Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 2
ÞJðÐVILTINN 2 StÐA Laugardagur 1. júní 1983 ÞAKKIR Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari hefur beðið Þjóðvilj- ann að koma á framfæri inni- legustu þökkum sínum og fjöl- skyldu sinnar fyrir þann vin- arhug. sem þeim hefur verið sýndur á sjötugsafmæli lista- mannsins. Muneh-safnið í Oslé opnað í gær OSLÓ 29/5 — Hið mikla safnhús sem Oslóborg hefur reist yfir listaverk þau sem Edvard Munch ánafnaði bæjarfélaginu eftir sinn dag var vígt í dag. Þetta er eitt glæsilegasta safnhús á Norður- löndum — og þótt víðar væri leitað — og kostaði átta milljónir norskra króna. Það er reist fyrir ágóða af rekstri kvikmyndahúsa í Osló, en þau eru öll rekin af bænum. Auk sýningarsala eru þama fyrirlestrasalur sem rúmar 400 manns í sæti, veitingasalur, bókasafn, verkstæði til viðgerða á málverkum og íbúð sem verð- ur til reiðu handa listfræðingum sem vilja dveljast á safninu við rannsóknir. Munch gaf bænum um fjórðung af öllum beim myndum sem hann gerði á æv- ínni, m.a. 1026 málverk. 4473 teikningar og vatnslitamyndir, 15.391 svartlistarblöð og sex höggmyndir. Eskola 7,99 Finninn Oentti Eskola setti nýtt Norðurlandamet f lang- stökki sl. sunnudag á móti í Viiala, Hann stökk 7,99 m. og er því líklegur til að verða fyrsti Norðurlandamaðurinn til að stökkva yfir átta metra. Annar i keppninni varð Hartikainen með 7,49 m. og þriðji Manninen með 7,48 m. Nikula varð að láta sér nægja 4,85 m. í stangarstökki. OPNUM í DAG HElMlLiSTÆKJASÝNINGU Á sýningnnni verða: KELVINATOR kæliskápar, frystiskápar og kistur, og þvottavélar, KENWOOD hrærivélar, SERVIS þvotta- vélar, RUTON ryksugur og JANONIE saumavélar. að Laugavegi 170-172 Sýningargestum eldri en 16 ára er gefinn kostur á að taka þátt í ókeypis happdrætti — Glæsilegir vinningar. Sýningin verður opin frá kl. 2—9.30 e.h. laugardaginn 1. júní, — mánudaginn 3. júní (II. í Hvíta- sunnu) og þriðjudaginn 4. júní. SJÖN ER SÖGU RÍKARI — Gjörið svo vel að líta inn HEKLA hf, Kosninga- happdrœtti Sfmi 17512. Alþýðnbanda- lagsfólk er vinsamlega beðið um aðstoð við fjár- öflun með þvi að koma á skrifstofuna og taka miða til sölu Fjáröflunarnefndin. HAUKUR SIGURJÓNSSON málari Selási 13. Sími 22050 — 4. RÚM VIKA til kosninga i Al- kunnar fyrirmyndir Morgunblaðið minnist i gær á listlr og mennjngar- mál og birtir i i>ví tilefni mynd af Adólfi sáluga Hitler, væntanlega til að gleðja hin gömlu augu Gunnars Gunn- arssonar og Birgis Kjarans, sem verið hafa oddvitar Sjálfstæðisflokksins í menn- ingarmálum um langt skeið. Myndarbirting af slíku tagi fer Morgunblaðinu vel, því stefna Sjálfstæðisflokks- ins i menningarmálum hefur átt sér augljósar fyrirmyndir. Sá flokkur hefur ævinlega haft tilhurði til þess að reyna að nota fjármagn og völd til þess að beygja ís- lenzka listamenn eða refsa þeim. Á þann hátt hefur flokkurinn beitt sér i sam- bandi við úthlutun lista- mannalauna allt til þessa dags, og stundum hafa árás- ir hans verið svo ofsalegar að vakið hafa athygli al- þjóðar Þannig hélt Sjálf- stæðisflokkurinn uppi lát- lausum árásum á Halldór Kiljan Laxness og sviptj hann æ ofan í æ skáldalaun- um — allf þar til hann fékk nóbelsverðlaunin! Það mun lengi í minnum haft að Sjálfstæðisflokkurinm beitti sér einu sinni fyrir því að sett voru lög á Alþingi til þess að banna Halldóri Kilj- an Laxness að gefa út ís- lendingasögur. Valdamenn á íslandi fylgdu einnig erlendu fordæmi í því að halda hér sérstaka sýningu á listaverk- um. og átti hún að vera listamönnum til háðungar, en' fyrir því urðu Jón Stefáns- son og ýmsir aðrir snjöllustu listmálarar þjóðarinnar. Og þessi afstaða hefur haldizt allt fram á síðustu ár; þegar fréttist að ætlunjn væri að setja upp Vatnsbera Ás- mundar Sveinssonar í mið- bænum, ruku upp ýmsir helztu leiðtogar stjómar- flokkanna í menningarmál- um og hótuðu því að brjóta listaverkið með sleggju, en Sjálfstæðismennirnir sem stjóma höfuðborginni létu auðvitað að vilja leiðtoga sinna. Á bennan hátt hefur ferill Sjálfstæðisfloikksins verið i menningarmálum ára- tugum saman, en Sósíalista- flokkurinn hefur ævinlega haft forustu fyrir því að berjast fyrir frjálsri þróun lista, mennta og vísinda og mun fylgja fast fram þeirri stefnu. Seinustu árin hefur Morg- unblaðið reynt að hafa á sér yfirskin aukins umburð- arlyndis i menningarmálum. En það er grunnt á ofstæk- inu. f fyrra urðu þau tíð- indi til að mynda mest í bókaútgáfu á fslandi, að Mál og menning gaf út bókaflokk þar sem margir af snjöllustu rithöfundum þjóðarinnar lögðu til ný verk. Morgun- blaðið hefur ekkj enn birt ritdóm um eina einustu þess- ara bóka. Ritdómarar blaðs- ins skrifuðu að vísu um margar þeirra. en ritstíór- amir neituðu að prenta dómana. Herma sagnir að ritdómarnir hafi að lokum verið brenndir á skriístofu aðalritstjórans, samkvæmt alkunnum fyrirmyndum, en Eyjólfur Konráð o<? hr. Jo- hannessen dansað kringum logana. — Austri, Alþýðubandalagsfólk er beðið að hafa samband við kosn- l ingaskrifstoíu G-listans 1 Tjarnargötu 20. — Opið 10—10, ■ símar 17511, 17512, 17513 og 20160. ■ ■ ■ 1) Hverjir eru fjarverandi? Gefið strax upplýsingar um alla þá, hvaðan sem er aí | landinu, sem líkur eru á að dvelji fjarrj lögheimili sínu á j kjördegi — erlendis sem innanlands —. Áríðandi «r að allir j slíkir kjósi utankjörfundar hið fyrsta. Treystjð ekki að aðr- I ■ ir komi á framfæri þeim upplýsingum, sem þið hafið. 2) Utankjörfundarkosning ■ 1 Reykjavík er kosið í Melaskólanum kL 10—12, kl. Z—6 : : og kl. 8—10 alla virka daga og á helgidögum kl. 2—6. Úti j : á landi er kosið hjá öllum hreppstjórum oe bæjarfógetum ■ j og erlendis hjá islenzkum sendifulltrúum. ! 3) Sjálfboðaliðar \ s a ■ ■ ■ Látið hið fyrsta skrá ykkur til starfa á kjördegi. Alþýðu- : : bandalagið þarf á starfi ykkar allra að halda nú i kosningá- ■ j baráttunnj og á kjördegi. j ■ ■ : j 4) Kosningasjóður ■ ■ : Styrkið kosningasjóð G-listans. Kaupið miða i happdraetti j j kosningasjóðs og gerið skU fyrir senda happdrasttismiða. : s ■ Komjð með framlögin i Tjarnargötu 20. j Andstæðingarnir heyja kosningabaráttuna fyrir milljónir : auðmannanna, Alþýðubandalagið fyrir krónur alþýðunnar. ■ ■ j 5) Bílakostur a j Alljr stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem hafa yfir ■ bifrejð að ráða. þurfa að leggja G-listanum lið 9. júní. Látið j nú þegar skrá ykkur í Tjarnargðtu 20 til starfa á kjördegi. Engan bíl má vanta vegna bilunar eða forfalla. 6) Alþýðubandalagið eitt verði sigrurvegari Alþýðubandalagsfólk, enn í dag eru þúsundir íslendinga, sem eru óráðnir i þvi hvemig þeir verji atkvæði sinu 9. júní. Ræðið við þetta fólk. vinnufélaga ykkar, kunningja og vini. Túlkið hvar og hvenær sem er hinn góða málstað Al- þýðubandalagsins og þýðingu þess fyrir hagsmuni islenzkrar alþýðu, fyrir sjálfstæðj fslands og fyrir lif fslendinga að Al- þýðubandalagið verði eini sigurvegari þessara kosninga. Kveðið niður blekkingaárðður hemámsflokkanna þriggja. Völd ríkisstjóraarinnar geta oHið á einu atkvæði — binu atkvæði, þinni árvefcnl, þinu starfil FRAM TIL SIGURS! Kjósum G gegn EBE og ABD .■■■»»*»»**■«■■■■•■*■»■*•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Métorvélstjérafélag íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn að Báru- götu 11 í dag (laugardag) 1. júní kl. 14.00. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Samningamir. S T J Ó R N I N . HANDAVINNUSÝNING Húsmæðraskóla Reykjavíkur verður opin á Hvítasunnudag 2. júní frá kl. 2—10 e.h. og á mánudag 3. júní frá kl. 10—10. SKÓLASTJÓRI. Toppgrindur Mjög vandaðar toppgrindur. Aðeins kr. 600.00 21 SALAN Skipholti 1. — Sími 12915. Kaupmenn - Kaupfélög Framleiðendur Vasafóður fyrirliggjandi. Kr. borvaldsson & Co Grettisgötu 6. Simi 24730 og 24478. Heild bifreiðaleigan HJÓL Bverfisgötn 82 Siml 16-370 Framleiðendur Kaupmenn - Kaupfélög Fyrirliggjandi svart og hví.ft millifóður (fullgaze). Kr. Þorvaldsson & Co Hedldverzlimin, Grettisgötu 6. Sími 24730 og 24478. 4 >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.