Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 2
STEFNUSKRA I ÆSKULYÐSMALUM ÞESSI STEFNUSKRÁ á erindi til alls íslenzks æskufólks, en þó einkum til æsku alþýðustéttanna. Þessum hluta þjóðarinnar hyggst Sósíalistaflokkurinn og Æskulýðsfylkingin, samtök ungra sósíalista, kynna viðhorf sín til íslenzka þjóðfélagsins og boða kenningar sínar um breytingar á því. Sósíalistar eru þess fullvissir, að við slíka kynningu muni stór hluti íslenzkrar æsku skilja þörfina á því að breyta í grundvallaratriðum því þjóðfélagi, sem hún býr í, og skapa annað nýtt og betra. Oréttlátt þjóðfélag heftir þroska Orsökin: blind lög- mál auðs Nýtt þjóðskipulag Sósíalisminn er lausnin Þekkjum skyldur — kref jumst réttar Laun hækki Vinnutími sé styttur Menning ráði — ekki gróði Æskan hafi forystu Unga fólkið á enga sök á göllum þess mannfélags, sem það elst upp í. Frá sjónarmiði æskufólks er það því óréttmætt, hve þjóðfélag okkar er því andstætt og set- ur lífeamlegum og andlegum þroska þess þröngar skorð- ur. Þær skorður koma fram við val starfsgreinar, skóla- göngu, stofnun heimilis, í skemmtanalífi og allri menn- ingarviðleitni, svo að það mikilvægasta sé nefnt. Ungu fólki er eiginlegt að skapa sér mannshugsjón, ala í brjósti háar hugmyndir um manngildi, reisn og tign mannlegs lífs. En unga fólkið rekur sig á það, að vilji það rækta með sér manndyggðir, svo sem menningarlegt og pólitískt víðsýni, hjálpfýsi við náungann, félagslyndi og samfé- lagskennd, þá torveldar umhverfið slíkt. Inntak þjóðfé- lagsins er fólgið í blindum lögmálum peningavalds og markaðar, framboðs og eftirspumar. Auðsöfnun einstak- lingsins er skilyrði velferðar hans. Kapphlaup um pen- inga og „aðstöðu" einkennir lífsbaráttu fólksins. Vinnu- semi og hæfilekar eru metin miður en kunningjasam- bönd og undirgefni við ríkjandi auðstétt. Æskulýðurinn hefur engan hag af þessum þjóðfé- lagsháttum, heldur afnámi þeirra. Og einmitt æskan er til þess fallin að skapa nýja. Hún ætti sízt að aðlagast spillingu auðvaldsþjóðfélagsins, vera óbundin vana og hefð úreltra forma, og hún hefur til að bera lífskraft og bjartsýni til að ryðja nýjar brautir. Hagsmunir æskufólks eru hinir sömu og alþýðu manna. En fræðikenningin um lífshagsmuni fólksins er hinn vísindalegi sósíalismi. Sósíalisminn er lausn þeirra öfga og öryggisleysis, sem við nú búurn við. Æskan er til þess kjörin að ávaxta þann auð, sem orðinn er til í baráttu og sigrum alþýðunnar, og fáera .henni nýja sigra. í sókn sinni á hendur auðvaldinu stendur hún á traust- um grunni: arfi íslenzkrar verkalýðshreyfingar og ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu. í tækniþróaðri veröld er hugsjónin um þjóðfélag alls- nægta orðin að raunverulegu takmarki. Þar eru fátækt og kúgun horfin og auður og vald ekki til sem þjóðfé- lagslegt vandamál. Slíkar framtíðarsýnir hvetja til dáða. En meðan marki sósíalismans hefuT enn ekki verið náð, hlýtur æskan að berjast fyrir bættum kjörum innan ramma ríkjandi þjóðskipulags. En hvers er vant? Hvað horfir til bóta? Hver'jum uppvaxandi þjóðfélagsþegni er nauðsyn að móta viðhorf sín til umhverfisins, læra að þekkja skyldur sínar og krefjast réttar sem félagsvera. Þannig fáum við svarað þessum spumingum. Vinna — tömsfundir Framleiðsla verðmæta er undirsfaða mannlegs sam- félags. En vinnan skapar verðmætin, og það er skylda sérhvers vinnuiærs manns að nýta starfskrafta sína sjálfum sér og þjóðfélaginu til heilla. Því ber að tryggja öllum rétt til avinnu og gera mönnum eftirsóknarvert að öðlast starfshæfni, hverjum S vettvangi síns lffs- starfs. En holl skemmtun og tómstundaiðja er nauðsynlep ekki síður en vinna. Þetta tvennt verður að haldast í hendur. Nú er þjóðlífi okkar þannig háttað, að það er brýnt hagsmunamál æskurmar, að verkalýðshreyfingunni tak- ist að stytta vinnudaginn og hækka launin. Uaunavinna er athvarf æskumanna, hvort sem þeir velja hana að ævistarfi eða eru að búa sig undir önnur störf. Eaun fyrir átta stunda vinnudag eiu ekki til lífsframfæris, hvað þá að þau hrökkvi fyrir útgjöldum við nám og heimilisstofnun. Launin verður að hækka. Heilbrigður æskulýðúr, sem á hæfilegar tómstundir, elur hugsjónir í brjósti um háleit markmið eigin lífs og annarra. Tóm- stundir slíkrar æsku bera menningarbrag. En örþreytt fólk hefur ekki tíma til að átta sig á tilverunni og á ekki orku afgangs til menningarlefgra athafna. Vinnuþræl- dómur býður heim lítillækkun og spillingu. Vinnudag Aukínn styrkur við listir Verjumst erlendri ásælni Herinn burt Hlutlaust Island — frið meðal þjóða Kennslan fylgist með tímanum Jafnrétti til náms Nýtt skipulag iðn' fræðslu æskufólks þarf að takmarka við 6—7 stundir og banna bamavinnu með öllu. Vinnuþrælkunin er önnur höfuðorsök þess, að skemmti- þörf íslenzkrar æsku fær ekki útrás á eðlilegan og æski- legan hátt. Hin orsökin er einkarekstur á skemmtistöð- um. Það er með öllu óhæft, að gróðasjónarmið misviturra einstaklinga ráði rekstri skemmtihúsa. Menningarleg sjón- armið þurfa að verða þar ráðandi, ekki sízt í kvikmynda- sýningum. Með góðum opinberum rekstri mætti tryggja þetta. Félagssamtök æskunnar þurfa að hafa áhrif á stjórn skemmtihúsa. Það þarf að koma upp raunveruleg- um menningarhöllum, sem æskan hafi aðgang að. En umfram allt er nauðsynlegt, að æskufólkið sjálft hafi hér forustu til umbóta. Samtök þess þurfa að eiga greiðan aðgang að húsnæði undir eigin skemmtanir og tómstundaiðju. Og það er sjálfsögð krafa á hendur þjóð- félaginu, að það veiti æskulýðsfélögum starfsskilyrði til þessa, styrki þau m.a. fjárhagslega. Sérstakar ráðstafanir þarf að gera til að búa ungum sjómönnum mannsæmandi líf í verstöðvum. Þeirra þurfa ætíð að bíða í landi menningarleg hvíldarheimili með að- stöðu til fjölþættra tómstunda og menningarlegs skemmt- analífs. Æskulýðsráð þarf að starfrækja á vegum bæjar- og sveitarfélaga og hafi æskulýðsfélögin beinan aðgang að þeim. íþróttaiðkan og líkamsrækt æskufólks þarf að auka, einkum með bættri aðstöðu skólanna. Menning — sjálfstæð þjóð ’ABáf éfnahagsiegár og félagslegar framfarir eíga að vera liður 1 menningarsókn fólksins, þannig að hæfileik- ar manna fái notið sín og nái fullum þroska. Eitt höfuð- skilyrði þessa er virk þátttaka ungs fólks í menningar- starfi og öflugur stuðningur ríkisins við það. Stórauka þarf iframlag hins opinbera til lista og bók- mennta. Aukinn verði styrkur við samtök þau og stofn- anir, sem ástunda og útbreiða listir. Tónlist sé fullur sómi sýndur í fræðslukerfinu. Tekin verði upp listfræðsla í almennum og æðri skólum. íslenzk menning hefur staðið á trausíum grunni. Reisn hennar hefur þá orðið mest, er hún hefur getað hagnýtt á sjálfstæðan hátt allt það bezta úr samtímamenningu ann- arra þjóða. Aldrei hefur hún staðið betur að vígi til þess en nú. Þjóð án sjálfstæðrar menningar á sér ekki langa framtíð. Hín þjóðlega menning er fallvölt án st'jórnarfarslegs og efnahagslegs sjálfstæðis landsins. Því hljótum við að verjast erlendri ásælni og varast innlimun í erlend ríki eða ríkjasamsteypur. Og jafnframt þarf að ráða svo mál- um, að íslendingar sjálfir nýti sem bezt sínar eigin auð- lindir. í þessum málum á æskan forystu að gegna, þvi að Hennar er framtíð þjóðarinnar. Endurheimta verður þau réttindi, sem stjórnmála- menn Atlanzhafsbandalagsins á fslandi hafa samið af þjóðinni. Einkum er mikilvægt, að við komum hinu banda- ríska herliði þegar í stað af höndum okkar. Herinn er miðill fyrir það lakasta úr bandarísku þjóðlífi. og sam- búðin við hann lamar siðgæðis- og þjóðemisvitund stórs hluta æskunnar, auk þess sem hann kallar tortímingar- hættu yfir þjóðina, ef styrjöld brytist út. Æskan, sem erfa skal landið, á að beita sér fyrir hlutleysi fslands í hemaðarátökum, alþjóðlegu banni við kjamorkuvopnum og friði meðal þjóðanna. Þjóðleg menntun - hagnýt fræðsla Skólamir eiga að veita allt í senn, almenna, þjóð- lega menntun, hollt uppeldi og hagnýta fræðslu. Skyldunámið þarf að vera lifandi, gætt anda þjóð- legra hugsjóna og menningar. Til þess að svo megi verða þarf að búa vel að kennurum. hvað menntun og laun snertir, og sfeapa skólunum góðar ytri aðstæður: rúmgóð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.