Þjóðviljinn - 07.06.1963, Side 4

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Side 4
4 SfÐA KHstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð ur Guðmundsson (áb) Fréttarltstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V Friðbjófsson. ’itst.ió"1 '—auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuðL Þjófalykill dýrtíðarinnar jglekkingar stjórnarflokkanna um heillavænleg áhrif viðreisnarinnar á kaupmátt launa hafa sí- fellt orðið ákafari og fjarstæðukenndari eftir því sem nær líður kosningunum- Á þessi mál hefur margoft verið minnt hér í blaðinu og staðreyndir lagðar fram í málinu. í útvarpsræðu sinni í fyrra- kvöld sýndi Einar Olgeirsson í skýru dæmi hvern- ig farið hefur með dagvinnutekjur verkamanna á viðreisnartímunum, og skal það rifjað upp: , desember 1958 var kaupmáttur hins almenna ,fvinnukaups Dagsbrúnarmanna 104, miðað við 1945 = 100. Við þetta tímakaup eða samsvarandi taxta býr þorri ófaglærðs verkalýðs á öllu ís- landi. í apríl 1963 var kaupmáttur þessa tíma- kaups kominn niður í 84 eða 20% lægra en í des- ember 1958. Þetta voru áhrif ríkisstjórnardýrtíð- arinnar. Við skulum reikna þetta í krónum. í desember 1958 var þetta Dagsbrúnarkaup 23,86 kr., eða fyrir dagvinnu 300 daga ársins rúm 57 þúsund krónur. í apríl 1963 var sama tímakaup 26,05 kr. eða rúm 62 þúsund yfir árið. Kaupið hafði hækkað um rúm 9%. j mars 1959 þurfti samkvæmt hagtíðindum rúm- ar 48 þúsund krónur á ári til að kaupa vörur og þjónustu vísitölufjölskyldu, sem sé allar þarf- ir hennar fyrir utan húsnæði- 1 apríl 1963 þarf rúmlega 71 þúsund krónur til að kaupa hið sama. Dýrtíðin hefur vaxið um 49%, meðan tímakaup hækkaði um rúm 9%. Það eru þá upp undir 20 þúsund krónur sem stolið er af dagvinnukaupi hvers verkamanns á ári með þjófalykli dýrtíðar- innar, sem ríkisstjórnin heldur á og beitir. Með öðrum orðum: Ef við tökum árskaup 30 þúsund verkamanna og annarra launþega með svipaða dagvinnu, þá er rænt af dagvinnutekjum þeirra sam'fals 600 milljónum króna á ári með þessari skipulögðu dýrtíð“. jjessar eru staðreyndir kaupránsins sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa skipulagt. Það eru þessar staðreyndir sem eru að ,.hneppa s’tóran hluta verkalýðs og annarra laun- þega í vinnuþrælkun og svipta þá raunverulega frelsi til fjölskyldulífs, félagsstarfsemi og menn- ingarstarfs,“ svo vitnað sé áfram í ræðu Einars. „Það verður að svipta dýrtíðar- og kaupránsflokk- ana ríkisvaldinu í þessum kosningum. Kosninga- baráttan er þess vegna ein þýðingarmesta kaup- gjaldsbaráttan sem launþegar geta háð. Hún kostar ekki fórnir eins og verkföllin. En hún út- heimtir hugsun. . . Og það er jafnnauðsynlegt að alþýðan sameinisf í kosningum um Alþýðubanda- lagið eins og það er óhjákvæmilegt að standa sam- an um verkalýðsféliigin og Alþýðusambandið í kaupgjaldsbaráttunni milli kosninga". J^jargt bendir 'til að þessi mál liggi nú ljósar fyr- ir alþýðufólki en oft áður og má mikið vera ef staðreyndir kaupránsins og vinnuþrælkunar- innar hafa ekki veruleg áhrif á afstöðu alþýðu- manna í kosningunum á sunnudaginn- ------- HÚÐVIUINN--------------- Jóhann Már Guðmundsson: Kjaramál póstmanna Undanfarin ár hefur það tíðkazt nokkuð, þegar kosn- ingar hafa farið í hönd, að erindrekar hinna pólitisku flokka hafa gengið fyrir ýmsa borgara landsins til að fá þá til að gefa flokki sínum eins- konar siðferðisvottorð, lýsa yfir fylgi sími við hann og trú sinni á sigur hans í vænt- anlegum kosningum. Gera má ráð fyrir að reynt hafi verið að velja þá menn eina til þeirra hluta sem notið hafa trausts samborgara sinna og snúið að þeim heiðarlegum andlitum. 1 kvöldblaðinu Vísi 29. maí s.l. er að finna viðtöl við fimm borgara bæjarins og er einn þeirra vinur minn og starfs- bróðir Pétur Eggertsson póst- fulltrúi. Pétri er nokkuð bjart fyrir augum þegar hann litast um á sviði þjóðmálanna. Fyrst lýsir hann fyrir hönd allra stéttarbræðra sinna stuðningi við stefnu núverandi ríkis- stjómar, lætur síðan í ljósi ánægju með væntanlega kjarasamninga opinberra starfsmanna og að lokum þakkar hann stöðugar umbæt- ur á starfsskilyrðum sínum s. 1. átján ár. Svo sem að líkum lætur vakti viðtal þetta mikla kátínu á póststofunni. Pétur Eggertsson getur haft þá skoðun að stefna núverandi ríkisstjómar sé hagstæð launastéttunum, en hann ætti frekar að reyna að skjóta undir það einhverjum rökum en að slá um sig með stað- lausum fullyrðingum um skoð- anir annaira. Siðán ræðir Pétur kjaramál póstmanna og verður ekki hjá því komizt að gera at- hugasemd við það, sem hanni segir í því sambandi. Hann segir að póstmenn geri ráð fyrir verulegum úrbótum í kjaramálum sínum, þegar kjaradómur hefur ákveðið launahækkanir opinberra starfsmanna. Það er að vísu rétt að „stærsti hópurinn", póstafgreiðslumenn, sem eru í 10. launaflokki eiga að vera í 12. launaflokki samkvæmt hinum nýju samniingum. 1 augum þeirra sem lítið þekkja til getur þetta litið þannig út að umræddir starfsmenn fær- ist upp um tvo launaflokka. En vegna breytinga á launa- kerfinu og fjölgunar á launa- flokkum er þessi samanburð- ur algjörlega út í hött. Hins- vegar hefur rikt mjög mikil óánægja innan póstmanna- stéttarinnar yfir því að með hinum nýju kjarasamningum verða póstmenn lægri í laun- um en ýmsar stéttir sem nú eiga við svipuð kjör að búa. Póstmannafélag Islands hefur ekki farið dult með þessa óá- nægju. Má í því sambandi benda á síðasta hefti Póst- manmablaðsins þar sem kjara- mál stéttarinnar eru rædd og m.a. birt lokasvar P.F.l. til Kjararáðs dagsett 19. nóvem- ber 1962. Þar segir svo m.a.: „1 síðustu uppröðun Kjara- ráðs eru allir félagsmenn P.F. 1. staðsettir í launastigann hlutfallslega lægra en gert var í gamla launastiganum, en margir aðrir staiíshópar og einstaklingar mun hærra'. Þetta tekur af öll tvímæli um það hver var afstaða launa- nefndar P.F.l. Einmig má benda á greinina ,,Ný við- horf“ í sama blaði. Þar koma fram önnur sjónarmið en þau sem Pétur Eggertsson setur fram og vil ég benda honum á að kynna sér efni þeirrar greinar. Af skiljanlegum á- stæðum minnist Pétur Egg- ertsson/ hinsvegar ekki á það Föstudagur 7. júní að þeir starfsmenn Póststof- unnar sem eru í lægstu launa- flokkunum eiga að fá minni hækkanir en hinir. B.S.R.B. hefur með samþykkt hins nýja launastigi unnið að þvi að skapa mjög aukið bil milli lægstu og hæstu launa. Það er rétt sem kemur fram í greira- inni „Ný viðhorf' í síðasta hefti Póstmannablaðsins að Kjararáð hefur með tillögum sínum lagt grunninn að nokk- urskonar yfirstétt innan emb- ættismannakerfis ríkisins. Því verður ekki neitað að samtök- in hafa látið sér annara um hagsmuni þessarar „nýju sétt- ar“ en hagsmuni þeirra sem eru neðar í launastiganum. Það er í anda þessarar stefnu að það stéttarfélag sem ég er í, Póstmannafélag Islands hef- ur ekki viljað gera sambæri- legar kröfur fyrir alla með- limi sína. Svo notuð séu orð forystumannanna sjálfra hef- ur félagið lagt þeim starfs- mönnum, sem eru í lægri launaflokkunum, þær skyldur á herðar að sætta sig við það. Það var ekki af áhuga á kjör- um þeirra lægst launuðu að þær raddir komu fram þegar launastigi Kjararáðs var birt- ur, að P.F.l segði sig úr B.S. R.B. í mótmælaskyni. Þó ótrú- legt sé var helzti talsmaður þess Pétur Eggertsson, ftlll- trúi. Skoðanir hans á kjara- málum stéttar sinnar, sem og stjómmálum, virðast því vera nokkuð á reiki. Reykjavík, 3. júní 1963. Jóhann Már Guðmundsson. Þér eigib vaiiö ESTRELLA STANDARD DE L UXE WASH'N WEAR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.