Þjóðviljinn - 28.05.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.05.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA & HÓDVILJINN Þriðjuclagunnn 28. mai 1963 Osvífin mismunun. • • Framhald aí 1. síðu. eru fi dagar til kosninga sam- þykkir meirihluti útvarpsráðs h|ns vegar að ieyfa Pétri Sig- urðssyni að koma fram í út- v-irpinu fyrir hönd sjómanna- samtakanna þótt hann sé fram- bjóðandi við kosningarnar og hafi algerlega sömu aðstöðu í því efni og forsétar ASÍ og BjSRB. Hér er því um óvenju ósvífna pólitíska valdbeitingu að ræða og mismunun félaga- samtaka og stétta. FuUtrúi A’þýðubandalagsins í útvarpsráði. Björn Th. Björns- son listfræðingur, mótmælti harðlega þessari ákvörðun meirihluta útvarpsráðs og lét af því tilefni bóka eftirfarandi greinargerð fyrir atkvæði sínu: Bókun Björns Th. Bjömssonar „Þegar mcirihluti útvarpsráðs ákvað með samþykkt hinn 23. apríl 1963 að meina tveim stærstu launþegasamtökum landsins, A SÍ og BSRB hlutdeild að dag- skrá útvarpsins á hátíðisdegi þeirra. 1 maí. var sú synjun á því byggð, að of skammt þætli til alþingiskosninga, eða sex vikur. Nú liggur fyrir dagskrártil- boð um það, að fulltrúar sjó- manna og útvegsmanna, auk sjávarútvegsmálaráðiherra, fái að flytja raeður í útvarpið á sjómannadaginn. hinn 3. júní. og hefur meirihluti útvarpsráðs þegar lýst óformlegu samþykki sínu við það. Virðist þvi sem hin fyrri rök séu ekki aðeins brott felld, heldur þeim við snú- ið. þar sem aðeins eru tæplr sex dagar til koaiinga i þessu tilviki, en ekki sex vikur. Þótt mér þyki engin skyn- samleg rök mæla með því að bægja íslenzkum launþega- eða öðrum stéttarsamtökum frá út- varpinu á hátíðisdögum þeirra, þótt kosningar séu framundan — enda eru dagar þessir á þeim tíma árs, að þeir hljóta alla jafna að vera i nánd kosninga. þau ár sem þær eru haldnar — sýnist mér útvarpsráð með þess- ari samþykkt bregðast svo ber- lega trúnaðarerindi sínu, að ekki megi láta ómótmælt. I 5. grein laga um útvarpcrekstur ríkisins er útvarpsráði falið sem höfuðsKyldu að gæta þess, „að vlð útvarpið riki fyllsta ó- hlutdrægni gagnvart... öllum stefnum . . . fclogum og einstök- um mönnum“. f slað þess að virða það trúnaðarerindi sem útvarpsráði er þannig falið af Alþingi fjmir hönd alþjóðar, myndi það að mínu álitj ekki aðeins litiilækka síg til flokks- pólitískrar hlutdrægni, heldur einnig til hinnar grófustu mis- mununar félagssamtaka og stétta með samþykkt framkom- mnar dagskrártillögu. Af framansögðum ástæðum greiði ég atkvæði gegn tilboð- inu um útvarpsræður stjórn- málamanna á sjómannadaginn og þar sem mál þetta snertir mörg hin stærstu félagasamtök landsins, mun ég krefjast birt- ingar á efnislega samhljóða á- liti í sambandi við fréttir um útvarpsdagskrá þann dag.“ Afstaða Gröndals og Kristjáns Dagskrártilboðið var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og fylgdi fulltrúi Framsókn- arflokksins, Þórarinn Þórarins- son ritstjóri, nú íhaldinu og krat- anum í einu og öllu. Eftirtektar- vert er, að formaður útvarps- ráðs, Bancdikt Gröndal er sjálf- ur flutti tillöguna um að meina forsetum ASÍ og BSRB að tala 1. maí hafði ekki kjark til að mæta á fundinum í gær hcldur Iét varamann sinn, Stefan Júlí- usson mæta, og lýsti hann því yfir að hann væri óbundinn af afstöðu Bencdikts. Bencdikt mun hafa það sér til afsökunar að hann er nú á framboðsferða- lagi í Vesturlandskjördæmi, en þar sem hann er formaður ráðs- ins var honum í lófa lagið að ákveða fundardag er honum hcntaði. Kristján Gunnarsson kennari og framámaður í BSRB lét sig ekki muna um það að grciða því atkv. að fulltrúi at- vinnurekenda fengi að koma fram í dagskrá útvarpsins sex dögum fyrir kosningar þótt hann hefði áður greitt atkvæði gegn því að forseti BSRB, hans eigin félaga- samtaka, fengi að tala í útvarp- ið sex vikum fyrir kosningar. Sýnir framkoma þeirra Bene- dikts og Kristjáns í þessum mál- um að þeir setja flokkshagsmuni ofar trúnaðarerindi sínu í út- varpsráði. Siærsti kosningafundurinn Neyðin í Danmörku Bftir að Gylfi Þ. Gísla- son vakti athygli með hús- móðurræðu sinni hefur Al- þýðublaðið leitað dauðaleit að einhverjum kvenmannni sem fengist til að vitna með hinni tignu stallsystur sinni. Og loksins í fyrradag fannst ein húsmóðir í Reykjavík sem vildi taka undir með frú Gylfa ásamt fjórum kaup- sýslumönnum. Til marks um vesældina segir f rúin eina sögu: „Fyrir nokkru voru hjá mér dönsk hjón, sem ég gekk með í búðir m.a. Þegar við vor- um að skoða í gluggana á . matvöruverzlunum hrópaði konan upp yfir sig: 'lún hafði aldrei séð þvílíkt úrval. IIú71 hafði aldrei séð jafnmikið af búðingum, ávöxtum og mat- vörum yfirleitt. Hún varð bókstaflega veik, þegar hún sá. hvað íslenzkar húsmæður höfðu úr að moða. Hún hafði aldrei kynnzt þessu i Dan- mörku. Og að lokum keypti hún fleiri pakka af köldum búðingum, sem fæst mikið af hérna og eru einkar handhæg- ir og ódýrir. Hún flutti þá með sér yfir hafið til Dan- merkur og sagðist ætla að sýna vinkonum sínum þar eitt lítið dæmi um þá paradís að ganga í búðir á Islandi". Þeir sem til Danmerkur hafa komið munu kannast við þessa átakanlegu lýsingu á vöruskortinum þar. Aldrei sést- ávöxtur í því landi, og mikill hörgull er á matvæl- um, að maður ekki nefni þau undur veraldar sem heita kaldir búðingar. Er þess sann- arlega að vænta að vinkonur dönsku frúarinnar, sem fá að skoða búðingana hjá henni, komi sem skjótast í innkaupa- ferðir til Islands til þess að kynnast sjálfar þeirri „para- dís að ganga í búðir á Is- landi“. Við munum taka þvi með karlmennsku, þótt þær hrópi mikið fyrir utan glugg- ana í matvöruverzlunum; hitt er verra ef þær verða alíar „bókstaflega veikar", eins erf- itt og það er að komast í sjúkrahús á íslandi. ,,Efni á að kaupa allt“ En hið glæsilega vöruval í verzlunum er ekki aðeins til þess að uppfylla alla drauma langsoltinna Dana; íslenzka frúin segist einnig njóta þess í ríkum mæli: „Nú er það svo segir Sigríður, að maður fær næstum allt sem hugurinn girnist, vöruúrvalið er orðið svo mikið. Svo líka hefur það sitt að segja, að maður hefur getað veitt sér meira á síð- ari árum en fyrr. Nú getur maður valið um m&rgar teg- undir og gæðaflokka. hvort sem farið er í matvöru-, vefn- aðar- eða ekó-verzlun. . . . Að vísu eru ávextir dýrir nú, en fólk hefur efni á að kaupa þá, það virðist hafa efni á að kaupa allt sem þvi dettur í hug". Þessi ánægða Sigríður er Bjamadóttir, og eiginmaður hennar heitir Gunnar Vagns- son og er viðskiptafræðingur og hægri hönd Gylfa Þ. Gísla- sonar í stjómarráðinu. Meðal annarra orða. hvað skyldi Gunnar hafa í kaup? — Austri. bifreiðaleigan HJOL Framhald af 1. siðu. hverrar þjóðar er að verja lífsrétt sjálfrar sín, verðmæti menningar sinnar". Samstaða vinstri manna árangursrík 1 lok ræðu sinnar sagði Gils m. a.: „í kosningum þeim sem fram eiga að fara eftir réttan hálfan mánuð er svo mikið í húfi, að það væri óverjandi ábyrgðar- leysi af hálfu allra einlægra vinstri manna og falslausra her- námsandstæðinga að ganga fram sundraðir. Þegar slík örlagaglíma er háð, má cnginn ágreiningur um minni háttar eða fjarlægari mái koma i veg fyrir að ábyrgir menn, sem skynja hættuna, skipi sér í eina fyikingu. Með þessar staðreyndir í huga hafa Þjóðvarnarmenn og Alþýðu- bandaiagsmenn nú tekið höndum saman og heita á alla andstæð- inga núverandi stjórnarstefnu að ganga fram undir merkjum G- listans til að endurheimta rétt hins vinnandi fólks og þó öilu öðru fremur rétt til þess aö lifa .sjálfstæðu menningarlífi i landi feðra sinna og mæðra. Iandinu sem niðjar okkar eiga eftir að erfa. Ég er þess fullviss, að sú samstaða, sem þegar hefur náðst meðal vinstri manna mun bera eftimiinnilegan og mikinn ár- angur“. „Kosningabaráttan stendur nú scm hæst. Vinnum ötullcga þann hálfa mánuð sem eftir er til kosninga. Landið sem okkur var gefið. mér og þér. kveður okkur til starfa. Látum ásannazt að við séum íslendingar og viljum ekki annað vera“. Réttum hlut hins vinnandi manns Annar ræðumaður fundarins var Alfreö Gíslason læknir. Rakti hann í skýru máli hvemig loforð viðreisnarflokkanna um leið til bættra lífskjara hefðu snúizt í öfugmæli í framkvæmd- inni, enda þótt sjálfsbjargarvið- leitni fólks og einstakt góðæri hefðu hamlað á móti verstu af- leiðingum stjómarstefnunpar á lífskjörin. Ræddi Alfreð sérstakléga vinnuþrælkun og áhrif hennar á heilsu manna og lífshamingju og lauk ræðunni með hvöt til;, allra heiðarlegra vinstrj, Lézt í sjúkra- að samfylkja til sóknar til að rétta hlut hins vinnandi manns, samfylkja um G-Iistann, sam- eiginlcgt framboð Alþýðubanda- Iagsins og Þjóðvarnarflokkslns í kosningunum 9. júní. Að vera íslendingur Þriðji ræðumaðurinn var Magnús Kjartansson ritstjóri. Lagði hann áherzlu á að í kosn- ingabaráttunni er tekizt á um hin stærstu mál þjóðarinnar. Magnús lauk ræðu sinni á þessa leið: „Þegar lífsskoðun valdhafanna knýr þá til þess að boða þá kenningu, að bezta ráðið til að efla sjálfstæði þjóðar sé að fórna sjálfstæði hennar, er skoðana- ágreiningurinn kominn Iangt út fyrir allar hversdagslcgar deilur um fyrirkomuiagsatriði í þjóðfé- laginu. Hver Islendingur sem lætur sig nokkurs varða framtíð sína og afkomenda sinna neyðist þá til að staldra við og skyggn- ast fram í tímann. I rauninni má segja að í kosningunum i sumar sé eitt atriði svo stórt að það feli í sér öll önnur, sú ein- falda spurning sem hver einasti þegn verður að gera upp við sig af alvöru og einlægni: Vil ég halda áfram að vera Islending- ur?“ Ræðan er þirt í heild á 4. síðu blaðsins í dag. UmferSarslys Framhald af 12 .siðu. Gunnar Birgir Gunnarsson. 19 ára gamall og til heimilis að Öldugötu 25 fótbrotnaði og hlaut auk þess fleiri meiðsli og var hann fluttur í Landakotsspítala. Hesturinn brotíiaði svo mikið að það varð að aílífa hann á staðnum. Auk þessara tveggja slysa urðu allmörg önnur minni umferðar- slys um helgina og í gær en ekki urðu alvarleg slys á mönn- um í þeim. Orlofsdvalir reykvískra hús- mæðra í sumar flugi Enskur togarasjómaóur lézt í sjúkraflugi milH Neskaupstaðar og Reykjavíkur í fyrradag. Var hann í sjúkraflugvél Bjöms Pálssonar. Tvívegis hafði hjarta manns- ins hætt að slá en tekjzt að lífga hann vjð, en í þriðja sinn var ekkj unnt að hjálpa honum. Á sunnudagsmorgun kom enski togarinn St. Clad frá Hull inn til Neskaupstaðar með illa slasaðan sikipverja og hafði hann lent í togvírum og klemmst illa. Á sjúkrahúsinu komu i ljós mikil innvortis mciðsli og var ákveðið að flytja manninn suður í skyndi. ! Eins og tvö síðastliðin sumur mun orlofsnefnd húsmaeðra hafa orlofsdvalir fyrir reykvískar húsmæður í sumar. Síðastliðið sumar dvöldu 107 konur á veg- um nefndarinnar í húsmæðra- skólanum á Laugarvatni og að Hlaðgerðarkoti dvöldu 36 konur og 90 böm á vegum orlofsnefnd- ar i júlí og ágúst. Að þessu sinni hefur nefndin fengið Hlíðardalsskólann í Ölf- usi fyrir orlofskonur frá 25. júní til 25. júlí. Orlofsnefnd hefur skrifstofu í Aðalstrætj 4 uppi (gengið inn frá Fischerssundi) og verður hún opi-n frá kl. 2—5 alla daga nema laugardaga og sunnudaga frá 27. maí. Nauðsynlegt er að konur sæki sem fyrst um og gefur skrifstof- an allar nánari upplýsingar um orlofsdvalimar. — Sími 20248. Fyrir börnin í sveitina Gallabuxur Peysur Mittisblússrur Skyrtur Næríöt og sokkar. RÚDOLF Laugavegi 95. Sími 23862. Valur vann K.R. I gærkvöld vann Vaiur KR með þremur mörkum gegn engu. 1 hálfleik stóðu leíkar þannig, að Valur hafði eitt mark og KR ekkert. KIPAUTGCRB RIKiSINS M.s. Esja austur um land í hringferð 4. júní. Vörumóttaka í dag til Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar og Seyð- isfjarðar. Farseðlar seldir á föstudag. SOLU_____________________ mOllUSlAN LAUGAVEGI 18=& SIMI 19113 HÖFUM KAUPENDUR að 3 herb. góðri íbúð inn- an Hringbrautar, mikil út- borgun. að tveggja hcrb. nýlegum íbúðum. miklar útborgan- ir. að 4—5 herb. hæðum sem mest sér, miklar úlb< >rg- anir. að fallegum einbýlishúsum. helzt við sjóinn, má vera á Seltjarnamesi eða 1 Kópavogi. Miklar útborg- anir. TIL SÖLU: Kaffi- og veitingastofa i fullum rekstri á góðum stað við Laugaveg. 3 herb. hæð i timburhúsj við Nýbýlaveg. 3 herb. hæð við Njarðar- götu, ásamt einu herb. i risi, sér hitaveita. 3 herb. ný og glæsileg íbúð í Lau.garp.esi- 4 herb. góð kjallaraíbúð I Vogunum. 4 herb. hæð. 117 ferm. við Suðurlandsbraut, ásamt 40 ferm. skúr. Hús við Hiitaveituveg 4—5 herbergja allt nýstand- sett. Hafio samband við okkur ef þér burfið að kaupa eða selja fasteionir. ASdfundur Norræna félagsins verður haldinn þriðjudaginn 28. maí 1963 í Þjóðleikhússkjallaranum og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Iðnaðarbanki íslands h.f. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar hinn 25. maí s. 1. greiðir bankinn 7% arð. til hluthafa fyrir árið 1962- Arðurinn er greiddur í afgreiðslusal bankans gegn framvísun arðmiða merktum 1962. Reykjavík, 7. mai 1962. EÐNAÐARBANKI ISLANDS H.F. Móðir okkar og fósturmóðir HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR lézt að Elliheimilinu Grund laugardaginn 25. þ.m. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. þ.m. kl. 1.30. Blóm afbeðin. Gunnlaugur Pétursson Lára Þórðardóttir Ásvegi 10. t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.