Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 6
w g SteA—---------——■■ — —• HÖBWiHKN FSstudagur 7. jtrní 1963 Kynþáttmfséknirnar / USA Þanniy ícr líandaríska lögreglan gjarnan með þö negra.sem krefjasí þess, að kynþáttaofsóknum linni, og fullt jafnrétti nái fram að ganga. Hér höfðu negrar sctt vcrði við opinbera skólabyggingu í Phlladelphiu, þar sem hvítir og svartir voru ckki jafn réttháir þegar ráðið var í vinnu. Það leynir sér ekki, að lögregluþjónninn nýtur þcss að sýna vald sitt. Yeiruvarnarsambandlð „interferon” einangraö „Interferon“, eggjahvítu- samband það sem örvar vamaraðgerðir líbamsfrum- anna gegn veirusjúkdóm- um, hefur nýlega verið ein- angrað af sovézkum vis- indamönnum. Það hefur verið kunnugt að frumur sem verða fyrir ásókn einnar veirutegundar eru ó- næmar fyrir öðrum tegundum. Þegar í upphafi síðustu aldar uppgötvaði Jenner nokkur slík dæmi um að tveir sjúkdómar af svipuðum uppruna útilokuðu hvor annan. Síðan og þá fyrst og fremst á seinni timum hafa verið gerð- ar miklar rannsóknir á þessu fyrirþæri og þeir fyrstu sem gáfu á því skýringu voru brezku vísindamennimir Isaacs og Lindenmann. Þeir sýndu fram á að vissar veirur örva frumumar til að mynda eggja- , hvítusamband, sem þeir gáfu nafnið „interferon" og kemur í veg fyrir að aðrar vcirutcgund- ir geti búið um sig í líkaman- um. Nú hefur sovézku vísinda- j konunni Ermolévu og sam- I starfsmönnum hennar tekizt I fyrstum allra að einangra betta j efni og athuga uppbyggingu i þess. Strax við upphaf þcssarn athugana varö augljóst að „int- erferon" mætti nota í varnar- skyni við veirusjúkdómum, en búast má við því, að það muni laka alllangan tíma áður en unnt verður að komast fyiiilega á snoðir um uppbyggingu hins flókna eggjahvítusambands, en það er skilyrði fyrir þvi að hægt verði að framleiða það í rannsóknarstofum. Þá er held- ur ekki vitað enn, hvort efnið myndi hafa miður æskilegar verkanir. HafnfírBingar Þeir Hafnfiröingar sem óska eftir virrnu við steypu Reykjanesbrautar í sumar, hafi samband ; við skrifstofu íslenzkra aðalverktaka s.f. í Iðn- aðarDankahúsinu 5. hæð föstudaginn 7. júní milli 3 og 7 og laugardaginn 8. júní kl. 9—12. — Sími 11790. Bandarísk „undraþota” reyndist lítt brukleg Milljarðatugum kasta í hít vígbúnaðarsins Komið hefur á daginn að bandarísk fyrirtæki með góðri aðstoð Bandaríkja- stjórnar hafa heldur en ekki hlunnfarið bandamenn hennar í Vestur-Evrópu með því að ginna þá til að festa kaup á bandarískri herþotu, sem þeim var tal- in trú um að tæki öllum slíkum vígvélum fram, en hefur reynzt stórgölluð, lítt eða ekki brúkleg til þeirra nota sem ætlað var að hafa af henni og auk þess a.m.k. helmingi dýrari en látið hafði verið í veðri vaka. Hér er um að ræða þotu sem smíðuð er af bandaríska félag- inu Lockheed California Comp- any. Heiti þotunnar er F—104, eða F—104G, og notaði Banda- ríkjastjórn áhrifavald sitt innan i Atlanzhafsbandalagsins til að neyða fjögur lönd Vestur- ! Evrópu til að kaupa þotur af þessari gerð, Belgíu, Holland, Italíu og Vestur-Þýzkaland. Samkvæmt samningi sem gerð- ur var 1959 var ætlunin að þoturnar yrðu smíðaðar í Evr- ópu og þá íyrst og íremst í V- Þýzkalandi og yrði þeim breytt nokkuð með tilliti til staðhátta og þess hlutverks sem þeim var ætlað í Evrópu. G-ið í nafni þotunnar stendur fyrir „Ger- man“ = þýzkur. „Undraþota“ Ráðamönnum rík.ianna í V- Evrópu var talin trú um að hér væri um að ræða flugvél sem tæki fram öllum slíkum, „Superfighter". Hún átti ekki einungis að koma að gagni sem orustuþota bæði að degi og nóttu, heldur einnig sem leit- arflugvél og sprengjuflugvél, sem gæti borið kjarnasprengjur. Auk þess var því haldið fram að hún væri tiltölulega ódýr, hver þota af þessari gerð myndi „aðeins“ kosta 50 rnillj- ónir króna. Þegar úrelt Síðan samið var um kaup á þessum þotum hefur verið unn- ið að smíði þeirra og hafa þær reynzt svo stórgallaðar að ekki er of sagt að þær eru þegar úr- eltar til þeirra nota sem heita átti að þær væru keyptar fyrir. Og auk þess hefur komið á dag- inn að verð hverrar þotu er yí- ir 100 milljónir króna, eða meira en helmingi meira en ráð hafði verið gert fyrir. Hneyksli Þótt reynt hafi verið, hefur ekki tekizt að dylja galla þess- ara marglofuðu „undraþotna" og hefur allt þetta mál valdið hneyksli í löndum þeim sem um ræðir. 1 umræðum um fjárveitingar til landvama ' á vesturþýzka þinginu nýlega sagði einn af leiðtogum sósíaldemókrata, — Fritz Erler, að þýðingarlaust væri að neita að þessar þotur j væru stórgallaðar. öllum væri þannig kunnugt um að þeim væri hættara við slysum en nokkrum öðrum flugvélum, þær gætu alls ekki leyst af hendi þau verkefni sem þeim hefðu verið ætluð og kostnaðurinn við framleiðslu þeirra heíði farið langt fram úr áætlun. Belgíska fjármálastofnunin „Agence economiqe et finan- ciere“ segir að vegna þess hve þessi þota er þung í vöfum sé I alls ekki hægt að nota hana tfl könnunar úr lítilli hæð og sem orustuþota komi hún heldur ekki að gagni þar sem hún verði að ráðast aftan að and- stæðingnum. Hins vegar vanti lítið á að hana megi nota sem kjamasprengjuþotu. Ætluð til árása Þegar samningarnir um kaup á þessari flugvél voru gerðir var því ekki haldið á loft að hana mætti nota til kjamorku- árása. Það hefur ekki þótt heppilegt að það spyrðist að Bandaríkin væru að neyða slík- um flugvélum upp á V-Þjóð- verja og mun Franz-Joseí Strauss, sem gerði samninginn fyrir' þeirra hönd, reyndar ekki haía þurft neinar nauð- ungar við. Belgíska stofnunin segir að enginn vafi sé á að það hafi ailtaf verið ætlunin að nota F— 104 þoturnar til kjarnorkuárása. Erfitt sé að ímynda sér að þeim hafi verið ætluð verkefni sem þær séu greinilega ófær- ar um að leysa aí hendi. „Blind og heymarlai’ En 8. apríl sl. var frá t skýrt í „New York Times" i þessar þotur væru í raunin bæði „blindar og heymarlaus- ar“, ef ekki væri komið upp þéttriðnu neti stöðva á jörðu niðri sem stjórnuðu flugi þeirra. Upphaflega hafði verið talið að slíkar stjórnarstöðvar myndu kosta sem svarar 20 milljörð- um króna, en sú áætlun hefur ekki staðizt fremur en aðrar, svo að nú er kostnaðurinn tal- inn myndu verða a.m.k. þre- falt meiri. Ofan á þetta allt bætist að Bandaríkjastjóm sem hafði þegar kaupin voru gerð látið líklega að hún myndi að stór- um. hluta taka þennan kostnað á sínar herðar, hefur nú fallið frá því boði og segir að ríkin í Vestur-Evrópu verði að koma sér saman um það, hvemig þau deili með sér kostnaðinum. Nazim Hikmet er látinn í Moskvu Hið mikla tyrkneska ljóð- skáld, Nazim Hikmet, lézt á mánudaginn í Moskvu, 61 árs að aldri. Hikmet var árum saman í tyrkneskum fangelsum vegna samstöðu sinnar með al- þýðu lands síns og marxistískr- ar sannfæringar sinnar. Hann var loks látinn laus árið 1951 og þá leyft að fara úr landi og hefur síðan dvalizt í Sovét- rikjunum og var sovézkur þegn. Theodor Oberlander hafði hlaðna byssu í þingsalnum Nazistaforinginn Theo- dor Oberlander sem var ráðherra í stjórn Adenau- ers í Vestur-Þýzkalandi, en varð að hrökklast úr henni O'g af þingi, þegar það sannaðist á hann, að hann hefði staðið fyrir fjölda- morðum í Póllandi á stríðs- árunum, er nú aftur kom- inn á þing og hefur vakið á sér athygli Nokkrir þingmenn sósíal- demókrata hafa nefnilega borið fram fyrirspurn um bað hvort Oberlánder gangi jafnan með hlaðna skammbyssu á sér beg- ar hann mætir á þingfundum og hvort slíkt framferði geti þá talizt samboðið virðingu þingsins. Oberlánder komst aftur á þing í síðasta mánuði, vegna þess að einn af þingmönnum Kristilegra demókrata í Neðra Saxlandi lést, og Oberlánder sem hafði verið í framboði fyr- ir flokkinn tók þá þingsæti hans. Theodor Oberlander Með hlaðna skammbyssu Á fundum þingsins 15. og 16. mai sl. var Oberlánder með lögregluskammbyssu með 7.65 mm hlaupvídd og var hún full- hlaðin átta skotum. Auk þess hafði hann á sér 20 aukaskot. svo að hann var búinn undir meiriháttar bardaga við árásar- menn eða póiitíska andstæðinga segir vesturþýzk fréttastofa. Það hefur komið í ljós að þingmaðurinn gengur alltafmeð skammþyssu á sér og segist hann vera hræddur um að aust- urþýzkir erindrekar ræni hon- um til að láta hann afplána lífstíðar fangelsi, sem hann var dæmdur í fyrir stríðsglæpi sín«i. Sum vesturþýzk blöð segia hins vegar að Austur-Þjóðverj- ar muni teija það heppilegra að hann sitji á þingi i Bonn heldur en í austurþýzku fang- elsi. Siðvæðingarpostull Það er ekkert launungamál að flokksbræður Oberlánders flestir vildu helzt að beir þyrftu ekkert að hafa saman við hann að sælda. Jafnvel vesturþýzku flóttamannasamtökin eru orðin honum andvíg. en hins vegar er hann enn mikils metin í Siðvæðingarhreyfingunni og i samtökum fyrrverandi storm- sveitamanna. Vélbyssur bannaðar Skrifstofustjóri vesturbýzka þingsins hefur svarað fvrir- spurn sósíaldemókrata á þá leið að þingmönnum muni heimilt að hafa á sér skotvonn í þingsalnum. ef þeir gæta þess að enginn sjái þau. Hins vegar myndi þeim ekki leyft koma mo* vpihvssur í þingsalinn. ANS PETERSEN HF Sími 2-03-13 Bankastræti 4. i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.