefnuna eins og hvert annað stjómmálalþras, líkt og pex um g j aldeyrisstöðu, sparifjársöfn- un eða íbúðarhúsabyggingar. Menn hafa talið aðildina að Atlanzhafsbandalagiriu vera eins og hvert annað fjölskyldu- samkvæmi þar sem við sýnd- um nágrönnum okkar og frændum vinsemd. Ýmsum hefur fundizt meinlaust þótt við ieyfðum nokkmm dátum að athafna sig á útkjálka- svæðum; meira að segja var hægt að hafa af því nokkum ábata. En allt tal um styrj- öld og lífsháska og lortímingu var aðeins marklaus orð, dæmi um ofstæki kommúnista. fjarri hinum hversdagslegu viðfangs- efnum raunveruleikans. í>essu fólki hefur brugðið í brún við skýrslu dr. Ágústs Valfells um afleiðingar her- námsstefnunnar. Það hefur allt í einu fengið að vita að rik- isst.iórnin hefur haft hóp sér- fræðinga á launum til þess að reikna út hvcrsu margir muni farast á íslandi ef til styr.i- aldar komi. hversu margir yrðu blindir í Reykjavík ef þeir horfðu af tilviljun í átt til Keflavíkur um leið og kjarnorkusprenging yrði, hversu margir myndu farast á svipstundu af völdum höggs og hita, hversu margir myndu brenna, hvernig helrykið myndi grúfast yfir landið, hversu mörg börn gætu fæðzt vansköpuð á Akureyri af völd- um erfðagalla vegna geislunar. hvemig alþýða manna gæti helzt dregiff úr háskanum með því að liggja á gólfinu í kjö'l- urum sínum í nokkra daga — meðan ríkisstjórnin og yfir- menn Almannavarna hefðust við í rammgerðu niðurgröfnu byrgi fjarri háskanum. Seinasta röksemdin Ágúst Valfells hefur sannað það í skýrslu sinni með ljós- um rökum að allur þessi háski er AFLEIÐING hernámsstefn- unnar. Því aðeins getur ísland orðið skotmark í styrjöld að hér eru bandarískar herstöðv- ar; enginn styrjaldaraðili hefði að öðrum kosti neitt við ís- lendinga að sakast. Svo alvar- legt er ástandið að sérfræðing- arnir hafa reiknað út að fyr- ir því séu 75% líkur að Kefla- víkurflugvöllur yrði skotmark þegar í upphafi styrjaldar. Hernámsblöðin hafa ekki borið við að mótmæla þessum staðreyndum, enda eru þær sannaðar fyrir atbeina Bjama teenediktssonar dómsmálaTáð- herra. Því hafa röksemdir hernámsmanna sundrazt ger- samlega síðustu vikumar. líkt og þær hafi orðið fyrir and- legri kjarnorkusprengingu; og þess er að vænta að á næst- unnj dirfist englnn að orða það að okkur sé vöm og ör- yggi að hemáminu ef til styrj- aldar komi. í rauninni má segia að eftir sé aðeins ein málsvöm. og henni hefur ver- ið hampað feimnlslega síðustu dagaria, sú aff Atlanzhafs- bandalaglð og hemaðarviðbún- aður bess koml í veg fyrlr að styrjöld skelli á og því sé okkur vernd að því að taka þátt í þelm viðbúnaðl. Hvernig fær þessi síðasta röksemd hernámsmanna stað- izt? Það ólíklegasta í trúnaðarskýrslu sinni um afleiðingar hemámsstefnunnar segir Ágúst Valfells og styðst þá við niöurstöður íremstu / sérfræðinga erlendis; -Nú er svo komið að hemað- artæknin meýnar samfélagsein- ingunum, þ.e. þjóðfélögunum, þá gagnkvæmu hegðun, sem tíðk- azt hefur milli þeirra frá alda öðli, þegar valdbeiting er end- anlega aðferðin til að útkljá öll deilumál þeirra. Með öðrum ] orðum hefur tækniþróunin, og þá um leið þjóðfélagsstærð og hernaðartækni, myndað eins- konar mótsagnarástand. Öll frekari þróun verður að ske á annan hátt en verið hefur (þ.e.a.s. með ófriði), ef ekki á að koma sá afturkippur í þróunina, sem óhjákvæmilega myndi leiða af ella. Meiri- háttar kjamorkustyrjöld i dag gæti valdið 100 ára afturkipp, eða jafnvei meir í þróun menningarinnar. Þannig mætti ætla, að stríðshættan sé minni en áður, þar eð enginn aðili getur lagt út í meiriháttar styrjöld, án þess að bíða af- hroð sjálfur." „Eins og áður hefur verið rætt um, yrðu afleiðingar af' meiriháttar kjamorkustyrjöld svo óhugnanlegar, að næstum er óhugsandi, að nokkur að- ili muni vísvitandi Ieggja út í slíka styrjöld að fyrra bragði.“ „Styrjöld að yfirlögðu ráði er það ólíklegasta eins og' sak- ir standa nú.“ Þetta eru niðurstöður Ágústs Valfells og hinna erlendu sér- fræðinga. Þær hnekkja ger- samlega hinum venjulegu rök- semdum hemámsblaðanna um að Sovétríkin hyggi á árásar- p ' '' styrjöld, að fslendingar gætu t' orðið fyTÍr hernaðarárás og í • hemámi hvenær sem væri, ef S hér værj ekkert lið til varn- r\ ar. I Hætturnar En af háskinn? Ágúst Valfells hverju staiar þá telur ar lítil eins og er, mun aukast er fleiri og fleiri þjóðir öðl- ast kjarnorkuvopn og eld- flaugar.“ Allar þesgar ástæður eru AFLEIÐING af vígbúnaðar- upp þrjár aðalástæður. Sú fyrsta : er SLYSNI, „mapnleg eða vél- ræn bilun“, þ.e. að stjómmála- menn eða hermenn missi vitið eða tæknileg mi'stök geti hrundið styrjöld af stað. „Jafnvel þótt líkurnar á mann- legri og vélrænni bilun séu litlar í hverju einstöku til- felli“, segir hann, „aukast samt heildarlíkumar eftir því sem vopnafjöldinn eykst. Að áliti sumra mun eldflauga- fjöldinn í heiminum árið 1975 verða orðinn allt að 50.000, og AflGIOinCI þá getur verið, að heildarlík- ^ urnar fyrir slysasprengingu eða jafnvel eyðileggipgu ó- vinaborgar einhvers aðila, vegna slysni, verði hvergj^ nærri hverfandi.“ Önnur ástæðan sem Ágúst Valfells nefnir er RANGT MAT Á AÐSTÆÐUM. Hann bendir á að í kjarnorkustyrj- öld sé talið mikilvægast að verða á undan, ef styrjöld sé álitin vofa yfir. og ráðamenn stórveldanna geti ekki verið ömggir um fyrirætlanir and- stæðinga sirina. „Við þessar aðstæður gæti það ástand myndazt“, segir Ágúst, „að annar aðilinn álíti sig hafa á- stæðu til að ætla, að hinn sé að undirbúa árás, og geri því sinn árásarflota reiðubúinn sem gagnráðstöfun. Hinn aðil- inn kann svo að öðlast vitn- eskju um hinn aukna viðbún- að, og þannig auka gagnverk- unaráhrifin spennuna, þar til annar hvor skýtur fyrst til þess að tTyggja sér fyrsta höggið." Þriðju ástæðuna nefnir Ágúst Valfells ÞRIÐJU ÞJÓÐ- INA og segir: „Þar er átt við þann möguleika, að minni þjóð, sem ef til vill er í bandalagi við stórveldi, geti komið af stað stríði. Annað hvort gæti þetta skeð vegna gagnverkunaráhrifa, eða, það sem ólíklegra er, vísvitandi. Þessi hætta, þótt hún sé eink- kapphlaupinu sjálfu, hern- aðarbanda’öguni, herstöðva- stefnu og æ stórfelldari vopna- búnaði. Hættan á slysni magn- ast með auknum vopnabúnaði; rangt mat á aðstæðum er mannlegur breyskleýki þegar taugarnar eru þandar til hins ýtrásta og hver mínúta er tal- in geta ráðið úrslitum; þegar tortimingarvopnum hefur ver- ið dreift um jörðina alla þarf ekki nema einn vitfirring til að hleypa öllu í bál og brand. Hættan er AFLEIÐING af vigbúnaðinum. Með þátttöku okkar á Atlanzhafsbandalaginu erum við fslendingar að leggja fram okkar skerf til þess að MAGNA hættuna á slysnj og röngu mati og dreifingu tor- tímarvopna. Með hernáminu er verið að TRYGGJA það að afieiðingar styrjaldar bitni þegar í upphafi á íslendingum með þeim afleiðingum sem lýst er í trúnaðarskýrslu Ágústs Valfells til Bjama Benedikts- sonar dómsmálaráðherra. Ut- anríkisstefna hernámsflokk- anna þriggja, Sjálfstæðis- flokksins, Fram'sóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins er þannig tilræði við lífshagsmuni íslenzku þjóðarinnar, með henni er reynt að magna allan þann hásba sem yfir Islend- ingum getur vofað. Eina leiðin En hverjar eru þá leiðimar til að bægja háskanum frá ís- lendingum og mannkyninu öllu? Ágúst Valfells ræðir þær einnig í skýrslu sinni. Hann bendir á „að stríðshættan muni aukast. eftir þvi sem fleiri þjóðir öðlast kjarnorku- vopn“ og heldur áfram; „Margir telja, að stríðsbætt- an muni vissulega aukast, nema hvi aðeins, að einhvrs konar samkomulag náist milli stórveldanna um takmörkun vígbúnaðar og rástafanir til að hefta útbreiðslu kjarnorku- vopna. Hætt er þó við að það verði ekki ráð nema í tíma sé telcið. f stuttu máli: Styrjöld virðist ólíkleg en þó möguleg. Búast má við, að styrjaldar- hættan fari vaxandi, nema að stórveldin sjái sér hag í að ná, og geti náð. einhvers kon- ar samkomulagi. áður en það er um seinan.“ Leiðin til að bægja háskan- um frá er þannig sú og sú ein að binda endi á vígbúnað- arkapphlaupið, sundra hern- aðarbandalögum og afmá her- stöðvar. Við íslendingar erum ekki miklir bógar á aiþióða- vettvángi. en okkur er ekkert annað sæmandi en að láta skynsemi og mennskar ti’finn- ingar stjórna athöfnum okkar, gera það sem við getum til þess að tryggja öryggi okkar sjálfra og mannkynsins alls. neita að framkvæma þá stefnu sem magnar háskann og gerir hann örugglega að hlutskipti okkar ef stcfnan ber árangur. Myndi það ekki vera verðugra verkefni fyrir ríkisstjórn fslands en að miða athafnir sínar vjð þær fram- tíðarvonir að lóta gera eitt öruggt skýli á íslandi. bað- an sem ráðherramir geti að loknum skriðið til að horfa yf- ir fallna bjóð og helbrunnið land? — Austri. Stefna „viireisnarinnar": Eyðslulán í stað framkvæmdalána Málgögn stjórnarfloklianna eru allt í eimr farin að rif ja upp að nýju fyrri áróður sinn um erlenda skuldasöfnun vinstri stjórnarinnar M.a. tók forsætisráðherra sig til nýlega og lýsti því bæði í út\'arpsum- ræðum og á sirkussýningu í Háskólabíói á dögunUm að er- lendar lántökur vinstri stjórn- arinnar hefðu verið stórhættu- legar. Það er því vert að rifja upp til hvers vinstri stjómin not- aði að miklu leyti þau lán, sem hún tók erlendis. Vinstri stjómin tók m. a. erlend lán: ★ vegna stofnkostnaðar við Sementsverksmiðjuna ★ vegna stofnkostnaðar \ið nýja Sogsvirkjun it vegna stofnkostnaðar nýrra virkjana á Austfjörðum og Vestfjörðum it vegna stofnkostnaðar við stórfellda endurnýjun fiski- skipaflotans Ar vegna stofnkostnaðar nýrra fiskiðjuvera víða um land. Viðreisnar-postularnir telja, að öll þessi lán liafi verið þjóð- hættuleg og stefnt lánstraUsti þjóðarinnar í voða. En einn kunnur hagfræðingur ríkis- stjórnarinnar, dr. Benjamín Ei- ríksson, sá sig þó knúinn til þess að mótmæla þessum áróðri strax í upphafi. Hann benti á, að vegna þeirrar framleiðslu- aukningar, sem skapast við aukningu framleiðslu- og at- vinnutækjanna, stæði þjóðin mun betur að vígi en áður tii þess að standa undir afborg- unum af erlendum lánum. Öll ár viðreisnarinnar hafa einkennzt af framkvæmdaleysi á þessum sviðum. Það mátti ekki taka framkvæmdalán er lendis. Hins vegar mátti taka þar EYHSLULÁN til þess að reyna að sýna hagkvæmari greiðslujöfnuð við útlönd. Loks við lok kjörtímabilsins kemur ríkisstjórnin svo með plagg, sem hún nefnir „fram- kvæmdaáætlun“. Og uppistaða hennar er sú, að allar meiri háttar framkvæmdir, sem ráð- ast á í samkvæmt áætluninni skuli gera fyrir erlent lánsfé. Það sem við upphaf viðreisnar- innar var fordæmt, er þannig sáluhjálparatriði hennar, þeg- ar komið er að kosningum. Fylkingin Fy lkingarf élagar! Munið fundinn í Há- skólabíói kl. 2 e.h. í dag. Félagsheimilið í Tjarn- argötu verður onið eftir fundinn t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.