Þjóðviljinn - 29.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.05.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagurinn 29 maí 1963 ÞJÖÐVILIHIN - SlÐA 5 sitt af hverju ★ Góður árangur hefur náðst á ýmsum frjálsíþróttamótum í Sovétríkjunum undanfarið: Ozolin 10.4 á 100 m. Potapts- jenko 3.45.0 mín. í 1500 m. hl. Samoilov 14.04.6 mín. í 5000 m. og Michalov 14.1 sek. á 110 m. grindahlaupi. Trusseniev hcfur kastað kringlunni 54.93 m. ★ Kínverjínn Vang Pao- Cheng stökk nýlega 16.00 m. í þrístökki á móti í Peking. ★ Vesturþýzka stúlkan Jutte Helne hljóp nýlega 100 m. á 11.1 sek., og virðist því líkleg til frckari afrcka í sumar. Sjálf hefur hún sagzt keppa að því að komast á olympíu- leikana á næsta ári. ★ Eigi alls fyrir löngu kom fram á sjónarsviðið á Eng- landj ný kappaksturshetja. og náði náungi þessi frábær- um árangri þótt óþekktur væri. Ók hann að jafnaði bíl af Jagúar-gerð. Það var eitthvað dularfullt við þenn- an sigursæla ökumann, því hann hvarf alltaf þegjandi og hljóðalaust eftir hverja keppni áður en aðdáunarhróp áhorf- enda voru dvínuð. Honum tókst lengl vel að vera þann- ig óþekktur, þar til vélfræð- ingur cinn á Silvester-kapp- aktursbrautinni þóttist sjá sinn eigin vagn í keppninni. Þetta kom honum á óvart — og ennþá meira þegar vagn hans geystist í mark fyrstur. Dularfulli kappakstursmaður- inn reyndist vera í bilnum. Hann hafði stolið bílnum, og iögreglan fór með kappann á burt, Þetta reyndist vera ó- venju slunginn bílaþjófur. — Hann hlaut 21 mánaðar fang- elsisdóm. utan úr heimi Verilaun skíða- mótanna í vetur Knattspyrna Valur vann KR 3:0 í allgóðum leik í fyrstu deild fslandsmótsins Það var greinilegt að KR-ingar ætluðu þeg- ar á fyrstu mínútum leiksins að knýja fram úrslitin með því að skora þegar í stað. Það munaði heldur ekki miklu því á annarri mínútu ver Þorsteinn Friðþjófsson á línu. KR heldur sókninni um skeið, en Valsmenn standast storm- inn án þess að KR fái skorað KR kaus að leika undan nokk- urri brælu í fyrri hálfleik en það dugði ekki til; þeir náðu ekki verulegum tökum á leikn- um. Ekki leið á löngu þar til Val- ur nær góðri sóknarlotu, þar sem Bergsveinn kemst innfyrir nokkuð til hliðar og í allgott skotfæri, en skotið fór fram- hjá Valsmenn sækja enn á 13. mínútu og fá þar hornspymu. Skiptast liðin nú nokkuð á að gera áhlaup og á 18. mín. á $teingrímur gott skot sem Stefnir í mark en vamarmað- ur nær að snerta knöttinn sem fer í hom. Á 22. mín. eru Valsmenn í ágætri sókn, og brjótast fram miðju vallarins og eru komnir inn á vítateiginn. Ætlar Stein- grimur þá að snarast innfyrir en er brugðið, og dómarinn, sem er nærstaddur, dæmir víta- spymu sem Bergsteinn Magn- ússon tekur og skorar örugg- lega. Eftir þetta má segja að KR sé mun meira í sókn það sem eftir er hálfleiksins. Það er eins og það liggi í loftinu að þeir ætli sér að jafna fyr- ir hlé. Valsmenn virtust leggja meira uppúr að treysta vörnina, því þótt KR héldi uppi sókn tókst þeim ekki að skapa sér hjn svokölluðu opnu tækifæri. Ekki hafði síðari hálfleikur staðið nema 2 mínútur, þegar Hermann Gunnarsson brunar inn að marki KR, leikur á nokkra menn, og ógnar marki KR en er hindraður illa og missir knöttinn á síðustu stundu. Valur hefur nú meiri tök á leiknum en í fyrri hálfleik, og á 9. mínútu skora þeir annað mark sitt. Áhlaupið gengur fram hægra megin, og nær Bergsteinn að senda knöttinn með langri sendingu í áttina að marki KR. Markmaður hleypur út, en missir knöttinn innfyrir sig, en Bergsveinn, sem aldrei dregur af sér að „fylgja", skýzt innfyrir og er í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að þurfa ekki annað en að ýta við knettinum í mannlaust markið. 2:0. ÍR-ingar vilja mæta KR einir 1 tilefnl af fréttatilkynningu Frjálsíþróttadeildar KR um fyrirhugaða keppni KR gegn úrv. úr öllum öðrum íþróttafél. landsins, sem birtist í blöðum og útvarpl á uppstigningardag, Ieyfir stjórn Frjálsíþróttadeild- ar lR sér að taka fram eftir- farandi: 1. Frjálsíþróttadeild IR er mót- fallin keppni í þessu formi. 2. Þegar um keppni tveggja að- ila er að ræða, finnst stjórn Frjálsíþróttadeildar IR nauð- synlegt. að keppnisaðilar ræði fyrirkomulag slíkrar keppni. Þó svo að hægt væri að komast að samkomulagi um einhverskonar stigakeppni, annaðhvort milli eins félags og úrvals úr öðrum, eða keppni tveggja félaga, tel- ur stjórn Frjálsíþróttadeildar ÍR, að dagamir 12.—13. júní séu mjög óheppilegir. Frjáls- íþróttamót út á landi fara yf- irleitt ekki fram fyrir 17. júní og því er útilokað að velja lið nú. ef miða skal við afrek á þessu ári, en telja verður vafa- samt að velja menn í keppnis- lið, ef valið er eftir afreka- skrá ársins á undan. 3. Frjálsíþróttadeild IR hefur nú sem hingað til áhuga á stigakeppni milli KR og IR í frjálsum íþróttum, enda hafa forystumenn félaganna rætt um slíka keppni i vor. (Frá Frjálsíþróttadeild IR) KR-ingar eiga alltaf við og við áhlaup, sem lítið verður úr. Þó skall hurð nærri hælum er Gunnar Felixson átti hörku skot í þverslá, en það gerðist á 15. mínútu leiksins. Á 32. mín á Bergsveinn all- gott tækifæri en skotið fór framhjá, og litlu síðar munar ekki miklu er Bergsteinn „pot- ar“ knettinum rétt framhjá stönginni. Síðasta mark Vals var mjög skemmtilega skorað. Varnar- menn Vals höfðu snúið vöm uppí sókn, og sendi Árni langa sendingu fram til Bergsveins sem viðstöðulaust sendir knött- inn fram til Bergsteins, sem stóð þar einn og yfirgefinn. Hann æðir ógnandi að marki KR. Gísli freistar þess að hlaupa fram og minnka markið. en Bergsteinn var ekki í nein- um vandræðum að notfæra sér þetta tækifæri, og skaut þrumuskoti sem Gísli gat ekk- ert við gert. Allan síðari hluta síðari hálfleiks hafði Valur yfirhönd- ina í leiknum og náðu þeir oft laglegum samleik, með hraða og hvikum hreyfingum, sem gerði vörn KR, sem var heldur þung, oft erfitt fyrir. Eftir gangi og tækifærum hefði leikurinn eins getað end- að 5:2. KR-ingar náðu ekki nógu vel saman KR-liðið vantaði tvo góða menn að þessu sinni, þá Ellert og Hreiðar, og hefur það vafa- laust haft sína þýðingu, því báðir þessir menn eru miklir drifkraftar. Þrátt fyrir fjarveru Ellerts, var framlínan heil- steyptasti hluti liðsins, þó hún . næði ekki nógu vel saman. Hinn ungi Theodór Guðmunds- son, er vissulega maður sem lofar góðu. Gunnar Guðmanns- son og Gunnar Felixson voru oft hættulegir. Framlínan fékk ekki nógu góða aðstoð frá þeim Sveini Jónssyni og Þórði sem voru framverðir KR. Hörður var of þungur í við- skiptum sínum við hina hviku Valsmenn. Svipað má segja um Bjarna bróðir hans, og Reynir Schmit fyllti ekki skarð Hreiðars. Gísli varði yfirleitt vel, en getur þó skrifað á sinn reikning annað markið. Valsliðið átti góða leikkafla I heild var leikur Vals nokk- uð góður. Vörn þeirra sérstak- lega í fyrri hálfleik sýndi enn —„Milan" verðskuldaði sigur— áður komið jafnskýrt i ljós sem nú. Milan vinnur mikið fyrir unga knattspyrnumenn og kappkostar að skapa sína menn sjálft, nema hvað það fær öðru hvoru erlenda úr- valsmenn til þess að fá nýj- an blæ og ferskan inn í liðið, ef svo mætti að orði komast. Þess má geta, að Milan sér um menntun knattspymu- manna sinna, þannig að þegar þeir hætta sjálfri knattspym- unni, hafa þeir fyrir tilstuðl- an félagsins tekið próf í ýms- um greinum, sem gerir þeim kleift að verða gjaldgengir á hinum ýmsu sviðum athafna- lífsins. Ég var sem sagt mjög glað- ur yfir því að þetta gamla félag mitt skyldi ná þessum skemmtilega áfanga og mér finnst sigur þess verðskuldað- ur. Frímann. sem fyr, að hún er sterk. Er Þorsteinn og Björgvin í mark- inu þeirra beztir, en Árni átti líka góðan leik. Björn Július- son er stöðugt í framför. Fram- verðirnir Ormar og Elías eru ef til vill veikustu hlekkirnir, en þeir vinna alltaf af sam- vizkusemi og elju, og þegar Hans kemur og tekur miðjuna með þeim fer það svo að Val- ur nær oft góðum tökum á miðju vallarins. Valur hefur ekki um margra ára skeið átt eins virka fram- línu, og má þar nefna Berg- svein sem gerir margt mjög laglega, og reynir óvænt leik- brögð. Hermann Gunnarsson, jafnaldri hans, leyfir sér ein- leik sem oft er gaman að horfa á. En hann verður að gæta hófs og verða ekki neikvæður í þessari list sinni. Það er vit- urlegra að nota snilli sína Hka við og við til að opna fyrir hina. Bergsteinn er nú að koma fram með það sem vitað hefur verið að í honum býr, b.e. mikla leikni og skilning á því hvað knattspyma er. Steingrím- ur er kvikur. og fellur vel inn í línuna í heild. Valsliðið virðist vera á góðri leið með að leika knattspyrnu án þess að þurfa að vera að stöðva knöttinn í tíma og ótíma —tefja —, en það krefst þess að menn skilji hreyfanleikann og þýðingu hans, þegar þeir hafa ekki knöttinn. Á þessu sviði voru þeir KR-ingum fremri og gerðu það ef til vill fyrst og fremst gæfumuninn í þessum leik. •A- Dómari var Haukur Óskars- son og dæmdi vel. ruBasv íS-jo Frímann. segir Albert Guðmundsson um sitt gamla félag Þorbergur Eysteinsson ÍR tekur við verðlaununum úr hendi Ólafs Þorsteinssonar. Þorbergur sigraði bæði í svigi og stórsvlgi á Skíðamóti Reykjavíkur. 1 tilefni þess að ítalska knattspymuliðið Milan sigr- aði í Evrópubikarkeppninni, hringdi ég til Alberts og bað hann að segja nokkur orð um félagið og þennan atburð, en Albert var, sem kunnugt er, keppandi í liði þessa fræga félags í þrjú keppnistímabil — 1947, 1948 og 1949. Hann sagði m.a.: „Ég var mjög glaður þegar ég frétti að Milan hefði sigr- að, og sendi því þegar í stað heillaskeyti. Milan er félag sem tekur knattspymuna al- varlega sem íþrótt. Þessvegna er það, og hefur verið um langan tíma, gott félag sem Á uppstigningardag var verðlaunaafhend- ing í Klúbbnum við Lækjarteig fyrir skíða- mót, sem haldin voru síðastliðinn vetur. Skíðaráð Reykjavíkur stóð fyrir þessari kvöldvöku. Mót þau, sem afhent voru verð- laun fyrir voru; Stórsvigsmót Reykjavíkur og Svigmót Reykjavíkur ásamt Stefáns- móti og Steinþórsmóti. Enn- fremur voru afhent verðlaun fyrir innanfélagsmót l.R. Þórir Lái-usson, formaður Skiðadeildar l.R. bauð gesti velkomna og gaf Ólafi Þor- steinssyni, Ármanni oi'ðið. Ólafur flutti mjög snjalla hvatndngarræðu fyrir skíða- mennina. Þar næst fór verð- launaafhending fram. Stærðarmunur talsverður, en allir efnilegir skíðamcnn. Þetta er drengjasveit ÍR sem vann sveitarkeppni i svigi. Frá vinstri: Tómas Jónsson, Eyþór Haraldsson og Gísli Erlcndsson. Þá var stiginn dans. Síðar flutti Valdimar Örnólfsson mjög skemmtilegt erindi um skíðaæfingar í Kerlingarfjöll- um og sýndi kvikmyndir það- an og frá ýmsum skíðamótum (ísafirði, Siglufirði og víðar) og frumsýndi kvikmynd, sem tekin var í Noregsferð reýk- vískra skíðamanna nú í vetur. Húsfyllir var og voru gestir kvöldsins sammála um, að kvöldvakan hefði tekizt með ágætum. leikur ævinlega góða knatt- spymu. Ég segi því að það átti skil- ið að sigra í þessari keppni. Það hefur á margan hátt ver- ið forystufélag í Evrópu. þótt því hafi ekki áður tekizt að ná svona glæstum árangri ut- an Italíu. Félagið var stofnað 1899 og vann fyrsta meistaratitil sinn 1901. Það hefur verið í 1. deildinni á Italíu síðan hún var stofnuð árið 1930, og seg- ir það nokkuð til um ágæti liðsins og staðfestu. Það hefur ALBERT í gamla daga verið forystufélag á Italíu um langt skeið, og jafnframt ver- ið eitt bezta knattspyrnufélag í Evrópu, þótt það hafi ekki l t i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.