Þjóðviljinn - 07.06.1963, Page 3

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Page 3
Föstudagur 7- júní 1963 — Tímasprengjur í flugvélum LONDON og FRANKFURT 6/6. — Mikil sprenging varð á ílug- vellinum í London síðari hluta fimmtudags. þegar ferðataska ein var flutt um bqrð í portú- galska flugvél, sem halda skyldi til Lissabon og Las Palmas. Nærri samtímis braust út eldur í farangursgeymslu spánskrar flugvélar rétt áður en hún skyldi hefjast til flugs og halda til Barcelona. Ekki varð tjón á mönnum í Lundúnum, en allmikið á far- angri. í vélinni í Frankfurt voru ekki farþegar og eldsins varð svo snemma vart, að fljótlegt reyndist að slökkva. Hér hefði þó getað illa farið, því ekki mátti miklu muna. að eldurinn næði eldsneytisgeymslum vélar- innar. Þrír menn meiddust af eldi. Talsmaður portúgalska flug- félagsins iét gvo um mælt, að enginn af hinum 68 farþegum, sem til Lissabon ætluðu, hafi á neinn hátt verið viðriðinn eða ríkisstjórn eða ráðamenn í Portúgal. Lögreglan í löndum þessum hefur nú málið til rann- sóknar, hvað sem úr kann að verða. Er það hald manna, að hér hafi verið um að ræða tímasprengjur, sem sprungið hafi of gnemma. Taugaveiki enn? STOKKHÓLMI 6/6 - Á fimmtu- dag var vika liðin frá því að taugaveikisjúkþngur hafði fund- izt. Heilbrigðisyfirvöldin höfðu þá hinar beztu vonir um það, að sjúkdómurinn hefði verið stöðvaður en eins og menn muna greip um sig mikill ugg- ur víða um lönd er hans varð vart. Vonuðust Svíar til þess, að Stokkhólmur og nágrelnni hans yrði lýst smitfrjálst fyrir Jónsmessu. Nú er hinsvegar komið á dag- inn, að þetta kann að hafa ver- ið óþarfa bjartsýni. Hálfníræð kona var lögð inn á farsóttar- sjúkrahúsið í Stokkhólmi, og óttast heilbrigðisyfirvöldin, að hér kunni að vera um tauga- veiki að ræða. HðSVILIlNN SlÐA 3 Hassel afneitar kjarnavopnum PARÍS 6/6 — Vesturþýzki land- vamaráðherrann, Uwe von Hassel, lýsti því yfir í París í gær, að Þjóðverjar hafi aldrei borið í brjósti neinar óákir um það að fá kjamavopn. Hins vegar vilji þeir taka þátt í kjamaríki Atlanzhaísbandalags- ins og bera með öðrum ábyrgð á notkun atómvopna. Ráðherrann lét svo um mælt, að þar eð Vestur-Þýzkaland sé sá aðili bandalagsins, sem næst mestan liðsafla hafi, sé það ekki nema eðlilegt, að þeif vilji eiga þátt í þeirri ábyrgð. Að sögn ráðherrans vex nú upp í Vestur-Þýzkalandi ný kynslóð, sem engan þátt átti í Hitlers- tímabilinu. Þessi kynslóð vill byggja upp nýtt lýðræðislegt ríki, sagði ráðherrann ennfrem- ur, þýzkt ríki reist á áreiðan- legum grunni. ríki, sem getur orðið ykkur öllum tryggur bandamaður. Von Hassel undirstrikaði það, að vörn Evrópu væri Ameríkön- um háð, og þeirra hjálp. Evr- ópa verður ekki stórveldi milli austurs Qg vesturs. Landvarnarráðherra Vestur - Þýzkalands, Uwe von Hassel, er um þessar mundir í París og hefur fengið góðar viðtökur, enda af sú tið, að Frakkar og Þjóðverjar voru sem hundar á tófugreni. 1 Paris hefur ráðherrann látið svo ummælt, að vestur-þýzka stjórnin hafi aidrei æskt eftir kjamavopnum, og er það harla ósennileg fullyrðing. Hér sést von Hassel með þeim kumpánum Foertsch og Lcmnitzer. —— Profumo að kenna: Macmillan frestar kosningum um ár LONLON 6/6 — Stjórn Mac- millans stendur nú frammi fyrir þeim möguleika, að rúmlega tvítug fegurðardís^ hin rauð- hærða en fremur léttlynda Christine Keeler, hafi eyðilagt fyrir íhaldsmönnum þá sigur- möguleika, er þeir höfðu í væntanlegum kosningum. Stjórn Macmillans hefur staðið mjög höHum faeti, og mátti sízt við áfaHi sem Profumohmeykslinu. Ta’ið er, að Macmillan fresti kosningum um citt ár. Með stjórnmálamönnum og almenningj í Englandi er nú talið. að úrsögn Johns Profumos úr stjóminni sé mjög alvarlegt áfall fyrir íhaldsflokkjnn enska. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. neyddist Profumo til að viðurkenna það, að hafa log- ið að enska þinginu, er hann skýrði svo frá, að ekkert hefði ósæmilegt farið þeim ungfrú Keeler á milli. Enska þingið vill vera vant að virðingu sþrni, og hefur þetta mál þvi vakið hina mestu athygli. fhdldsmenn höfðu einmitt hafið kosninga- baráttuna af afli. og skyldi nú lappað upp á álit þeirra með kjósendum. Má nærri geta hvemig það verkar. er hermála- ráðherrann sjálfur gerist ber að ósannindum í þinginu. Það hefur almennt verið tal- ið, að Macmillan hyggðist leggja til kosninga nú í haust. Talið er nú fullvíst, að hann neyðist til að fresta þeim um árs skeið. Bretar hafa löngum þótt siða- vandir. Þó er það ekki hórdóm- ur ráðherrans út af fyrir sig sem andúð vekur, heldur hitt, að hann skyldi leyfa sér að Ijúga tij um málið og það að þingbræðrum sínum og flokks- félögum. Það er álil stjórn- málamanna að traust almenn- ings á enska þinglnu hafi stór- leg minnkað við þetta mál altt, og muni stjórn Macmillans gjalda þess, hvenær sem kjör- dagur kann upp að renna. Þess má geta, að inn í þetta mál hafa blandazt ýmis atriði önnur. Harold Wilson, foringi Verkamannaflokksins, sem ný- kominn er úr Ameríkuför, lét svo um mælt, að margt væri fleira rannsóknarvert i málinu, og lyti það m.a. að öryggi landsins. Óeirðir í Teheran Teheran 6/6 — 86 menn hafa fallið í óeirðum síðustu daga, og um 200 særzt. Assadúlla Allan, forsætisráðherra, lýsti þvi yfir í dag, að tekið yrði hart á öll- um óróaseggjum. Herlög hafa verið sett í Teheran og í suð- urhéruðum landsins. Hermenn halda vörð um opinberar bygg- ingar. MÍSSÍsÍppÍ: Blökkustúdent í ríkisháskólann Oxford, Missisippi 6/6 — Ameríski negrastúdentinn Cleve Mcdowell var í dag innritaðnr í ríkisháskólann í Missisippi. Allt fór rólega fram, og ekki kom til neinna óspekta. I fyrra urðu blóðug átök þegar negra- stúdcntinn Mereditn gerðist svo djarfnr, að hefja nám við há- skólann. Þó svo vel hafi tekizt til í þetta skipti er þó sízt um að ræða neina hugarfarsbreytingu hjá þeim Bandaríkjamönnum, sem æstastir eru á móti jafn- rétti kynþáttanna. Margfaldur lögregluvörður var hafður um háskólann og nágrennið meðan inniritunin fór fram. Hafði lög- reglan lagt í það mikinn undir- búning, að allt gæti farið frið- samlega fram, sem og varð. Er það haft til marks um það, að ekki hafði fallið svo mikið sem ein ósvifin athugasemd meðan athöfnin fór fram. Dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, Ró- bert Kennedy, lét svo um mælt, að hann væri mjög ánægður me'ð þessi úrslit, og gæti aðeine harmað það, að Meredith hefði ekki reynst eins auðveld inn- gangan í fyrra. Persónulegar ástæður valda því, að ekki er víst hvort Cleve Mcdowell getur hafið nám sitt strax í sumar. Kann svo að fara, að hann geri það ekki fyrr en í haust. Ekki eru allir jafn hrifnir af þessum úrslitum. Landstjórinn í Alabama, George Wallace, lét svo um mælt í sjónvarpsviðtali í gær, að hanni myndi berjast gegn því af fremsta megni, að tveir blökkumenn hef ji nám við háskólann þar. Eins og kunn- ugt er af fréttuin, hefur Wall- ace verið banna.ð með dómi að skipta sér af námi blökkumann- anna. — Eg er faistráSinn í því, að koma af stað aðgerðum til að meina stúdentunum aðgang, enda þótt það kunni að skerða pcrsónufrelsi mitt, sagði Wall- ace. ekki vildi hann þó skil- gieina nánar hvað hann ætti við með „aðgerðum". Hann lívað það skipta litlu máli, hvað sig henti, en hins vegar væri stjómarskráin einkar mikilvæg. Þá skeði það í Denville í Vir- gináu í gær, að fimm maims voru handteknir þegar hópur syngjandi blökkumanna gekk inn í ráðhús bæjarins. Blökku- mennimir krefjast þess, að fá jafnan aðgang að stofmmum bæjarins, og jafna atvinmu- möguleika. Skelfast fordæmi Kastrós á Kúbu Mið og Suður-Ameríku hafa lagt til við samband Ameríkuríkja að víðtækar ráðstafanir verði gerðar til að einangra Kúbu. Ein af þessum ráðstöfunum er sú. að banna borgurum þessara landa að ferðast til Kúbu. Af öðrum ráðstöfunum fyrir- huguðum má nefna, að takmarka ferðafrelsi diplómata frá löndum kommúnista. Búizt er við, að þessar greinilegu tillögur verði teknar til meðferðar á fundi ríkjanna hinn 3. júlí næstkom- andi. Hvergi er þó samþykki ör- uggt, t.d. er talið, að Mexíco og Brazilía muni lýsa sig and- vígar tillögunum. Allt er þetta vottur um þá hræðslu, sem nú grípur um sig með einræðisherrum Ameríku- ríkjanna. Óttast þeir ekkert meir en það, að alþýða manna í löndum sínum fylgi í fótspor Kúbumanna. Jóhannes páfi jarðaður í gær Rómaborg 6/6 — Jóhannes páfi XXIII. var í dag lagður til hinstu hvíldar. Viðstaddir útför hans voru nokkrir kardínálar og svo nánustu ættingjar páfa. Op- inber útför páfa fer fram hinn 17. þ.m. Hin grísk-kaþólska kirkja Sov- étríkjanna mun senda fulltrúa sinn til að vera við hina opin- beru útför páfa. Mun það vera í fyrsta sinn, sem fulltrúar grísk- kaþólsku kirkjunni eru við *útför Rómar-páfa, og sýnir þetta með öðru það álit, sem Jóhannes páfi naut víða um heim. Þá mun erkibiskupinn af Kantaraborg syngja sálumessu yfir páfa er hin opinbera útför fer fram. KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS UTAN REYKJAVÍKUR Vesturlandskjör- dæmi Kosningaskrifstofan er að félagsheimilinn REIN Á AKRANESI, opið frá kl. 2 til 11 — SÍMI 630. Reyk janesk iördæmi Kosningaskrifs*ofan er ) ÞINGHÓL. KÓPAVOGI. opið frá 4—10. SlMI 36746. Kosningaskrifstofan f HAFN- ARFIRÐI er f GÓÐTEMPL- ARAHÚSINC uppi. síml 50273 opin alla daga frá kl. 4 til 10 I Keflavík er kosningaskrif- stofa opin að Austurgötu 20. Sími 92-1811. Opið frá kl. 4—10. Norðurlandskjör- dæmi vestra Kosningaskrifstofa að SUÐ- URGÖTU 10. SIGLUFIRÐI, opið trá kl. 10 til 7. — SfMI 194. N orðurlandsk jör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK- UREYRI ER AÐ STRAND- GÖTU 7. opið allan daginn. — SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan i NES- KAUPSTAÐ ER AÐ M3Ð- STRÆTI 22. opið allan dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Á SELFOSSI er kosninga- skrifstofan að ACSTUKVÉGI 10. — SÍMI 253. Kosningaskrifst. i VEST- MANNAEYJUM ER AÐ BÁRUGÖTC 9 (Hólshúsi), opið frá kl 5 til 7 og 8 til 10 — SÍMI 570. Vestfjarða- kjördæmi Kosningaskrifstofa er í GÓÐTMPLARAHÚSINU Á ÍSAFTRÐI og er opin alla daga, — SÍMI 529. Tveir dagar til kosninga Alþýðubandalagsfólk er beðið að hafa samband vis kosn- ingaskrifstofu G-listans í Tjarnargötu 20. — Opið 10—10, símar 17511, 17512, 17513 og 20160. 1) Hverjir eru fjarverandi? Gefið strax upplýsingar um alla þá, hvaðan sem er ai landinu, sem líkur eru á að dvelji fjarri lögheimili sinu á kjördegi — erlendis sem innanlands —. Áríðandi er að allir slíkir kjósi utankjörfundar hið fyrsta. Treystið ekki að aðr- ir komi á framfæri þeim upplýsingum, sem þið hafið. 2) Ufankjörfundarkosning I Reykjavík er kosið í Melaskólanum KL 10—12, kl. 2—6 og kl. 8—10 alla virka daga og á helgjdögum kl. 2—6. Cti á landi er kosið hjá öllum hreppstjórum oe bæjarfógetum og erlendis hjá íslenzkum sendifulltrúum. 3) Sjálfboðaliðar Látið hið fyrsta skrá ykkur til sfarfa á kjördegj Alþýðu- bandalagið þarf á starfi ykkar allra að halda nú i kosningá- baráttunnj og á kjördegi, 4) Kosningasjóður Styrkið kosningasjóð G-listans Kaupið miða i happdrætti kosningasjóðs og gerið skál fyrir senda happdrættismiða. Komjð með framlögin i Tjarnargötu 20. Andstæðingarnir heyja kosningabaráttuna fyrir milljónlr auðmannanna, Alþýðubandalagið fyrir krónur alþýðunnar. 5) Bílakostur Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. sem haía jrfir bifreið að ráða, þurfa að leggja G-listanum lið 9. júni. Látið nú þegar skrá ykkur í TJarnargötu 20 til starfa á kjördegi. Engan bfl má vanta vegna bilunar eða forfalla. 6) Alþýðubandalagið eitt verði signrvegari Alþýðubandalagsfólk- Enn í dag eru þúsundir íslendlnga sem eru óráðnir i þvi hvemig þeir verji atkvæði sínu 9. júni. Ræðið við þetta fólk. vinnufélaga ykkar, kurmingja og vinl Túlkið hvar og hvenaer sem er hinh góða málstað AL býðubandalagsins og þýðingu þess fyrir hagsmunl fslenzkrar alþýðu, fyrir sjálfstæði fslands og fyrir líí fslendinga að AI- býðubandalagið verðj einl sigurvegarf þessara kosninga. Kveðið niður blekkingaáróður hernámsflokkanna briggja. Vold rfkisstjornarinnar geta oltjg á einu atkvæ*' bínu atkvæði, þinni árvekni, þínu starfil FRAM TIL SIGURS! Kjósum G gcgn EBE og ABD 4 I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.