Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 4
* ^ ■* ^ ..v ypilil 181 HHI : + -•• ] ' ,•:•■: .-x e® Meðal þeirra loforða, sem lesa mátti í hinni hvftu bók „Viðreisn“ í upphafi samnefndrar stjórn- arstefnu, voru hátíðleg fyrirheit um það, að „skapa atvinnuvegum landsmanna öruggan grund- vöir, svo að þeir gætu starfað án styrkja og uppbóta. Þá voru einnig fyrirheff um að skapa grundvöll „raunhæfra kjarabóta" og vinnu'frið í landinu. Og einnig var að finna sérstaka klausu um það, að nú fyrst yrði togaraútgerðinni skapaður ör- uggur rekstrargrundvöllur, enda látið í veðri vaka að „vrCTreisnm" væri fyrsf og ’fremst gerð í þágu útflutningsatvinnu- veganna. En hinn raunverulegi tilgangur viðreisnarinnar var fyrst og freflnst að breyta fekjuskiptingu þjóðarinnar hinum ríku í hag. Þeirri stefnu hefur verið framfylgt af svo mikilli hörku, að einskis hefur verið svifizt og framleiðsluatvinnuvegimir stöðvaðir vikum og mánuðum saman til þess að reyna að hindra að launastéftunum tækist að knýja fram breytingar á 'tekjuskiptingunni sér í hag. Hér verða aðeins rifjuð upp fáein dæmi þessu 'til sönnunar. Stöðvunin 1961: Hver dagur kostaði 10 milljónir Hinn „raunhæfi rekstrargrundvöllur“, sem „viðreisnin“ skapaði togaraútgerðinni, var sá, að strax á fyrstu mánuðum „viöreisnarinnar var togurunum lagt í þang- hafið einiun eftir öðrum. Þangað fór meira að segja nýjasti togari Íslendinga, eign Einars ríka Sigurðssonar, strax eftir fyrstu veiðiferðina! Með því að stöðva hluta togaraflotans á þennan hátt, kom viðreisnin því til leiðar að þjóðin glataði á hverjum mánuði milljónum króna í gjaldeyrisverðmætum, sem þessi stórvirku fram- leiðslutæki hefðu getað skapað. Allt fram til ársins 1962 fengu togaras jómenn enga leiðréttingu á kjörum sín- um sambærilega við það, sem aðrar stéttir knúðu fram í verkföllunum 1961. En þrátt fyrir það kröfðust útgeröarmenn afnáms vökulaganna það ár og töldu tog- araútgerð ekki bera sig undir „viðreisn“,nema aftur vœri innleiddur algjör prœl- dómur á togurunum. Sjómenn urðu að heyja 130 daga verkfall til þess að verja mannréttindi sín og fá fram nokkra leiðréttingu á kjörum sínum árið 1962. A&eins pessi framleiðslustöðvun viðreisnarinnar kostaði pjóðina hátt á priðja hundrað milljónir í gjaldeyristapi. Stöðvun síldveiðanna: Glötun milljónaverðmæta Launastéttir landsins biðu hátt á annað ár eftir hinum „rauhæfu kjarbótum“, sem stjómarflokkamir lofuðu í upphafi valdaferils síns. Það eina sem „viðreisnin“ færði þeim í aðra hönd var vaxandi dýrt íð og lengdur vinnudagur. Loks var þolinmæði verkalýðsins á þrotum og verkalýðshreyfingin hófst handa um að knýja fram réttlátari skiptingu þjóðarteknanna. Verkföll hófust snemma árs 1961 hjá einstökum stéttum, en náðu hámarki um vorið. En atvinnurekend- ur og ríkisstjóm „viöreisnarinnar“ lögðust af öllum mætti gegn kjarabótum og létu sig engu skipta þótt framleiðslan stöðvaðist vikum saman, jafnvel eftir að atvinnurekendur sáu fram á að þeim var nauðugur einn kostur áð ganga að hin- um sanngjömu kröfum verkalýðsfélaganna. Þessi stöðvun „viðreisnarinnar“ á framleiðsluatvinnuvegum pjóðarinnar um vorið 1961 Jcostaði pjóðarbúið um 10 milljónir króna á dag að pví er áœtlað var, eða alls um 300 milljónir króna. Stöðvun togaranna: Á 3ja hundrað milljónum sóað Loks má minna á hina ósvífnu kröfu útgerðarmanna um lækkun hásetahlutar á síldveiðum í fyrra. Flotinn var stöðvaður vikum saman vegna fjárkúgunarvíxla, sem LÍÚ-valdið reiddi yfir höfði útgerðarmanna, ef þeir dirfðust að senda báta sína á síldveiðar upp á óbreytt kjör! Þessa framleiðslustöðvun lét ríkisstjómin sér vel líka, enda var hún framkvæmd í anda viðreisnarinnar. Og þegar sjómenn voru að sigra í þessari einstæöu deilu, greip ríkisstjórnin til gerðardómslaganna, sem sviptu sjómenn 20 milljónum á einni vertíð. Enginn getur sagt með vissu hve marga tugi milljóna í gjaldeyrisverðmætum þessi framleiðslustöðvun viðreisnarinnar svipti þjóðarbúið. En jafnframt hafði rík- isstjórnin hindrað um lengri tíma samkomulag í kjaradeilu jámsmiða, og varð það til að seinka ýmsum framkvæmdum til undirbúnings síldarmóttöku á Aust- fjörðum og víðar mjög. Af þeim töfiun hlauzt einnig milljónatjón. ■ Hér hefur aðeins verið minnt á örfá dæmi um þær þungu búsifjar, sem fram- leiðslustöðvanir „viðreisnarinnar“ hafa vald- ið þjóðarbúinu. Þessar framleiðslustöðvanir eru afleiðing þeirrar stefnu, sem miðar að því að misskipta afrakstri þjóðarbúsins. BBH ■ Launastéttir landsins eru um 75 pró- sent þjóðarinnar. Ef þser standa ssuneinaðar geta þær knúið fram réttláta skiptingu þjóð- arteknanna. Þær geta það án þess að láta nokkurt „viðreisnarkerfi“ stöðva fram- leiðsluatvinnuvegina mánuðum saman. H Með því að nota kjörseðilinn sem vopn í kjarabaráttunni og fylkja sér um Al- þýðubandalagið geta launastéttirnar tryggt hvorttveggja í senn, að kröfur þeirra um réttláta skiptingu þjóðarteknanna nái fram að ganga og að kjarabæturnar verði ekki teknar jafnharðan af þeim aftur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.