Þjóðviljinn - 28.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1963, Blaðsíða 1
¦niNMimmiiuiiniiiiiiiiiiuiniiiMHiumi Þriðjudagur 28. maí 1963 — 28. árgangur — 118. tölublað. GLISTINN Í5ÓKN! Engir samningaf undir ^n^ ^nn^ í deilu skipasmiða Verkfall Sveinafél. skipa- smiða hefur nú staðið i röska viku, en það hófst mánudag- inn í fyrri viku. Verkfallið hefur verið algert og ekki hefur komið til neinna á- rekstra í sambandi við fram- kvæmd þess. Sáttasemjari rikisins hefur fengið deilu þessa til meðferðar en enn hefur hann enga fundi haldið með deiluaðilum og enginn fundur hafði verið booaður er blaðið lcítaðí upplýsinga um verkfallið í frær. Vrrðlst enginn asi á sáttasemjara við að reyna að leysa deiluna. STÆRSTI KOSNINGAFUNDURINN! ¦ Þrátt fyrir viðsjált veður, dynjandi úrhell- isskúrir frá hádegi en sólskin og uppstyttu á milli, tóku reykvískir kjósendur ungir og gamlir að streyma að Háskólabíói um tvöleyt- ið á sunnudaginn og höfðu fyllt hinn stóra fundarsal þegar kosn- ingafundur G - listans hófst. — Fánaborg ís- lenzkra og rauðra fána blasti við á rúmgóðu sviðinu og kjörorð voru strengd yfir: Kjósið G gegn EBE og ABD! ¦ Það sýnir ótvírætt sóknarþrótt G-listans í Reykjavík að fylgis- menn hans skuli með stuttum fresti fylla tvö stærstu samkomuhús höfuðborgarinnar á kosningafundi. — Þessi fundur í Háskólabíói var um margt sérstæður og mun fundarmönnum seint úr minni líða þær eggjanir og viðvaranir sem þar voru fluttar. Fylgdust menn með því sem fram fór af óskiptri athygli og létu í Ijós einhug sinn með ræðu- mönnum með dynjandi lófataki. övenjulegur fundur Það gaf fundinum æskubjartan og óvenjulegan blæ að fundar- stjórinn var ung kona, Bryndís Schram, sem fórst það prýðisvel bauð fundarmenn velkomna kyrmti dagskráratriði skýrri röddu og þokkafuHrij og þakkaði að lokum fyrir komuna. Söngur Ólafs Þ. Jónssonar og ekki sízt flutninguri Þorsteins Ö. Stephen- sen, Ingibjargar Haraldsdóttur, Þorsteins Jónssonar frá Hamri og Ara Jósefssonar á ættjarðar- og hvatningarljóðum. jafnframt því að varpað var myndum af málverkum á tjald á sviðinu, varð áhrifamikið og hugðnæmt fundarefni. Seint mun mönmim gleymast viövaranir þær er felast í ógn- vekjandi myndum til skýringar á skotmarkshættu herstöðvanna á Islandi, sem þarna var brugð- ið upp, m.a. úr hinni mjög um- töluðu skýrslu dr. Valfells. Einn- ig vakti mikla athygli þær svip- myndir úr starfi bandarísku per- sónunjósnanna á Islandi sem brugðið var upp. Páll Bergþórs- son flutti skýringar við þessar myndir á þann einstæða hátt sem honum er laginn. Hvað má höndin ein og ein? Þrjár ræður voru fluttar. Fyrstur talaði Gils Guðmundsson og lagði hann rökfast og snjallt út af tekstanum: „Hvað má höndin ein og ein?" Lagði Gils áherzlu á sjálfstæðismálið og hætturnar af hernáminu og inn- limuninni í Efnahagsbandalagið. „Um það er að velja hvort þetta stórbrotna land fær á komandi tímum að ala íslenzka. þjóð eða hvort það á að verða selstöð framandi ríkja, útvirki hernað- arstórvelda". Sú örlagaspurning „kveður okkur til sameiginlegrar baráttu, skipar okkur undir eitt merki. Það sem sameinar okkur er fullvissan um að frumskylda Framhald á 2.. síðu. <S>- Enn óvirðir meirihluti útvarpsráðs alþýðusamtökin með ósvífinni mismunun fé- lagasamtaka og stéttá Á fundi útvarpsráðs í gær samþykkti meirihluti ráðs- ins tilboð um útvarpsdag- skrá á Sjómannadaginn, mánudaginn 3. júní, þar sem áyörp eiga að flytja í síðdeg- isdagskrá Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðih., full- trúi rikisstj grnarinnar, Bald- ur Guðmundsson útgerðar- Verður næsta rosafrétt frá Áka Það er ekki hátt ris á þeim tíu fyrrverandi Þjóðvarnar- mönnum sem á laugardaginn laumuðust tfl allra hernáms- blaðanna með yfirlýsingu íþá átt að þeir ætluðu sér ekki að styðja sameiginlegt fram- boð Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins í þessum kosningum! Gleði hernáms- flokkanna sýnir hvers eðlis þessi verknaður er. Um þetta tiltæki sagði Gils Guðmundsson á kosninga- fundinum í Háskólabíói; „Ég er þess fullviss að sú samstaða sem þegar hefur náðst meðal vinstri manna mun bera eftirminnilegan og mikinn árangur. Og það breytir áreiðanlega engu þó að blöð allra hernámsflokk- anna birti í dag yfirlýsingu frá nokkrum fyrrverandi Þjóðvarnarmönnum, um að þeir styðji ekki G-Iistann. Þessir menn sögðu sig form- Iega úr Þjóðvarnarflokknum fyrir meira en tveimur árum, og ekki studdu þeir flokkinn í bæjarstjórnarkosníngunum síðustu, nema síður væri. Yfirlýsing þessara manna er því ámóta frétt eins og það, ef Áki Jakobsson lýsti því opin- berlega yfir. á morgun, að hann styddi alls ekki Alþýðu- bandalagið". •k Móti einingu hernáms- andstæðinga Þjóðviljanum barst ekki af- rit af „yfirlýsingunni" fyrr en í gær, en hún er undirrituð af Þórhalli Vilmi-ndarsyni, Bárði Daníelssyni, hiönunum Birni Sigfívssyni og Kristínu Jónsdóttur, Hafsteini Guð- mundssyni, Magnúsi- Baldvins- syni, Sigurði Elíassyni, Valdi- mar Jóhannssyni, Þórhalli Halldórssyni og Valdimar Jónssyni. En þarna eru garp- arnir sem sögðu sig úr Þjóð- varnarflokknum til að mót- mæla því að hernámsandstæð- ingar sameinuðust í einum samtökum! Og nú vilja þeir verða „góðu börnin" hernáms- blaðanna í nokkra daga, ef verða mætti til að spilla eitt- hvað fyrir þeirri samstððu hernámsandstæðinga sem náðst hefur í þessum kosning- um. ¦MUIW«MMIMHHIHHIIIIiaiim«HIIIIHMIIHIIIllB«nUHm maður, fulltrúi útgerðar- manna og Gunnar Friðriks- son forseti SVFÍ, fulltrui sjómanna, og Pétur Sigurðs- son alþingismaður á bæði að flytja ávarp í kvölddagskrá og koma fram í síðdegis- dagskrá og afhenda verð- laun Sjómannadagsráos. Elns og kunnugt er meinaði meirihluti útvarpsráðs Alþýðu- sambandi íslands og Bandalagi starfsmanna rikis og bæja að eiga nokkra aðild að dagskrá útvarpsins 1. maí s.I. á þeirri forsendu að svo stutt væri til kosninga að ekki væri rétt að leyfa formönnum þessara fé- lagasamtaka að koma fram í dagskránni og flytja ávörp þar sem þeir væru framámenn í pólitík. Þá voru 6 vikur til kosninga, en nú þegar aðeins Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.