Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. júní 1963 ÞlðÐVILIINN SlÐA g Emil Zatopek hefur hlaupið 5000 m. á 14.15,0 mín í ár ÞaS er ekki á allra vitoröi aS gamla kempan Emil zatopek hefur í ár hlaupiS 500 m. á 14.15,10 mín., enda þótt hann sé kominn á fimmtugsaldur. Zatopek eða „tékkneska eim- reiðin“, eins og hann var stundum kallaður, var á há- tindi frægðar sinnar fyrir rúmum 10 árum. Enginn var meira dáður en hann á olympíuleikunum í Helsinki 1952, en þar vann hann þrenn gullverðlaun. Kona hans, Dana, sigraði í spjótkasti kvenna. Þau hjónin starfa enn að íþróttum af liífi og sál og eru mjög samhent 1 starfi. Þau hafa ferðast vítt um heiminn sem þjálfarar. Nú eru þau starfandi í heimalandinu, hann vinnur aðallega að skipulagningu i- þróttastarfsins í hernum, en hún í íþróttastarfi unglinga- skólanna. Zatopek hleypur ennþá 8 km. á hverjum degi og stundum lengra sér til hress- ingar og til þess að fara ekki alveg úr æfingu. Hann hefur alloft keppt í ár, m.a. á meistaramóti herskólanna. Hann hefur t.d. hlaupið 5000 m. á 14.15,0 mín. í kgppni og 8 km. á 25.27,0 mín. Hann stundar mikið fjall- göngur og fer á skíðum á vetrum. Aðspurður segir Zatopek að langhlauparar í dag æfi mjög á annan hátt en hann gerði. Hann hljóp alltaf 50 km. á degi hverjum og stundum lengra. Nú æfa hlauparar meira í sprettum og hlaupa ekki svona langt í einu. Síðan Zatopek-hjónin hættu keppni fyrir alvöru hafa þau verið þjálfarar í Egyptalandi, Sýrlandi, Indlandi, Túnis, Kóreu, Kína, Vietnam og víðar. Á síðasta ári voru þau í 9 mánuði á Kúbu. Þau eru langhrifnust af því að starfa í Kína. Þau segjast hvergi hafa kynnst öðrum Zatopek-hjónin unnu samanlagt fern gullverðlaun ó olympíu- leikunum í Melbourn 1956. Hér sést frú Dana reka manni sínum rembingskoss eftir sigur hans í maraþonhlaupinu. eins áhuga íþróttafólks, eins mikilli skyldurækni á ástund- un, enda hafi árangurinn ver- ið eftir því. Áhuginn hafi annars verið mjög misjafn í hinum ýmsu löndum, enda skaplyndi þjóðanna mjög mis- munandi. Frú Dana, sem er fertug í ár, segist vera hætt keppni, en hún hafi samt heitið því að kasta sjótinu yfir 50 m. á íþróttamóti íþróttafélags hennar. sem er eina keppnin, sem hún tekur þátt í nú orðið. Landsliðið valið — Þórólfur krafðist 30 þús. kr. launa Landsliðsnefnd KSÍ hefur valið úrvalslið Suðvesturlands, sem keppa á við þýzka liðið Holstein Kiel á mánu- dag. Fengizt hafði til- skilið leyfi til að at- vinnumaðurinn Þórólf- ur Beck gæti leikið með liðinu, en þegar til kom krafðist Þórólfur 250 sterlingspunda (30 þús. krónur) fyrirfram fyr- ir leikinn, og varð þá ekki af samningum. Lið Suðvesturlands verður þannig skipað: Björgvin Her- mannsson (Val), Guðjón Jóns- son (Fram), Þorsteinn Friðþjófs- son (Val), Ormar Skeggjason (Val), Jón Stefánsson (ÍBA), Sveinn Jónsson (KR), Skúli Á- gústsson (ÍBA), Ríkharður Jóns- son (lA), Gunnar Felixson (KR)„ Ellert Sohram (KR). Ax- el Axelsson (Þrótti). Varamenn: Helgi Daníelsson (ÍA), Árni Njálsson (Val), Björn Helgason (Fram), Sigþór Jak- obsson (KR), Bergsveinn Al- fonsson (Val). Áfoi-mað var að fá Þórólf Beck til að leika með iiðinu, og hafði verið útvegað tilskilið leyfi frá Skotlandi, en Þórólfur leikur sem atvinnumaður með St. Mirren þar í lanai. Þegar til kom mun Þórólfur hafa krafizt 30.000 króna fyrir að taka þátt í leiknum. Gest- gjafar þýzka liðsins, Knatt- spymufélagið Fram, munu ekki hafa gert ráð fyrir þessum ríkulegu launum í peningum til hánda Þórólfi Beck, og verður því ekkert úr þátttöku hans. Þjóðverjar unnu AKUREYRI 7 :2 Þýzka knattspyrnuliðið Hol- stein Kiel lék við lið Akureyr- inga á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Leiknum lauk með sigri Þjóðverjanna 7:2. Síð- ustu fjögur mörkin settu Þjóð- verjarnir á síðustu 15 mínútum leiksins. Áður en þessi síðasta marka- hríð hófst var leikurinn ekki ójafn. en þá opnuðust allar gáttir í vörn Akureyringa. Nán- ar um leikinn á morgun. Þórólfur Beck 30 þús. kr. fyrir leikinn! • Englendingar unnu yfir- burðasigur yfir Svisslending- um í Iandskeppni í lcnatt- spyrnu í Basel á miðvikudag. íírslitin urðu 8:1. I hléi var staðan 3:1. ★ Forysta knattspyrnumála í Sovétríkjunum hefur sætt harðri gagnrýni vegna slakr- ar frammistöðu Iandsliðsins undanfarið, m.a. tapsins fyrir Svíum. Síjórn knattspyrnu- sambandsins hélt fund sl. Iaugardag, og var þar m.a. Iagt til að skipta algjörlega um þjálfara landsliðsins. Formaður knattspyrnusam- bandsins. Valentin Granat- kin, hefur einnig sætt ákúrum fyrir slælega frammiistöðu. Knattspyrnumenn og knatt- spyrnufræðingar telja að van- rækt hafi verið að endurnýja Iandsliðið, og að forystumenn- irnir hafi ofmetið getu þess. Má vænta endurskipulagning- ar og gagngerðra breytinga á þiálfurum og leikmönnum •^vézka landsliðsins á næst- unni. ýr Ungverskt frjálsíþrótta- fólk náði jjrýðisárangri á inóti í Búdapest fyrir sköminu. Ccutoras kl.jóp 100 in á 10,5. Simon vann 1500 m á 3.44,0. Annar varð Nag.y á 3.46,4 og þriðji Iíovacs á 3.46,6 mín. Zsivot- ski náði be/.ta árangri í heimi í ár í sleggjukasti — 67,96 in. í 100 ma hlaupi kvenna sigraði Marko á 11,6 sek. ■ , á 3.42,8 mín. og 400 m. Jens Ulbricht (V.-Þýzkal.) á 47,1. ★ Mexíkanar virðast vera í mikilli framför í frjálsum í- þróttum, og hefur það komið mjög í ljós undanfarið, er vesturþýzkir frjálsíþrótta- menn hafa verið á keppnis- ferðalagi í Mexíkó og skýrt var frá í þættinum fyrir nokkrum dögum. Við það má bæta, að á móti í Mexí- kó City nú í vikunni hljóp sveit Mexíkana 1000 m boð- hlaup á 1.53,1 mín., en sveit Þjóðverja sigraði á 1.53,0 -ír t)r hnefaleikaheiminum kemur sú stórfrétt að Willie Pastarno hafi á hvítasunnu- dag orðið heimsmeistari í Iéttþungavikt með því að sigra Harold Johnson, öllum að óvörum. Pastarno vann á stiigum i 15 lota keppni i Las Vegas. Þessi stórsigur Pastarnos kom mjög á óvart, þar sem Johnson var ekki aðeins talinn öruggur um sigur, heldur álitinn einn bezti hnefaleikari í heimi. Aætluð hafðii verið keppni Michel Jazy ★ Michel Jazy (Frakklandi) setti heímsmet í 2 ndlna hlaupi í París í fyrradag — 8.29,6 mín. Það er 2/10 sek. betra en eldra metið, sem Bandaríkiamaðurinn Jim Beatty átti. Jazy á þar með þrjú heimsmet: 2000 m. 5.01.5 og í 3000 m. hlaupi 7.49,2 mín. Á þessu sama móti í París sigraði Delecour í 100 m. (10,5) og í 200 m. (21,1) 1500 m. vann Norpoth (V.-Þýzkal.) EOP-mótiÍverður haldið 12. júnf nk. Þar sem það hefur nú loks komið á daginn, að ÍR hefur hvorki áhuga fyrir stigakeppni tnilli „landsins“ og KR né held- ur stigakeppni milli ÍR og KR (um þessar mundir), sem það kvaðst þó hafa áhuga fyrir sbr. yfirlýsingu IR í blöðunum (er flest dagblöðin túlkuðu á þá leið, að ÍR-ingar vildu mæta KR-ingum cinir), er þar með endanlega búið að eyðileggja allan grundvöll fyrir því 2ja daga móti, sem KR hugðist , halda til minningar um 70 ára V fæðingardag Erlendar heitins ; Péturssonar. Þrátt fyrir þessa staðreynd, mun KR eigi láta mótið falla niður, heldur halda það á ein- um degl, miðvikudaginn 12. júní n.k. á Melavellinum. Verða keppnisgreinar sem hér scgir: 100 rnetra hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 3 km hindrunarhlaup, 110 m grinda- hlaup, 4x100 m boðhlaup. kúlu- j varp, kringlukast, stangarstökk, langstökk, hástökk, 100 m hlaup kvenna. Sérstök athygli skal vakin á -ár Bandaríski sleggjukastar- nn Harold Connolly er enn í fullu fjöri, en hann sigraði á Olympíuleikjunum 1956. Connolly dvelur nú í Finn- land ásamt konu sinni Olgu Fikatovu frá Tékkóslóvp’-' Hann byrjaði sumarið ■ því að kasta 68,13 m. andi rigningu á móti í dois, og er þetta bezti árang- ur í heimi í ár. því, að þátttökutilkynningar ber að senda til Gunnars Sig- urðssonar á skrifstofu Samein- aða, Tryggvagötu L3, eigi síð- ar en mánudaginn 10. júní. Þrátt fyrir það, sem á undan er gengið, væntir KR þess, að mótið megi fara fram í anda Olympíuleikanna, þannig að það verði ekki aðalatriðið að sigra, heldur að taka þátt í keppninni. — Frjálsíþróttadeild KR. Námskeið körfu- knattleiks- þiálfara Samkvæmt tilkynningu, er KKÍ hefur borizt frá Körfu- knattleikssambandi Danmerkur, þá verður námskeið fyrir þjálf- ara í körfuknattleik haldið að íþróttaháskólanum að Sonder- borg, dagana 23. til 29. júní næstkomandi. 1 samræmi við samþykkt Körfuknattleiksráðs Norður- landa. þá býður danska körfu- knattleikssambandið einum þátttakanda frá Islandi frítt uppihald á meðan á námskeið- inu stendur. Þátttakandi verð- ur sjálfur að greiða ferðakostn- að. Þeir körfuknattleiksmenn, ■em hafa í hyggju að sækja betta námskeið, eru beðnir að hafa samband við stjórn Körfu- knattleikssambands Islands, sem allra fyrst. Pastarnos milli hans og Cassíusar Clay í júlí, en ekki er Iíklegt að úr því verði eftir þessi úr- slit. ★ Alþjóða-olympíunefndin (IOC) ákvað á fundi sínum í Lausanna í fyrradag, að um- sókn V-Berlínar um að halda olympíuleikana 1968 skyldi ekki tekin til greina. Fundur ncfndarinnar var haldinn fyr- ir luktum dyrum, en í Reut- ers-frétt segir að þetta hafi veriö samþykkt nær einróma. Á sömu lund fór með um- sókn Vínarborgar, en báðar þessar umsóknir bárust eftir að umsóknarfrestur var út- runninn. ★ Téltkneskii hlauparinn Tomas Salinger hljóp míluna á 4.00,8 mín. á frjálsíþrótta- móti í Oxford á fimmtudags- kvöld. Þetta var á sömu hlaupabrautinni og Roger Bannister hljóp míluna fyrst- ur manna undir 4 mín. (3.59,5 mín. árið 1954). ★ Eins og kunnugt er hefur Vestur-Berlín sótt um að' fá að lialda Olympíuleikana 1968. Um þetta segir for- maður Alþjóða-olympíu- nefndarinnar. Bandaríkja- maðurinn Avery Brundage: — Það væri stór sigur fyrir íþróttirnar, ef leikirnir 1968 yrðu haldnir sameiginlega af Austur- og Vestur-Berlín. Umsókn Vestur-Berlínar einnar getur varla verið vel yfirveguð. Eg veit ekki het- ur en að mannvirkin frá 1936 séu dreifð um báða borgarhlutana. Flakið af bíl Stirling Moss • Brezki kappaksturskappinn Stirling Moss hefur ákveðið að hætta að fullu og öllu keppni í kappakstri. Fyrir einu ári varð hann fyrir alvarlegu slysi, er hann missti stjórn á Lotus-vagni sínum í æðisgengnum kappakstri. Vagninn fór gjörsamlega í rúst, og þótti furðulegt að Moss skyldi halda Iifi. Bíllinn var á 170 km hraða er hon- um hvolfdi á beygju. Nú fyr- ir skömmu hafði Moss náð sér það mikið að hann lagði í kappakstur. En hann fann að hann átti ekki afturkvæmt á kappaksturbrautirnar eftir það áfall sem hann hafði beð- ið. Hann var einn mest dáði kappakstursmaður sögunnar. Er hann hætti kcppni, aðeins 33 ára gamall, hafði hann unnið fleiri sigra (194) en nokkur annar, og fleiri Grand Prix-kappakstra (14) en nokkur annar en Argen- tínumaðurinn Juan Fangio, sem hafði unnið 16 er hann hætti 47 ára gamall. utan úr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.