Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Cttefandi: Sameiningarflokkur aíþýfVu — SósIaUstaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, SigurB- ur GuSmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V BYiSbjófsson. Ritstió"- '— J'-1- nupiýsingar. orentsmiðia: Skólavörðust. 19 Slmi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr 65 á mánuðl „í sátt og samlyndr Kosningabarátta stjórnarblaðanna byggist nú einkum orðið á heilsíðu viðtölum — og þaðan af meira — við „viðreisnarráðherrana“, þar sem þeir eru látnir vitna um eigið ágæti. Mun þetta stafa af því, að liðsmenn þeirra eru orðnir upp- gefnir á málsvörn fyrir þá, og telji þeim því skyldast að standa sjálfir fyrir gerðum sínum. Alþýðublaðið leiðir í gær fram á sjónarsviðið Guð- mund í. Guðmundsson utanríkisráðherra og er inntakið í máli hans það, að Bretar hafi látið af ágengni og ofbeldi við okkur, og að yfirtroðslur „varnarliðsins" hafi heldur minnkað upp á síð- kastið og því lifi íslendingar nú „í sátt og sam- lyndi við allar þjóðir“. Þannig verður utanríkis- ráðherra það á að játa, að einu þjóðirnar, sem und- anfarin ár hafa sýnt okkur yfirgang og ofbeldi, eru helztu bandamenn okkar í Atlanzhafsbanda- laginu, og er það vissulega athyglisverður vitnis- burður um bræðralag þeirrar stofnunar. |7n það vekur þó ekki minni athygli, að utanrík- JLli isráðherra minnist ekki einu orði á þá alvar- legu deilu, sem nú s'tendur yfir milli ríkisstjórna íslands og Bretlands vegna landhelgismálsins. Brezka stjórnin hefur lýst því yfir, að hún beri fulla ábyrgð á því, að skipstjóra togarans Milwood var skotið undan íslenzkri löggæzlu með aðstoð brezka flotans. Þar með, hefur brezka stjórnin í raun og veru rofið sjálf þann nauðungarsamning um landhelgismálið, sem hún knúði undansláttar- mennina íslenzku til að gera við sig 1961. Væri einhver manndómur til hjá íslenzku ríkisstjórn- inni, hefði hún að sjálfsögðu lýst því yfir eftir þessa atburði, að íslendingar væru ekki lengur bundnir af nauðungarsamningnum við Brefa. En þess 1 stað gengur utanríkisráðherra fram á sjón- arsviðið og bætir því ofan á fyrri smán í þessu máli, að nú fyrst lifi íslendingar „í sátt og sam- lyndi við allar þjóðir“. Það sætir vissulega furðu, að slíkir menn skuli leyfa sér að bera þá bón upp við kjósendur, að þeir fái að sitja í ráðherras'tólum eftir kosningarnar 9. júní. En skýringin er þó ein- föld: í þessum kosningum er það eina baráttumál Alþýðuflokksráðherranna að halda stólunum sínum. Undirtektir atvinnurekenda við kröfum verka- lýðsfélaganna um kjarabætur eru næsta at- hyglisverðar. Þeim er vísað á bug skilyrðislaust, og augsýnilegt, að atvinnurekendur vilja ekki hefja samningaviðræður fyrr en eftir kosningar. Þetta gerist á sama tíma og þjóðarframleiðslan hefur stóraukizt að verðmæfum og gróðamyndun- in í þjóðfélaginu því aldrei verið jafn ör, en þrátt fyrir það hefur verðmæti vinnulaunanna minnk- að. Vöflur atvinnurekenda í samningunum núna sýna það og sanna, að samningsaðstaða verkalýðs- félaganna er fyrst og fremsf komin undir úrslit- um kosninganna. Haldi stjórnarflokkamir velli í kosningunum mun áfram fylgt kjaraskerðingar- stefnunni og kröfur verkalýðs'félaganna hunds- aðar. Styrkleiki Alþýðubandalagsins eftir kosn- ingar verður því mælikvarði á samningsaðstöðu verkalýðsfélaganna og þann árangur sem laun- þegar geta vænzf í hagsmunamálum sínum. — b. HÓÐVILIINN Föstudagur 31. maí 1963 Guðmundur Einarsson frá Miðdal Fæddur 5. ágúst 1895 — Dáinn 24. maí 1963 ,.Og nú fer bráðum að setja að manni byggðahrollinn". Þó að nokkuð langt sé um liðið siðan Guðmundur frá Miðdal heyrðist mæla þessa óviðjafn- anlegu setningu, hljóta allir vinir hans að harma, hversu snemma ög sviplega för hans var heft, og þó þeir mest sem þekktu hann lengst og bezt. Nýyrðið byggðahrollur lýsir betur en langar ræður við- horfi Guðmundar til fjalla- ferða og útilífs. Þó voru fáir menn vinsælli en Guðmundur. Hann var allsstaðar sannur aufúsugestur í byggðum Af honum stafaði öryggi og gleði. Hlátur hans var eins og læk- ur á steini eða vorblær i laufi En hann var landnáms- maður óbyggðanna, heima- maður á öræfum. Tign þeirra og frelsi voru hans annað eðli, hans eina líf. Lítilmótleg við- fangsefni, auvirðileg áhuga- mál, stóra harma gat verið að finna í byggðum, en til fjal-la léttir slíku af: Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt Að hei-man, út, e.f þú berst í vök. Guðmundur var sannur brautryðjandi i fjallaferðum. Grein hans i Eimreiðinni 1928, Likamsmennt og fjallaferðir, var vakningarrjt. „Fleiri og voðalegri slys hljótast af hreyfingarleygi en fjallgöng- um“, stendur þar. Ferða-menn- ing okkar á fáu-m mönnum eða engum, meira að þakka. Störfin i Ferðafélaginu þekkja aðrir betur en ég, en frá stofn- un Qg starfi Fjallamannafélags- : iúS 'á ég margár góðár minn- ingar: Hvítasunnuferðin 1939. þegar staðurinn var valinn fyr- ( jr^ skóla félagsins á Fimm- vörðuhálsi — samkomustaður a-llra vinda —, eða þegar skál- inn var reistur í Tindafjöll- um Var það ekki tá-knrænt? Beint frá stofnun lýðveldisins í júní 1944. Úr hemáminu í byggðum, til þess að helga sjálfstæðið „í faðmi jökla- landsins, er oss ól“, skapa æskunni athvarf og griðland „ofar tímans glaumi“. — „Þeir fella ekki hnjúkinn gem ham- rammur gnæfir við ský. Þeir hindra ekki að geisladýrð morgunsins tendrist á ný “ Skáldin hafa lýst landi okk- ar í ýmsum myndum, en mjög í hillingum og úr fjarlægð. Við þekktum það einnig úr þjóð- sögum og af sárri reynslu kyn- slóðanna; land Fjalla-Eyvindar og Reynistaðabræðra, land til gð hrekjast í fyrir ástina, land til að svelta í. land til að verða úti í. land til að drukkna við strendur þess. Fagurt og ógur- legt, sagði Bjarni Thorarensen, og það er sannmæli. En Guðmundur frá Miðdal fékk sinn skóla i Þorlákshöfn Að róa í Höfninni eða á Sela- töngum. Það var prófraun karimennskunnar. Síðan kom framhaldsnám á fjöllum, Og Guðmundur varð jafnoki lands- ins. Á hans stærstu stundum voru hann og landið eitt. Þetta ægifagra land. fossar Qg fljót, fjöll og jöklar. og þessi friði íturvaxni. glæsiiegi maður, í- mynd allrar hreysti og karl- mennsku. Allur skáldskapur örnefn- anna Jifði í Guðmundi. Hann sveipaði hvert heiti blæ sög- unnar, húmi hennar og bjarma: Kjölur. Ódáðahraun, Eyvindar- kofaver Heljarkambur. Beina- brekka, Fagrahlíð, Útigöngu- höfði Gljúfurléitir. Vonar- skarð. Hann opnaði okkur Hvanna- lindir á ný, 0g. aftUt- Grimsvótn aftur. Starkaðsver. Honum varð tíðrætt um þennan stað: „Ang- ur og mein fyrir auðarrein ofi hafa skatnar þegið; Starkaðs bein und stórum steþn um stundu hafa legið“. Frásögn Guðmundar tók öll- um skáldskap fram. Ýkjur. Já. Maður lifandi. En snilldin og gleðin. Þar átti hann engan sinn líka Og veruleikinn var alltaf hugarburðinum meiri og hrikalegri. Og skáldskapurinn veruleikanum sannari. Eru ekki þeir Bjartur í Sumarhús- um og Jón Hreggviðsson meiri íslendingar en við hinir allir til samans. Og ef Guðmimdur Ejnarsson var líka brot af Búa Guðmundur frá Miðdal Árland og mörgum fleiri i við- bót við hina tvo? Er þá ekki eins og hver sjái sjálfan sig? Hver em eg, að eg líki mér við Hindenburg? ,, Veiðimennskan. Þar komust fáir með tæmar sem Guðmund- ur hafði hælana. Þeir aukvisar sem nú eru að SufáasT við ací dorga lækjarlontur út um bíl- glugga. eða kaupa sjálfdauðan fugl í búð. þeir hefðu átt að sjá til Guðmundar þegar mest. var um að vera. Þar fór ailt saman; lag og þolinmæðj, kapp og veiðisæld. Og þrekið. Með Guðmundi er genginn' einhver glæsilegasti fulltrúi aldamótakynslóðarinnar á ís- landi. Stór í fátækt sinni. hóg- vær í upphefð sinni. Og þrátt fyrir ytri atvik og augljósar freistingar, var það ísland sem hann helgaði líf sitt. Guðmundur ritaði fjölda greina í blöð og tímarit og nokkrar bækur. Þetta er mis- jafnt að gæðum. En hið bezta hefur á sér snið og einkenni hinnar upprunalegu snilldar. Hin stutta frásögn, Skuggarn- ir á Kili, er gott dæmi þessa. Alkunnur var áhugi Guðmund- ar fyrir „háborg íslenzkrar menningar“ á sínum tíma og skrif hans um það mál, þegar verzlunarhluti borgarinnar „heldur áfram að híma í synd- um sínum“, eins Qg Guðmund- ur hefur eftir Kjarval í þéssu sambandi. Guðmundur frá Miðdal sann- aði í verkj trú sína á iandið og gæði þess Hann rannsak- aði jarðefni og breytti þeim í Hstfagra gripi, Hann kom fyrstur manna með hagnýtar tillögur um fegrun steinhúsa. Hann var um sinn einna síð- astur af þeim hópi íslendinga sem unnu að þjóðþrifamálum í sjálfboðavinnu, en létu sipn eigin hag he’.dur sitja á hak- anum. Stundum varð þetta við- horf á kostnað listarinnar. Bkki leikur á tveim tungum, að sumt af því sem Guðmund- ur gerði í listgreinum sjnum er meðal hins yndislegasta sem fslendingur hefur skapað t d. sumar raderingar hans og mál- verk, en annað virðirt bera þess merkj að stundir til skap- andi listar væru teknar frá aðkallandi féiagsmálum. og jafnvel nokkuð af skornum skammti. Við Guðmundur urðum ná- grannar árið 1927 og nokkuð málkunnugir Seinna vorum við ferðafélagar og samstarfs- menn. Ég hef fáa menn þekkt sem ég hef haft meiri mætur á. Guðmundur var alveg óveniu- lega heilsteyptur pqrsónuleiki, og margvíslega klofinn. frábær- lega grandvar í öllu viðhorfi til lífsins En eindrangurinn — Framhald á 2. síðu. Huggunarbók fyrir íhaidsmenn íá I I * ! I ►►► hugleiðingar örvarodds Á bók fyrir framan mig er stimplað: Library, AF 2459 LO Keflavik, Iceland Property of USAF. Þetta er þó engin njósnaskýrsla, heldur rakst ég á bókina hjá fornsala, og stendur líka stimplaö á hana „dispos- al“, sem hlýtur að þýða að Bandaríkjaherinn á fslandi hafi mátt missa hana. Þetta er bók eftir tvo virðulega Banda- ríkjahöfunda, bók sem ætluð er til huggunar vissum manntegundum, en bandarískir eru ein- mitt örlátir á þess kon- ar huggunarbókmenntir. Hún heitir: „How to be Popular though Con- servative" eða því sem næst „Hvernig það má fara saman að vera vin- sæll og þó íhaldsmaður“ Bókin er slitin og marg- lesin, hefur verið í mik- illi notkun á Keflavíkur- flugvelli, Og hefði ég ekki séð það á leiðurum Morgunblaðsins allt frá því Eykon byrjaði að skrifa að hann hlýtur að eiga eintak af bókinni, hefði ég sent Moaganum hana. í tileinkun framan við bókina segja höfundarn- ir: „Bók þessi er tileink- uð milljónum ólánssamra Bandaríkjamanna af öll- um stigum sem hafa orðið fyrir því að vera brennimerktir með ljótu nafni ,,íhaldsmaður“, sem sumstaðar jafngildir Kainsmerki, merki hins vonda. í rauninni á nafnið ekki við, því þetta eru hinir sönnu „frjáls- hugar“ tuttugustu aldar- innar. En geta þeir sann- að það? Þeir eiga engin andleg vopn og verjur gegn slöngusteinum og örvum, hinna marxísku fræða. Ljósustu röksemd- ir þeirra snúast upp í gildrur. . . Þeir sitja inni fyrir dimmum gluggum hugleiðandi hvernig allt það sem þeim var kennt að væri gott skuli nú hafa snúizt í illt. Þeir eru flokkur písl- arvotta nútímans, og bókin er skrifuö fyrir þá“. Svo kemur kafli eftir kafla með hinar gáfu- legu „röksemdir" til varn- ar auðvaldi og íhalds- stefnu sem prýða leiðara Morgunblaðsins dag hvern, að vísu er hvergi bitastætt á rökum, en áherzlan öll lögð á lýð- skrum og áróðursbvælu. Leiðbeiningarnar til vesl- ings píslaiwotta íhaldsins byrja t.d. á þessa leið: „þú getur bezt unnið þér traust með því að lýsa þig djarflega fylgj- andi því að sem flestir ættu að hafa það sem bezt. Þú getur sagt: „Ég er með hverju því bjóð- skipulagi sem flytur beztu vinnu- og lífsskil- yrði frjálsu fólki. Sé til betra þjóðskipulag en við höfum er ég með því“ Þetta afvopnar andstæð- inginn gersamlega' “ Hafið bið kannski lesið eitthvað svipað hiá Ev- kon? Eða bessi ráðlecrp- ing í fyrirsögn, sem gæti jafngilt daglegri iðkun guðrækninnar í Morgun- blaðinu: „Segðu eitthvað einfalt, og haltu svo á- fram að segja það!“ Það sem óneitanlega er fróðlegt við slíkar hugg- unarbókmenntir handa íhaldsmönnum í Banda- ríkjunum og við Morg- unblaðið er sú birting á minnimáttarkennd sem þær flytja. Viðurkenn- ingin í raun á því að málstaður íhalds og auð- valds er orðinn að óveri- andi viðundri. Að íhalds málstaðurinn á svo mjög í vök að verjast meira að segja í Bandaríkjunum að leggja þarf vgrjendum hans í munn barnalegar einfaldar áróðursformúl ur og fullyrðingar eins og þær sem Eykon trúu á, til þess að þeir þori að lita framan i nokkurn mann! Svo dauftrúaðir eru meira að segja Bandaríkjamenn að verða á lífsgildi íhalds- stefnu og auðvaldsrök- semda og hvað, mun þá annars staðar í heimin- um? *AWa I < A t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.