Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞlðÐVIUINN Laugardagur 8. júní lð63 Otgefandi: Sameinlngarílofckur aifcýðu — SósiaiistaflokK urmn. — Kltstjórax: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. SigurB ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Slgurður V. Friðbjófsson. R.ítstjó*-” auglýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust. 19 Skni 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 63 á mánuðL Kjörsedillinn að vopni i hagsmunabaráttunni! p’yrir kosningar tíðkast mjög bollaleggingar um það, hvers konar ríkisstjórn taki við í landinu. Slíkir spádómar hafa þó reynzt erfiðir viðfangs, enda yfirlýsingar stjórnmálamanna um þau efni býsna fallvaltar. í kjörklefanum eru kjósendur þannig ekki að úthluta ráðherrastólum, heldur eru þeir að skera úr um það hver heildarþróun stjórnmálanna verði á næsta kjörtímabili, í hvaða átt skuli stefnt. J^osningarnar 1959 táknuðu mjög alvarlega sveiflu til hægri, miklu stórfelldari sveiflu en kosningaúrslitin sjálf réttlættu. Ástæðan var sú að Alþýðuflokkurinn hvarf eftir kosningar ger- samlega frá þeirri þjóðmálastefnu sem hann hafði boðað fyrir þær og hefur síðan verið viljalaus niðursetningur hjá Sjálfstæðisflokknum. í fjögur ár hefur Alþýðuflokkurinn ekki haft eitt einas'ta ágreiningsefni við Sjálfstæðisflokkinn, og í kosn- ingabaráttunni nú hefur flokkurinn ekki bent á eitt einasta mál sem valdi því að kjósendur eigi að styðja hann frekar en Sjálfstæðisflokkinn. Þannig hefur stefna þess flokks sem lengst er til hægri í íslenzkum stjórnmálum mótáð ál’lar stjórn- arathafnir og hann hefur lagt á það ofurkapp að reyna að framkvæma hér á sem víðtækastan hátt hugmyndir sínar um auðvaldsþjóðfélagið, samfé- lag þar sem gróðavonin ein væri driffjöður og lyftistöng. Þessi stefna hefur haft í för með sér mjög harkalegar árásir á lífskjör almennings, þótt metafli og góðæri hafi mildað árásirnar frá því sem fyrirhugað var. Og stefnan hefur leitt til ofsalegri verðbólgu en dæmi eru til áður hér á landi og þótt leitað væri í flestum löndum heims, haft í för með sér hreinan glundroða í efnahags- kerfi þjóðarinnar. jyjikill meirihluti þjóðarinnar mun sammála um það að hin ofsalega hægristefna stjórnarflokk- anna sé gjaldþrota, einnig ýmsir þeir sem fylgja stjórnarflokkunum að málum; í kosningunum á morgun verði að tryggja stefnubreytingu. Það verði að víkja til vinstri, bæta lífskjör vinnustétt- anna og viðurkenna þá augljósu staðreynd að hið litla íslenzka þjóðfélag þarf á samvinnu og sam- hjálp og áætlunarbúskap að halda en ekki skefja- lausri gróðahyggju. En eina leiðin til að tryggja slíka stefnubreytingu er að efla Alþýðubandalag- ið- Kosningasigur Alþýðubandalagsins mun hafa áhrif á framkomu hinna flokkanna allra, og hver sú ríkisstjórn sem við kann að taka mun neyðast til að taka tillit til hans. Komi í ljós í kosningun- um að straumurinn liggi til vinstri — og um það er sigur Alþýðubandalagsins eini mælikvarðinn — munu hinir flokkarnir ekki komast hjá því að haga athöfnum sínum í samræmi við það. Jslendingar þurfa að víkja til vinstri í kosningun- um á morgun. Sú hefur þróunin orðið um gerv- alla Vestur-Evrópu í kosningum að undanförnu, eftir samskonar „viðreisnar“tímabil og við höfum fengið að kynnast, og íslendingar hafa ævinlega kunnað betur við sig í fylkingarbroddi stjórnmála- þróunarinnar í Evrópu. — m. 25 RÚMLESTA STÁLBÁTUR í SMÍÐUM í KÚPAYOCI I Stálskipasmiðjan í Kópavogi hefur fyrir nokkru byrjað smíði á frambyggðum fiskj- báti fyrir eigendur í Reykja- vík og Höfnum. Báturinn verður u.b.b. 25 rúmlestir hann er 12 metra langur og ætlaður til humar- og hand- færaveiða. Einnig á hann að geta stundað dragnótaveiðar. Báturinn hefur nú verið í smíðum í rúman mánuð og mun verða tilbúinn til af- hendingar eftir rúma tvo mánuði ef allt gengur að ósk- um. Fyrirtækið mun einbeita sér að smíði fiskibáta. I fyrrasumar byrjaði fyrir- tækið að byggja yfir sig utar- lega á Kársnesbraut, nánar tiltekið við hliðina á niður- suðuverksmiðjunni Ora. I fyrsta áfanga var reist tæp- lega 400 fermetra hús og bar inni fer smíðin fram. Húsið er nógu stórt til að hægt sé að smíða bar 220 tonna fram- byggða báta. en allt að 200 tonna með venjulegu bygging- arlagi. I næsta áfanga hafa beir í hyggju að reisa verk- stæðishús og bryggju. Báturinn sem sagt er frá ! ! ! i * i ! hér að ofan er fyrsta verk- efni smiðjunnar. hann verður k begar til kemur annar stál- " fiskibáturinn. sem smíðaður er hér á landi. Teikningu að bátnum gerði Ólafur H. Jónsson fram- kvæmdastjóri Stálskipasmiðj- unnar. en aðrir í stjóm henn- ar eru Þórir Guðjónsson og Jón Sigurðsson. ! 223 námsmey/ar / Kvennaskólanum á USnu starfsárí Kvennaskólanum í Reykja- vík var slitið 25. maí sl. For- setafrúin sýndi skólanum þá vinsemd að vera viðstödd skólauppsögn. Var þetta 88. starfsár skólans, en kennsla hófst þar 1. okt. 1874. 223 námsmeyjar settust í skólann í haust, en 36 stúlk- ur brautskráðust úr skólan- um að þessu sinni. Forstöðukona skólans. frú Guðrún P. Helgadóttir, minnt- ist í upphafi einnar náms- meyjar skólans, Hildar Ólafs- dóttur, sem lézt af slysförum 24. jan. sl. og verið hafði hvers manns hugljúfi. Höfðu skólasystur Hildar, kennarar og nokkrir aðstandendur á- kveðið að gefa um Hildi minn- ingargjöf, sem renna skyldi i slysasjóð. Þá gerði forstöðu- kona grein fyrir starfsemi skólans þetta skólaár og skýrði frá úrslitum vorprófa. Hæsta einkunn í bóklegum greinum í lokaprófi hlaut Jenný Jóhannsdóttir, náms- mær í 4. bekk Z, 9.57, og er það hæsta einkunn, sem gefin hefur verið í skólanum á burt- afarprófi. I 3. bekk hlutu tvær stúlkur jafnháa einkunn, Guð- ný Helgadóttir og Sigrún Ein- arsdóttir, 8,81, í 2. bekk Anna Björg Halldórsdóttir 9,36 og i 1. b. Borghildur Guðmunds- dóttir, 9,31. Miðskólaprófi luku 43 stúlkur, 59 unglinga- prófi og 61 prófi upp í ann- an bekk. Sýning á hannyrð- um og teikningum námsmeyja var haldin 18. og 19. maí. hlutu Jenny Jóhannsdóttir og Anna María Pálsdóttir, 4. bekk Z. Verðlaun þessi eru veitt fyrir ágæta ástundun og glæsilegan árangur við bók- legt nám. Einnig hlutu Sol- veig Edda Magnúsdóttir og Erla Þórarinsdóttir 4. bekk Z bókaverðlaun fyrir ágætan námsárangur. Verðlaun fyrir beztu frammistöðu í fatasaum voru veitt úr Verðlaunasjóði frú Guðrúnar J. Briem. Þau verðlaun hlaut Jenny Jóhannsdóttir, 4. mekk Z. Verðlaun úr Thomsenssjóði fyrir beztan árangur í út- saumi hlaut Lára Halla Maack. 2. bekk Z. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund veitti 500 kr. verðlaun fyrir beztu íslenzku prófritgerð- ina. Anna Guðmundsdóttir, 4 bekk C. hlaut þau verð- laun. Þá gaf þýzka sendi- ráðið verðlaun fyrir góða frammistöðu í þýzku. Þau verðlaun hlutu Jenny Jóhanns- dóttir, Anna María Pálsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Námsstyrkjum var úthlutað í lok skólaársins til efnalítilla námsmeyja, úr Systrasjóði 16.000.00 kr. og úr styrktar- sjóði hjónanna Páls og Thoru Melsted 3.500.00 alls 19.500.00 kr. Að lokum þakkaði forstöðu- kona skólanefnd og kennurum ágætt samstarf á liðnum vetA Gjafir, vcrðlaun o. fl. Fyrir hönd Kvennaskóla- stúlkna, sem brautskráðust fyrir 50 árum mælti frú Ingi- björg Eyfells, fyrir hönd 40 ára árgangs mælti frú Jóna Erlendsdóttir og fyrir hönd 25 ára árg. frú Áslaug Frið- riksdóttir. Rifjuðu þær upp minningar skólaáranna, færðu skólanum gjafir og óskuðu honum allrar blessunar. Full- trúar 10 ára árgangs og 5 ára árgangs voru einnig mættar við skólaslit og færðu skólan- um peningagjafir og óskuðu honum alls góðs. Þakkaði forstöðukona eldri nemendum alla þá vinsemd og tryggð, sem þeir hafa ávllt sýnt skóla sínum, og kvað skólanum og hinum ungu námsmeyjum mikinn styrk að vináttu þeirra. Þá fór fram verðlaunaaf- hending. Verðlaun úr minn- ingarsjóði frá Thoru Melsted Hjálparbeiðni m Maður heitir Torfi Guðbjöms- son. Hann hefur verið sjúkur í tíu ár. Er veiki hans næsta sjaldgæf og stafar af rangri kirtlastarfsemi. Veldur miklu magnleysi, en með meðalag.iöf er unnt að halda við nokkurri starfsorku, og bó aðeins skamm- an tima í senn. Fullkomnastar rannsóknir á sýki bessari hafa verið gerðar í Ameríku, og á stundum hef- ur tekizt að lækna hana með uppskurði. Eitt dæmi er bess að íslenzk kona hefur fengið bata á bann hátt. Nú er afráðið að Torfi leiti sér lækningar vestan hafs. Hef- ur læknir hans búið í haginn fyrir hann á sjúkrahúsi í New Vork og fengið kunnan sér- fræðing bar. til að taka Torfa til rannsóknar oa uppskurðar ef það telst fært. Þótt Torfi hljóti nokkurn far- arstyrk og lögákveðna aðstoð sjúkrasamlags síns. hrékkur bað aðeins fyrir broti af kostnað- inum, sem áætiaður er um 100 búsund krónur. Nú á sjúkling- urinn fyrir fimm börnum að sjá og var bað elzta fermt á bessu vori. Þótt konan vinni utan heimilis munu allir sjá að hér er um bungan róður að ræða. Ég er þess fullviss — og hef begar orðið besS ; var — að margir munu viljá létta hann með einhverju fjárframlagi. Blaðið mun veita giöfum manna móttöku og einnig und- 'rritaður. Með fyrirfram bökk til allra. sem ero’ða hér eitthvað götuna. Gunnar Arnason sóknarprestur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.