Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 3
Fimmtuctegur 6. júní ÞlðDVlUINN Profumo hafði logið að þinginu Enn einn ráðherra hrökklast úr brezku ríkisstiórninni LONDON 5/6 — Stjórn Macmillans hlýtur nú hvert áfall- ið öðru þyngra. Síðasta hneykslismálið hefur orðið til þess, að hermálaráðherrann, John Profumo, hefur hröklazt úr ríkisstjórninni, en þar hefur hann verið síðan 1960. Valda þessu margslungin kvennamól. Vinkona náðherr- ans var kölluð fyrir rétt í morðmáli, en mætti ekki, og var Profumo borið á brýn að hafa komið henni undan. Forsaga þessa imáls er sú, að rauðhaerð fegurðardís og ljós- myndafyrirsæta. Chrjstme Keel- er að nafni, verður viðriðin sakamál. Var það Vestur-Indíu- maður, er gert hafði morðtil- raun, skotið sjö skotum gegnum dyr í því skyni að drepa með- bjðil um hylli ungfrú Keeler. Ungfrú Keeler var að sjálf- sögðu eitt aðalvitnið í málinu. Bn þegar til réttarhaldanna kom fannst frökenin hvergi. Kom það síðar í ljós, að hún hafði stungið af til Madrjd á- samt vini sínum. Brátt tók að ganga í Lund- únaborg þrálátur orðrómur þess efnis að háttsettur maðurr ráð- herra í stjóm Macmillans væri við málið riðinn og hefði að- stoðað ungfrú Keeler til þess að flýja land. Gekk þetta svo langt, að í marz síðastliðnum neyddjst Profumo ráðherra til þess að standa upp í enska þinginu og lýsa því yfir, að hann væri sá embættjsmaður, sem við væri átt. Hins vegar þvertók hann fyrir það að nokkuð „ósæmilegt“ hefði farið þejm Crjstine Keeler á milli, hvað þá að hann hefði hjálpað henni til að flýja land. Nú hefur John Profumo skrif- að yfirboðara sínum í brauð- rænu striti, Macmillan, bréf og beðizt lausnar. Viðurkennir hann að hafa farið með rangt mál í fyrri yfirlýsingu sinni, og ber væntanlega að skilja það svo. að þeim ungfrú Keeler hafi eitthvað „ósæmilegt" flarið á milli þrátt fyrir allt. Kveðst Profumo hafa gefið yfirlýsingu á þinginu til þess að vemda konu sína og börn. Hann held- ur ennþá fast við það, að land- flótti Christine Keeler sé sér óviðkomandi. f fyrri yfirlýsingu sinni við- urkenndi Profumo, að hafa hitt ungfrú Keeler í samkvæmi, þó án þess að nokkuð meira færi þeim á milli. Efvtir að hann hafði gefið þá yfirlýsingu kom til skjalanna tízkulæknir að nafni Stephen Ward. Ward þessi, sem meðal annars er einn af læknum Winston Churchills, skrifaði utanríkisráðherranum og lét þess getið, að yfirlýsing Profumos væri röng „í vissum atriðum::. Játaði þá ráðherr- ann „brot“ sitt fyrir samherj- um sínum í flokknum. í svarbréfi sínu tekur Mac- millan lausnarbeiðni ráðherrans Júgoslavar vilja stríðsskaðabætur Bonn 5/6 — Nýir samningar munu hefjast í Bonn þann 10. júní milli Júgóslavíu og Vestur- Þýzkalands. Verður fjallað um skaðabótakröfu Júgóslava vegna óspekta Þjóðverja þann tíma er þeir sátu í landinu og rexuðu þar og regeruðu. Júgóslavar krefjast 400 milljóna marka. Það er Vestur-Þýzka utanríkis- ráðuneytið, sem þetta tilkynnir. Framtíðarstarf Skriístofa ríkisspítalanna óskar eftir að ráða bókara til starfa í launabókhaldi hið fyrsta. Góð reiknings- og nokkur vélritunarkunnátta nauð- synleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og aldur sendist til Skrifstofu ríkis- spítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 15. júní n.k. Reykjarvík, 5. júní 1963. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA til greina, og er jafnframt svo elskulegur að láta þess getið, að þetta sé „mikill harmleikur“ fyrir John Profumo og fjöl- skyldu hans. Maður að nafni James Ramsd- en mun gegna embætti Profum- os unz nýr hermálaráðherra hefur verið útnefndur. l>ess má að lokum geta, að haft er eftir Macmillan þegar málið kom fyrst til tals: „Guði sé lof að það er þó kvenmað- ur“ Lýtur það að því, að Mac- millan hefur haldizt illa á ráð- herrum, og m.a. hafa tveir þeirra hrökklazt úr stjóminni vegna þess að kynvilla hefur verið borin þeim á brýn. Geimfarar valdir Washington 5/6 — Yfirstjóm bandarískra geimrannsókna skýrði frá því í gær, að í sum- ar verði valdir 10—15 banda- rískir borgarar til þess að und- irgangast erfiða þjálfun. Þjálfun- in stendur í sambandi við hina svonefndu Gemini — áætlun, sem stefnir að þvi, að senda á loft geimfar mannað tveim mönnum. 1 hinum upprunalega hópi bandarískra geimfara eru sjö menn. Einum þeirra — Donald Slayton að nafni — hefur ver- ið tilkynnt, að hjarta hans þoli ekki hina miklu áreynslu, sem geimferðum er samfara. og hafa það vafalaust orðið hin sárustu vonbrigði. Hermenn og óbreyttir borgar- ar geta tilkynnt þátttöku sína í Gemini — áætluninni. Um- sækjendur mega ekki vera eldri en 34 ára, og ekki meir en sex fet á hæð (1,83). Er það sökum hins takmarkaða rúms í Gemini og Appollo geimförunum. Gem- ini — áætlunina er fyrirhugað að framkvæma síðari hluta árs 1964. Apollo áætlunina, sem ger- ir ráð fyrir þriggja manna á- höfn, hyggjast Bandarikjamenn framkvæma um það bil ári síðar. Jafntefli við Þjóðveria Vestur-þýzka atvinnuliðið Hol- stein-Kiel háði í gærkvöld annan leik sinn á Laugardalsvellinum við Islandsmeistarana Fram. Jafntefli varð 2 mörk gegn 2. I fyrri hálfleik skoruðu Þjóðverj- arnir 2 mörk, Framarar eitt. en R ’iarði Jónssyni tókst að jafna í síðari hálfleik. Hér á myndinni sjást þau skötuhjúin John Pn> fumo, hermálaráðherra, og ljósmyndafyrirsætan Christine Keeler. „Angur og mein fyrir auðarrein, oft hafa skatnar þegið“ getur ráðherrann sagt með sanní. Eins og af myndinni sést er konan hin föngulegasta, og er ráðherranum nokkur vork- unn þótt hann henti það, sem Guðbrandur Hólabiskup kallaði „að grípa til stelpu“. Frá páfagarði: Eftirmaður páfa valinn 19. júní Samkoma sú, sem velja skal eftirmann Jóhannesar páfa, kem- ur saman 19. júní næstkomandi. Xalsmaður páfastóls sagði hins- vegar, að ekkert væri enn ákveð- ið, hvenær kjörþingið kæmi sam- an, og engin opinber tilkynning hefur verið gefin út um þetta efni. 1 fréttastofufregnum segir, að kardínálamir hafi tekið þessa á- kvörðun á miðvikud.morgun, en þá komu þeir saman til fundar í fyrsta sinn eftir dauða páfa Erfðavenjan er sú, að kjörþing- ið komi saman 18 eða 19 dögum eftir dauða páfa. 18. dagurinn eftir dauða Jóhannesar er hinn 18. júní, en af ýmsum orsökum getur kjörþingið ekki komið saman fyrr en að morgni hins 19. 1 dag mun mikill mannfjöldi streyma gegnum stærstu kirkju heims, St. Péturskirkjuna í Róm en þar liggur Jóhannes páfi á líkbörum. Páfi hvílir á nærri tveggja metra háum palli, hann er íklæddur rauðri embættis- skykkju sinni og tekur þannig við hinum hinzta virðingarvotti landa sinna og trúbræðra. Há- tíðleg prósessía klerka bar lík páfa í gærkvöld í kirkju, og voru blys borin fyrir göngunni. Það var í þessari sömu kirkju, St Péturskirkjunni, sem Jóhannes XXIII. kom fyrst fram eftir að hann hafði verið kjörinn páfi árið 1958. 82 kardínálar alls eiga rétt á að sitja kjörþingið, en alls er ó- víst hve margir þeirra geta kom- ið. Talið er sennilegast, að kjörinn verði nú sem endranær Itali, þótt það þurfi þó hvergi nærri að vera víst. Ýmsum get- um er leitt að því, hver verða muni eftirmaður Jóhannesar. Telja má fullvíst, að valið verði erfitt eins og svo oft áður, og enginn sjálfsagður. Kardínálinn Giovanni Battistu Montini er þó af mörgum talinn einna líkleg- astur. Er hann erkibiskup í Mil- ano og studdur af hinum frjáls- lyndari armi kaþólsku kirkjunn- ar. Italskir kardínálar verða í þetta sinn í minnihluta á kjör- þingi, og hefur það m.a. orðið mönnum tilefni bollalegginga um það, að Itali nái ekki kosningu að þessu sinni. Þykir slíkt þó ó- sennilegt. Af þeim útlendingum, sem til greina kynnu að koma, eru þeir helztir Belgíumaðurinn Leo-Joseph Suenes, Armeníu- maðurinn Gregory Peter Agaga- gianian og Kanadamaðurinn Paul Emil Leger. PllYTEX • PLASTMÁLNINGIN SEM ER SÉRLEGA ÁFERÐARFALLEG AUÐVELD í NOTKUN, ÞEKUR MJÖG VEL OG FÆST í MIKLU ÚRVALI FALLEGRA LITA POLYTEX PLASTMÁLNINGIN SKER SIG ÚR ÞVÍ LITIRNIR HAFA ÓVENJU MILDAN OG DJÚPAN BLÆ Gerið heimilið hlýlegra og vistlegra með Polytex Vinnutlmi Framhald af 1. síðu. blöðin virðast geta vaðið í þær að eigin geðþótta. En samkvæmt upplýsingum stjórnarblaðanna voru meðaltekjur þessara 107 Dagsbrúnarverkamanna kr. 84.400 á árinu 1961, og eru þá meðtald- ar fjölskyldubætur og aðrar bæt- ur almannatrygginganna. Hlið- stæðar tekjur námu á árinu 1962 kr. 103.700; verkamenn höfðu aukið árstckjur sínar að meðal tali um kr. 19.300 með því að Ieggja á sig aukavinnu sem jafn- gilti heilum mánuði. Verðbólgan étur kaupið Þetta er 22.8% hækkun að krónutölu, og Morgunblaðið set- ur þá prósentu upp í fimm dálka fyrirsögn, til þess að sanna velmegun og bætt kjör verkamanna. En krónutalan seg- ir aðeins brot af sögunni. Frá því í ársbyrjun 1961 til ársloka 1962 hækkaði vísitala vöru og þjónustu úr 117 stigum í 143 stig, eða um 22.2%. Það er svo til al- veg sama hundraðshækkun og krónutala kaupsins; verðhækkan- irnar hafa með öðrum orðum alveg étið upp kauphækk- unina; aukavinna í heilan mán- uð varð til þess eins að halda í horfinu með rannverulegar árs- tekjur. Sama útkoma hvernig sem reiknað er Dæmi það sem Alþýðublaðið og Morgunblaðið státa af í gær er þannig ákjósanleg sönnun um áhrif viðreisnarinnar á lífskjör- in, stórfellda lengingu á vinnu- tíma án þess að raunverulegt árskaup hækki. Enda hljóta slík dæmi ævin- lega að gefa áþekka útkomu hvemig svo sem reynt er að reikna. Þjóðviljinn hefur sann- að það, og stjómarblöðin hafa ekki borið við að véfengja þá sönnun, að kaupmáttur tíma- kaups hefur Iækkað mjög stór- lega af völdum viðreisnarinnar. Menn bera þannig minna úr býtum fyrir hverja einstaka vinnustund en áður, og það heit- ir á mæltu máli kjaraskerðing. Þá skerðingu reyna menn að vega upp með því að leggja á sig lengri vinnutíma. eins og verkamennimir sem bættu við sig mánuði í fyrra en menn verða að Ieggja á sig ákaflega mikla aukavinnu ef raunveru- legar árstekjur eiga að hækka. Þetta er alvarlegt öfugstreymi í þjóðfélaginu, jafnframt því sem vinnutími er styttur í löndunum allt umhverfis okkur. Allir laun- þegar verða að taka höndum saman í stjómmálabaráttunni til þess að gerbreyta þessu ástandi. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.