Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. júní 1963 MÖDVIUINN SlöA 5 Síðara mark Fram. Ríkharður og Baldvin bruna að markinu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Fram — Holstein Kiel 2:2 Jafnteíli Framara við gestina, en vörðu 5 sinnum á marklínu Þessi leikur var í litlu frábrugðinn leik þessa þýzka liðs s.l. mánudag. Nú kom fram sama veil- an í leik gestanna og þá: Þeir eru í vandræðum með að skjóta á mark. En úti á vellinum er leikur þeirra ágætur. Þeir gátu haft sýningu á leikná og listum knattspyrn- unnar úti á vellinum, þar sem hver einasti Framari, og raun- ar allir íslenzkir knattspyrnu- menn gátu af lært. Kom þar : til knattmeðferð, nákvæmni í sendingum, hreyfanleiki á lið- ihu og staðsetnimgar, sending- ar með skalla, og gekk þetta alla leið upp að vítateig Fram, en þá rann allt útí sandinn. Þeir virðast ekki geta skotið, eða náð því að leika í gegn- um aftasta varnarmúrinn. Að vísu léku bæði KR og Fram varnarleik, þar sem margir hafa verið komnir í teiginn þegar Þjóðverjar voru til- búnir að skjóta, en samleikur þeirra er oft nokkuð seinvirk- ur þar sem sendingarnar eru mikið þversum og aftur, svo Fram vannst góður timi til að koma sér fyrir í vörninni. Fram í framför Það er því ekki að undra að meira lægi á Fram yfirleitt í leiknum, en Framarar sýndu baráttuvilja, gerðu oft sæmi- legar tilraunir til samleiks og áttu áhlaup sem ógnuðu Þjóð- verjumum. Er þetta tvímæla- laust bezti leikur Fram á þessu sumri, og vildu gárung- arnir halda því fram að það Tv.væri Ríkarður og rauðu peys- 7 umar (þeir léku í peysum i með Valslit!) sem hefðu hleypt þessum krafti í Fram- arana! Vörn Fram var betri helm- ingur liðsins, og lét hún Þjóð- verjana aldrei í friði ef þeir nálguðust markið. Guðjón var sterkastur og Sigurður Ein- arsson lét heldur ekki sitt eft- ir liggja. Hrannar er nú kom- inn aftur, og þótt hanai sé ekki enn kominn í fulla æf- ingu, vpr hann samt styrkur fyrir liðð. Geir í markinu var yfiileitt öruggur, þótt hann ætti það til að fá sér „skógar ferð" eins og danskurinm seg ir. En það kom yfirleitt ekk að sök, þv'í hann hafði góð menn með sér sem vörðu á línunni þegar ha.nn var „ekki heima". Kom það finxm sinn- i um fyrir að varið var á línu, og áttu þeir Guðjón tvær og Sigurður Einarsson þrjár bjarganir fyrir aftan Geir. Rikarður gaf Frömurum vissulega tiltrú, og það þó hon- um tækist ekki upp eins og: honium getur bezt tekizt. Staf- aði það af því að hann einlék of mikið. . Baldvin sýndi enai sem fyrr að hann er erfiður og fylginn sér, og hættulegur í sókn, enda sleppti miðframvörður- inn honum ekki frá sér. 1 heild slapp Fram vel frá leiknum, og ef miða á við þá knattspyrnu sem liðin sýndu þá eru þessi úrslit ekki sann- gjörn. Tii þess voni Þjóðverj- amir miklu betri, en knatt- spyrnan er nú einu sinini svona, og svo er hitt, að mað- ur á svo erfitt meö að við- urkenna góða knattspyrnu ef mörk fylgja ekki með. Leikurinn Fyrsta markið kom á 10. mín. leiksins og gerði Mund það eftir mjög góðan sam- leik nokkurra leikmanna fram vinstra megin. Á 36. mín. er vinstri út- herjinn Greif kominn yfir hægra megin, leikur þar á tvo varnarmenn, og gerir Geir ráð fyrir því að hann mundi senda knöttinn út frá markinu og fer svol'ítið fram til að vera betur viðbúirm. En við það kom op fyrir aftan Geir, og sendi Greif knöttinm í smug- una. Við þessu var Geir ekki búinn og stóð sem negld- ur niður, og má vera að sól hafi blindað hann líka. Mjög laglega gert hjá Greif. Á næstu mím. er dæmt horn á Þjóðverja. Knötturinn lendir hjá Þorgeiri Lúðvíkssyni sem var heppinn með spyrnu sína, knötturinn fer í boga yfir markmannnn og inn í markið 2:1. Á 8. mín síðari hálfleiks á Guðmundur Óskarsson hörku- skot í þverslá. Á 34. mím. er dæmd auka- spyrna á Þjóðverja og spyrn- ir Guðjón að marki og lendir knötturinn 'i þverslá og kem- ur niður fyrir framan markið. Þar taka þeir á móti honum Ríkarður og Baldvin og mun Ríkarður hafa „nikkað" hann í markið. 2.2, og þar við sat hvað mörk snerti. Þjóðverj- arnir sóttu oft fast og fengu fjölda horna eni úr þeim varð ekkert. 1 heild var þetta ekki sér- lega tilþrifamikill leikur eða sérlega spennandi, en þó með góðum augnablikum inn ^ á. milli. Dómari var Grétar Noi'ð- fjörð og dæmdi vel. Áhorfendur voru tttáTgrf"rJg veður mjög gott. Næsti leikur Holstein-Kie] I verður í kvöld á Laugai'dals- vellinum, og leika þeir þá við Akureyri. Munu Akureyring- ingar styrkja lið sitt með þrem mönnum. Akureyringar hafa verið að færast í aukana í síðustu leikj- um sínium, enda að fá meiri og meiri leikjaæfingu í sumar, svo það má gera ráð fyrir að það verði skemmtilegur leik- ur, ef þeim tekst vel upp. Frímann. íþróttir Skarðsmótið háð um hvítasunnuna Um hvítasunnuna 1. og 2. júní var hið árlega „Skarðs- mót" skíðamanna háð í Siglufirði. Keppendur voru alls 44 frá fsafirði, Siglufirði, Ólafsfirði og Reykjavík. 1 keppni unglinga voru þátt- takendur 12, frá Reykjavík og Siglufirði. Mótsstjóri var Jón- as Ásgeirsson. Keppt var í svigi og stór- svigi karla og kvenna og urðu úrslit þessi: Stórsvig karla: 1. Jóhann Vilbergsson, Sigluf. á 86,5 sek. 2. Svanberg Þórðarson, Ólafsfirði 87,2 sek. 3. og 4. Samúel Gústafsson, ísafirði á 92,6 sek. og Hafsteinn Sigurðsson Isafirði á sama tíma. Svig karla: 1. Jóhann Vilbergsson, Siglufirði á 98,6 sek. 2. Svanberg Þórðarsson, . Ólafsfirði á 104,9 sek. 3. Hjálmar Stefánsson, Siglufirði á 109,7 sek. 4. Samúel Gústafsson, ísafirði 110,8 sek. Alpatvíkeppni karla: 1. Jóhann Vilbergsson, Siglufirði — 0,00 stig. 2. Svanberg Þórðarsson, Ólafsfirði — 4.26 stig 3. Samúel Gústafsson, Isafirði — 9,93 stig. 4. Hjálmar Stefánsson, — 12,11 stig. Stórsvig kvenna: 1. Kristín Þorgeirsdóttir, Kristín Þorgeirsdáttir Siglufirði á 74 sek. 2. Árdís Þórðardóttir, Siglufirði á 75,3 sek. 3. Sigríður Júlíusdóttir, Siglufirði á 77,8 sek. Svig kvenna: 1. Kristín Þorgeirsdóttir, 111,2 sek. 2. Sigríður Júlíusdóttir, 118,5 sek. 3. Árdís Þórðardóttir, 119,2 sek. Sundfólk og jjokka- dísir á sundmótí KR Afmælissundmót sunddeildar KR hefst í Sundlaug Vesturbæjar kl. 15 á morgun. Fræknasta sundfólk lands- ins keppir í 10 sundgreinum, og nýbakaðar fegurðar- drottningar, Thelma Ingvarsdóttir og Theódóra Þórðar- dóttir, sýna nýjustu baðfatatízkuna. síttaf hverju •k Pólski spretthlauparinn Zielinskl hljóp 100 metrana á 10.2 sek á móti í Varsjá um síðustu helgi. Þetta er bezti árangur í 100 metra hlaupi í heimi í ár til þessa. ^r England vann Austur- Þýzkaland — 2:1 í 4. lands- Ieik landanna í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Leipzig á hvítasunnudag, og voru á- horfendur 90.000. ~k Spánverjar urðu að láta láta nægja jafntefli við Ir- Iand í Evrópubikarkeppni landsliða. Leikuitinn fór fram í Bilbao, og úrslitin urðu 1:1- Ýmsir stórleikmenn Spánar voru ekkl meö, svo sem di Stefano, Del Sol og Cento. * I kringlukasti hafa náðst SÓð afrek á mótum í Evrópu undanfarið: — Pentti Repo (Finnl.) 53,34, Pflieger (Vest- ur-Þýzkal.) 53,33, Lotz (Aust- ur-Þýzkal.) 53,31 og Galli (Italfu) 53,30 metra. Evrópumeistarinn í 500 m. hlaupi, Bruce TuIIoh (Englandi). verður að aefa a.ni.k. tvær stundir á dag, en auk þess að vínna fullan wnnudag. TIl þess að missa ekki af samveru- stundunum með manni sínum, hefur frú Susan Tulloh tekið upp það heilaráð að fylgja manni sínum á æfingar, og auðvitað smitast hún af áhuganum og æfir líka. Sonurinn CUve fylgist með tilburðum foreldranna úr vagni sínum -*r A móti í Búdapest fyrir skömmu sigraði Attila Sinion í 1500 m. á 3.44,4. Noszaly jafnaði ungverska metið í há- stökki — 2,08, og þrjár stúlk- ur stukku 1,64 m í hástökki. •k Tékkar og tJngverjar skildu jafnlr í landsleik í knatt- spyrnu, sem háður var í Prag sl sunnudag. tJrslitin urðu 2:2. 1 hléi stóðu Ieikar 1:0 fyrir Ungverja. •k Eftirtalin afrek hafa verið unnin í Sovétríkjunum undan- farið: Belajev, Sjavlakadse og Midivani 2,05 í hástökki, Andris 64,20 í sleggjukasti, Dementjev 16,09 í þrístSkki, Zinojev 77,52 í spjótkasti og Ovsjenko 7412 stig í tugþraut. Af af rekum stúlkna má nef na: Voskanjan 6.00 í langstökki, Tugusji 52,22 í kringlukasti. •k Finninn Simola kastaði kúlunni 17,28 metra á móti um síðustu helgi. Landi hans Yrjöla varpaði 17,22 metra. Nevala kastaði spjótinu 75.1? metra. utan úr heimi Meðal þátttakenda er Guð- mundur Gíslason, Davíð Val- garðsson, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og margt af ungu og efnilegu sundfolki. Sigurvegarar i hverri grein fá til eignar siifurbikara sem ýmis fyrirtæki i borginni hafa gefið. Tveir gamlir KR-ing. ar hafa gefið bikar handa þeim KíUingl, sem mestum framförum hefur tekið í sundi síðan í fyrra. Bikar. inn verður afhentur á mót- inu. Þokkadísir á vettvang Þá verður mótið kryddað með forvitnilegri tízkusýningu á baðfötum frá Sportveri. Það eru ekkj ósnoturri stúlk- ur en Thelma Ingvarsdóttir, fegurðardrottning íslands og Theódóra Þórðardóttir. feg- urðardrottning Reykjavíkur, sem sýna mótsgestum sundföt og yndisþokka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.