Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.06.1963, Blaðsíða 10
20 SlÐA ÞJðÐVILIINN Fimmtudagu. 5. júní .1963 GWEN BRISTO Wf I HAMINGJU LEIT hugsazt að þeir skipuðu þér að afhenda mér drenginn. Skilurðu það? Garmet skildi þetta betur en hann héll. Hún undraðist að hún skyldi nokkum Jíma hafa verið svq heimsk að halda að hjóna- band Charlesar myndi losa hana við hann. Hann hafði líka gert sér ljóst að bandarísk löggjöf gæfi henni möguleika á að fá eignir Olivers yfirfaerðar. En ef Stefán byggi á ranchóinu sem skjólstæðingur Charlesar myndi hann á lagalegan hátt njóta góðs af því sem Jaðir hans hafði látið eftir sig. Og þegar Stefán væri orðinn myndugur, hefði Charlesi sjálfsagt tekizt að sjúga úr honum allt sjálfstæði og þrek, svo að hann tæki bara í auðmýkt á móti því sem að honum væri rétt. Garnet var svo reið. að henni fannst sem kverkar hennar væru fullar af broddum. — Ef þú svo mikið sem orð- ar það við yfirvöldin að þau ættu að taka Stefán af mér, vegna Þess að ég vinn hér í bamum, sagði hún hrjúfri röddu, — þá skal ég segja þeim hvers vegna ég er neydd til að vinna hér. Um leið og þeir neyða þig til að afhenda mér eignir mannsins míns. há skal ég hverfa héðan úr veitingahús- inu. Og nú geturðu hypjað þig og komdu ekki fyrir mín augu framar, slímuga skriðdýrið þitt- Charles hló ónotalegum hlátri — Þér væri sæmra að hlusta á mig, Gamet. sagði hann, áður en þú verður þér til Hároreiðslan P B R M A. Garðsenda 21, slinl 33968. Hárgreiðsin. og snyrtistofa Dömur, hárgrelðsla við allra hæfl. TJARN ARSTOFAN, TJarnargötu 10. Vonarstræt- ismegin Síml 14662. Hárgreiðslnstofa ADSTURBÆJAR (María Guðmundsclóttir) Laugavegj 13 siml 14658. Nnddstofa á sama stað. skammar. Eins og er býðst ég til að veita þér og baminu heimiii. Ef þú heldur áfram að haga þér svona hneykslanlega, þá dreg ég tilboð mitt til baka. — Snáfaðu út héðan, hvæsti hún milli samanbitinna ianna. — Þú átt eftir að sjá mig enn, Gamet, sagði hann. Stund arkom stóð hann þama og hvessti augun á hana. Það var eins og hann vildi bora loka- orðunum inn í heilann í henni. Svo setti hann á sig hattinn og fór. Úr hinum enda stofunnar heyrði Gamet bjarta rödd Flor- indu: — Eins og það sé ekki spenn- andi! Hundruð karlmanna frá New York — skyldi ég þekkja nokkum þeirra? Haldið bara á- fram. Hvenær er þeirra von? Frémont fór frá Los Angeles hinn tólfta maí 1847. Sama dag tók við bænum New York-her- deild undir stjóm Jonathans Stevensons ofursta. Hermenn- irnir frá New York voru sjö til átta hundr- uð talsins, flestir þeirra voru undir tuttugu og fimm ára aldri og margir innan við tvífcugt. Þeir höfðu verið kallaðir inn sumar- ið áður til að útvega banda- ríska innflytjendur til Kali- forníu. í innkölluriinni stóð að þeir ættu að stunda hermennsku þar til stríðinu lyki. Að því loknu ætti að afmunstra þá í Kaliforníu eða grennd. Eftir tveggja mánaða æfingar á Governor eyju fóru sjálfboða- liðamir frá New York í sept- ember 1846 á þremur flutninga- skipum. Þeir komu til San Francisco í mars 1847. Flestir þeirra voru sendir til Los Ang- eles þegar Stevenson ofursti tók við stjórninni þar í maí. í hópnum voru menn úr öllum stéttum — verkamenn og slæp- ingjar, háskólaborgarar og græn- ingjar, vélamenn, skrifstofu- menn, bændur og piltar sem enga vinnu höfðu haft. Garnet hafði vonað að hún hitti einhvem sem hún þekkti, en kunningjahópur henríar hafði verið mjög þröngur. Þegar New- York-piltarnir litu inn til Silk- ys fyrstu dagana sína í Los Angeles. sá hún ekki nokkurn mann sem hún hafðj séð áður. En tal þeirra var næstum eins og bréf að heiman. Næstum all- ir þessir menn höfðu alizt upp í New York eða næsta nágrenni og meira en helmingur þeirra hafði alið allan aldur sinn í New York borg. Þeir töluðu um Broadway og Bowery-leikhús- ið um Bamey-safnið og ís í Ni'blogörðunum á heitum dög- um. um sunnudagsferðir úr Weekhawken og viðkomu á ein- vígisvellinum bar sem Aaron Burr skaut Alexander Hamilton. Þetta hafði tvenns konar áhrif á hana. Stundum fannst henni sem hún hefði yfirgefið New York daginn áður, en stmidum var allt sem þeir töluðu um svo órafjiarlægt. Svo mikið hafði gerzt á þessum tveimur árum að henni fannst sem hún hefði lifað meginhlutann af æv- inni eftir marzdaginn sæla, þeg- ar hún og Oliver sigldu út úr höfninmi í New York. Þegar hún hlustaði á þessa pilta varð henni oft svQ undarlega innan- brjósts, eins og aldir hefðu liðið hjá. Florinda fann engan heldur sem hún mu/ndi eftir, en all- margir mundu eftir henni. Það voru fjögur ár síðan hún hafði staðið á sviði í New York, svo að fæstir unglinganna höfðu séð hana. En margir hinna höfðu ekki einuingis séð hana, heldur dáð hana úr fjarlægð og þeir voru himinlifandi yfir að sjá ha(n,a aftur, ekki sízt svona nærri. Þeir vissu að hún hafði horfið frá New York, því að mikið hafði verið talað um Sel- kÍTkhneykslið. — Þú skauzt ekki þennan náunga, var það? spurðu þeir. — Auðvitað ekki. sagði Flor- inda. — Þú hefur þó ekki hald- ið það? — Þó ekki væri. Em það voru ýmsir sem sögðu að þú hefðir gert það, en ég bar allt- af blak af þér. Frá þvi fyrsta. — Er það satt? Það var fal- lega gert, sagði hún. Hún lét alltaf sem hún tryði þeim, en það gerði hún ekki. En eins og hún sagði við Garnetu þá skipti það engu máli úr þessu. — Með þvi að koma með fá- einar saklausar spurningar. héjt hún áfram, — hef ég komizt að því hvað varð um blessað góð- mennið hann Reese. Hann var aldrei kallaður fyrir rétt, en hann fékk svo mikið af ónota- legu umtali, að honum fannst þægilegast að flytjast búferlum til Evrópu. f maílok hafði Gamet verið í Los Angeles í tvo mánuði. Þá kom Vikapiltúr Johns. Pablo, dag nokkum inn í veitingastofuna, hneigði sig og heilsaði og fékk henni bréf frá John. Þegar hún sá nafnið sitt ut- aná umslaginu með rithönd Johns, fékk hún ákafan hjart- slátt og hún gat með naumind- um stunið upp nokkrum orðum til þakklætis og sýnt honum venjulega kurteisi með því að bjóða honum flösku af víni. Hann sagðisf eiga að bíða eftir svari. Garnef fór fram í eld- húsið og lét falla-st niður á vegg- bekkinn. Hjarta hennar barðisit iavo mjög, að henni fannst sem uxi væri að sparka í brjóstið á sér. Hún var sjálfri sér reið og enn reiðari John, vegna þess að það var honum að kenna, að henni leið þannig. Var til nokkur auð- mýking meiri en vita með sjálfri sér að hún elskaði karl- mann meira en hann elskaði hann og vita, að hún átti ekki til viljaþrek til að sigrast á þeirri tilfinningu? Hún óskaði þess að hún hefði þrek til að rífa bréfið í tætlur án þess að lesa það. En það hafði hún ekki. Kæra Gamet. Ég get lifað án þín, en ekki þykir mér það gam- an. Ég sakna þín. Ég þarfn- ast þin mjög. Hefurðu nokk- uð mildazt? Viltu mig? Segðu já og ég kem tjl Los Angel- es og sæki þig. Segðu nei og ég kem samt sem áður. John. Fyrsta hugsun Garnetar var að bíða ögn með að svara bréf- inu, en við nánari athugun á- kvað hún að skrifa núna meoan hún var fokreið honum fyrir þessi fáránlegu hopp sem hjartað í henni tók. Ef hún gæfi sér tíma til að hugsa um hversu mjög hún þráði hann, gæti hún glatað þeirri liltlu skynsemi sem hún átti eftir. Hún tók penna og blek úr hill- unni og skrifaði í skyndi: Kæri John. Nei. Annaðhvort elskarðu mig eða ekki. Ég kæri mig ekki um neitt upphitað hálf- velgjuhjónahand og ég kæri mig ekki um slíkan mann. Ég fer heim strax og ég fæ skip sem vill flytja mig. Þangað til skaltu láta mig í friði. Gamet. Hún fór aftur inn í barinn og fékk Pablo bréfið. Hann brosti og hneigði sig og fór aft- ur leiðar sinnar. Gamet kipraði varirnar og fór að þurrka ryk af flöskum. meðan Florinda spjallaði við hóp af New York- piltum. Florinda spurði ekki eftir erindi Pablos. Garnet þóttist viss um að hún hefði séð bréfin ganga á milli, en eins og svo oft áður blessaði hún Florindu fyrir afskiptaleys- ið. Mörgum dögum seinna kom Risinn frá San Diego. Hann var hamingjusamur, því að hann hafði frétt að rússneskt skinna- skip væri við ströndina. Sagt var að skip þetta ætlaði til San Francisco til að ,taka vistir áð- ur en það héldi áfram til rúss- nesku stöðvanna i Alaska. Ris- inn var á leið norður að leita að skipinu og komasl að því hvort það ætlaði aftur til Rúss- lands. Kvöldið eftir að hann fór, voru Garnet og Florinda að spjalla um hann meðan þær fengu sér bolla af súkkulaði i eldhúsinu. Þær veltu því fyrir sér hvort hann myndi kunna svo vel við sig í Rússlandi að hann settist þar að. Báðar myndu þær sakna hans. — Og ekki aðeins við, sagði Florinda. Garnet hrökk við. þvi að hún mundi að John var bezti vinur Risans og myndi sakna hans meira en þær gerðu sjálfar, en Florinda áttaði sig og hélt á- fram i skyndi: — Allir munu sjá eftir honum. Hún reis á fætur. — En það er víst bezt að við komum okkur aftur að verki. — Hefurðu nokkuð á móti því að ég skreppi upp og líti eftir Stefáni? spurði Gamet. Florinda hafði það ekki og Garnet fór fegins hugar upp á loftið. Hún hresstist ævinlega við það að líta á Stefán. svo hraustan og tápmikinn. f her- bergi hennar svaf Stefán vær- um svefni í rúminu sem Texas hafði smíðað handa honum. Það var traust trérúm og með vel sútaða nautshúð í botninn til að dýnan fjaðraði betur og háum göflum og hliðum, svo að bam- ið gæti ekki klifrað útúr þvi. Þannig voru barnarúmin á flestum stærri ranchóum. Það voru ekki mörg böm i bænum sem áttu svo góða hvilu, en Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Siml 14853 Hvemlg gengur megrunarkúr- ina. Andréslna? Allt í þessu fina. Borða rjómais bara einu rinni t viku. Bara einn. Stundum fékkstu Ég ætla að fá þetta venju- Ja, — hérna. Andrésína. þér fimm og sex á hverjum lega. Ég líka. degi. Ja, — héraa. Ég var svona svöng. S KOTTA Hún er hérna einhverstaðar.............eltubarasímalínuna. Að brytja niður.. Framhald af 7. síðu. — Það er falsið og lygin. Það er alltaf erfitt að festa hendur á þeim andstæðingi. Vitanlega er það Efnahags- bandalagsmálið sem er við- kvæmast þessa stundina. Þó finnst mér landhelgismálið vera eins kvikubert og ætti ekki síður að vera baráttumál nú. íslendingar höfðu sama rétt og aðrar þjóðir til að stækka landhelgi sína. Og þeir gerðu það. Nú eru fslendingar eina þjóðin sem ekki hefur þennan rétt. Ég vil beina þeirri spumingu til Benedikts Grön- dals, sem telur sig fulltrúa sjó- manna, alþýðunnar: Hverjir förguðu þessum rétti? Mér hef-1 ur alltaf verið kennt að menn setri þannig höguðu sér væru landráðamenn. Efnahagsbandalagsmálið er aðalbaráttumálið nú, því undir úrslitum í því er sjálfstæði þjóðarinnar komið. Og barátt- an í Efnahagsbandalagsmálinu er aðejns að byrja. Útlitið væri ekki slæmt ef hægt væri að treysta þvi að afstaða Fram- sóknar í málinu stæði stund- inni lengur. Ef illa fer í þessu máli á Framsókn alla sök. Ég hjó eftir einu í fréttun- um í vetur: Frakkar voru hræddir við að Þeir myndu ekki ráða eins miklu í Efna- hagsbandalaginu ef Bretar kæmu í það. Hverju myndu þá fslendingar ráða í því? Eða skyldu _ einhverjir telja Guð- mund f. svo mikinn mann að þeir í Efnahagsbandalaginu séu hræddari við hann en brezka heimsveldið! Það eru alveg dæmalausir íslendingar sem sækjast eftir að komast í klæmar á þessu bandalagi. Mér hefur ofboðið þegar íslenzkir forustumenn mæna upp til svokallaðra „vina“þjóða sinna, eins og t.d. Frakka. Frakkar eru alltaf að reyna að drepa forseta sinn; þar eru menn drepnir jafnt á götum úti sem í húsum inni. Og hvað um framferði Frakka í Alsír, áður en þeir voru reknir þaðan? Og voru það ekki Bretar sem refsuðu stundum forustumönnum þjóð- emisbaráttu í nýlendum sín- um með því að höggva af þeim hendur? Vestur-Þjóðverjar óðu yfir Evrópu skjótandi böm og kvenfólk og brennandi fólk í gasofnum. Svo er verið að tala um menningu hjá svona aumingjum. Og falið eftirsókn- arvert að vingast við þá! Nei, hvort sem það er einstaklingur eða þjóð verður að velja sér vini öðru vísi en svona. Ég sagði áðan að það væri lygin og falsið sem barizt er við. Ef hægt værj að treysta afstöðu Framsóknar nú stund- inni lengur væri minna að óttast í Efnahagsbandalagsmál- inu. Hvað íhaldið snertir (krat- amir eru aðeins auðsveipir þjónar þess) þá er hægt að ganga beint framan að hlutun- um. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur fjárplógsmanna sem hafa það markmjð að græða á almenningi í landinu. bænd- um, verkamönnum og öðrum launþegum. Það má vera öll- um ljóst sem hafa meðalgreind og nenna að hugsa. Sjálfstæðisflokkurinn ]ætur líka útlendingum allt falt fyr- ir fé. Alþingi á að vera skjól og skjöldur þjóðarinnar. — Hvernig hefur Sjálfstæðisflokk- urinn notað það? Sjálfstæðis- fiokkurinn hefur alltaf verið að brytja niður sjálfstæði þjóðarinnar fyrir peninga. Hvenær hefur alþýða nokk- urs lands fargað sjálfstæði þjóðar sinnar? I Efnahagsbandalagsmálinu treysti ég aðeins Alþýðubanda- laginu — og því styð ég það. ☆ ☆ ☆ Svo mæltj Hafsteinn bóndi í Vogatungu — og þó raunar sitthvað fleira. Við þökkum honum fyrir spjallið. J.B. Pípulagnir Nýlagnir og viðgerð- ir á eldri lögnum. Símar 35151 og 36029 DNDUÐ FALLEG ODYR SiqurJwrJónsson &co JÍaJkustrœti 4- I 4. r 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.