Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 7
Fö$iudagur % í'úní 1963 —¦--------------- Halldór Pétursson: MÓÐVIUINN SÍÐA Y Hrindum þrældómsoki stjórnarliðsins! ffinn mikli lðggjafi allra alda, Móses, hefur nú sem fyrr gefið okkur fordæmi. Israelsmenn höfðu til hnífs og skeiðar í Egyptalandi, en Móses sá hvert stefndi og á- kvað að leiða þá út úr „þræl- dómshúsinu". Allir þekkja sögu þessa leiðtoga sem gekk í líki eld- stólpa fyrir liði sínu og leiddi þjóðina til þess frelsis og mennirugarskilyrða sem bera við loft í sögu mannsandans. Yfirstéttin hefur löngum (og gerir enn) haldið því að verkamönnum að þeiria hlut- verk sé að þræla. Því verði að visu ekki neitað að þeir þurfi eitthvað til fæðis og klæðis og jafnvel Selbúðir og Póla, en ekkert þar fram yfir. Og því miður hefur þetta sáðkorn borið ávöxt, því að ekki er sýnna, jafnvel nú, eni að verkafólkið sætti sig við það að vinna nótt með degi uppá þessi býti. En nú fer ekki sólarhringurinn að hrökkva til, enda hvíslað um bráða- birgðalög um að lengja haJin fyrst um sinn i 30 klst. Eg er einn af þeim ham-^. ingjusömu sem lifðu „krepp- una og atvinnuleysisárin" síð- ustu. Fólkið drabbaðist niður andlega og líkamlega. Sumir gáfust upp, aðrir fylltust heifi og hatri til alls og allra, ekki einu sinni að þeir hefðu skiln- ing á að hata hinn rétta að- ila hörmunganna. Það var mikil gleði sem greip um sig þegar úr rakn- aði og hervinnam byrjaði. Þá höfðu margir ekki átt heilt sjaldhafnarfat 5 fleiri ár, enda ekki þurft að stunda skemmtanir. Ekki var andlega hliðin heilli; segja mætti að þær flíkur væru ekki heilar milli gatanna. Sumir sem ekki þekkja þessa tíma halda kannski að þá hafi verið tími til að lesa og hugsa, en slíkt er f jarri lagi. Öll orka og tími fór 5 að leita að vinnu. Sund- urtættir komu menn heim að kvöldi, svo að hugurinn gat hvorki fest sig við blöð eða bækur, enda slikt víða af skornum skammti. Helzt var að leita á söfnin, en menn kinokuðu sér við að halda sýningu á útliti sínu. .: - Eins og ég gat um var vinnuhungrið svo mikið fyrst í stað að menn fundu ekki til þess að vinna eims lengi og hægt var að fá vinnu. Menn þráðu að komast á réttan kjöl, en hinum innra manni fór líka fram. Það fór jafnvel að bóla á þvi að verkalýðsbaráttan væri óþörf, vinnan væri meira en nóg og kaup mur.di hækka af sjálfu sér. Yfirséttin leit þessa miklu atvinnu hornauga, en bótin var sú að ,nú voru verkamenn farnir að hugsa eftir hennar stafrófi. Það er ekki svo hættulegt ;;að verkamaðurinn hafi það sæmilegt ef hann fer bara ekkÍF.iað brjóta þjóðfé- lagsvandamálin. til mergjar. Sagan um Jónas og séra Gunnar Benediktsson túlkar þetta bezt.;,: Jónas fékk Gunnar til að vinna eittíivað fyrir Fram- sókn, en við það komst Gunn- ar inn á 'spor sósíalismans. Þegar Jónas varð þess var, kom þessi fleyga setning: „Fjandi var að þú fórst að grufla í þessu". Allir vita að nóg atvinna er eitt höfuðskilyrði hvers þjóð- félags, en fyrir manni sem ekki hugsar um annað en að þræla fer nákvæmlega eins og tíkinni hans Magnúsar sálar- haska. Magnús hélt að tíkin mundi ekki veita sólinni nóga athygli, sneri henni því móti sól og glennti upp á henni augun og vesalings dýrið varð blint. Verkalýðurinn hefur alltof lengi blínt á eftir- og nætur- vinnu og í skjóli þess van^- rækt að koma á mannsæmandi vinnudegi með launum í hlut- falli við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Við höfum haft á pappírn- um S stunda vinnudag, sem nú er ekki einu sinni orðinn til spari. Nú, síðan kratarndr lögðust með hinni gullbúnu gleðikonu íhaldsins og gátu með henni gengislækkanir og bráða- birgðalög að meðtöldum lán- tökum og landsölubraski, hef- ur alveg keyrt um þverbak. Breyttir tímar heimta breytta siði. Verkamenn geta nú ekki hugsað sér að lifa við sömu aðstæður og áður, hvorki um fæði, klæði né húsnæði. Þegar kaup þeirra hefur verið skorið við trog og þeir sjá ekki leið til að hækka það, þá taka þeir það ráð að fylgja kröfum tím- ans, að vinna 12 tíma í sólar- hring og kannski vel það, og helzt alla daga ársins. Hér er allt lagt á eitt bretti. Konurnar fara út að vinna og heimilin fara úr lagi að meira eða minna leyti, hvað vel sem þær vil.ja gera. Börnin eru drifin á barna- heimili eða reynt að koma þeim einhvers staðar fyrir. Þetta verður oft til þess að börnin verða einskonar hreysi- kettir og þeim finnst þau hvergi eiga athvarf. Þá tal- ar maður mú ekki um heimil- isföðurinn sem er nokkurs- konar gestur. Hann kemur heim klukkan 10—12 á kvöld- in, borðar, þvær sér og er síðan sofnaður. Það tekur oft 2—3 ár að yngstu börnin þekki hann sem pabba, En bótin er sú að meðal- tekjur heimilanna hækka að muiii og bæir og ríki fá tæki- færi til meiri fjárheimtu. Og síðan kemur æðsta matrónan Gylfi og litur yfir allt og sér að þetta er harla gott. En hvað sem svona farfuglar segja, er þetta ástand sízt orðið mannsæmandi. Þjóð sem lætur svona reka á reiðanum hlýtur að leysast upp. Andleg menning, ásamt hæfilegri vinnu, getur aðeins leitt til viðreisnar sem ekki á skylt við núverandi við- reisn, sem helzt á skylt við það að verða reisa. Með nú- verandi fyrirkomulagi er hægt að eignast milljónunga en ekki menninsru. Það segir sig sjálft að ef verkamenn hefðu gefið sér tíma til að hugsa þá væri ekki svona komið. Hliðin, sem snýr að göt- unni, er ólik kreppuárunum, en hin sízt betri sem snýr að þeim aem inni búa. HlutsMpti alþýðunnar er núorðið það sama og kattanna sem fengu apann til að skipta ostinum. Verkalýðurinn verður að fara a5 hugsa rökrétt og hata ranglætið. Hanm verður að hætta að leggja eyrun við kjaftæði peningavaldsins um „stétt með stétt" og sættir auðmagns og vinnu. Sætt þessi er hugsuð á þann veg að verkamaðurinn sætti sig við óréttinn. Félagsleg hugsun, á þann veg að menn hugsi um sinn hag í sambandi við aðra menn, getur ein leitt verkalýð- inn af þeim villigötum sem hann nú er á. Án sósíalisma verður aldrei byggt upp rétt- látt þjóðfélag. Að vonum eru margir orðnir svo tröllriðndr af áróðri að þeir gera engan mun á flokkum og stefnum og - segja allt sama tóbakið. Þetta er ömurleg uppgjöf. Það er auðvitað engimn vandi að benda á mörg víxl- spor sem sósíalistar hafa stig- ið. En hverjum hugsandi manni getur dottið í hug að hægt sé að byggja upp nýtt þjóðfélag án þess að einhver mistök eigi sér stað. Því heimtar þetta fólk ekki kraftaverk af kapítalisman- um? Aðalatriðið er að taka mis- tökin ekki í guðatölu og slá þau gulli, heldur læra af reynslunni. Islenzkir sósíalist- ar hafa lært af reynslunni og aldrei tapað þvi sjónarmiði að hinm vinnandi maður eigi rétt til sífellt betri lífskjara í hlutfalli við framvindu þjóð- félagsins. Hvernig haldið þið að kjör ykkar væru nú ef Sósialista- Halldór Pclursson. flokkurinn hefði gengið á mála hjá núverandi stjórn í stað þess að halda vörð um stétt ykkar, skarað eld að sinni köku, en látið ykkur brenna. Hrindið af ykkur þrældóms- okinu, lofið konum ykkar að sjá um heimilin og annast börnin, svo að þau verði ekki auðmagninu og óreiðunni að bráð. Hugsið ykkur að koma heim frá 7—8 stunda vinnu og geta sinnt hugðarefnum ykkar og heimili í stað þess að falla í einskonar þrældóms- dá með þá einu hugsun að vakna nógu snemma að morgni til sama helsis og nú ríkir. Þeir sem gera sér þessa grMn munu við í hönd farandi kosningar kjósa G-listann. Al- þýðubandalagið eitt mun varða veginn til bættra lifs- kjara og heilbrigðari menn- ingar. Fiskveioar og menning Flskveiöar haía verið stund- aðar allt frá því að fyrstu landnámsmennirnir stigu hér á land. Sveitabúskapur og fisk- veiðar hafa verið grundvallar- atvinnuvegir Islendinga allt frá öndverðu. Stundum brást annar þessara atvinnuvega í heilum landshlutum, en sialdan fór svo, að þeir brygðust báðir samtímis, og þess vegna lifði þjóðin a£, eld og ísa og sótti fram til stiórnarfarslegs og efnahagslegs sjálfstasðis. Við getum fræðzt um það i ann- álum að þegar harðast varð í ári var oft björgin sótt undir Jökul til hinna fengsælu ver- stöðva er sjaldan brugðust, eða þá um Suðurnes þar sem lengst af hefur einnig verið sóttur sjórinn. Margir vaskir Islertdingar um margra alda skeið sóttu frama sinn í verið, það var þeirra skólaganga. 1 landlegum á tíma opnu skipanna voru margs konar fræði stunduð í lágreist- um verbúðum, meðan brimið gnauðaði við sker og drang og þeytti löðri á land. Ég get hugs- að mér að skáldmennt Islend- inga hefði orðið fátæklegri á liðnum öldum ef hún hefði ekki notið þessa mjög svo frumstæða verbúðalífs. Margar af þeim landfleygu stökum sem lifðu af aldir, fæddust á slíkum stöðum, þar sem taflið við dauðann var oft háð af undraverðri smlli. Þegar Eyjólfur í Svefneyjum setti lög í Dritvík á öndverðri nítjándu öld, og vermenn urðu að lyfta steininum Fullsterk á stall til þess að geta talizt full- gildir hásetar í þeirri verstöð, var það gert vegna þess, að þessi fengsæla en brimasama verstöð krafðist mikils af hverjum sjómanni sem þar hafðist við. Það er sagt að sjó- menn í Dritvík hafi orðið að vera þessum kostum búnir: Miklu líkamlegu atgervi, skjótri og rökfastri hugsun, og metn- aði i ríkum mæli. Færi þetta allt saman væru menn taldir Iftír Jóhann l £ Kúhí frambærilegir sem formenn í þessari frægu verstöð. Allt fram á síðustu tíma hef- ur íslenzkra sjómanna verið að litlu getið í Islandssögunni í samhandi við sjálfstæðisbarátt- una, og þó munu fáir hafa stað- ið fastar að baki Jóns Sig- urðssonar í þeirri baráttu en breiðfirzkir og vestlenzkir út- vegsbændur og s.jómenn. Að þessu hefur Lúðvík Kristjáns- son rithöfundur fært sannanir í hinum sagnfræðilegu ritum sínum. Þetta og ótal margt fleira, sem við kemur fortíð íslenzkrar sjósóknar þurfa sjó- menn í dag að vita, og það á að vera þeim aflgjafi i þeirri baráttu sem stéttarinnar bíður á næstu tímum, á hafi og í höfn, þar sem sótt verður fram í kjaramálum og skipulagsmál- um íslenzkra sjómanna. Sjómannastéttjn og fiskveiðarnar Um það verður ekki deilt, að g.ialdeyrisöflun og undirstaða íslenzks ríkisbúskapar hvílir í dag fyrst og síðast á herðum íslenzkra sjómanna. Þessa ' er stundum að nokkru getið á sjómannadaginn ár hvert, en sjaldan endranær. Og það er sorgleg staðreynd sem hver einstaklingur í stéttinni þarf að gera sér ljóst: Að sjómanna- stéttin hefur vanmctið sjálfa sig sem stétt. Væri ekki svo, þá hlyti meiginhluti allrar fisk- útgerðar á Islandi í dag að vera í höndum s.iómanna sjálfra. Því hvað er eðlilegra en að þeir menn sem bera hitann og þung- ann í fiskveiðunum á hafinu og leggja í mörgum tilfellum lífið að veði, en þeir ráði líka útgerðinni og taki í sinn hlut þann arð sem er þar að fá hverju sinni. A undanförnum árum, þegar sjómenn á Norðurlöndum hafa sótt fram markvisst á þessum vettvangi, að taka útgerðina í eigin hendur, hefur svo að segja ekkert gerzt hér á Is- landi á þessu sviði. Islenzkir Jóhann J. E. Kúld. sjómenn þurfa og verða að leggja fram sinn skerf svo þró- unin í okkar fiskveiðum taki svipaða stefnu á næstu árum og nú gerist í þeim löndum sem okkur ei*u skyldust að hugsunarhætti og menningu. En þetta verður ekki gert nema hér komi ríkisvald sem stuðla vill að þvílíkri þróun og er reiðubúið til samstarfs við sjó- mannastéttina á þessum vett- vangi. Fiskveiðar og mennlng verða að eiga fulla samleið á Islandi í framtíðinni, en það verður ekki tryggt með öðru móti en því, að sjómannastéttin ráði út- gerðinni. Þennan sannleika vesiður siómannastéttin að til- einka sér. Og hún verður að eiga þann metnað sem til þess þarf að hrinda þessu í fram- kvæmd. En þegar ég lít yfir farinn veg íslenzkrar sjómannastéttar, sem allur einkennist af hörku dugnaði í hvívetna, birtast mér Ijóslifandi einstök atvik þeirrar sögu. Ég sé djarfa menn lyfta Fullsterk á stall í Dritvík, og sæþarða menn í brimróðri á Suðurnesjum, togaraskipshöfn í baráttu við óveður og frost- hörku á Halamiðum, og þannig mætti lengi telja Nei sjó- mannastéttina getur ekki skort dugnað né metnað, sem til þess þarf að gera sér útgerðina und- irgefna, láta hana þjóna sér. Kjarabarátta sjómanna Kjarabarátta íslenzkra sjó- manna hófst með þilskipaút- gerðinni og síðar vélvæðingu skipastólsins og hefur staðið óslitið síðan. Oft hefur þessi barátta komizt á það stig, að verkföllum hefur orðið að beita til að fá fram lagfæringu á kaupi og kjörum. Allt fram á síðasta ár hafa sjómenn verið í sókn á þessum vettvangi og unnið marga sigra sem hafa bætt kjör þeirra. En með síð- ustu samningum um þorskveiði- kjör á vélbátaflotanum þykir mér sem framsókn hafi verið stöðvuð og með kjaradóminum um síldveiðikiörin frá sl. sumri, þá tekur virkilega að halla á s.iómennina, því þá eru skiptakiör á þátunum stórlega rýrð fyrir atþeina ríkisvalds- ins, sem raunverulega sviptu siómennina friálsum samnings- rétti á þessum vettvangi. Útgerðarmönnum sem fengið hafa mikinn gróða handa á milli þessi ár, hefur þó fundizt ríkisvaldið skammta sér of knöpp gróðastarfsskilyrði. En í stað þess að leggia til atlögu við rikisvaldið og knýia það til samninga um betri útgerð- argrundvöll, þá gera útgerðar- menn kröfuna á hendur sjó- mönnum og kref jast þess að fá hluta úr þeirra hlut. Til þessa voru þeir studdir af ríkisvald- inu, sem á sama tíma lét; toá greiða hæstu vexti í heimi af rekstrarlánum útgerðarinnar. samhliða því að útflutningstoll- ur af öllum siávarafurðum hafði verið margfaldaður. En skýringar á þessu miög svo undarlega fyrirbæri er að finna i hinum nánu stiórnmálalegu tengslum sem eru á milli for- ráðamanna útgerðarinnar og þeirra sem sitia í ráðherrastól- um viðreisnarstiórnarinnar. — Undir öðrum kringumstæðum var þetta ekki hægt. 1 þeim löndum þar sem þró- un síðustu ára hefur orðið sú að útgerðin hefur færzt í vax- andi mæli á hendur siómanna. hafa siómenn og útgerðarmenn haft um það fullakomna sam- vinnu, að ferskfiskverð hafi verið viðunandi á hverium tíma, og þar hefur ríkisvaldið lika orðið að skapa útgerðinni betri grundvöll til að starfa á bæði gegnum lægri vaxtakiör og á margvíslegan annan hátt. Dæmin um þetta eru degin- um Ijósari, bæði frá Noregi og Danmörku hin síðustu ár. Þann- ig hefur aukin og vaxandi þátt- taka sjómanna í útgerðinni orð- ið til þess að styrkia sjálfan starfsgrundvöll útgerðarinnar og þannig hefur verið undir- byggður grunnur betri kiara siómönnum til handa. Þessi ár- angur hefur einungis náðst vegna þess að s.iómenn og út- gerðarmenn stóðu sameinaðir um eina og sömu kröfuna. að þeim væri tryggður betri starfs- grundvöllur frá hendi þióðfé- lagsins. Á sama tíma eiga full- trúar útgerðarvaldsins á Islandi í deilum við siómannastéttina, og gera sig líklega til að rétta hlut útgerðarinnar á kostnað siómanna, með tilstyrk ríkis- valdsins. Hér eru annarleg öfl að verki fjandsamleg s.iómanna- stéttinni og ber að standa traustan vörð gegn því, að þau komi áformum sínum í fram- kvæmd. Það má segia að bróunin hafi orðið nokkuð 'Mn og ör- ugg við endurnýi"- ^g upp- byggingu á véls'< ¦ "lotanum Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.