Þjóðviljinn - 29.05.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.05.1963, Blaðsíða 6
6 SÍÐA HÓÐVILIINN Midvikudagurirn 29. maí 1963 Gullþjófanna er leitað um a/la London Hinna bíræfnu þjófa, er stálu um hálfri Iest af gulli að verð- mæti um 30 milljón krónur í London í síðustu viku er nú Ieitað um alla stórborgina. Komið hcfur á daginn að þjóf- amir höfðu viku áður reynt að brjótast inn í gullgeymslu í Hertfordshire til að stela þar gulli að verðmæti um 360 millj. króna, en urðu að hætta við það áform, þegar þjófabjalla sagði til ferða þeirra. Talid er að Scotland Yard hafi enn ekki í höndum nein gögn sem gætu komið upp um þjófanna, en þúsundir óein- kennisklæddra lögreglumanna eru á stjái um alla borgina að leita þeirra og vörður hefur verið settur við alla flugvelli og mikil leit gerð í bátum og skipum í höfninni. Sérfræðingar segja að þjóf- unum muni veitast auðvelt að fela gullið. Enginn vandi er að bræða upp gullstengumar og auðvelt er að saga þær í sund- ur í smámola. Það ætti að vera haegðarleikur fyrir þá að koma sh'kum molum úr landi og miklu hægara en það var að stela gullinu. Þjófnaðurinn var greiniiega vel skipulagður og ólíklegt að sá sem fyrir honum stóð geri nú slíkt glappaskot að komist upp um hann. Heitið hefur verið 2,5 milljónum króna fyrir upp- lýsingar sem leitt gætu til handtöku þjófanna. „Hlýjar móttökur" Gina Lollobrigida fékk „hlýj- ar móttökur“ þegar hún kom til Teherans í Iran á föstudag- inn ásamt manni sínum. Mörg hundruð karlmanna flykktust að henni þegar hún kom út úr flugvélinni og gerðust svo nær- göngulir að lögreglan varð að beita kylfum sínum til að koma henni undan. Hún komst við illan leik og í sundurtættum fötum inn í bifreiðina sem ók henni til borgarinnar. Hún lét það ekki á sig fá, enda veitir henni ekki orðið af því að fá kynþokka sinn auglýstan. /Ilaveiði Álaveiði er byrjuð í Skafta- fellssýslum og í Lóni, nemur aflinn tvær lestir í vor. Fjórir Hollendingar stunda þessar veið- ar og hafa vitjað tíu sinnum í gildrunum í vor. Tilraunaverksmiðja SÍS í Hafnarfirði kaupir þessar af- urðdr og kostar kílóið kr ee cif. I I i I I I I I ! i i I Marina Vlady í „L’Ape rcgina” Burt Lancaster I „II Gattopardo” „Hlébarði" Viscontis hlaut Richard Harris í „The Sporting Life” Gullpálmann Þeir Luchino Visconti og Burt Lancastcr við töku „II Gatto- pardo”. Þetta er í fyrsta sinn sem Visconti, einn snjallasti kvikmyndahöfundur sem nú er uppi, hlýtur fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð. Oft hefur munað litlu, myndir hans, eins og taldar bcra af öðrum á kvikmyndahátíðunum i Feneyjum, en af ,La terra trema’, Senso’ og Rocco e 1 suoi fratelli’ hafa verið pólitiskum ástæðum hefur hann Sextándu kvikmynda- hátíðinni í Cannes lauk rétt fyrir helgi og var þá úthlutað verölaunum. Að venju var verðlaunaveit- ingin mjög umdeild, jafn- vel mera nú en endranær. Minni ágreiningur var þó í dómnefndinni en oftast áður, en hún var skipuð ellefu fulltrúum, þar af sex frönskum. Dómnefnd- in var þannig algerlega sammála um að veita nýj- ustu kvikmynd ítalska leikstjórans Luchino Vis- conti fyrstu verðlaun (Gullpálmann), en hún er byggð á og samnefnd hinni víðfrægu skáldsögu di Lampedusa „II Gatto- pardo” („Hlébaröinn”). Gagnrýnendur sem við- staddir voru hátíöina voru þó margir á öðru máli og töldu að aðrar myndir, t.d. rúmenska myndin „Codin” hefði fremur átt verðlaunin skilið. önnur verðlaun sem veitt voru hafa einnig sætt gagnrýni. Þannig þótti mörgum sem franska leikkonan Marina Viady hefði ekki unnið til verð- launanna íyrir bezta leik í kvenhlutverki, en þau íékk hún fyrir leik sinn í ítölsku kvik- myndinni „Ape regina” („Bý- drottningin"). Sérstök heiðurs- verðlaun sem sovézka kvik- myndin „Bjartsýnn harmleik- ur“ og sú bandaríska „To Kill a Mockingbird" („Að granda söngfugli“) hlutu voru einnig gagnrýnd, og það á þeirri for- sendu að þeim hefði verið veitt verðlaunin vegna þess hvar þær voru gerðar, en ekki vegna eigin verðleika. Sovézka mynd- in fékk verðlaun fyrir „beztu lýsingu á hetjutímum bylting- arinnar“, en sú bandaríska fékk verðlaunin sem kennd eru við Gary Cooper og veitt eru þeirri kvikmynd sem „bezt túlkar hugsjónir mannúðar". Gagnrýnendum í Cannes þótti flestum lítið til beggja þessara kvikmynda koma, enda þótt sú bandaríska hlyti hvorki meira né minna en þrjú Oscarsverð- laun í Hollywood í vor. Ein þeirra voru þá veitt Gregory Peck fyrir bezta leik í karl- hlutverki. Það þótti gagnrýn- endum í Cannes stórfurðulegt og sagði einn þeirra að menn yrðu ekki afbragðsleikarar með því einu að setja upp gleraugu og hafa vald á femum svip- brigðum í stað einna. Verðlaun sem til var unnið Að öðru leyti voru flestir gagnrýnendur sammála dóm- nefndinni. Það á þannig við um verðlaunin fyrir bezta leik í karlhlutverki, en þau fékk brezki leikarinn Richard Harris fyrir leik sinn í myndinni „This Sporting Life" eftir Lindsay Anderson. Almenna viðurkenningu höfðu þær tvær kvikmyndir fengið sem hlutu önnur verð- laun, sú japanska „Harakiri” („Kviðrista”). sem ýmsir töldu að hefði unnið til fyrstu verð- launa og sú tékkneska „Það var einu sinni köttur“, sem gagn- rýnendur báru mikið lof á. All- ir voru einnig sammála um að rúmenska kvikmyndin „Codin“ sem áður var nefnd -hefði unn- ið til verðlauna fyrir bezta tökuritið, en töku hennar stjómaði franski leikstjórinn Henri Colpi. Margir voru þeir sem töldu hana eiga skilið Gullpálmann fyrir „dýrlegan lofsöng til vináttunnar", eins og einn gagnrýnandinn komst að orði. önnur verðlaun Yms önnur verðlaun eru veitt á hátíðinni í Cannes en þau sem hin opinbera dómnefnd út- hlutar. Verðlaun félags kvik- myndahöfunda hlutu þannig tvær franskar kvikmyndir: „Les Abysses" („Undirdjúp- in") Grikkjans Papatakis, og „Le Joli Mai“ („Hinn fagri maí“) Chris Markers. Sú síðar- nefnda hlaut einnig gagnrýn- endaverðlaunin ásamt „The Sporting Life“ og alþjóðleg nefnd æskumanna verðlaunaði tékknesku myndina sem áður var nefnd. Hún hlaut einnig verðlaun fyrir bezta tækni í upptöku bæði mynda og hljóðs, en búlgarska myndin „Codin“ var verölaunuð fyrir bezta lit- kvikmyndun. Það vekur athygli hve vel kvikmyndahöfundar Austur- Evrópu stóðu sig að þessu sinni (að þeim sovézku undanskild- um) og höfðu þó að margra á- liti unnið til enn fleiri verð- launa, t.d. fyrir pólsku mynd- ina „Að elskast” og aðalkven- hlutverkið f henni. sem Bar- bara Krafftowna lék. Viseonti er kommúnisti. Eins og oft áður þótti lítið koma til bandarísku kvikmynd- anna sem sýndar voru í Cannes og þá minnst til þeirrar sem hátíðin hófst á, en það var síð- asta mynd Hitchcocks „Fugl- arnir". Allir voru hins vegar á jafnan verið sniðgenginn þar. einu máli um framúrskarandí leik Burt Lancasters í „Hlé- barðanum" og hefði hann að líkindum hlotið verðlaun. ef ekki væri fyrir þá sök, að leik- verðlaun eru ekki veitt ef rödd leikarans er „dúbleruð". Frá Sovétríkjunum Mönnuð geimför af nýrri gerð bráðum send á loft? Allar líkur benda til þess að Sovétríkin hafi þegar gert tilraunir með nýja gerð af geimskipum, sem eru stærri og fullkomnari en Vostok-förin fjögur, og aö þau muni flytja sov- ézka geimfara á braut um- hverfis jörð innan skamms, segir brezki geimferðasér- fræðingurinn Kenneth Gaitland í Sunday Tele- graph. Hann bendir á að Sovétríkin hafi sent á loft hvert Kosmos- tunglið af öðru undanfama mánuöi. Þau voru orðin sextán þegar hann ritar greinina en tvö hafa bætzt við síðan hún birtist 19. maí. Lítið hefur verið á hinum opinberu tilkynningum um Kosmostunglin að græða, en Gaitland segir að fljótt hafi komið í Ijós að þau hafi verið af tveimur gerðum. Sum tungl- anna hafa verið send á braut sem hallar 49 gráður frá mið- baug og allt bendir til þess að þar sé um að ræða venjuleg athuganatungl til vísindarann- sókna í geimnum. Tungl af nýrri gcrð öðru máli gegni um þau tunglanna sem send hafa ver- ið á braut sem hallar 65 gráð- ur frá miðbaug, en það er sami brautarhalli og Vostokförin höfðu og reyndar líka fyrstu spútnikarnir. Greinilegt er, segir Gaitland, að þar er um að ræða stærri geimför sem ætluð eru sérhæfðari verkefni en þeim fyrmefndu. Talið er að fjögur þessara Kosmos- tungla hafi verið látin lenda aftur á jörðinni. A braut í viku Og hann segir alla ástæðu til að ætla að tunglin af þeirri gerð séu geimskip sem ætluð séu til að flytja menn um- hverfis jörðu og þá sennilega fleiri en einn í hveriu geim- fari. Þessi geimför ættu að geta verið á braut í viku eða lengur. Stefnumót í geimnum Það er mjög sennilegt að þessum nýju geimförum verði ætlað að taka upp þráðinn frá ferðum þeirri Nikolaéffs og Popovitsj í ágúst í fyrra, en geimför þeirra komust svo ná- lægt hvort öðru að þeir sáu hvor til annars og skiptust á kveðjum um útvarp. Eðlilegt framhald af því væri að gera tilraunir með „stefnumót í geimnum", þ.e. að tengia sam- an tvö geimför á sömu braut, en slík tenging er eitt frum- skilyrðið fyrir því að hægt verði að senda menn til tungls- ins. Gagarín aftur á loft? Frá Moskvu hefur spurzt að gerðir hafi verið sérstakir heið- ursborðar sem veittir verða þeim geimförum sem farið hafa eina, tvær eða þrjár ferð- ir út í geiminn. Haft hefur verið eftir hinum ónafngreinda foringja geimfaranna að „mað- ur sem kemur út í geiminn í annað sinn mun eiga miklu auðveldara með að átta sig á umhverfinu en sá sem fer sína fyrstu geimferð". Þetta á eink- um við um nákvæmni í stjóm geimfarsins, því að mikið er undir því komið, þrátt fyrir allan hinn sjálfvirka útbúnað. Það ætti því ekki að koma á óvart þótt Gagarín eða Titoff ættu eftir að bregða sér aftur út í geiminn — og þá sem eins konar „ökukennarar" fyrir ó- reyndari félaga sína. I i I t J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.