Þjóðviljinn - 05.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1963, Blaðsíða 6
w r SÍÐA ÞIÖÐVILIINN Miðvikuda"ur 5. júní 1963 Þarfur þ/onn og sannur vinur Jóhannes páíi XXIII. lézt eftir hunga banalegu á ann- an í hvítasunnu, og hafdi þá einn um áttrætt. Hann hafði verið páfi í rúmt hálft fimmta ár, en þótt það sé ekki langur tími, og sízt af öllu á mælikvarða hinnar rómversku kirkju, tókst hon- um aö koma svo miklu í verk, að hann mun vafalaust talinn meðal hinna merkustu páfa. Þegar Angelo Giuseppe Ron- calli, patríarki í Feneyjum, var kjörinn eftirmaður Pius- ar XII., mun enginn nafa búizt við því að hann myndi eiga eftir að marka tímamót í sögu kaþólsku kirkjunnar. Hann var orðinn mjög við aldur, og var af flestum tal- inn „millibilspáfi“, sem val- inn heföi verið til hins háa embættis fremur vegna róm- aðrar góðmennsku sinnar en hins, að hann væri líklegur til stórræða. Hann var að flestu ólíkur fyrirrennara sínum, hinum rómverska aðalsmanni Pa- celli. Hann var af fátækum bændaættum, en fyrir frábær- ar gáfur hlaut hann styrK til náms við prestaskólann í Róm. Prestvígslu fékk hann 25 ára gamall, en árið 1921 var hann kvaddur til starfs í Páfagarði og fjórum árum síðar hóf hann langan feril í utanríkisþjónustu kirkjunn- ar, var fyrst í áratug fulltrúi hennar í Búlgaríu, siðar í Grikklandi og Tyrklandi og frá 1944 sendiherra Páfa- garðs í París. 1953 var hann tekinn í tölu kardínála og nokkrum dögum síðar skip- aður patríarki í Feneyjum og því embætti gegndi hann, þar til hann tók við páfa- dómi. Þótt hinn glaðværi og alþýð- legi Roncalli væri harla ólíkur hinum þungbúna stór- bokka Pacelli, átti enginn von á þeim umskiptum sem urðu í Páfagarði við embættis- töku hans. Það kom þó æði fljótt í ljós og varð æ greini- legra með hverju ári, að Jó- hannes páfi leit hlutverk kirkjunnar öðrum augum en fyrirrennari hans. Öll viðhorf Píusar XII. mótuðust af í- haldssemi, andstöðu gegn þjóðfélagsumbótum og ný- mælum, en samstöðu með hvers konar afturhaldi. Hans bandamenn voru Franco og Adenauer og Foster Dulles. Píus XII. hafði horft aðgerð- arlaus á milljónamorð naz- ista, en beitti áhrifavaldi kirkjunnar gegn öllum um- bótamönnum og hótaði út- skúfun þeim sem legðu fram- faraöflum þjóðfélagsins nokk- urt lið. Þegar í fyrsta hirðis- bréfi Jóhannesar páfa, „Mat- er et magistra", kvað við annan tón. Þar var reynt að samræma viðhorf kirkjunnar til ýmissa þeirra mála sem hæst ber í dag, bæði félags- legra og siðferðilegra, þeim miklu breytingum sem orðið hafa í heiminum síðustu mannsaldra. Enn greinilegri urðu þessi umskipti eftir síð- asta hirðisbréf Jóhannesar páfa, „Pacem in terris", sem gefið var út fyrir páskana í ár og var þá getið allræki- lega hér í blaðinu. Þar lýsti páfi þeirri sannfæringu sinni að meginskylda hvers manns væri að vinna að varðveizlu friðarins í heiminum, koma í veg fyrir að mannkynið tortímdist í ragnarökum kjarnorkustríðsins. En jafn- framt lýsti hann samþykki sínu við þjóðfélagsumbætur okkar tíma. Óbeinum orðum, en þó svo að ekki varð mis- skilið, lýsti hann stuðningi kirkjunnar við félagsleg stefnumið hinnar róttæku verklýðshreyfingar, sósíalism- ans, og sagði að hún ætti jafnan að vera reiðubúin til samstarfs við alla þá sem af heilum huga vildu auka ver- aldlega velferð manna. Menn gætu verið á réttri leið, þó svo að kenning þeirra væri röng. Þetta var annar boðskapur en heyrðist á dögum Píus- ar XII. Það væri þó rangt, að eigna Jóhannesi páfa öll þau umskipti sem orðið hafa i Páfagarði á síðustu árum. Hitt mun sönnu nær að þau eiga sér alllangan aðdrag- anda og munu jafnvel sumir nánir samstarfsmenn Píusar XII. hafa haft svipuð sjónar- mið og Jóhannes eftirmaður hans. Kaþólska kirkjan á langa sögu að baki og hún hefur lifað tímana bæði tvenna og þrenna. I-Iún hef- b , , Sífc: ur margsinnis verið í vanda stödd, heimurinn hefur oft tekið miklum breytingum á síðustu tvö þúsund árunum. En hún hefur alltaf kunnað — stundum þó að vísu ekki fyrr en í óefni var komið — að haga seglum eftir vindi og sætta sig við orðinn hlut. Það sem gerðist á þeim fáu árum sem Jóhannes páfi XXIII. var staðgengill Krists á jörðinni var að kirkju hans fór að verða ljós sú stað- reynd, að sósíalisminn verður ekki umflúinn, að hugsjón hins samvirka þjóðfélags á vísan sigur um allan heim. Hún hafði af eðlisbundinni tregðu streitzt á móti því, en þar sem ríki hennar er ekki nema öðrum þræði af þessum heimi var henni ekki ofviða að viðurkenna stað- reyndir þjóðfélagsþróunarinn- ar. Þótt veruleikinn hafi þannig þröngvað hinum nýju viðhorfum upp á kaþólsku kirkjuna, verður hlutur Jó- hannesar páfa ekki minni fyrir það. Hann var kirkju sinni þarfur þjónn og sannur vinur meðbræðrum sínum, hvaða trú sem þeir játa. Þessar síðustu vikur, meðan Jóhannes páfi XXIII. hef- ur háð helstríð sitt, hefur það komið glöggt í ljós, hví- líkrar virðingar hann hefur notið meðal manna, einnig þeirra sem ekki játa trú hans eða eru henni jafnvel fjand- samlegir. Þeirrar virðingar aflaði hann sér með því mikla starfi sem hann innti af hönd- um í því skyni að gera kirkju sína hæfari til að takast á við vandamál dagsins í dag og með þeim mikilvæga skerf sem hann lagði fram í þágu friðar og friðsamlegrar sam- búðar hinna ýmsu þjóða og þjóðfélaga heims. Því er eðlilegt að sú spurning vakni hvað taka muni við þegar hann er allur, hverjum muni falin forysta kaþólsku kirkj- unnar að honum látnum. Verður bundinn endi á um- bótastarf Jóhannesar páfa eða heldur eftirmnður hans því áfram? Kirkjuþinginu sem hófst í Róm síðasta haust var ætlað að ganga frá þessum umbótum. Málin sem fyrir þinginu lágu voru bæði svo mörg og flókin og ágreining- k ur um þau svo mikill, að \ ráðlegast þótti að fresta því, k en síðan hafa nefndir starf- ® að að lausn þeirra. Ætlunin k var að kirkjuþingið hæfist " aftur 8. september, en það h verður undir hinum nýja J páfa komið, hvort úr því n verður. Mikilvægasta nefndin J sem starfað heíur í þinghlé- ^ inu var eins konar dagskrár- h nefnd. sem skipuð var „til ^ samræmingar á störfum a kirkjuþingsins" að tillögu ’ páfa sjálís. Formaður þeirr- B ar nefndar er Cicognani J kardínáli, nánasti samstarfs- ■ maður Jóhannesar XXIII., og k það er næsta eðlilegt að I mönnum komi hann fyrst i k hug, þegar svipazt er um eft- I ir páfaefnum. Cicognani er k einn þeirra mörgu kardínála \ sem Jóhannes páfi skipaði U og var nánasti samstarfs- \ maður hans, bæði að undir- k búningi kirkjuþingsins. að " sáttaumleitunum við önnur k kirkjufélög kristinna manna J og að friðarstarfi páfa á al- ■ þjóðavettvangi. Cicognani er : hins vegar aldraður maður, B varð áttræður á þessu ári. . Það eru því meiri líkur á | að til hans verði leitað um ? góð ráð, þegar kardínálar I koma saman að kjósa nýjan k páfa, en að hann verði sjálf- \ ur fyrir valinu. Svo er ráð fyrir gert að k páfakjör hefjist fimmtán \ dögum, og eigi síðar en átján, k eftir andlát páfa. Kardínálar ■ kaþólsku kirkjunnar eru nú k 82 talsins. Meirihluta þeirra, ® eða 45, skipaði Jóhannes É XXIII., átta eru frá dögum J Píusar XI.. en hinir, 29. voru I skipaðir af Píusi XII. ítölsku J kardínálamir eru einnig 29 ■ talsins. Þeir eru þannig í J minnihluta, en það voru þeir I líka, þegar Jóhannes páfi k var kjörinn. Þá fengu þeir | því engu að síður ráðið að k ekki var vikið frá þeirri ^ gömlu hefð að ítalskur mað- k ur skyldi sitja á páfastóli. \ Italskir kardínálar hafa löng- k um ráðið lögum og lofum í S æðstu valdstofnun kaþólsku k kirkjunnar, hinni rómversku * kúriu, og svo er enn. Það ■ kom hins vegar greinilega J í Ijós á kirkjuþinginu s.l. ■ vetur. að áhrifavald kúríunn- J ar innan kirkjunnar er nú I miklum mun minna en áður ^ var. Hinir afturhaldssömu kúríukardínálar með Ottavi- k ani í broddi fylkingar reynd- | ust vera í minnihluta á k þinginu, en meirihluti þing- ■ fulltrúa hlynntur þeirri end- k umýjun kirkjunnar, sem \ vakti fyrir Jóhannesi páfa. 1 forystu þess meirihluta voru kirkjuhöföingjar frá öðrum löndum en Italíu, frá Frakklandi, Þýzkalandi. Aust- h urríki, Hollandi. I Það er því ekki ótrúlegt að . næsti páfi verði af öðru ■ þjóðemi en ítölsku. Ýmsir j: koma þar til greina, en af I þeim „erlendu" „papabili" k sem nefndir hafa verið þyk- ■ ir Franz König, erkibiskup k af Vínarborg hvað líklegast- ^ ur. Hann hafði sig mjög í k frammi á kirkjuþinginu í \ vetur og var einna fremstur k í flokki umbótasinna. Hann \ er tiltölulega ungur maður, L fæddur 1905. Jóhannes páfi ® hafði á honum mjög miklar I mætur og fól honum vanda- . saman crindrekstur. König I erkibiskup var þannig nú ? fyrir skömmu sendur á fund I Mindszentys kardínála að fá J hann til að fara til Rómar I í því skyni að bæta sambúð J ríkis og kirkju í Ungverja- I landi. Annar „erlendur" | kardínáli sem tilgreindur hef- ^ ur verið er Bernard Alfrink, k erkibiskup af Utrecht, sem \ einnig hafði forystu fyrir um- k bótasinnum á kirkjuþinginu. \ En ekki má gleyma að ka- | þólska kirkjan er fastheld- ’ in á gamla hefð og eng- jh um mun því koma á óvart, J að ítalskur maður setjist enn ■ á páfastól. Þá þykir enginn . líklegri en Giovanni Battista I Montini. erkibiskup af Mílanó, C en hann var fyrstur þeirra ■ kardínála sem Jóhannes páfi k skipaði. ás. ■ Andlátið bar að á annan í hvítasunnu Jóhannes páfí syrgður hvarvetnn um heiminn \ ! RÓM 4/6 — Jóhannes páfi XXIII. lézt um kvöld- ið á annan í hvítasunnu eftir langa og stranga banalegu, en helstríðið stóð í rúrna fjóra sólar- hringa. Banamein hans var magakrabbi og hafði hann þjáðst mjög, en á mánudag missti hann meðvitund fyr- ir fullt og allt og líf hans fjaraði út smám saman. Enginn páfi hefur aflað sér jafnmikilla vinsælda um allan heim og hefur það komið glöggt í ljós þessa síðustu daga með- an hanp háði dauðastríð sitt Og nú eftir andlát hans. Á mánudaginn söfnuðust 300.000 manna á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm, hlýddu þar messu sem lauk að- eins tíu mínútum áður en páfi gaf upp andann. Þá lágu flestir enn á bæn að biðja fyrir hon- um. Til Páfagarðs hefur borizt ó- grynni samúðarskeyta hvaðan- æfa að. Krústjoff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sendi samúðarskeyti, einnig Kenne- dy Bandaríkjaforseti og Elisa- bet Englandsdrottning. I mörg- um kaþólskum löndum hefur verið lýst yfir þjóðarsorg næstu dagana vegna andláts páfa. Dmmæli frá Austur-Evrópu En það eru ekki eingöngu kaþólskir menn sem syrgja Jó- hannes páfa XXIII. 1 sósíalist- fsku löndunum í Austur-Evrópu birta blöð frásagnir af andláti hans á áberandi stöðum og lof- samleg eftirmæli um hann. Efst á forsíðu stærsta blaðs Póllands, „Zycie Warszawy“, birtist stór mynd af páfa með sorgarrönd í kring. Málgagn pólskra kommúnista „Trybuna Ludu“ segir að það séu ekki aðeins kaþólskir menn sem harmi andlát páfa, heldur líka allir þeir sem virtu hann vegna baráttu hans fyrir frið.'amlegri sambúð allra þjóða. Tékkneska blaðið „Lidova Demoeracie" segir að hvatn- ingarorð Jóhannesar páfa til allra manna að sýna hver öðr- um góðvild hafi ekki verið til einskis. Páfinn vildi frið og hann var reiðubúinn að leggja allt í sölumar til að varðveita friðinn í heiminum, segir blað- ið. Síðustu daga og nælur Jóhanncsar páfa biiðu þúsundir manna á torginu við Pcturskirkju eftir frcttum af líðan hans. Aðalmálgagn Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, „Pravda", segir, að Jóhannes páfi hafi verið ólíkur fyrirrennurum sín- um. Blaðið minnir á að hann hafi verið af fátækum bænda- ættum og hafi það mótað af- stöðu hans til stjómmála. Hann var einlægur liðsmaður í bar- áttunni fyrir friði í heiminum, af því að hann gerði sér ljóst, að mannkynið myndi tortímast i ragnarökum kjamorkustríðs, segir „Pravda". Svipuð eru ummæli ung- verskra blaða, sem segja að páfi hafi gert sér ljósar þær breytingar sem átt hafa sér stað í heiminum og skilið þrá allra manna eftir friði. Jarðscttur á fimmtudag Páfi verður jarðsettur á fimmtudag, en þangað til stend- ur lík hans á víðhafnarbörum. Níu daga messuhöld sem hefð- bundin eru eftir andlát páfa byrja á morgun. L __________________ER ORGINAL ’ KERTI FYRIR VOLKSWAGEN La passar í allar tegundir af Yolkswagen, gamla sem Q ^ nýja. — Fleiri og fleiri verksmiðjur nota Champion, sem orginal kerti í framleiðslu sína. ÖRUGGARI RÆSING — AUKIÐ AFL — MINNA VÉLASLIT — ALLT AÐ 10% ELDSNEYTISSPARNAÐUR — CHAMPION, mest seldu kerti heimsins. EGILL VILHJÁLMSSON h/f Laugavegi 118 — Sími 22240. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.