Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA ÞIÓÐVILIENN i k I Alfreð Gíslason: Iðnrekendum bent á vinnuafl barna Á sl. hausti skipaði borgar- stjóm Reykjavíkur nefnd til þess að gera tillögur um sumarvinnu unglinga. Sú nefnd lét gera athugun á því, hvað Reykjavíkurböm á aldr- inum 12, 13 og 14 ára hefðu fyrir stafni sumarið 1962. Rannsóknin fór fram í skól- unum og náði til 89% allra bama í þessum aldursflokk- um. I álitsgerð nefndarinnar er greint frá nðurstöðum þessar- ar rannsóknar, og em þær um margt mjög athyglisverð- ar. Næstum öll bömin (97,7%) höfðu störfum að gegna sum- arlangt. Bömin hófu vinnu strax að skólanámi loknu og hættu ekki fyrr en í september eða skömmu áður en skólar byrj- uðu. Daglegur vinnutími þeirra reyndist lengri en búizt hafði verið við. Átta klukkustundir eða lengur á degi hverjum unnu 2440 böm eða um 67 af hundraði. Meðal þessara bama voru þau, sem unnu ■við landbúnað, en það voru 38% allra bamanna, sem könnunin náði til. Miðað við lengd vinnudags- ins voru laun bamanna áber- andi lág. Minna en 7500 kr. yfir sumarið höfðu 2592 böm, og af þeim höfðu 1300 innan við 2500 kr. Á þennan veg eru niður- stöður rannsóknarinnar. Böm á aldrinum 12—15 ára em látin vinna allt sumarið. Vinnudagurinn er langur, og þeim em goldin Iág vinnu- laun. Meirihluti borgarstjómar tók þessum athyglisverðu upplýsingum á sinn sérstæða hátt. Hann leiddi ekki hugann að því, hvort bömum væri of- gert með vinnu eða ekki, heldur varð honum hugsað til umbjóðenda sinna, atvinnu- rekendanna. Starfshugur bamanna, langur vinnudagur og lágt kaup vom atriði, sem vert væri að benda vinnu- veitendum í Reykjavík á. I þeim anda lét meirihlutinn gera borgarstjóranrsamþykkt. I samþykktinni segir orð- rétt: „Borgarstjómin telur rétt, að samtökum iðnaðar- manna, Félagi ísl. iðnrekenda og Landssambandi iðnaðar- manna, sé skrifað um niður- stöður framangreinds nefndar- álits með tilmælum um, að leitazt verði við að haga starf- semi einstakra fyrirtækja þannig, að unnt verði að koma þar fyrir unglingum til starfa á sumrin" o.s.frv. Þannig bmgðust íhalds- menn í borgarstjóm við vandanum, hinum langa vinnudegi bama og lágum launum. Vafalaust hafa þeir þegar skrifað vinnuveitendum gleðitíðindin, sem felast í nið- urstöðum rannsóknarinnar, og má þá vænta þess, að verk- smiðjuvinna bama f Reykja- vík fari vaxandi, því að vit- anlega kunna atvinnurekend- ur að meta vel meintar á- bendingar. Fyrir hundrað ámm tíðkað- ist bamaþrælkun víða. Þá unnu böm í Englandi verk- smiðjuvinnu myrkranna á milli. Yfirstéttimar ensku töldu bömum almúgans þetta holt, það héidi þeim frá ó- knyttum. Eitthvað svipaður kann skilningur viðreisnar- mannanna íslenzku að vera í dag. Nýlega flutti Magni Guð- mundsson hagfræðingur út- varpserindi um skólamál, og fórust honum orð m.a. á þessa leið: „Hinsvegar höfum við ekki látið undir höfuð leggj- ast að nýta vinnukraft barna og unglinga á skólaskyldu- skeiði, jafnvel í verksmiðjum, og er það mál þjóðinni til lít- ils sóma. Þetta em leifar, sem okkur hefur láðst að afmá, frá tímum iðnbyltingar í Evrópu, er þessum aldursflokkum var miskunnarlaust skipað við hlið fullorðinna ti'i framfærslu heimilanna." I upphafi „viðreisnar" á ís- landi létu talsmenn hennar í ljós óskir um að hverfa aftur til „hinna góðu gömlu daga“, og að þvf hafa þeir nú sleitu- laust stefnt á fjórða ár. Bamavinna fer vaxandi, enda vinna þeirra víða orðin brýn þörf til framfærslu heimilanna. Svo vel hefur viðreisnin heppnazt, en þó vill íhaldið f borgarstjóm ekki láta staðar numið. Það vill halda áfram til enn eldri og enn betri daga, og þessvegna skrifar það iðnrekendum nú áróður fyrir aukinni verk- smiðjuvinnu Reykjavíkur- bama. | ! I i I I Fyrir skömmu kvað Hæstiréttur upp dóm í svonefndum Ólafsvíkurmálum, sem mikla at- hygli vöktu á sínum tíma. Urðu málsúrslit þau, að Hæstiréttur ómerkti dóm og málsmeðferð hér- aðsdómara og vísaði málinu frá héraðsdómi. Það var Kaupfélag Ölafs- vfkur, sem höfðaði málið gegn Jóni Skúlasyni Ólafsvík til greiðslu skuldar að fjárhæð rúml. 25 þús. kr. Taldi Kaup- félagið skuld þessa vera eftir- stöðvar viðskiptaskuldar Jóns vegna viðskipta hans við félag- ið á árunum 1954—58. Bókhaldsóreiða ög gjaldþrot. Jón krafðist sýknu af öUum kröfum Kaupfélagsins. Viður- kenndi hann að haía átt við- skipti við félagið um árabil, en hins vegar væri hann búinn að greiða úttekt sína og þvf skuldlaus við K. Ö. Hélt Jón því fram fyrir héraðsdómi að bókhald Kaupfélags Ólafsvíkur hefði verið í mikilli óreiðu og að hann hefði aldrei getað fengið yfirlitsreikning um við- skipti sín fyrr en til málsókn- arinnar var komið. Héraðsdómari í þessu máli var Haraldur Jónasson, þá full- trúi sýslumannsins í Snæfells- nessýslu en nú starfandi á Akranesi. Hann tók aliar kröf- ur Kaupfélagsins til greina og dæmdi Jón Skúlason tll að greiða 25 þús. krónumar ásamt vöxtum og 5000 króna máls- kostnaði. Þessum dómi vildi Jón eklci una og áfrýjaði því til Hæsta- réttar. Síðan gerðist það að bú Kaupfélags Ólafsvíkur var tek- ið til gjaldþrotaskipta og var þrotabúíð því aðili fyrir Hæsta- rétti. Málatilbúnaðá stórlega áfátt. I dómi Hæstaréttar. sem ó- merkti málsmeðferð og dóm Haraidar Jónassonar héraðs- dómara, segir m.a : „Samkvæmt stefnu til héraðs- dóms er mál þetta höfðað gegn áfrýjanda (Jóni Skúlasyni. ath. Þjóðv.) til greiðslu eftirstöðva skuldar „vegna viðskipta hans við Kaupfélag Ólafsvíkur á arunum 1954—1958”. Við þing- festingu málsins í héraði lagði stefndi (kaupfélagið) fram auk stefnu eftirrit kröfubréfs, svo- nefnda greinargerð, sem eigi hafði að geyma frekari lýsingu á málavöxxtum né skýringu á dómkröfum, svo og reikn- ingsyfirlit, er tók yfir árin 1956—1959. með upphafsfærsl- u 1. janúar 1956 „skuld frá fyrra ári”, kr. 12.912.15. 1 næsta þinghaldi var lögð fram grein- argerð af hálfu áfrýjanda. þar sem krafizt var sýknu af öllum kröfum stefnda, enda taldi á- frýjandi sig skuidlausan við hann. Reikningsyfirlitinu var mótmælt sem röngu og ósönn- uðu og þess krafizt, að lagðar yrðu fram kvittaðar úttektar- nótur. Af hálfu stefnda voru þá og í næsta þinghaldi á eftir lagðar fram allmargar nótur, en þær tóku aðeins til áranna 1957 og 1858, og viðtakandi hafði einungis ritað nafn sitt á tvær þeirra. Af mörgum þeirra mun hins vegar mega ráða, hver talinn er hafa látið vöru af hendi. Án nokkurrar frekari gagna- öflunar var málið því næst flutt munnlega fyrir héraðs- dómara. sem 20 dögum síðar kvað upp efnisdóm í málinu. Ljóst er, af því, sem rakið hefur verið. að málatilbúnaði og málsreifan af hálfu stefnda, þ. e. stefnanda í héraði, var stórlega áfátt. að héraðsdómari mátti eigi taka málið til úr- lausnar að efni til. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð í héraði og vísa málinu frá héraðsdómi. Samkv. þessu ber og að fella hina á- áfrýjuðu fjámámsgerð úr gildi. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda kr. 6000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dóm- ur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk og vísast málinu frá héraðsdómi. Hin á- frýjaða fjámámsgerð er úr gildi felld. Stefndi, þrotabú Kaupfélags Ólafsvíkur, greiði áfrýjanda, Jóni Skúlasyni. kr. 6.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum.” Þannig er Uf bóndans Framhald af 7. síðu. 16 shiUinga á kind. eða ná- kvæmlega sömu upphæð og fóðurkostnaðurinn er, sé kind- inni komið í fóður, og er þá miðað við svarthöfðafé, sem eitt er sambærilegt við okkar fé. Og nú spyr ég eins og borg- arinn sem þú varst að enda við að nefna: hvemig verða svona býli til eins og þitt? — Segja má að mitt býii sé þversumman af sveitabýlum á landinu og saga þess ákaflega áþekk margra annarra býla. Ég lá í skítnum missiri eftir missiri við allskonar störf í flestum grejnum atvjnnulífs- ins. vann nótt með degi, og fjölskylda mín, foreldrar og systkini einnig. Þegar ég svo settist að hér fyrir fuUt og fast og giftist var að visu ekki um það að ræða að vinna utan heimilis svo nokkru næmi, all- ur tíminn fór í látlausar bygg- ingar og ræktunarframkvæmd- ir. En þó ég hafi fengið, fram að miðju síðasta ári. um 120 þús. kr. lán til þessara fram- kvæmda, þá hefur sannarlega ekki verið hægt að lifa neinu óhófslifi, enda mun bændafólk yfirleitt þurfa minna til sín en aðrar stéttir, þegar frá eru skildar rekstrarvörur búanna. Eftir 9 ára hjónaband hef ég ekki gefið konu minni eina einustu kápu. ekki einn kjól, enga spariskó, engan hatt eða hanska, enga nælonsokka — og var hún þó Reykjavíkurdama. Hinsvegar hefur hún fengið nóg af þrældómi — og farið í sjúkrahús af þeim sökum. En um leið og ég ákæri sjálfan mig fyrir barbarisma krefst ég þess að sá bikar sé frá mér tekinn, að ég sé líka kallaður ölmusumaður. ★ Sumt af framanskráðu er hripað úti á túni, við hlöðu eða turn, því ég elti þá Gunnár, sniglaðist kringum hann, lá í heyinu og horfði á hann strita. Meginhlutinn er þó skrifaður með því að ræna svefntíma hans síðustu nóttina, en þá bar það við að snáði í næsta her- bergi var eitthvað óvær í svefni, ég læddist á eftir Gunnari. Ekki veit ég hve bömin á heimilinu voru mörg, auk bama hans sjálfs var hann með böm neðan af fjörðum, böm sunnan af landi. Og nú stóð hann þarna, breiddi yfir einn snáðann og horfði brosandi á rjóða vanga sofandi snáða. — Og nú hef ég séð, Gunnar, að bóndi þarf stundum fleira að gera en strita í heyi — líka að vera barnfóstra. — Já, myrkrið getur skollið á, og maður heldur áfram að moka íðilgrænni töðu við hlöðu eða tum, sem síðan er umsett í afurðir er hleypa rósum í vanga bama okkar og annarra manna barna. Mann verkjar e. t.v. í bakið og handleggina, en áfram er haldið: þannig er líf bóndans. J. B. Kápur Enskar heilsárs kápur. Hollenzkar vor- og sumarkápur í glæsilegu úrvali. KÁPU- OG DÖMUBOÐIN Laugavegi 46. Föstudagur 31. maí 1983 UNDRAEFNIÐ ★ Stöðvar olíubrennslu ★ Stöðvar skaðlegan út- blástursreyk ★ Minnkar benzínnotkun ★ Eykur þjöppun vélar ★ Mnnnkar benzínnotkun ■k Eykur þrýsting olíu ★ Minnkar bank í ventlum og undirlyftum ★ Gerir ræsingu auðveldari í kuldum ★ Gerir olíuna þykkari við hita, þynnri við kulda. Ef bifreiðin brennir olíu, bá notið VIV Egill Vilh.iálmsson h.f. Sími 22240 Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur óskast til sumarafleysinga í eldhús Vífils- staðahælis. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 15611 og 59332. Reykjavík, 29. mai 1963 SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA Bifvéfovirkjar með meistararéttindum, sömuleiðis að- stoðarmann vanan bifvélavirkjun, vantar nú þegar til Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Upplýsingar í Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar, Hafnarbúðum v/Tryggva- götu. AUGL ÝSING FRÁ BÆJARSÍMANUM Ný gotusAiQ -teykjavik og Kópavog, símnot- endum raöað eftir götuheitum, er til sölu hjá Innheimtu Landssímans. Upplag er takmarkað’, enda sérstakiega ætlaS fyrirtækjum og stofnunum. Verð skrárinnar er 140.00 eintaklð. BÆJARSÍMINN. # MELAVÖLLUR Reykjavíkurmótið í kvöld kl. 8,30 FRAM - KR Dómari: Grétar Norðfjörð. 1'»A4a«efnd. i i í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.