Þjóðviljinn - 06.06.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 06.06.1963, Side 1
DHDVIUINN Fimm'tudagur 6. júní 1963 — 28. árgangur — 124. Sölublað. KOSNINGARNAR VERÐI SIGUR ALÞÝDUNNAR OG ÍSLANDS! C-USTA fUHDUR , m Alþýðubandalagið í Rcykja- mundsson, Geir Gunnarsson, þýðubandalagsfólk í Reykja- : neskjördæmi heldur almenn- Benedikt Davíðsson, Þuríðxu- neskjördæmi er eindregið an kjósendafund í Kópavogs- Einarsdóttir, Þóroddur Guð- hvatt til að fjölmenna á ! bíói kl. 9 í kvöld, fimmtudag. mundsson frá Sandi og As- fundinn. Ræður flytja: Gils Guð- geir Bl. Magnússon. — AI- »»mim»inimniiniiiiinnmnimiiinmnnmMlmi,HIHM,iM|llHll|||tl|||11|M|||||1|||||||||11|g|i||||M1||)||||ltl||||tMi||w|i|[i|| í fyrstu ræðu útvarpsumræðnanna í gærkvöld flutti Einar Olgeirsson hvassa ádeilu á stjómar- far og landssöluáform viðreisnarflokkanna og tók rækilega til meðferðar lýðskrum og áróður her- námsmanna frá fyrri hluta umræðnanna. Einar lýsti í skýrum og ljósum dráttum aðal- línum þjóðfélagsþróunar á íslandi síðustu ára- tugina og átökum meginandstæðna þjóðfélagsins, auðvalds og alþýðu, og lauk ræðunni með áhrifa- mikilli eggjan til reykvískrar alþýðu að gera Al- þýðubandalagið að sigurvegara kosninganna á sunnudaginn, fella með því ríkisstjómina og hindra að ný afturhaldsstjóm verði mynduð. Með þeim hætti yrðu úrslit kosninganna sigur alþýð- unnar og íslands. A vii marga þorska „Útgerðarmerm uppskána fljótlega afraksturinn af því að hafa tryggt sér Emil Jónsson sem sjávarútvegsmálaráðherra. Hann var þeim á við marga þorska úr sjó.” (Keilir, blað Aiþýðubandalags- ins í Reykjaneskjördæmi) Hér fer á eftir síðastj hluti ræðunnar: Góðir íslendingar! Kosningabaráttan er ekki að- eins barátta vinnandi stéttanna fyrir mannsæmandi tilveru; hún er beinlínis barátta fyrir sjálfri tilveru þjóðar vorrar í friði og stríði. Það eru sameiginlegir hags- munir okkar að verja þetta land gegn ágangi erlends auðvalds og hervalds. Landið okkar er gott land — eitt hið ríkasta í Evrópu að 6- nqtuðum auðljndum. Því líta auðhringarnir það gimdaraug- um gróðans. Afköst vinnandi stéttanna í sjávarútveginum eru hin mestu í heimi. Því munar auðvaldið í að fá að arðræna þaer. Það er engin þörf að hér búi vinnandi fólk við lægsf tíma- kaup á Norðurlöndum, við mestan vinnuþrældóm í Norð- urálfu. En til þess að nýta auðtindir okkar í þágu eigin þjóðar. til þess m.a. að fullvinna afurðim- ar, sem við nú flytjum út sem hráefni, þurfum við að sam- stilla kraftana, en ekki sundra þjóðinni með kúgunarpólitík skammsýnnar yfirstéttar, sem þar að auki ofurselur landið og gæði þss erlendu valdi. Það á að vera okkar stolt að gera ísland að fyrirmyndar- landi öðrum þjóðum um frið og féJagslegt réttlæti. Vér ís- lendingar óskum vissulega heiminum friðar. En hernig haldið þið að hægt sé að við- halda friði og forðast styrjöld í hinum stóra heimi ægilegra mótsetninga auðs og fátæktar, Framhald á 2. síðu Athyglisverðar upplýsingar stjórnarb laðanna í gær: Vinnutími verkamanna jókst um 203 klukk ustundir 1962 Verðbólgan gleypti allt kaupið fyrir aukavinnuna Morgunblaðið og Alþýðu- blaðið skýna frá því í gær að könnun á aðstæðum 107 Dagsbrúnarverkamanna hafi leitt í ljós að árið 1962 unnu þeir að meðaltali 2.748 klukkustundir- Árið 1961 var vinnutími þeirra hins vegar 2.545 klukkustundir. Vinnu- tími þeirra hafði þannig lengzt um 203 stundir frá árinu áður. Það jafngildir sem næst eðlilegum vinnu- tíma í heilan mánuð; verkamenn höfðu neyðzt til að bæta við sig heils mánaðar erfiði — aðal- lega í eftirvinnu, nætur- vinnu og helgidaga- vinnu. Upplýsingar stjómarblaðanna um aðstæður þessara Dagsbrún- arverkamanna eru sóttar í skatt- skýrslumar. Hefur Þjóðviljinn að sjálfsögðu ekki tök á að sann- reyna þá vitneskju, þvi skatt- skýrslur manna eiga að vera TRÚNAÐARMÁL, þó stjómar- Framhald á 3. síðu Enn einn Breti tekinn UM KL. 14 í GÆR kom varö- I skipið Óðinn að brezka togar- ! anum Norhern Sky, þar sem hann var að meintum ólögleg- um veiðum um 2.5 sjómílur innan 6 mílna fiskveiðitak- j markanna í Lónsbug, Þegar I varðskipið nálgaðist togarann tók hann inn trollið og hélt til hafs, en var stöðvaður um 1.2 sjómílur utan markanna. KIPSTJÓRINN Barry Green neitaði sekt sinni, en Óðinn fór til Eskifjarðar með toger- ann og verður mál skipstjórans væntanlega tekið fyrlr þar. NORTHERN SKY er 620 tonna skip, smíðað í Bremerhaven ár- ið 1936, hann ber einirennis- stafina GY 427. ALÞÝÐU BANDALAGIÐ Styrkið kosninga- sjóð G-iist■ ans Allir sem fengið hafa senda happdrættis- miða frá G-listanum eru vinsamlega beðn- ir að gera skil nú þegar. Aðrir sem ekki hafa fengið senda miða en vilja Stðstoða okkur, komið með framlög ykkar í kosn- ingaskrifstofuna. Munið Kosningasjóðinn! Fjáröflunarnefnd G-listans. Einkaskuid Gunnars Thor við borgarsjóð: 100 þús. kri Nokkru áður en Gunnar Thoroddsen, núverandi fjár- málaráðherra, lét af störfum sem borgarstjóri Reykjavíkur, fékk hann stórlán úr borgar- sjóði. Skuldar Gunnar enn kr. 100.611,05. Stórlán þetta fékk Gunnar Thoroddsen án þess að málið væri borið undir borgarráð. Það var sem sé borgarstjór- inn Gunnar Thoroddsen sem veitti einstaklingnum Gunnari Thoroddsen lánið með aðstoð undirmanna sinna. embættis- manna borgarinnar. Myndu eflaust margir þyggja að geta greitt úr fjárhagsörðuleikum sínum á slíkan hátt. Mildi borgarsjóðs við Gunn- ar Thoroddsen mun vekja at- hygli margra útsvarsgreiðenda sem ekki hafa orðið varir við þessa hlið á borgaryfirvöldun- um. Það kemur þráfaldlega fyrir að launamenn finni fátt annað í umslögum sínum á útborgunardegi en kvittanir frá bænum. Og margar fjöl- skyldur hafa fengið að kynn- ast þvi að jafnvel búslóð þeirra er ekki friðhelg ef skuld við borgarsjóð dregst fram yfir gjalddaga. Það er auðsjáanlega ekki sama hver 1 hlut á. En að sjálfsögðu mun Gunnar Thoroddsen standa skil á skuld sinni. Hann hef- ur nú verið settur yfir sjóð sem er margfalt stærri en borgarsjóðurinn, sjálfan ríkis- sjóðinm sem hefur margfald- Gunnar Thor. azt að krónutölu í tíð við- reisnarinnar. Einstakhngur- inn Gunnar Thoroddsen gæti til að mynda greitt skuldina við borgarsjóð með því að fá lán úr ríkissjóði hjá fjármála- ráðherranum Gunnari Thor- oddsen, áður en sá embættis- maður hveriur úr starfi sínu. »

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.