Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA ÞIÓÐVILTINN Nú er í hárasðum haft að þjóðarauður hafi aukizt um óskir fram á undanförnum aflaárum og segir i banka- skýrslum að sá mikli auður sé tilkominn vegna vaxtar í sjáv- arafla og þá aðallega síldar- innar, sem nú hefur vaðið í fang manna. Vitað er að slíkur afli hefur kallað ó mikla vinnu og það hefur ekki staðið á mönnum að vinna. Verkamenn hafa lagt dag með nóttu ef þvi var að skipta, þraelað og þreytzt, með óskiptri atorku og elju og aldrei sleppt hendi af afla og þessvegna hefur þjóðarauð- urinn hlaupið fram. Og nú þegar Dagsbrún og fleiri verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar og standa í samningaviðræðum við at- vinnurekendur. þá rétta marg- ir úr bakinu og spyrja: En hvar er þjóðarauðurinn? Hvað verður af auðnum? Ekki er hann í höndum fólksins sem skapar auðinn, ekki sést hann í bættum kjör- um, ekki í hækkuðu kaupi og hvergi bólar á því að sú mann- réttindaskrá sé í bígjörð sem boðar mönnum að nú séu möguleikar fyrir því að stytta vinnudaginn eða létta þræl- dómi af erfiðismönnum, þannig að lifað verði mannsæmandi lífi af því kaupi sem fæst fyr- ir 44 stunda vinnuviku. Ekk- ert af þessu hefur runnið í kjölfar vaxandi þjóðarauðs. Og enn mætti spyrja: Hvað hefur verið gjört til þess á góðu árunum, að tryggja áfram- haldandi góðæri ef síldin skyldi aftur leita i hvarf við íslenzk veiðarfæri, ef hið góða árferði tæki sér hvíld eins og oft hef- ur verið? Bankaskýrslumar sýna að auðsvöxturinn er eingöngu í auknum sjávarafla og þó sést hvergi með berum augum að efldir hafi verið þeir atvinnu- vegir, eða nýjir settir á stofn að frumkvæði ríkisstjórnarinn- ar sem tryggi áframhaldandi vöxt í framleiðslu- eða afla- nýtingu til eflingar útflutn- ingsverðmætum. þjóðarauður- inn hefur ekki verið notaður til eflingar nýjum atvinnuleiðum og ekki til þess að bæta raunverulega kjör þeirra sem drógu aflann á Tryggvl Emllsson land. Ekki hefur þó á skort að ríkisherramir hafi horft vök- ulum augum til aflafanganna, en voru ránfuglaaugu og á meðan erfiðismenn beygja sig yfir sívaxandi störf á sílengd- um vinnudegi, er séð um að kaupgetan fari hraðminnkandi. Yfirvinnan var jafnóðum látin hverfa í verðhækkanir á nauð- synjavöm. og peningamir lentu samt sem áður í réttum hönd- um. Og þegar verkamenn í kráfti samtaka sinna knúðu fram kjarabætur, var beitt gengis- fellingum, var löggjafarvaldinu beitt. Með krepptri hendi lag- anna er hver eyrir þreyttra erfiðismanna hrifsaður til baka -------------------------------<$> GENERAL IVIOTORS HHHH DIÉSELVÉLIN er "úéíí&yggk. gangviss og sparneyi/rt. l/arah&faljirgciir jafnan fyri/Öggjandi. Höfum til afgreiðslu í næsta mánuði vélar í eftirtöldum stærðum: og fenginn í hendur auðmanna- klíkum til óhófseyðslu, innan lands og utan. Höggvið var á gerða samn- inga verkamanna og atvinnu- rekenda, sem ríkisstjómin taidi sig ekki þurfa að virða. Ríkisstjóm auðmanna hefur verið trú húsbændum sínum íslenzkum auðmönnum. auk þess sem þeir hafa hjúfrað sig undir sauðargæru erlendra landkaupenda og horft þaðan flóttalegum augum til lands- ins og landsfólksins. Og svo koma þessir sömu auðvaldsherrar og knýja á dyr verkamanna og annars launafólks og biðja fólkið sem þeir sitja á svikráðum við að kjósa sig enn á ný. Þeir vilja enn geta beitt sín- um viðreisnarverðþenslubrögð- um, þeir vilja enn hafa völd- in, til þess að eiga auðvelt með að sækja auð í hendur erfiðismanna, svo þeir ríku verði ríkari. íhaldsblöðin beita nú gull- pennunum með falsi og fláræði og málaliðamir fá sína silf- urpeninga. Viðreisnin sem sogið hefur kraft sinn úr svitastorfcnum höndum vinnandi fólks, er í rauninni grár og skininn til- beri ríkisstjórnarinnar. sem nú hyggst í krafti illa feng- ins auðs kúga fókið til að elska ekkert annað en sig. Kúga fram meiri fórnir, á kostnað heilsu manna og lífs- hamingju. Þó hver einasta vökustund fari til þess að afla kröppustu lífsnauðsynja þá verða menn að færa þær fóm- ir. svo viðreisnin haldi áfram að bera auðmönnunum gullna ávexti. En hver sem áróður íhalds- ins er og þó þeir hamist nú í krafti þess auðs, sem þjóðin á, þó þeir hengi gullnar bjöllur um háls stjómarliða. þá standa þeir herrar nú yfir hengi- flugi staðreyndanna um villta verðbólgu, um gengisfellingar og stéttadóma og það er myrkt í kringum þá af gran þjóðar- innar um svik á örlagastund- um, um svik við málstað Is- lands. Rí'kisstjóm sem telur að að verkamaðurinn sé ekki verður launanna, á dóm fólks- *ls yfir höfði sér. Og nú skal ún falla. Fulltrúar alþýðunnar í land- 1 u, vinnustéttanna og mennta- mnnanna eiga nú að taka öldin og nota þjóðarauðinn til ->ess að tryggja áframhaldandi góðæri með því að nýta afl- ann í landinu og margfalda itflutningsverðmætin, með ikipulögðum þjóðarbúskap. Fulltrúar alþýðunnar eiga nú að taka völdin og tryggja verkafólki, öllu starfandi fólki þau lífskjör sem mannsæmandi eru. Það verður að afnema of- þjökun við vinnu, stytta vinnu- vikuna og opna allar dyr til vaxandi þjóðmenningar til al- mennrar velmegunar og örygg- is. Fimmtudagur 6. 'júní 1953 Tryggvi Emilsson ritari Verkamannafélagsins Dagsbrúnar Sænsk blöð hrósa „79 af stöðinni" AÐALHÖFUNDARNIR: Guðlaugur Rósinkranz Þj óðleikhússtjóri, höfundur tökurits, og Erik Bal!- ing, iei kstjóri. AÐALLEIKENDURNIR: Róbert Arnfinnsson, Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson. Myndin var tekin er leikendurnir komu fram á svið Háskólabíós að lokinni frumsýningunni. Kvikmyndin „79 af sfcöð- inni“ var frumsýnd í einu af stærstu kvikmyndahús- um Sfcokkhólms í lok maí- mánaðar, vakti allmikla athygli og var sýnd við ágæta aðsókn Stokk- hólmsblöðin hafa flest skrifað mjög vel um kvik- myndina og ítarlega. Yfir- leitt er gagnrýnin góð uin myndina og er hún full- komlega talin standa jafn- fætis Norðurlandakvik myndum hvað listrænt gildi snertir; talin merki- legt upphaf að íslenzkri kvikmyndagerð. DAGENS NYHETER, stærsta blað Svíþjóðar, segir: „Fyrsta kvikmyndin. sem ísland gerir. hefur einstaklega hressilegan blæ yfir sér og „charma". Hún segir ósköp venjulega sögu, blátt áfram, stuttort og gagn- ort, eins og íslenzk fomsaga. Lokaatriði myndarinnar er laust við alla óþarfa tilfinn- ingasemi. maður sér lausn harmleiksins í fjarlægð og persónur leiksins era ekki of nærri manni í sorginni. Frá Danmörku hefur kvikmynda- félagið fengið leikstjórann. Erik Balling, að láni, svo og mynda- tökumanninn, Jörgen Skov. Það var skynsamlegt. „Gógó“ (en svo kallast kvikmyndin „79 af stöðinni“ í Svíþjóð) er gerð af ást og umhyggju og er vel mynduð. íslenzkt landslag e? hinn æpandi bakgrunnur bak- við atburðarásina. Reykjavík nútíðarinnar með kaffihús, jass, háhús og óhrjáleg leiguher- bergi. fáum vér að kynnast. Hið fagra landslag íslands bregður fyrir þegar ekið er i bíl um landið og það er mik- ið ekið, því myndin fjallar um bílstjóra. Vér höfðum áður heyrt af því látið, hve góðum leikurum íslenzka Þjóðleikhús- ið hefði á að skipa og þessi kvikmynd staðfestir það. Mað- ur sér ekki. hvorki á beim sem leika aðalhlutverkin eða smáhlutverkin annað en að hið hversdagslega starf þeirra sé að leika fyrir framan kvik- myndavélina, og ef til vill verð- ur það svo. STOCKHOLMS-TIDNINGEN 28. maí segir meðal annars: „Gógó“ er engin æsandi kvik- mynd. Þetta er rólegt drama- tiskt verk um góða og geðuga bílstjóra. Mjög blátt áfram, eins og maður gat ímyndað sér, að fyrsta íslenzka kvikmyndin yrði. Einfaldleikinn er eðli- legur, ekkert tilgerðarlegt eða langsótt og þessvegna er mynd- in viðkunnanleg. Maður hef- ur á tilfinningunni að leikstjór- inn vinni myndina svona blátt áfram og eðlilega vegna þess að íslendingarnir vilja hafa það svo. Það eru engin við- kvæmnibrögð, aldrei ýktur leik- ur. Gunnar Eyjólfsson lýsir sínum bílstjóra vel og örugg- lega og með hlýju brosi — góður kvikmyndaleikari. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 *Sp«iM*^g^öRNSSON & co. p Simi 24204 O. BOX 1MB - REYKlAVlK KOMIN HEIM HENNY OTTÓSON, k.iólameistari. Langholtsvegi I39. — Sími 34230. 62 hestöfl 85 — 107 — 335 — VÉLAR H.F Garðastræti 6 — Sími 1-63-41. brfreiðaleKjan HJÓL Hverfisgötu 82 Simi 16-370 En því aðeins er það hægt að völdin séu tekin úr hönd- um þeirra sem nota þjóðar- auðinn til auðvaldsviðreisnar einnar. Verkafólk verður nú í kosn- ingunum til Alþingis að tryggja sér þau tök á stýrissveif þjóð- málanna að engri ríkisstjóm leyfist framar að beita gengis- fellingum og dómsvaldi til að þrykkja starfandi fólki niður : ómenningu vinnuþrælkunar. Með samtökum stnum og 9. júní með atkvæðaseölinum hefur alþýðufólk fulla mögu- leika á að hnekkja valdi auð- valdsviðreisnarmanna. Þjöppum okkur saman til varnar öryggi og lífshamingju, til vamar sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar. Kjósum bandalag alþýðunnar, — Kjósum G-listann. Alþýðan verður að ná tökum á stýrissveif þjóðmálanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.