Þjóðviljinn - 29.05.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 29.05.1963, Page 1
Neikvæð svör atvinnurekenda Samninganefruiir Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og vinnuveitenda komu sam- an á fund í fyrradag. Stóð til að gefin yrðu svör af hálfu atvinnurekenda við þeim kröfum sem Dagsbrún- armenn fluttu á fundinum í fyrri viku, en þær voru þess- ar helztar: ir Almenn kauphækkun komi til framkvæmda. ir Vinnuvikan verði stytt um fjórar stundir án skerðingar á kaupi. ir Framkvæmdar verði til- færslur milli taxta til hækkunar. -k Kaup hækki eftir starfs- aldri manna. Svör atvinnurekenda við þessum kröfum Dagsbrúnar- roanna voru yfirleitt alveg neikvæð. — Næsti samninga- fundur hafði ekki verið á- kveðinn í gær. MBBWIUIHH Miðvikudagur 29. maí 1963 — 28. árgangur — 119. tölublað. Stjórnarflokkarnir lofa óbreyttri stefnu í kjaramálum Loforð sem verða efnd ef stjórnarflokkarnir halda völdum sínum eftir kosningar: Kauplækkun með lögum Afnám kauptryggingir Gengislækkanir Gerðardómar Vinnuþrælkun Bann við verkföilum Óðaverðbólga • Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hafa heitið því að ef þeir sigri í kosningunum 9. júní muni þeir halda áfram algerlega óbreyttri stefnu. Þetta er eina loforð stjórnarflokkanna sem á- stæða er til að taka alvarlega og er sérstakt umhugsunarefni fyrir laun- þega og samtök þeirra sem á síðasta kjörtímabili hafa orðið að þola eiua árásina annarri stórfelldari. Yfirlýsing stjómarflokkanna um óbreytta stefnu í kjaramál- um launþega og réttindamálum launþegasamtakanna er þeim mun alvarlegri sem gerbreyting á vinnutilhögun á lslandi er orð- in knýjandi nauösyn, einhver brýnasta þjóðfélagsumbót sem nú kallar á íslendinga. Á því sviði höfum við dregizt aftur úr öll- um nálægum þjóðum. Hvarvetna annarstaðar þykir það einn mik- ilvægasti þáttur kjaramála að stytta vinnutímann með óskertu kaupi, til þess að tryggja laun- þegum aðstöðu til menntunar, hvíldar og skemmtunar, en hér er vinnutíminn í sífellu lengdur, þar_til nú er svo komið að al- gengt er að launþegar á íslandi vinni tvöfaldan vinnutíma á við starfsfélaga sína í nágrannalönd- unum. Þessu ástandi verður að gerbreyta og tryggja það að laun- þegar fái óskertar árstekjur fyr- ir eðlilegan dagvinnutíma einn saman — en það er LOFORÐ stjómarflokkanna, Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, að ef þeir mega ráða, haldist ó- breytt sú stefna sem launþegar hafa orðið að þola undanfarin fjögur ár. Það er ástæða til að rifja upp í örstuttu máli hvað í þessu LOFORÐI felst, sam- kvæmt reynslunni: Kauplækkanir með lögum Það var fyrsta afrek stjómar- flokkanna, i ársbyrjun 1959, að Ný árás á síldveiðikjörin Gerðardómur sker úr KRAFIZT 10 kr. LÆKKUNAR Á BRÆÐSLUSÍLDARVERÐI Samningur um síldarkjör í síðustu viku voru undir- ritaðir samningar milli Al- þýðusambands Austfjarða og L.Í.Ú. f.h. útgerðarmanna á Austurlandi, um kaup og kjör sjómanna á síldveiðum. Gildir samningur þessi á svæðinu frá Seyðisfirði til Djúpavogs. SAMNINGUR þessi er í stórum dráttum samhljóða h'iðstæð- um samningi sem gerður var f Reykjavík í nóvember 1962 en þó ýmsar vcigamiklar breytingar til hagsbóta fyrir sjómenn og eru þessar helzt- ár: KAUPTRYGGING (allir kaup- töluliðir) hækkar um 5% Hækki kaup verkafólks á viðkomandi stöðum skal kauptrygging hækka í sama hlutfal'i og á sama tíma. FRAMLAG atvinnurekenda í sjúkrasjóð félaganna (1%) greiðist framvegis af háseta- hlut (áður miðað við kaup- tryggingu). ÁKVÆÐI eru í samningnum um rétt tii samningsuppsagnar með mánaðar fyrirvara verði breytjng á gengi íslenzkrar krónu Amiars grildir sannu f'—"i-inn til áramóta. ■ ® ■ Ríkisstjómin (Síldar- verksmiðjur riksins) og eig- endur síldarverksmiðja í einkaeign munu hafa gert þá kröfu í verðlagsráði sjáv- arútvegsins að verð á síld í bræðslu lækki í sumar úr 145 kr. í 135 kr. málið. ■ Þessi furðulega krafa er gerð þrátt fyrir stórhækk- að markaðsverð á síldarlýsi, en nú er miðað við að það sé allt að 573/2 sterlingspund á tonn, en var í fyrra þegar verðið var ákveðið talið 34 sterlingspurv*1 ■ Ekkert samkomulag mun hafa orðið á fundum verðlagsráðs sjávarútvegs- ins, sem stóðu alla sl. viku, og er verðákvörðunin því komin í hendur yfimefndar gerðardóms, þar sem hæsti- réttur skipar oddamann, þar eð samkomulag náðist ekki í verðlagsráðinu um odda- mann yfirnefndarinnar. Bræðslusíldarverðið Verölagsráð sjávarútvegsins sat á fundum alla vikuna sem leið og fjallaði um verðið á síld í bræðslu nú á sumarvertíðinni. Hefur ráðið enn ekkert fjallað um verð á síld til söltunar, vegna þess að ekki munu til enn fyrirframsamningar um salt síldarsölu. nema hvað óljósar fregnir hafa heyrzt um sölu á allmiklu magni til Svíþjóðar, fyrir eitthvað hærra verð en sl. ár. Framhald á 2. síðu. lækka allt kaupgjald i landinu um 13,4% með lögum frá Alþingi. Þá höfðu stjómarflokkamir ekki einir bolmagn til þess að fram- kvæma árásina, en þingmenn Framsóknarflokksins hlupu hik- laust undir bagga! Því var lofað að þessi lögbundna kauplækkun ætti að vera framlag til þess að þinda endi á verðbólguna í land- inu, og hafa menn nú heldur betur fengið smjörþef af efnd- um þeirra fyrirheita. Loforð um óbreytta stjómar- stefnu í kjaramálum er fyrirheit um það að Alþingi verði notað til að framkvæma beinar kaup- lækkanir ef ráðamennimir telja sér henta. Afnám kauptrygg- ingar Jafnframt samþykktu stjómar- flokkarnir — einnig með aðstoð Framsóknarflokksins — að þanna með lögum að launþegar fengju uppbætur á kaup þegar almennt verðlag hækki, enda þótt slík kauptrygging þyki sjálfsagt fyrir- komulag í nágrannalöndunum. Einnig þetta átti að verða ráð- stöfun til þess að þinda endi á verðbólguna, þvl vísitölugreiðsl- umar til launþega voru taldar undirrót dýrtíðarinnar! Reynslan hefur nú einnig kveðið upp hinn þyngsta dóm yfir þeirri fals- kenningu hagfræðinga. En Ioforð stjómarflokkanna er að Iaunþegar skuli engar bætur fá hvemig sem dýrtíð magnast. Gengislækkanir Allt var þetta þó aðeins und- Framhald á 2. síðu. Falsanir um lífskjörin k Alþýðublaðið og Vísir hafa að undanförnu birt falsanir um lífskjörin. Aðferð þeirra er sú að reikna út „kaupmátt atvinnutekna", þ.c. heildartekjur manna á ári, hveraig svo sem þær eru fengnar. Og síðan em þessar HEILDAR- TEKJUR teknar til marks um hað að LiFS- KJÖRIN fari batnandi. k Þjóðviljinn hefur hins vegar reiknað út KAUPMATT TlMAKAUPSINS, en það er eini rétti mælikvarðinn. Hefur enginn treyst sér til þess að véfengja að niðurstöður Þjóðviljans séu réttar. Þær sýna hversu mikiið menn BERA ÚR BÝTUM FYRIR hverja vinnustund. ~k En Vísir reynir að rökstyðja aðferð sína með þessum orðum: „Sjálft Dagsbrúnarkaupið ákvarðast ekki einvörðungu af granntaxta Dags- brúnar, heldur af breytingu YFIRVINNU- GREIÐSLNA, áhrifum AKVÆÐISVINNU. fjölda VINNUSTUNDA o.s.frv." •k Það er auðvitað engin speki að menn geta aukið árstekjur sínar með því að Ieggja á sig meiri eftirvinnu, aukið erfiði, fleiri vinnustund- ir OÆ.frv. En þegar menn neyðast til að VINNA LENGUR til þess að bera SAMA VÖRUMAGN úr býtum er það auðvitað SKERÐING A LlFS- KJÖRUM en ekki lífskjarabót, jafnvel þótt menn leggi á sig svo mikla aukavinnu að þeir nái hærri árstekjum en nokkru sinni fyrr. Munii kosningasjóð G-listans Sverrir Júlíusson Sjómenn gengu af íhaldsfundi ó Suðurnesjum ★ í fyrrakvöid héldu i- haldsmenn kosningafund í samkomuhúsinu í Gerða- hreppi og voru málshefj- endur meðal annarra Sverrir Júlíusson og Kar- vel Ögmundsson, hvort- tveggja útgerðarmenn o.g frambjóðendur íhaldsins á Suðurnesjum. Á fundinum voru aðallega sjómenn af Suðurnesjum en þeir sitja nú almennt heima hjá fjöl- skyldum sinum áður en þeir halda norður til síld- veiða og huga nú að mál- flutningi gerðardóms- manna þessa dagana. ★ Undir ræðu Sverris Júlíussonar, formanns L. Í.Ú., ofbauð sjómönnum svo málflutningur hans um gerðardóminn síðastiiðið sumar. að margir þeirra stóðu upp undir ræðu hans og gengu burt af fundin- um í mótmælaskyni. Einn af þessum sjómönnum lét svo ummælt eftir fundinn, að sjómenn þyrftu ekki að vera i vafa um hugarfar útgerðarmanna í garð sjó- manna og hvers þeir mega vænta í sumar, ef útgerð- armenn og jafnframt fram- bjóðendur íhaidsins á Suð- urnesjum fái góðar undir- tektir í næstu alþingiskosn- ingum ★ Þá var Emil Jóns- son, gerðardómsráðherra á ferðinni í gærkvöld á fundi í Sandgerði að tala yfir- hausamótunum á sjómönn- um og verður þetta að teljast furðulegt blygðun- arleysi og ögrun gagnvart sjómönnum eftir að hafa rænt þá tugum milljóna síðastliðið sumar. 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.