Þjóðviljinn - 05.06.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. júni 1963 ÞIÓÐVILIINN SlDA J INGVAR RAGNARSSON formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms: Árangur af óslitnum einstaklingsrekstri hér er sá að hér er allt / niðurníðslu" ■ „Yið ihöfum algerlega farið varhluta af þeirri indælu „viðreisn“ sem stjómarflokkarnir lýsa svo fagurlega; hún hefur ekki gert vart við sig með bætfum hag almennings í Stykkis- hólmL Við eigum ekkert „viðreisninni“ að þakka. ■ Árangurinn af óslitnum einstaklingsrekstri í þessum bæ er sá, að hér er allt í niðumíðslu“. Ingvar Ragnarsson Þannig mælti Ingvar Ragn- arsson, formaður Verkalýðsfé- lags Stykkishólms, þegar við spurðum hann um afkomu al- mennings í Stykkishólmi. Ing- var hefur undanfarin ár verið formaður Verkalýðsfélagsins en var áður mörg ár varaformað- ur þess og í trúnaðarráði sam- tals 29 ár. — Á hverju byggist aíkoma Hólmara fyrst og fremst, Ing- var? — Stykkishólmur hefur fyrst og fremst byggzt á útgerð og stóð hún með töluverðum blóma fram yfir 1950 og rétti aftur við þegar togarinn kom 1958 og sæmileg útkoma til 1960, en síðan hefur hallað á ógæfuhlið, togarinn legið ár- um saman úti í Bretlandi og aðeins einn 70 tonna bátur komið í hans stað. — En voru ekki nokkrir bát- ar fyrir hér? — Sigurður Ágústsson á tvo 50 tonna báta og kaupfélagið þrjá, Þórsnes 7.0 tonn og Straumnes og Brimnes 30-34ra tonna báta. Annar bátur Sig- urðar Ágústssonar hefur verið ósjófær í Dráttarbraut Akra- ness í vetur en bátur sem hann tók á leigu aflóga og varð að hætta og einn bátur Kaupfé- Iagsins, Brimnes, hefur ekki verið gerður í vetur vegna þess að hann er ósjófær. Þegar Sigurður Ágústsson keypti tvo 50 tonna báta árið 1954 voru það einhverjir glæsi- legustu bátar við Breiðafjörð, en nú eru þeir orðnir svo úr sér gengnir og á eftir tímanum að engu tali tekur. — Hvað gerðu sjómennirnir af sér? — Sjóménn okkar hafa orðið að leita mjög út á nesið þar sem gróska hefur verið í þess- um málum og þeir farið þar langt fram úr okkur í endur- nýjun skipastólsins. — Hvemig hefur þá atvinnan verið í landi? — Þetta hefur leitt af sér að atvinna við frystihús hefur verið ákaflega rýr á þessum vetri, sérstaklega þó í frysti- húsi Sigurðar Ágústssonar. Kaupfélagsbátarnir fiskuðu vel og vinna því sæmilegri í frystihúsi Kaupfélagsins. Þessi mikla eftirvinna sem verið hef- ur í kringum okkur er óþekkt fyrirbæri hér í Stykkishólmi — og þótt það sé alls ekki til að harma út af fyrir sig, þá er það engu síður staðreynd að fólk verður að þræla miklu meira en góðu hófi gegnir ef það ætlar að hafa í sig og á. — Geta frystihúsin ekki unn- ið úr 50 tonnum á 10-12 tím- um? — Jú, en frystihúsin eru bæði langt á eftir með aðbún- að og fyrirkomulag allt. — En er ekki einhver önnur vinna? — Eitthvað af verkamönnum hefur nokkuð stöðuga vinnu í vélaverkstæðum og trésmíða- verkstæðum, en þau eru tvö, bílaverkstæði tvö, ennfremur vélsmiðja og skipasmíðastöð. En á skipasmíðastöðinni er flest fyrir neðan allar hellur og óskiljanlcgt hvemig menn hafa getað unnið þar ár eftir ár. Á iðnaðarverkstæðunum er unnið í tíu tíma á dag allan ársins hring og virðast menn ekkert ofsælir af því kaupi — og á því getur maður séð hvem- ig afkoman muni vera hjá því fólki sem vinnur í frystihúsun- um, með því atvinnuleysi sem þar er langtímum saman. Ég myndi segja að afkoma þess fólks er á hana undir sjávar- afla sé vægast sagt léleg hér. —• Svona lítur bá „viðreisnin" út hjá ykkur. — Við höfum algerlega farið varhluta af þeirri indælu við- reisn sem stjómarflokkamir lýsa svo fagurlega; hún hefur ekki gert var við sig með bættum hag almennings í Stykkishólmi. Við eigum ekkert „viðreisninni" að þakka. — Er þá aðeins svart fram- undan? — Við eygjum nokkra við- reisn í útgerðarmálum þar sem fyrir tilstilli ungs manns, er varð fyrir því óhappi að missa skip sitt í hafið í vetur, hefur Frá höfninni í Stykkishólmi. verið stofnað hlutafélag og samið um smíði á 120 tonna skipi. Það eru 10-15 menn sem standa að þessari félagsstofnun og þeir hafa fengið mjög góða fyrirgreiðslu hjá Sparisjóðnum hér — sem er alveg nýtt. Þetta er spor í þá átt sem almenn- ingur fagnar. — En er ekki erfitt að gera út báta héðan frá Stykkis- hólmi? — Við lítum svo á að Stykk- ishólmur eigi framtið fyrir sér sem aðrir staðir á Breiðafirði. Héðan er vel hægt að gera út báta; vegalengdir skipta ekki svo miklu máli nú orðið. Við horfum Iíka á það að Helgi Helgason veiðir meginhlutann af metafla sinum hér inni á Breiðafirði. Einn 40 tonna bát- ur héðan hefur aflað 750 tn. sem er sambærilegt við afla i Grundarfirði og Ölafsvík, að undanteknum 2-3 hæstu bátun- um þar. Við mótmælum því al- veg að Stykkishólmur geti ekki verið útgerðarbær eins og aðr- ir bæir hér utar, en skilyrðið er að fylgzt sé með þróun í skipakaupum og aðstöðu allri til vinnslu aflans i Iandi. Sé það gert þurfum við ekki að kviða hér i Stykkishólmi. Framhald á 8 .síðu. Loforð og framkvæmdir í Reykjavíkurborg fhaldlð er nú sem fyrr óspart á kosningaloforð- in, en framkvæmd þeirra vill oft gleymast. Og þó að kosið verði til Alþing- is á sunnudaginn kem- ur en ekki í borgarstjórn Reykjavíkur birtir Þjóð- viljinn þessar þrjár myndir nú fyrir kosn- ingarnar til þess að vekja athygli á þvi hvernig borgarstjórnarí- haldið framkvæmir göm- ul kosningaloforð sín, t.d. þau sem fjalla um bætta aðstöðu yngstu borgaranna til leikja og hollrar útivistar. Ekki þarf að rninna lesendur á að hafa það í huga, þegar þeir skoða mynd- irnar og lesa skýringar- textana með þeim, að kosningaloforðum fram- bjóðenda íhaldsins til Alþingis er ekki frem- ur treystandi en borg- arstjórnarmeirihlutans, enda sami íhaldsrassinn undir þeim báðum: Myndirnar til hægri sýna leiksvæði barna f einu elzta hverfi miðborgarinnar. þ.e. við Lindargötu. Dm langt ára- þil hefur þeirra leikvöllum verið þetta ruslaport, þar sem næstu byggingar eru lágreist- ir og gisnir kofar og aflóga hesthús. Leiktæki fyrirfinn- ast þar engin önnur en þau sem börnin sjálf hafa klambr- að saman. — Þegar þannig er á málum haldið er þá hægt að lá börnunum þó þau leiii þangað sem þau sízt skyldu vcra, út á götuna? A myndinni t.v. sjáum við annað dæmi um hvernig búið er að yngstu kynslóð borg- arinnar. Myndin er tekin á leikveliinum vlð Meðalholt og er þetta annað tvcggja mann- gengra gata á girðingunni umhverfis Ieikvöilinn. Þannig hefur girðingin vcrið f all- an vetur og ekki útlit fyrir að ncin bót verfti ráðin á. Eins og sjá má á myndinni hefur girðing þessi upphaf- lega verið sett upp til að varna því að börn og full- orðnir komist að þessari spennistöð rafvcitunnar. enda stórhættulegt. Það er ekki nóg með að börnin geti hindrunarlaust komizt út af vellinum og inn á svæði sem merkt er „Háspenna-lífs hætta“, heldur hefur allt svæðið þarna til skamms tíma verið sundurgrafið og stórhættuiegt. vegna hita- veitulagnar í hverflð. r - .• s< :$• : i ■ : ■ '■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■*•«•■•■■•••■■■•••, ■ ■•■■•■■■■Ml

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.