Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 12
Ú Þant fer til Ungverjalands NEW YORK, 30/5 — Ú Þant, framkvæmdastjóri, SÞ hefur beg- ið boð ungversku stjórnarinnar að koma í heimsókn til Ung- verjalands nú í sumar. Farfuglar hefja sumarferðirnar Farfuglar hafa nú hafið sum- arstarf sitt fyrir nokkru. En bað hófst eins og venja er til með eins dags gönguferðum um ná- grennið. Fyrsta helgarferðin verð- ur farin nú um hvítasunnuna er það eins og hálfs dags ferð í Þórsmörk. Frá hvítasunnu og fram í sept- ember verða farnar 17 helgar- ferðir og 3 sumarleyfisferðir. Hafa sumarleyfisferðir félagsins notið sívaxandi vinsælda, enda hefur ætíð verið reynt að fara nýjar leiðir og lítt kunnar slóð- ir. Helgarferðir félagsins hafa einnig verið fjölmennar, og síð- astliðið sumar voru þátttakendur um 570. Mjög mikil grózka var í starf- semi félagsins síðastliðinn vetur, og voru fræðslu- og skemmti- fundir haldnir reglulega, auk fjolmennrar árslhátíðar. Húsnæð- isvandræðin hafa annars staðið starfsemi félagsins fyrir þrifum, og er þvi mikill áhugi á. að fé- lagið festi sér húsnæði fyrir starfsemina. Nýlega var stofnuð farfugla- deild í Kópavogi með um 50 fé- lögum. Frá framboðsfundinum í Grundarfirði. Hvert sæti í fundarsalnum er setið og fjölmargir standa út váð inngöngudyrnar og f göngum. íhaldið hlaut hraklega útreið í Stykkishólmi! Sameiginlegur framboðsfundur var haldinn í Stykkis- hólmi í fyrrakvöld og verður viðstöddum eftirminnileg- ur; svo hrakleg var útreið íhaldsframbjóðendanna á fundinum í þessu sjávarplássi, sem verið hefur eitt traustasta vígi íhaldsins á Snæfellsnesi fram á síð- ustu ár. Heyktust á að Sáta Pétur flytja ávarp Eins og frá hefur verið skýrt í Þjóðviljanum samþykkti meiri- hluti útvarpsráðs fyrir skemmstu tillögu að dagskrá útvarpsins á S j óm ann ad aginn, 3. júní n.k Samkvæmt þeirri samþykkt skyldi Pétur Sigurðsson alþjng- ismaður flytja aðalávarp kvölds- ins og annar frambjóðandi við þingkosningarnar 9. júní. Jónas Guðmund'sson, átti að sjá um kvölddagskrána. Að saimþykkt þessari stóðu fulltrúar íhalds, krata og Fram- sóknar í útvarpsráði, en fulltrúi Alþýðubandalagsins. Björn Th Bjömsson listfræðingur, mót- mælti harðlega þessari sam- Samstarf USA og Sovétríkjanna unt kiarnorkumál MOSKVU 30/5 — Dr. Glenn Seaborg, formaður Kjamorku- jnálanefndar Bandaríkjanna, sem dvalizt hefur í Sovétríkjunum ásamt mörgum samstarfsmönn- um sínum undanfarin hálfan mánuð, sagði í dag að samvinna landanna tveggja að friðsamlegri hagnýtingu kjamorkunnar hefði fengið gott upphaf og hefði dvöl hans og félaga þar eystra verið gagnleg og myndi leiða af sér aukið samstarf ríkjanna á þessu aviði. þykkt þar eð í henni fólst gróf- asta pólitísk hlutdrægni og mismunun stéttasamtaka, þar sem meirihluti útvarpsráðs hafði meinað forsetum ASÍ og BSRB að taia í dagskrá útvarpsins 1. maí sl. á þeirri forsendu að of skammt væri þá til kosninga. 1. maí voru þó 6 vikur til kosn- inga en á sjómannadaginn að- eins 6 dagar í gær gerðust svo þau tíð- indi að boðað var til skyndi- fundar í útvarpsráði til þess að ðnýta fyrri samþykkt ráðsins um dagskrá sjó- mannadagsins og var sam- þykkt að hætt skyldi við á- varp Péturs Sigurðssonar og auk þess gerð á sú breyting að útvarpið annaðist sjáift kvö’ddagskrána. Hafa út- varpsráðsmennirnir er að fyrri samþykktinni stóðu þar með heykzt á því að láta al- þingismanninn og frambjóð- andann Pétur Sigurðsson flytja ávarp kvöldsins. Hafa þeir fundið það eftir á að með þvi höfðu þeir gengið feti of langt í pólitískri hlut- drægni. ^ Málflutningi frambjóð- J enda Alþýöubandalagsins i var hinsvegar mjög vel tek- ! ið, eins og reyndin hefur i verið á öllum öðrum fram- | boðsfundum, sem haldnir 1 hafa verið í Vesturlands- kjördæmi. Er Alþýðubanda- lagið greinilega í öflugri sókn í kjördæminu. Ferðir Litla ferðaklúbbsins Litli ferðaklúbburinn hefur gefið út ferðaáætlun fyrir sum- arið, og er fyrsta ferðin um hvítasunnuna. Verður farið í Breiðafjarðareyjar og um Snæ- fellsnes. Famar verða ferðir um hverja helgi í sumar, flest 1V2 dags ferðir, en þrjár ferðir 2'A dags. Hefur klúbburinn haft _ sam- vinnu við Ferðafélagið Útsýn, en það hefur opnað skrifstofu í Hafnarstræti 7, og mun bað ann- ast farmiðasöluna. Framboðsfundurinn í Stykkis- hólmi 1 fyrrakvöld var mjög fjölsóttur. Ræðumenn íhaldsins voru þeir þingmennirnir Jón Ámason útgerðarmaður á Akra- nesi og Sigurður Ágústsson kaupmaður. Gekk þorri fund- armanna úr salnum mcðan þeir fluttu mál sitt. — Að- eins milli 20 og 30 fundar- menn munu hafa setið undir ræðum þeirra. Er þessi út- reið íhaldsiins hin háðulegasta og hefði einhvern tíma þótt ótrúleg í Hólminum. Eru f haldsmenn að vonum mjög uggandi um sinn hag í kosn- ingunum í Vesturlandskjör- dæmi eftir þessar hrakfarir. Framsókn krafin svars Tveir efstu menn G-listans töluðu fyrir hönd Alþýðubanda- lagsins, þeir Ingi R. Helgason og Jenni R. Ólason. Var gerður góður rómur að ræðum þeirra. Hið sama er að segja um fram- boðsfundinn. sem haldinn var Grundarfirði á dögunum, en þar slepptu fundarmenn Framsókn arþingmanninum Halldóri Sig- urðssyni ekki fyrr en hann hafði gefið svar við spumingu um, hvort Framsókn ætlaði í rík- isstjóm með íhaldinu að kosn- um loknum. Halldór svaraði ekki öðru en þessu: — Málefn- in ráða eftir kosningar. Framhald á 2. síðu. Föstudagur 31. maí 1963 — 28. árgangur 121. tölublað. Kjósendofundur Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði hefst klukkan níu í kvöld Alþýðubandalagið heldur almennan kjósendafund í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði í kvöld, föstudag, kl, 9. Ræðumenn verða: Gils Guðmundsson, rithöfundur. Geir Gunnarsson, alþingismaður. Þóroddur Guðmundsson, ríthöfundur frá Sandi. Jónas Arnason, rithöfundur. Fundarstjóri verður frú Svanlaug Ester Kláusdóttir. Hafnfirðingar eru hvattir til að sækja íundinn. íhaldsmenn vörnuðu kjósendum máls ******** „■MÖDyiíJlNN* blrtlf I eg satncongw; 1 g*er á.lorslða þámcrlot SstácJbilfaJ- ' nppgötvnn sín», «8 kjara- ’ * *’•** ■ iorkusprenglng gctí hr forlímingtt f for jnctj • . l£r á ^ndl.elns ogerlef I*. Kr ánxcgjulcgt <i*Ji «8 vlta, ef koxr'jT^ . hafa nú gert V ■ IrHmáV . '.reyndtrm. .* • bcíP fellletráS. gtoðu lagiíbr«»8ra • íslenzkra >arl Idóð" otriOt hommúnisla auatur vlo Kreml ’ gerö var armúra.. Þes?«r *ta5reyndir nd . dóm*. , r «o4i.íIinar pigeirsson •nnr, et’ 'tur, þegar hann *i{u fluffvellir v ýrSu oyBl * vr' freist-.. •Jjninlst" \ i ■ fíns oq i/e/dir>tQ<5ur- inn Srn/r bí/ssuhfaupt/jt frá éráómi þeqaf hann híei/pir af eins tnrnu S lár- ue/cfin i/aras/o6 beiriQ /rfarna- skeqtum slmm ab hernaðar- (eqa mikilacequm stoham, ef \iil ófriáar « hMmcíJ_ U íinasta idcemi Woraldar- \ s^öqumar um ínolkun Jkjarna- i/opna /l aii/rjöld 'samafr*-* \ ob her- ■stöök/ar cs/eppdf Sé minnst á hernámið og þær tortímingarógnir, sem það dregur yfir okkur, renna hemámsflokkarnir æviniega saman í eitt — einn þríhöfða VARÐBERGSÞURS. ú> Síðastliðið miðvikudagskvöild hélt íhaldið aimennan kosninga- fund í Nýja bíói á Akureyri og voru ræðumenn Bjarni Bene- diktsson, dómsmálaráðherra og þrír efstu menn listans í Norð- urlandskjördæmi eystra. Þegar málshefjendur höfðu lokið máli sínu sleit Jón Sólnes fundar- stjóri umsvifalaust fundi án þess að gefa orðið laust eins og venja er á almennum kosningafundum. Kannski hafa íhaldsmenn haft Egilsstaðafundinn í huga. en hann er frægur að endemum um allt land. Þekktur bóndi úr Suður-Þins- eyjarsýslu, sem lengi hef- ur kosið íhaldið gekk þá til Bjama Benediktssonar og spurði hverju það sætti, að kjósendum væri ekki gefinn kostur á að tala. Þá svaraði dómsmálaráð- herrann: „Við erum nú vanir að ráða því sjálfir hverjir tala hjá okk- ur“ Urðu þau orðaskipti ekki lengri. En á leið útúr salnuim lét bóndinn þessi orð falla við einn frambjóðandann: „Ekki er nú málstaðurinn góður núna, þegar kjósendum er ekki leyft að taka til máls.“ Sauðárkrókur Kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalagsins á Sauðárkróki er að Skógargötu 6. Sími 192. Skrifstofan er opin hvem virkan dag frá klukkan 4—7 og klukkan 8—10. Klaki í jörð seinkar sáningu Hallormsstað 27. mai — Um þessar mundir eru bændur hér á Héraði að sá korni. Að vísu er það orðið fullsejnt fyrir þá. sem nota svokailað Hertabygg. en það þroskast um hálfum mánuði seinna en Flöjabyggið, sem svo til ein- göngu hefur verið notað hér til þessa. Hins vegar hefur Hertabyggið þann kost um- fram Flöja, að það þol.ir hvassviðrin á haustin miklu betur Það er hvort tveggja. að stráin eru sterkari (vegna þess að fleiri en eitt strá vaxa upp af einu komij og svo iíka að komin sitja fast- ar á stönglinum á Flöja. Jarðvinnsla hefur verið miklum erfiðleikum bundin fram að þessu, sakir klaka í jörð, en nú er komin hér suðlæg átt með þurrki. svo að jörð þornar óðum. Okkur er kunnugt um nokkra bænd- ur. sem þegar hafa sáð korni sínu fyrir viku tii 10 dög- um. en einnig vitum við um nokkra, sem enn eru ekki búnir að sá. Fyrir meira en viku hitt- um við tilraunastjórann á Skriðuklaustri. Kvaðst hann ekki þora að sá Hertabyggi svo seint með komuppskeru fyrir augum. Hins vegar myndi hann stíla upp á að nota það fyrir grænfóður og bera á það mikið köfnunar- efni. Það er sýnilegt, að menn verða að vinna akrana á haustin og hafa þá algerlega tilbúna undir sáningu til þess að vera ekki svo háðir dutl- ungum jarðklakans á vorin sem raun hefur orðið á i fyrravor og í vor. Ennþá er okkur ekki kunnugt um, hvort sáð verð- ur hér eins miklu komi og i fyrravor. Þó teljum við það vafasamt, þar eð mikil ekla hefur verið á sáðkomi. — sibl . Fært á jeppum um Möðrudulsöræfí Hallormsstað 27/5 — Seinni- partinn í gær var lokið við að ryðja snjó af Jökuldals- heiði. Kom snjóýta vegagerð- arinnar til Möðrudals kl. 6 i gærdag, að því er Egill Jóns- son yfirverkstjóri Vegagerðar ríkisins á Austurlandi tjáði okkur í morgun. Er Jökul- dalsheiði nú fær jeppum. Hins vegar er vegurinn svo blautur enn. að þungaumferð er bönnuð um sinn. En Egill Jónsson taldi. að ef góður þurrkur héldist þessa viku, myndi verða hægt að leyfa öllum bílum að fara á veginn strax eftir hvitasunnu. Menn bíða nú óþolinmóðir eftir því, að þungaflutning- ar verði leyfðir þessa leið. því að með hverju ári sem líður aukast vöruflutningar frá Reykjavík til Austur- lands. f fyrra voru vist einjr 7 bílar í fastri áætlun með vöruflutninga á þessari leið. Við höfum frétt. að í sum- ar muni þeim fjölga í 10. — sibl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.