Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 1
- Þioðviliinn er 16 síður í dag Dóms í Milwoodmálinu ekki að vænta fyrír kosningar Samkvæmt upplýsíngum sem Þjóðviljinn fékk f gær hjá Hákoni Guðmundssyni hæstaréttarritara er undirbún- ingi að munnlegum málflutn- ingi Milwoodsmálsins fyrir hæstarétti enn ekki lokið. Hæstaréttarritari kvaðst bins vegar vænta bess að honum Iyki á næstunni og yrði málið þá tekið fyrir. Aí þessum upplýsingum er Ijóst að engar horfur ern a. því að málið verði fflbúið íil flutnings fyrr en f fyrsta lagi um helgi og dóms þvf ekki að vænta fyrr en f næstn viku eða ef tir kosningar. DIONÍIUINN Föstudagur 7. íjúní 1963 ¦— 28. árgangur — 125. iðlublað _____________________________ _______________ _______________________________ SKJALAFÖLSUN SÖNNUÐ Á BÆJAR- FÓGETAEMBÆTTIÐ I HAFNARFIRÐI -® Engir sáttafundir í f lugmcmna- deilunni SÍÐUSTU TVO DAGA hafa engir sáttafundir verið haldnir f flugmannadeilunni og enginn fundur hafði verið boðaður síðdegis í gær er Þjóðviljinn grennslaðist eftir því. f FYRRADAG var hins vegar haldinn fundur í Félagi ís- Ienzkra atvinnuflugmanna til þess að ræða deiluna og var samþykkt þar einróma að stöðva allt flug íslenzku flug- félaganna, bæði flug Loftleiða milli staða erlendis og flug Flugfélagsins á Grænlandi. Hefur félagíð i þessu skyni leitað aðstoðar Alþjóðasam- bands flugmanna. SIGURÐUR HAUKDAL, formað- ur FÍA, skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að öllum félags- mönnum sem staddir eru er- lendis með flugvélum flugfé- laganna beggja hefði verið til- kynnt um þessa ákvörðun fé- lagsins. Hins vegar sagði hann að þeim væri heimilt að fljúga vélunum til þeirrar endastöðv- ar sem flugfélögin ákvæðu. I FYRRADAG kom Loftleiðavél- in Leiíur Eiríksson til Kefla- víkur frá New York og fór þaðan eftir skamma viðdvöl til Kaupmannahafnar. Að- spurður kvaðst Sigurður sem minnst vilja segja um þann at- burð. Tveir flugmannanna er voru með vélina ættu að vísu sæti í stjórn Loftleiða en jafn- framt væru þeir félagar í FlA og því brotlegir gagnvart því. SAMKVÆMT upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaða- fulltrúa Fl var stððvun Græn- landsflugsins ekki komin til framkvæmda síðdegis f gær. Hann skýrði einnig svo frá að hingað myndi koma leiguflug- vél frá Nordair á vegum Fl í dag að sækja farþega er ætla til London. ¦ Einar Árnason, starfsmaður bæjarfógetaemb- ættisins í Hafnarfirði, hefur játað að hafa breyft; lögskráningu á m/b Sigrurpál eftir að sjómenn höfðu skrifað undir. Höfðu sjómenn skrifað undir samkvæmt Sandgerðiskjörum, en eftir breyting- una leit svo ú»t sem sjómenn hefðu skráð sig sam- kvæmt samningum L.Í.Ú. ¦ Jón A. Ólafsson, fulltrúi sakadómara, sem skipaður var rannsóknardómari í fölsunarmálinu, skýrði ÞjóðvilJ- anum svo frá í gœr, að Einar hefði nú játað að hafa breytt skráningunni. Kvað hann rannsókninni langt komið og yrði málið síðan sent saksóknara til ákvörðunar um máls- höfðanir. Forsaga málsins er sú að 23. aprfl sl. var skráð í Hafnarfirði á Sigurpál, nýtt skip Guðmund- ar á Rafnkelsstöðum, en skip- stjóri á því er Eggert Gíslason. Hefur Guðmundur sem kunnugt er haft í frammi hinar furðu- legustu aðfarir til þess að reyna að losna við að þurfa að standa við samninga við sjómenn, eftir að Félagsdómur hafði úrskurðað að Sandgerðissamningurinn væri í fullu gildi, en samkvæmt hon- um er sjómönnum tryggður all- miklu betri hlutur en í samn- ingum L.l.Ú. frá 20. nóv. I haust. Var því fylgzt vel með því hvernig skráð væri á Sigurpál. Sjómenn þeir sem skráðir voru báru að þeir hefðu skrifað undir að kaup skyldi greitt „samkvæmt samningi", en það orðalag á aug- ljóslega við Sandgerðissamning- inn samkvæmt úrskurði Félags- dóms. Nokkrum dögum síðar skýrði Björn Sveinbjörnsson, sett- ur bæjarfógeti í Hafnarfirði, hins vegar svo frá að orðalagið væri „samkvæmt samningi í nóv. 1962", þ.e. hinum nýia samn- ingi L.I.Ú.! Málið kært Þegar þessar furðulegu stað- reyndir komu í ljós sneri Þor- valdur Þórarinsson hsestaréttar- lögmaður, lögfræðingur Verka- lýðs- og sjómannafélags Miðnes- hrepps, sér til saksóknara ríkis- ins og fór fram á það að rann- sakað yrði hvort bæjarfógeta- embættið í Hafnarfirði hefði fals- að skipsskráningarskjalið. Sendi Þorvaldur með kæru sinni vott- orð priggja sjómanna á Sigur- páli, yfirlýsingu frá lögskráning- Framhald á 2. síðu. Sigurpáll siglir út Hafnarfjörð. Engar afborganir, engir vextir af óreiiuskuld Gunnars Thoroddsens Prásögn Þjóðviljans um 100.000 kr. óreiðuskuld Gunn- ars Thoroddsens, fjármálaráð- herra, við borgarsjóð hefur að vonum vakið mikla athygli. Vísir reynir í gær að verja ráð- herra sinn og hefur svofelld ummæli eftir Guttormi Erlends- syni: „Fyrrverandi borgarstjóri ávann sér réttindi í Lífeyris- sjóði starfsmanna Reykjavík- urborgair, meðan hann gegndi embætti borgiarstjóra. Átti hann því rétt á láni úr sjóðn- um eftir sömu reglum og aðr- ir sjóðsfélagar. Almenna regl- an er sú, að lánitakandi úr sjóðnum fái greitt fyrirfram upp í væntanlegt lán, og er upphæð sú, sem talað er um einmitt fyrirframgreiðsla upp í slíkt lán. Formlega hafði ekki verið gengið frá þessari lán- veitingu og veðsetningu í Siam- bandi við hana í árslok 1962, en það verður gert á árinu 1963." Þessí skýring Guttorms Er- lendssonar er fráleit: ir Hér er ekki um að rseða neítt bráðabirgðalám til Guiin- ars Thoroddsens, heldur hefur það nii verið í óreiðu í næstum þvi fjögur ár! •fr Lánveitingln var ekki borin undir borgarráð, heldur veitti Gunnar sér lánið sjálfur. •Jc Engin samningur var gerður um lánstima, vexti né afborg- Tilfcynning. (•« Uc »tgiíí VífMSurlrar. íitrj"-r e, ni, USur 11: hMMMpl ... 1 btildi'lu ...i.................iti.».».ii»»ii»iitt,t»i,-tt»tn»»»»»»» l*«y Itmiiíla! * .. Jtiir i-TT*er *f bin1<n*iiohAlMSrMrttam•»»»» h. ít»»r k»rl-t « lidnl lla. llllaiidaia .......'.,......;• i:n,a,»p»,DiV. p»p,rrs-">Ur, irai»tt»wir, pmtf ec fi, js" tO IStaTlíít t tuttHim...................,...............;,.,.........(H»»ti»it ,ns ».,«.Wf. BIJM-Mril • í. ru-4tirrf.ejplBiiiiirtittotlJ3-o»»an!i J-ÚtUW-DÍU'...................—......... *L r»»ir!lllii'(»-ti.tMlU(llt.litt* . «- »l.»h.. ..•¦•¦.•»••#»•,»•» VnUi% I lOAja ef U04« Bi tbinlpc m,.. iwimiWiniiiiii ÍWj &jymt««a*ÍI54i Tillgrmmig.* f madl -rt8 tutjnBftis nft H/nw, MM «MpMM AhRV tS rtUU cMitd4tr yönttfaU* ikrxtam nnj Mmítkuí.iaíopi 1 Ml-hðla ( ^ln,«(0«>^M»U-hTiKt^T6mnm-u)i«ttofrt^í-iJi™rti,------- blddu taninluuU. J.fnfrrai hefw -ftrri.-o*i^a*I ík*.eeiB, rt Tðnnr J™.r ilcuVi .3»u6U^^áiú!unMw«iaíWMV«ttij[tto*tiiitt. mwttbMtn KMM ------g.0. ÍlflS.W Slmrp. 1.W-M knddtfaBf. CI BútOuon of IifiColIi, M K*(tna*n1kfnb CT TTinauijitWDl* .- ckfe.lbBilr, ÍIOJJJI SHbaklua kn«M rtr tfcl ei (m;i,;j-.,..,. 03 SítVtír, Iri-rUr, feXkthSiíU tr (ilU tí WtTltS KM Itrt MuSur. -OJAudnr. ttlUO rw Uhaitar hmt* klw e£ AM«fo» OJX> Vhl Ijlcianr iimlji *""*-—nry frtpm — Kaupmenn mega skammta sér kaup sitt sjálfír Þessar auglýsingar í nýju Lögbirtingablaði eru gott dæmi um verðlagsþróunina undir viðreisnarstjórn. I ann- arri er tilkynnt að fjölmargar vörutegundir hafi verið und- anskildar hámarksálagningu í heildsölu og smásölu. Kaup- sýslumönnum er þannig í sjálfsvald sett hversu mikið þeir taka fyrir að selja vör- urnar. Þeir skammta sér kaupið sjálfir á saina tíma og kauphækkanir sem launþegar fá með samningum eru um- svifalaust teknar' aftur með gengislækkunum og öðrum hliðstasðum ráðstöfunum. 1 hinni auglýsingunni er greint frá breytingu á há- marksálagningu á vörum þar sem enn er haldjð einlhverju eftirliti. Þessar breytingar eru allar í því fólgnar að álagn- ingin er hækkuð; þannig hækkaði t.d. álagningarpró- sentan á vardhluti í bifreiðar um þriðjung á sama tíma og tollarnir voru lækkaðir um daginn, Stjórnarflokkarnir hafa meirihluta í verðlags- nefndinni, sem ákveður þessi atriði. Sá nefndarmaður sem mest hefur beitt sér fyrir hverskyns hækkunum er samt Stefán Jónsson skrifstofustjóri — fulltrúi Pramsóknarflokks- ina. anir. iír Allan þennan tíma hefur Gunnar Thoroddsen ekki borg- að einn einasta eyri í vexti af láninu, hvað þá afborganir. T*r Á þessu tímabili hefur Gunnar lækhað gengið tvívegis, þannig að þó hann borgi lánið á þessu ári, eins og Guttormur Erlenðsson gerir sér vonir nm, verður endurgreiðslan aðeins hluti af upphafleg^u upphæðinni að raunverulegu verðmætt. Þórarinn var með aukaaðild Þórarinn Þórarnsson hafði stór orð um það í útvarpsum- ræðunum af hvílíkri einlægni hanni barðtet og berðist gegn hverskonar aðild Islands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Þessi sami Þórarinn skrifaði í Tímann 14. janúar í fyrra — fyrir rúmu ári — og sagði: „Þeir sem vilja enga aðild að bandalaginu mála f jandann á vegginn og telja hina mestu hættu á ferðum ef við forðumst eldd öll skipti við það." Þetta sjónarmið sagði Þór- arinn vera „f jarstæðultennt" og hélt áfram: „Ef skynsamlega er haldið á málum. ætti að vera hægt að ná séa-samningum við bandalagið, t. d. líkt og Grikkland____Því geta fylgt verulegar torfærur, ef við höfum ekkert samstarf og engin tengsl við bandalagið. Jafnvel þótt við reiknium með því, aö vlnaþjóðir okkar, sem eru í bandalaginu, beiti okkur „Að mála f jandann á vegginn" ekki viðskiptaþvingunum, ætt- um við samt á hættu að drag- ast út úr þeirri eðlilegu þróun sem nú er að verða á samstarfi vestrænna þjóða. Þess vegna er eðlilegt að við leitum eftir að hafa gott samstarf við banda- lagið, t.d. með því að tengjast Framhald á 2. síðu. -, (f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.