Þjóðviljinn - 28.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.05.1963, Blaðsíða 8
3 SIÐA MÖBVIIIINN Hagnýt tifraunastarfsemi um nýjar verkunaraðferðir sjávaraffans Eitt af Þvi sem stendur í vegi fyrir eðlilegri framþróun í verkun á sjávarafla er, að okkur skortir tilfinnanlega til- raunaverkunarstöð. Ég vil léyfa mér að taka svo djúpt í árinni að segja, að þessi vönt- un sé stærsta hindrunin í vegi eðlilegra framfara á þessu sviði. Meðal stórþjóða, þar sem allur rekstur er tröllaukinn í samanburði við okkar rekstur sem vonlegt er fer slík starf- serni fram á vegum félaga, einstaklinga og félagasamtaka eða þá ríkisins, allt eftir því hvað hagkvæmast þykir. En hér hjá akkur fer engin slik starfsemi fram. Við eigum enga tilraunaverkunarstöð. Til að fyrirbyggja allan mis- FISKIMÁL- Eftir Jóhann J. E. Kúld skilning, þá er rétt að taka það fram strax, að menn mega ekki blanda verkefni slíkrar verkunarstöðvar saman við rannsóknarstofur í þágu sjáv- arútvegsins. Hins vegar er slíkum tilraunaverkunarstöðv- um nauðsynlegt að hafa góða samvinnu og njóta sérfræði- legrar aðstoðar slíkra rann- sóknarstofnana, Mannlegri þekkingu er í flestum tilfellum sá stakkur skorinn að fleiri einstaklingar með reynslu. Isérdóm og hug- vit verða að leggja fram sinn --------------------------------- Samtrygging í fjóra áratugi 1 gær átti Samtrygging ís- lenzkra botnvörpunga 40 ára af- mæli. en félagig var stofnað þ. 25. maí 1923 að tillögu, sem þá- verandi formaður FlB bar fram á fundi félagsins í janúar s.á. Eigendur 16 togara gengu í trygginguna á stofndegi og þá var stjóm þeirra kosin. Jón Öl- afsson var kosinn formaður og Kjartan Thors ritari. Gunnar Egilsson var félaginu til aðstoðar við stofnunina, hánn hafði umþaðsamband við brezk- an tryggingamiðlara, Percy Hard- ing og var fyrirmyndin sótt til Fleptwood. Tvær meginbreytingar urðu á tryggingarkjörum þeirra sem tryggðu skip sín hjá Samtrygg- ingunum. önnur sú, að tjóns- viðgerðir voru greiddar að fullu án tillits til aldurs skipanna og hin að skipin voru tryggð fyrir endumýjunarverði. Strax fyrsta árið voru 2/3 togaraflotans tryggðir hjá félaginu. Frá stofnun og til stríðsloka fórust alls 16 skip félagsins. Fyrsta tjónið varð árið 1925 í Halaveðrinu, þegar togarinn Leif- ur heppni fórst. Þessir menn hafa gegnt fram- kvæmdastjóraembætti fyrir fé- lagið: Gunnar Egilsson skipa- miðlari, Páll Ólafsson útgerðar- maður og Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur. Núverandi stjóm Samtrygginga skipa þessir menn: Kjartan Thors formaður, Ólafur H. Jónsson rit- ari, Ásgeir Stefánsson, Geír Thorsteinssoh og Ólafur Tr. Einarsson. Varamaður í stjóm er Jón Axel Pétursson. GEISLAHITUN U vill ráða 5—6 pípulagningamenn til starfa. Ennfremur 2 nemendur. — Löng vinna. — Oft möguleiki á ákvæð- isvinnu. Upplýsingar í skrifstofunni Brautarholti 4, og 5 simum 19804 og 12307. skerfinn hver, ef æskilegur árangur á að fást. Þannjg þarf að leggja fram þá þekk- ingu sem til er í hverri ein- stakri grein verkunar, og síðan að leggja þar við. eða finna upp nýjar verkunarað- ferðir, sem í sumum tilfellum geta átt rsetur í eldri verkun- araðferðum. f slíkri leit verður að beita jöfnum höndum vis- indalegri rannsókn og áunn- inni, hagnýtrj þekkingu, sem oft hefur orðið til með reynslu margra kynslóða. Hvorugan þáttinn í þessari starísemi má vanmeta, ef æskilegur árangur á að nást. og þarna verður að vera góð samvinna á milli. Þegar athuguð er smæð ís- lenzku þjóðarinnar, þá held ég að slíkri tilraunaverkunarstöð verði ekki komið upp og hún starfrækt. nema að ríkið hafi þar um forgöngu, enda er slík starfsemi í þágu aliþjóðar, og getur af þeim sökum fallið undir forustu hins opinbera framtaks. Hitt væri einnig hugsanlegt. að allir fiskverk- endur í landinu sameinuðust um slíka starfsemi Og þættj sú leið fær, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hún værj farin ef menn kysu það held- ur. Aðalatriði þessa máls er. að hafizt verði handa um slíka starfsemi og að hún verði rétt upp byggð frá byrjun. Aðkallandi verkefni slíkrar stöðvar Tilraunaverkunarstöð sem rekin er í þágu sjávarútvegs- ins og alþjóðar þarf að vera það vel úr garði gerð að hún geri tilraunir um margvíslega verkun. bæði á síld, þorski og öðrum fisktegundum. Hún þarf að hafa forgöngu um end- urbætur á öllum núverandi höfuðverkunaraðferðum þorsk- aflans, hraðfrystingu, söltun og herzlu. Þá þarf slík stöð að géra tilraunir með nýjar verk- unaraðferðir sem ýmist geta átt rætur í eldri verkunarað- feðum eða fæðast nýjar frá grunni gegnum tilraunir og hugvit reyndra manna á þessu sviði. Á sama hátt þarf að taka fyrir verkun á síld. Þá gætj það einnig orðið verkefni slíkrar stofnunar. að fá starf- andi niðursuðuverksmiðju á Jri IL vandann. 9er.^ viáú ^ð°r' S° >r HJOLBARÐINN Laugavegi 178 — Sími 352fc> ákveðnu sviði til opnunar á nýjum mörkuðum. Verkefni fyrir slíka tilraunaverkunar- stöð eru óþrjótandi, en að sjálfsögðu væri ekki hægt að taka fyrir nema fá þeirra á sama tíma. Þegar slík starf- semi hefur gert endurbætur á einhverri verkunaraðferð eða komið með nýja fram á sjón-' arsviðið, þá yrði það að vera hlutverk sölusamtaka og kaup- sýslumanna að ryðja vörunni braut á erléndum mörkuðum. Þegar búið væri að ná góðum árangri í þessu tvíþaétta verk- efni í einhverri grein þá og þá fyrst ætti röðin að véra komin að hinum almenna framleiðenda að heíjast handá um framleiðslu á vörunni. Að sjálfsögðu yrði einnig sam- vinna á milli hins almenna framleiðanda og slíkrar stofn- unar, þannig að hugmyndir sem fram kæmu hjá framleið- endum um breytingar á fram- leiðslu eða nýja framleiðslu, yrðu sannprófaðar i slíkri til- raunastöð, þættu þær þess virði að beztu manna yfirsýn á þessu sviði. Það er varla nokkur vafi á því, að slík starfsemi, væri til hennar vandað, gæti lyft Grettistaki á sviði okkar fisk- framleiðslu og aukið þjóðar- tekjurnar að miklum mun þeg- ar fram liðu stundir. Gerði hún þetta ekki. þá væri hún skakkt upp byggð og ekki fengin réttum mönnum í hend- ur. En að sjálfsögðu er það eitt af höfuðskiiyrðum fyrir góðum árangri á þessu sviði sem öðrum, að fagþekking og sönn vísindastarfsemi fái not- ið sin, en þetta ekki gert að pólitískum bitlingi handa ein- hverjum undirmálsmönnum, ejns Og dæmin eru allt of mörg til um úr opinberu lífi. Enda draga sig þá allir sæmi- legir menn sem eitthvað hafa til brunns að bera til baka. og vilja ekki koma nálægt slíku, enda eru þeim allir vegir fser- ir á hinum almenna vinnu- markaði. Við höfum ekki efni á því, að trassa slíka starfsemi lengur Ætlum við i náinni framtjð að byggja að meginhluta ut- anríkisverzlun okkar á útflutt- um sjávarafla þá er sannar- lega kominn tími til að við förum að undirbyggja vinnslu og með meiri fyrirhyggju en úr aflanum af meira raunsæi verið hefur En einn sjálf- sagður og þýðingarmikill liður i þeirri uppbyggingu er slík tilraunaverkunarstöð eins og ég hef gert hér að umtalsefni. Máski hugsar einhver sem svo, að við höfum ekki efni á þvi að stofna ti] slíkrar starf- Sigrastá mænusótt Mikið hefur dregið úr mænu- sótt um allan heim. segir í skýrslu frá WHO um heilbrigð- isástandið 1962. Frá árunum 1954—56 til ársins 1960 er gizk- að á að mænusóttartilfellum hafi fækkað um 65 prósent. 1 Asíu hefur þó aðeins dregið úr veikinni um 25 prósent og hún hefur aukizt í Afríku um 10 prósent, en í þessum hlutum heims bar minnst á henni áður. Mænusótt hefur jafnan komið harðast niður þar sem mest er hreinlætið. semj, en vjð þann mann vi! ég segja þetta: Við höfum ekki efni á þvi að trassa þetta verkefni lengur en orðið er. því skaði okkar verður því mejri sem við látum það lengur ó- gert. Þjóðir sem hafa vinnslu úr sjávarafla sem tiltölulega þýðingarlitla atvinnugrein. þær telja sig ekkj geta verið án slíkrar starfsemi á ein- hverra vegum. Hvað skyldi þá vera um okkur, sem í dag verðum að byggja alla okkar utanríkisverzlun á því að sem mest fáist úr sjávaraflanum hverju sinni. Slík starfsemi á að vísa veginn Slík sarfsemi á að visa framleiðendum veginn í fisk- - Þriðjudagurinn 28. maí 1963 verkunarmálum, undirbyggja auknar og varandi þjóðartekj- ur af útgerðinnj með verð- greinum og jafníramt gera það kleift að hægt verðj að nýta til manneldis í langtum stærri stíl en nú þekkist okkar dýr mæta þorsk- og síldarafla. Þetta allt er hægt, og verð- Ur að gera. en því fyrr kemst það í framkvæmd sem méjri manndómur stendur að baki þeim framkvæmdum. Og þar er það almennings að leggja lóð sitt á vogarskálina, því að auknar þjóðartekjur eru allra hagur. En við skulum iíka gera okkur það ljóst, að þetta verður ekki gert nema að menn með lágmarksþekkingu á sjávarútvegsmálum og vinnslu fiskafurða móti hina opinberu stefnu íslenzka ríkis- ins i þessum málum. Guðmundur Ferro gerir kvikmynd Guðmundur málari Guð- mundsson sem þekktari er und- ir nafninu „Ferro“ hefur nú nýlega iokið við að gera kvik- mynd. Er hér um að ræða tutt- ugu mínútna litfilmu. er fjallar um áhrif vélamenningarinnar á manninn. Kvikmynd þessa gerði Guð- mundur fvrir fransk-svissneskt fyrirtæki. er Sandoz nefnist. Sandoz er mjög þekkt lyfsölu- fyrirtæki sem iafnframt gerir fræðslukvikmyndir um læknis- fræðileg efni. Árlega gerir það einnig tvær kvikmyndir list- ræns eðljs. Þykir hinn mesti vegsauki að því að gera þær myndir. Það er önnur þessara tveggja mynda, sem Guðmund- ur hefur nú gert. Mynd Guðmundar var full- gerð í febrúar og hefur hún verið sýnd víða um Frakkland. Kvikmyndina nefnir Guðmund- ur Meeamorphose. og er hún gerð eftir tveim myndum hans. Ekki var gert kvikmyndahand- rit að myndinnj heldur stuðst $ við „impróvisasjón “ Tveir Ieik- ' arar eru i myndinni Hér að of- an sést annar þeirra búa sig undir að taka Wð áhrifum vélmenningarinnar. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 c . w Sími 24204 ♦S m^BDÖRNSSON * co. p Q BOX1JM. reykmvik DYR Sflunþórjónsson &co Vafnanstrœti 4- v >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.