Þjóðviljinn - 05.06.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.06.1963, Qupperneq 1
Miðvikudagur 5. júní 1963 — 28. árgangur — 123. 'tölublað. Utdráttur ur ræðum Gils Guðmundssonar og Lúðvíks Jósepssonar við útvarpsumræð- urnar í gærkvöld — Sjá 12. síðu t n \n 'ri \n RIKISSTJORNIN A AÐ FALLA A VERKUM Flugmannaverkfallið skall á í fyrrínótt Verkfall það sem Félag at-1 tveim fundum með deiluaðilum, vinnuflugmanna boðaði á dög en án árangurs. Fyrri fundur- unum kom til framkvæmda á inn stóð alla fyrrinótt og fram miðnætti aðfaranótt þriðjudags- á morgun, en siðari fundurinn ins. Sáttasemjari hefur setið á * hófst kl. 5 síðdegis í gær og slitn- Skálmöld í Þjársárda! Mikil veðurblíða var um hvítasunnuna og stefndi fjöl- menni héðan úr bænum til vist- ar úti í guðs grænni náttúrunni. Ráðsettara fólk tók stefnuna vestur á Snæfellsnes og dvaldi við lognsléttan Breiðafjörð, og sagðist gullsmiður nokkur hafa verið staddur á Skógarströnd á hvítasunnunótt og gengið með logandi eldspýtu fyrir ofan höf- uð sér og hefði þetta litla ljós ekki blaktað. Yngra fólkið tók hins vegar stefnu austur í Þjórsárdal og reyndist þar dunandi orusitu- völlur alla helgina og sendi reykvíska lögreglan tvívegis liðsstyrk til þess að skakka Ieik- inn og lögreglufréttir dundu í útvarpinu innan um klárt guðs- orðið. Er þetta eln ljótasta útisam- koma, sem haldin hcfur verið hér á landi. Unglingarnir ýmist veltust um ofurölvi og ósjálf- bjarga eða slógust og rifu föt- in hver utan af öðrum. Sumir gengu um allsnaktir, aðrir hentu sér í Sandá og böðuðu sig fullklæddir. Mikil spell- virki voru unnin á sjálfum þjóðgarðinum í Þjórsárdal og einnig farartækjum, sem ná- læg voru. Einn unglingur lenti í bifreiðaslysi og slasaðist alvar- Iega og var fluttur með sjúkra- bifreið í bæinn. Talið er að mest hafi þarna verið um 600 unglingar og hafi meðalaldur verið um sautján ára eða frá 14 til 21 árs. Á föstudag og Iaugardag fóru unglingarnir að streyma inn í Þjórsárdal með langferðabifreið- um og einkabifreiðum og höfðu áskriftalistar legið frammi á Hressingaskálanum hér í bæn- um undanfama daga. Ekki skorti unglingana vín- föngin og datt lögreglan á Sel- fossi niður á 60 flöskur af á- fengi í einum langferðabílnum og kyrrsetti þetta magn á staðn- Framhald á 2. síðu. aði upp úr viðræðum laust eft- ir miðnætti s.I. Deila þessi er út af reglum um starfsöryggi og slarfsaldur flug- manna. Fara flugmenn fram á að ákvæði samnings félags þeirra við flugfélögin verði skýrar orð- uð en nú er til þess að koma í veg fyrir að sams konar atburð- ir geti gerzt og átti sér stað sl. sumar, er einum af elztu og reyndustu flugmönnum Flugfé- lags fslands var vikið úr starfi án þess nokkrar sakir væru til- greindar í starfsuppsögn. Vilja flugmenn að skýrt verði kveð- ið á um þetta efnisatriði í samn- ingum, svo og að við samdrátt í starfsgreininni verði eldri flug- menn látnir sitja fyrir yngri og reynsluminni mönnum um vinnu. Atvinnuflugmerin hafa boðizt til að aflýsa verkfallinu strax og flugfélögin fallast á samn- ingsákvæði. án þess hróflað verði við kaupgjaldsákvæðum samn- inganna, en forsvarsmenn flug- félaganna hafa algerlega vísað þeirri málaleitan á bug. 1 dag mun Félag atvinnuflugmanna halda fúnd um samningamálin. Framkvæmdir íBygggarði hafnar EINS OG ÞJÓÐVILJINN skýrði frá sl. laugardag hefur hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps leigt óstofnuðu hluta- félagi hreppsjörðina Bygggarð en að baki því stendur vestur- þýzki auðhringurinn Baader og er ætlun hans að tryggja sér með þessu aðstöðu til þess að geta komið upp fiskiðnaði hér á landi þegar búið er að innlima Island í EBE og gefa erlendum aðilum jafnrétti við Islendinga til fiskveiða og fiskiðnaðar. ÞESSARI FYRIRÆTLUN er þó reynt að halda leyndri með því að láta í veðri vaka að koma eigi upp plastiðju í landi Bygggarðs. NU UM HELGINA var svo haf- izt handa um fram- kvæmdir í Bygggarði og er hafinn uppgröftur með stór- virkum vélum og byrjað að aka timbri á staðinn. Tók Ijósmyndari Þjóðviljans þessa mynd í Bygggarði í gær og sést á henni mikill moldar- garður sem vélarnar eru bún- ar að skófla upp og cnnfrem- ur timburhlaði. MUNU SJALFSTÆÐISMENN ætla að nota þessar atvinnu- framkvæmdir sem kosninga- beltu og er þeim slegið upp í kosningablaði er út kom hjá íhaldinu á Nesinu nú um hclgina. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) ri SINUM Kjörse&illinn sterkasta vopn kjarabaráttunnar ■ Útvarpsumræðurnar í gærkvöld einkenndust af rök- föstum málflutningi frambjóðenda Alþýðubandalagsins, en ræðumenn af þess hálfu voru Hannibal Valdimarsson, Gils Guðmundsson og Lúðvík Jósepsson. — Hannibal Valdimarsson sagði m.a. í niðurlagi ræðu sinnar: „Það er einkum kosið um lífskjör launasíétt- anna, um rétt og kjör sjómanna okkar og lífskjör bændastéttarinnar. Það er einnig kosið um stærstu sjálfstæðismál þjóðarinnar, landhelgismálið og ör- iagamál allrar framtíðar, eins og Efnahagsbanda- lagsmálið“. Hannibal rakti siðan í stónum dráttum samskipti launastéttanna í landinu viið viðreisnarstjómina og sýndi fram á, að afleiðing stjómarstefnunnar er almenn vinnuþrælkun. og jafnvél um- mæli talsmanna ríkisstjómarinn- ar vitna um það. Tugi þúsunda vantar til þess að tekjur átta stunda vinnudags hrökkvi fyrir útgjöldum vísitölufjölskyldunnar. Enda er nú svo komið að í launa- málum almennt ríkir alger ring- ulreið. Allir kjarasamningar stéttarfélaga eru lausir og verk- föil eru hafin hjá nokkrum stétt- arfélögum. Innaan tíðar verður kveðinn upp dómur um laun opinberra starfsmanna, sem hlýt- ur að leiða til vemlegra launa- hækkana. Miklar kjarabætur em óumflýjanlegar, og þær verða knúðar fram með samtakamætti verkalýðshreyfin garinnar. En ef núverandi stjórnarflokk- ar halda meirihluta sínum, þá er augljóst mál að reynt verður að gera þær að engu með nýrri gengisfellingu. Stjórnarflokkamir Þafa lýst yfir óbrcittri stefnu eftir kosningar, ef kjósendur veiti þelm umboð til slíks. Réttláta skiptingu þjóðartekn anna. „Launþegar, sjómenn og bsend- ur, hafa ekki fengið réttlátan Framhald á 2. síðu. Dagsbrún varar við afleiðingum af framkomu atvinnurekenda Kaup verkamanna algerlega Fundur var haldin í trúnað- arráði Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sl. föstudag, 31. maí, til að ræða samningamál félagsins. Skýrt var frá samningavið- ræðum við atvinnurekendur og að loknum ræðum var eftir- farandi ályktun samþykkt ein- róma: „Fundur f trúnaðarráði Verkamannafélagsins Dags- brúnar. haldinn 31. maí 1963, Iýsir undrun sinni á þeirri af- óviðunandi stöðu, sem samtök atvlnnurek- enda hafa nú tekiið til krafna verkamanna um breytingar á samningum. Fundurinn telur neitun atvinnurekenda við kröf- um verkamanna því furðulegri þar sem vltað er, að kaup- gjald hefur hvergi nærri hækk- að til jafns við vcrðlag á undan- förnum árum, til dæmis hefur verðlag samkvæmt framfærslu- vísitölu hækkað um 13% írá þvf í maí f fyrra, er samning- ar voru síðast gerðir. en kaup- ið aðeins hækkað um 5%. Þá er einnig vitað að þjóðarfram- leiðslan hefur stóraukizt á þessu tímabilL Um leið og fundurinn ítrek- ar það álit félagsiins, að kaup verkamanna sé nú algjörlcga ó- viðunandi, þá varar hann mjög alvarlega við aflciðingum þcss, að sjálfsögðum kröfum vcrka- manna verði mætt með áfram- haldandi ncitun.” Jóhannes páfi syrgður um allan heim Síða @ 4, $

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.